Borgarráð - Fundur nr. 5543

Borgarráð

Ár 2019, þriðjudaginn 30. apríl, var haldinn 5543. fundur borgarráðs (aukafundur). Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagður fram að nýju samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 (A- og B-hluti), ódags., sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl sl., ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og greinargerðum fagsviða, aðalsjóðs, eignasjóðs og fyrirtækja B-hluta. Einnig er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2018, verkstöðuskýrsla vegna nýframkvæmda 2018, yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar ódags., og greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, ódags. Einnig eru lagðar fram endurskoðunarskýrsla GrantThornton, dags. 30. apríl 2019, og skýrsla endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2019. 

    Ársreikningur borgarsjóðs (a-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 hefur verið undirbúinn af fjármálskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn.

    Samþykkt. 

    Lárus Finnbogason, Theódór S. Sigurbergsson, og J. Sturla Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17120062

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:19

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir