Borgarráð - Fundur nr. 5539

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 21. mars, var haldinn 5539. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. mars 2019. R19010016

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 4. mars 2019. R19010037

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. mars 2019. R19010027

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 20. mars 2019. R19010022
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1. mars 2019. R19010024

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. febrúar 2019. R19010028

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R19030014

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19030016

    -    Kl. 9:07 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. mars 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. R19030175
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna verkefna sem kosin voru í Hverfinu mínu 2019. Kostnaðaráætlun 2 er 450 m.kr. R19010096
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þátttakan í lýðræðisverkefninu Hverfið mitt eykst frá ári til árs. Að þessu sinni var aldurstakmarkið lækkað niður í 15 ár og þrátt fyrir stækkun mengisins sem gat tekið þátt var aukning í þátttöku að meðaltali. Þá er þátttaka í Hverfinu mínu að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er það jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir örfáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og verði framkvæmd á næstunni. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu skemmtilega lýðræðisverkefni er kraftur fjöldans nýttur í hag allra.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2019. Kostnaðaráætlun 2 er 1.220 m.kr. R19010107
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Göturnar sem malbikaðar verða í ár eru Amtmannsstígur, Arnarbakki, Áland, Ármúli, Ásvegur, Bankastræti, Barðavogur, Barmahlíð, Barónsstígur, Bergstaðastræti, Bitruháls, Bláskógar, Blómvallagata, Bollagata, Borgartún, Bólstaðarhlíð, Bragagata, Breiðhöfði, Brúnaland, Bústaðavegur, Bæjarháls, Dvergshöfði, Efstaleiti, Efstasund, Egilsgata, Eikjuvogur, Engjateigur, Fannafold, Faxafen, Fellsmúli, Fellsvegur, Flókagata, Flugvallarvegur, Framnesvegur, Frostaskjól, Gamla-Hringbraut, Garðastræti, Grensásvegur, Grettisgata, Grundarhús, Guðrúnargata, Gullengi, Háahlíð, Háaleitisbraut, Hálsabraut, Hátún, Holtavegur, Holtsgata, Hólmgarður, Hraunás, Hraunberg, Hraunbær, Hrefnugata, hringtorg við Fellsveg, Höfðabakki, Iðunnarbrunnur, Jónsgeisli, Jöldugróf, Kaplaskjólsvegur, Katrínarlind, Katrínartún, Keilugrandi, Kirkjustétt, Kjalarland, Kleppsmýrarvegur, Krókháls, Kúrland, Lambhagavegur, Langahlíð, Langholtsvegur, Langirimi, Laufengi, Laugavegur, Lágmúli, Leirubakki, Leirulækur, Lindargata, Logafold, Lækjargata, Marteinslaug, Menntasveigur, Miklabraut, Mjölnisholt, Nauthólsvegur, Norðurfell, Nökkvavogur, Rauðagerði, Rauðarárstígur, Reykjahlíð, Reyrengi, Réttarsel, Rofabær, Selásbraut, Seljaskógar, Skeiðarvogur, Skeifan, Skógarsel, Snekkjuvogur, Snorrabraut, Sóleyjargata, Sólheimar, Sólvallagata, Stakkahlíð, Stjörnugróf, Stórhöfði, Strandvegur, Strengur, Sturlugata, Suðurfell, Suðurhlíð, Suðurhólar, Suðurlandsbraut, Tranavogur, Urriðakvísl, Vagnhöfði, Vallargrund, Vallarhús, Vatnagarðar, Vegbrekkur Vesturgata, Viðarhöfði, Vitastígur, Víðihlíð, Víkurvegur, Vínlandsleið, Þingholtsstræti, Þórðarsveigur, Þverholt og Öldugata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að í útboðslýsingu komi fram að malbikið verði af slíkum gæðum að draga megi úr loftmengun af völdum óþarfa slits. Um helmingur svifryks á uppruna sinn úr malbiki og því mikilvægt að draga úr upptökum þess eins og unnt er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins er ánægð með að malbikunarframkvæmdir eru í eðlilegu fari. Lögð er áhersla á að gæði malbiks séu ávallt þau bestu og ef til vill ætti víðar að notast við sterkari gerð steinefnis í malbikið það sem flutt er inn frá Noregi. Venjulega er notast við sterkara malbik aðeins á mestu umferðargötunum eftir því sem fram kemur í kynningu. Nota ætti sterkara malbikið miklu víðar. Þá verður minna um slit og auknar líkur eru á að dregið verði úr loftmengun af völdum slits. Aðrir þættir eins og sandur og salt sem borið er á götur og gangstíga yfir veturinn eiga sinn þátt í mengun sem og slit á dekkjum. Nauðsynlegt er að horfa til þeirrar hættu sem skapast þegar malbik er orðið illa slitið eins og víða er í Reykjavík.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun 2 er 300 m.kr. R19030190
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins leggjast gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg, og önnur álíka, bera vitni um enda þola þau vel bið. Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lengi hefur staðið til að taka Óðinstorg í gegn í kjölfar afar vel heppnaðra Torg í biðstöðu verkefna sem eru verkefni þar sem gerðar eru tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna.

    Borgarstjóri víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Fram fer kynning á þjónustukönnun Reykjavíkurborgar 2019. R18040117

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvæð viðhorf borgarbúa til þjónustu og starfsemi Reykjavíkurborgar eru að aukast í flestum þáttum. Það er mikilvægt að fá kannanir sem þessar í þeim tilgangi að bregðast við þar sem á þarf að halda. Niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar er því vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða og haft til hliðsjónar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er undarleg stefna hjá Reykjavíkurborg að taka ekki þátt í samræmdri þjónustukönnun Gallup um viðhorf íbúa til sveitarfélaga. Í stað þess er borgin með sína eigin könnun. Í könnuninni er meðal annars spurt um viðhorf íbúa til Twitter og Facebook síðu borgarinnar. Langflestir aðspurðra hafa enga skoðun á þessum málum. Ekki er spurt um viðhorf til leikskóla eða grunnskóla þrátt fyrir að fræðslumálin séu langstærsti þjónustuliður borgarinnar. Ljóst er að ánægja með þjónustu borgarinnar í heild hefur ekki verið minni en nú á síðustu tveimur árum frá því kannanir hófust fyrir 11 árum síðan. Þá vekur athygli að ánægja með þjónustu borgarinnar hefur aldrei náð meðaltali Maskínu öll 11 árin. Er nú 19% undir meðaltali og er því á rauðu rófi samkvæmt kvarða Maskínu og því „tækifæri til mikilla úrbóta“ hjá borginni. Þar sem borgin er með sína eigin könnun er ekki er sýndur samanburður á milli sveitarfélaga líkt og í samræmdri könnun Gallup sem borgin kaupir ekki, en þar hefur borgin verið langneðst í samanburði við önnur sveitarfélög.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það hefði verið gott að sjá samanburð við önnur sveitarfélög og heyra meira um viðhorf og skoðun gagnvart þjónustustofnunum sem vinna með börnum. Spurning er hvort könnun eins og þessi sé of viðamikil og spurningar þess eðlis oft að líklegt er að fólk svari bara einhvern veginn. Þótt margt sé áhugavert er einnig frekar erfitt að lesa úr þessu og koma með afgerandi niðurstöður, t.d. þegar svör eru „hvorki né“.

    Svavar Jósefsson, Birgir Rafn Halldórsson og Þorlákur Karlsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Fram fer kynning á viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2019. R18030153

    -    Kl. 10:45 víkja Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir af fundinum og Valgerður Sigurðardóttir og Egill Þór Jónsson taka sæti. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Athygli vekur að einelti og áreitni af hálfu samstarfsfólks mælist minna en frá því mælingar hófust árið 2013. Þetta eru ánægjulegar niðurstöður, en jafnframt þvert á það sem fram hefur komið frá borgarstjóra og borgarritara í fjölmiðlum. Þar var fullyrt að „aldrei hefði verið annað eins ástand eins og nú ríkir í Ráðhúsinu“. Könnun borgarinnar sjálfrar sýnir að áreitni og einelti af hálfu samstarfsfólks hafi aldrei verið minni frá upphafi mælinga. Það er gott að fá niðurstöður þessara mælinga sem sýna glögglega að staðan er önnur en haldið var fram.

    -    Kl. 10:51 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi og Björn Gíslason tekur sæti. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Niðurstöður eru beggja blands í þessari könnun en sýna ákveðinn árangur og ber að fagna því. Einstaka tölur eru ívið betri en í fyrri könnunum. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að upplýsingar hafa verið að berast um mikla vanlíðan starfsmanna og brotthvarf einhverra þeirra sem rekja má til vanlíðunar í vinnunni. Ef horft er til opinberra upplýsinga sem hafa verið að birtast og varða borgina og stjórnsýslu hennar er ekki að undra ef starfsmönnun mörgum hverjum líði illa á þessum vinnustað. Dómar, skýrsla innri endurskoðunar og ákvörðun Persónuverndar sem rekja neikvæða þætti úr innviðum og stjórnsýslu borgarinnar hafa komið með reglulegu millibili frá hausti 2018. Engan þyrfti því að undra að starfsmenn sem starfa undir slíkri stjórnsýslu og þar sem eftirliti er víða ábótavant líði illa og vilji jafnvel hætta. Það reynir á alla ef vinnustaður þeirra er ítrekað og aftur í neikvæðri opinberri umræðu. Eftir því er tekið að svarhlutfall er minna en áður og minnsta ánægja er á umhverfis- og skipulagssviði. Einelti frá samstarfsfólki er einnig hæst á umhverfis- og skipulagssviði. Starfsmannastöðugleiki er meðal þeirra atriða sem fólk er ósáttast við. Um 400 manns segjast hafa orðið fyrir einelti og áreitni sem er vissulega alltof há tala.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ánægjulegt er að sjá hin almennu jákvæðu viðhorf og niðurstöður í þessari könnun meðal starfsfólks. Það er uppskera margra ára markviss starfs í mannauðsmálum. Mikilvægt er að áfram verði stutt við svið og starfseiningar borgarinnar til að gera vel. Óumflýjanlegt er að gera athugasemdir við þann málatilbúnað borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins að túlka þessar jákvæðu niðurstöður þannig að ekki þurfi að bregðast við kvörtunum starfsfólks vegna óásættanlegrar framgöngu einstakra kjörinna fulltrúa minnihluta. Það er beinlínis skylda borgarinnar og í fullu samræmi við mannauðsstefnuna að bregðast við fjölda kvartana jafnvel þótt þær séu á hendur kjörnum fulltrúum. Þá er fordæmalaust að stjórnendur um 70 einstaklinga sem starfa hjá borginni hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna ummæla og hegðunar kjörinna fulltrúa.

    Harpa Hrund Berndsen og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 19. mars 2019, þar sem erindisbréf starfshóps um meðhöndlun fjárheimilda fyrir grunnskóla er lagt fram til kynningar. R19030184

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Endurskoðun reiknilíkans er fagnaðarefni í ljósi þess hve mikið skólastarf hefur breyst á undanförnum 20 árum, einkum með stórauknum framlögum inn í sérkennslu og stuðning. Fyrsti áfangi verkefnisins er að setja fram helstu forsendur, annar áfangi er að hanna nýtt líkan byggt á þeim forsendum og viðhorfum en þriðji áfangi er innleiðing á nýju líkani. Allt er þetta unnið með hliðsjón af nýrri menntastefnu borgarinnar til 2030.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að farið sé í endurskoðun á löngu tímabærum endurbótum reiknilíkana skólanna. Enda er brýn þörf að reiknilíkanið endurspegli raunverulegan rekstrarkostnað skólanna og skerpi á kostnaðarvitund stjórnenda sem eftir því þurfa að vinna. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill bara fagna því að bæta eigi reiknilíkan skólanna. Eftir því sem skilst mun ávinningurinn vera sá að forsendur fyrir fjárhagsáætlun verða gegnsærri og skýrari og að áætlanir verði samræmdari milli skóla. Allt hlýtur þetta að leiða til jákvæðra hluta, vonandi.

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra, dags. 15. mars 2019:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningum um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf Reykjavíkurborgar og samning um fyrirgreiðslu vegna samnings um viðskiptavakt. Reykjavíkurborg mun gera þessa samninga til eins árs við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku banka og Landsbankann.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt. R19010070
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. mars 2019, varðandi áform um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Einnig er lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. mars 2019, varðandi áætlun um tekjutap vegna málsins. R18090063
    Frestað.

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  18. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. mars 2019, varðandi framkvæmd kostnaðarmats lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla 2014-2018, ásamt fylgiskjölum. R19030199
    Frestað. 

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús við Tangabryggju 1, ásamt fylgiskjölum. R19030160
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum. Í dag úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Afar mikilvægt er að önnur sveitarfélög skili ekki auðu í uppbyggingu íbúða án hagnaðarsjónarmiða.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ennþá er borgin að fá 45 þúsund krónur á hvern fermetra í byggingarréttargjöld sem er verulega íþyngjandi fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Enn er ósvarað bréfi Bjargs frá síðasta sumri þar kvartað er yfir háum byggingarréttargjöldum borgarinnar. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sósíalistaflokkurinn fagnar allri húsnæðisuppbyggingu án hagnaðarsjónarmiða. Hvað varðar úthlutun lóðar og sölu byggingarréttargjalds til Bjargs vegna Tangabryggju 1 er byggingarréttargjaldið 45.000 kr. pr. m2. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Sósíalistaflokksins minnir á áður framlagðar tillögur sem snúa að því að Reykjavíkurborg veiti aukið fjárframlag í uppbyggingu félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum. Með því að hækka byggingarréttargjaldið almennt væri hægt að fá inn aukið fjármagn frá þeim sem leitast t.d. við að hagnast á byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu stórra lúxusíbúða. Með því væri hægt að setja aukið fjárframlag í félagslega og óhagnaðardrifna húsnæðisbyggingu. Þannig væri hægt að eyða mögulegum verðhækkandi áhrifum byggingarréttargjaldsins á endanlegt leiguverð félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar til Bjargs íbúðafélags hses. fyrir íbúðarhús við Tangabryggju 5. R19030162
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum. Í dag úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Afar mikilvægt er að önnur sveitarfélög skili ekki auðu í uppbyggingu íbúða án hagnaðarsjónarmiða.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ennþá er borgin að fá 45 þúsund krónur á hvern fermetra í byggingarréttargjöld sem er verulega íþyngjandi fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Enn er ósvarað bréfi Bjargs frá síðasta sumri þar kvartað er yfir háum byggingarréttargjöldum borgarinnar. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sósíalistaflokkurinn fagnar allri húsnæðisuppbyggingu án hagnaðarsjónarmiða. Hvað varðar úthlutun lóðar og sölu byggingarréttargjalds til Bjargs vegna Tangabryggju 5 er byggingarréttargjaldið 45.000 kr. pr. m2. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Sósíalistaflokksins minnir á áður framlagðar tillögur sem snúa að því að Reykjavíkurborg veiti aukið fjárframlag í uppbyggingu félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum. Með því að hækka byggingarréttargjaldið almennt væri hægt að fá inn aukið fjármagn frá þeim sem leitast t.d. við að hagnast á byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu stórra lúxusíbúða. Með því væri hægt að setja aukið fjárframlag í félagslega og óhagnaðardrifna húsnæðisbyggingu. Þannig væri hægt að eyða mögulegum verðhækkandi áhrifum byggingarréttargjaldsins á endanlegt leiguverð félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar til Búseta húsnæðissamvinnufélags fyrir íbúðarhús við Tangabryggju 5. R19030162
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum. Í dag úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Afar mikilvægt er að önnur sveitarfélög skili ekki auðu í uppbyggingu íbúða án hagnaðarsjónarmiða.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ennþá er borgin að fá 45 þúsund krónur á hvern fermetra í byggingarréttargjöld sem er verulega íþyngjandi fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Enn er ósvarað bréfi Bjargs frá síðasta sumri þar kvartað er yfir háum byggingarréttargjöldum borgarinnar. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sósíalistaflokkurinn fagnar allri húsnæðisuppbyggingu án hagnaðarsjónarmiða. Hvað varðar úthlutun lóðar og sölu byggingarréttargjalds til Búseta vegna Tangabryggju 5 er byggingarréttargjaldið 45.000 kr. pr. m2. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Sósíalistaflokksins minnir á áður framlagðar tillögur sem snúa að því að Reykjavíkurborg veiti aukið fjárframlag í uppbyggingu félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum. Með því að hækka byggingarréttargjaldið almennt væri hægt að fá inn aukið fjármagn frá þeim sem leitast t.d. við að hagnast á byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu stórra lúxusíbúða. Með því væri hægt að setja aukið fjárframlag í félagslega og óhagnaðardrifna húsnæðisbyggingu. Þannig væri hægt að eyða mögulegum verðhækkandi áhrifum byggingarréttargjaldsins á endanlegt leiguverð félagslegra íbúða og íbúða í óhagnaðardrifnum leigufélögum.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Kynntur úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-2348/2018. R18060205

  23. Lagður fram úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-159/2019. R16120118

    Fylgigögn

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 19. mars 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan bráðabirgðaverkferil og leiðir til úrlausna vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa í þeirra garð. R19030021

    Frestað.

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 19. mars 2019:

    Lagt er til að Ari Karlsson taki sæti Heiðu Bjargar Hilmisdóttur í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. R18060119

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um útvíkkun á notkunarskilyrðum frístundakorts, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 14. mars 2019. R19010423
    Tillagan er felld með vísan til umsagnar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Svarið sem finna má í umsögn eru vonbrigði. Í fyrsta lagi er verið að snúa út úr með því að tala um að þá ætti kortið allt eins að gilda á leiksýningar og bíó. Hér er verið að tala um sundstaði. Að fara í sund fyrir okkur Íslendinga hefur ávallt verið talið mjög jákvætt, sambland af hreyfingu, útivist og vissulega skemmtun. Talað er um að ekki sé tímabært að taka svona skref án frekari umræðu. Borgarfulltrúi er með þessari tillögu að hefja þá umræðu og óskar eftir að hún verði ekki bara tekin heldur tekin áfram. Nýting kortsins til kaupa á sundkorti er tillaga sem á fullan rétt á sér og ætti menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hiklaust að skoða hana aftur.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með hliðsjón af markmiðum frístundakortsins hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð ekki mælt með því að reglunum um notkun kortsins verði breytt þannig að hægt verði nýta það til að kaupa niðurgreidd sundkort fyrir börn. Undir þessi sjónarmið taka borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata og leggja sömuleiðis áherslu á, eins og menningar-, íþrótta- og tómstundaráð að frístundakortið eigi að ná til eins fjölbreyttrar gerðar skipulagðrar frístundastarfsemi og kostur er og eru opnir fyrir ábendingum um leiðir til að tryggja að svo verði. Eigi hins vegar að nýta kortið til að greiða staka afþreyingu yrði rökrétt skref að slíkt myndi ekki einskorðast við niðurgreidda sundstaði á vegum borgarinnar, heldur myndi gilda einnig um miða á skíðasvæði, söfn, leiksýningar, bíó og svo framvegis. Ekki er talið tímabært að stíga þau skref að svo stöddu, án frekari umræðu um markmið og hlutverk frístundakortsins.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarráð samþykkir að leikskólar Reykjavíkurborgar nýti heimild í lögum um leikskóla nr. 90/2008 til að gera almennar bólusetningar að skilyrði við innritun barna. Við innritun skal foreldri eða forráðamaður barns veita samþykki fyrir nauðsynlegri öflun upplýsinga um bólusetningar barns. Skal barn eingöngu hljóta innritun á leikskóla hafi það hlotið, og muni það áfram hljóta, allar þær bólusetningar sem sóttvarnalæknir mælir með frá þriggja mánaða aldri til fjögurra ára aldurs. Undantekningar frá skilyrðinu má veita ef læknisfræðilegar ástæður eða erfiðar félagslegar aðstæður hamla bólusetningu. Eins verði starfsfólki leikskóla Reykjavíkurborgar gert að framvísa bólusetningarvottorði til staðfestingar á að það hafi sjálft undirgengist allar almennar bólusetningar. Tryggt verður að með upplýsingar um bólusetningar barna og starfsfólks verði farið eftir ákvæðum persónuverndarlaga nr. 90/2018. Fela skal skóla- og frístundasviði nánari útfærslu tillögunnar, sérstaklega hvað varðar utanumhald með bólusetningum og sérstakar undanþágur frá skilyrðinu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18090041
    Frestað.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Hvernig ætlar skóla- og frístundaráð að bregðast við því sem fram kemur í niðurstöðu könnunar Maskínu sem gerð var að beiði Velferðarvaktarinnar um skólaforðun? Það hefur lengi verið vitað að hópi barna líður illa í skólanum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis rætt um vanlíðan barna í skólanum og m.a. tengt það því að „skóli án aðgreiningar“ er ekki nægjanlega útbúinn til að ná utan um öll börn og þarfir þeirra. Í landinu er skólaskylda, skólinn á að vera fyrir alla. Hópur barna bíður eftir sérhæfðri þjónustu ýmist í greiningu, í viðtöl til sálfræðinga skóla, í talþjálfun, til að komast á nauðsynleg námskeið og fleira mætti telja. Því er ekki að undra að sum börn glími við tilfinningalega erfiðleika eða eru félagslega óörugg og treysta sér ekki í skólann. Eigi „skóli án aðgreiningar“ að vera áfram stefnan verður að fara í að endurskipuleggja hana frá grunni og finna  farveg sem leiðir til þess að öll börn fái þörfum sínum fullnægt í skólanum. Það verður að bregðast við en fyrst er að horfast í augu við vandann og viðurkenna þá staðreynd að hópi barna líður ekki vel í skólakerfinu eins og það er uppbyggt, þau fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og hætta þar af leiðandi að vilja koma í skólanum. R19030229

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda sem nú eru í gangi hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, samninga, eftirlit og aukaverk sem og annað sem máli skiptir í framkvæmdum (mannvirkjagerðum). Óskað er eftir upplýsingum (lista yfir) um framkvæmdir (mannvirkjagerð) síðustu fjögurra ára sem fóru fram úr kostnaðaráætlun. R19030230

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  30. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um fjölda athugasemda sem bárust við deiliskipulagsreit Þ73. Jafnframt er óskað eftir að fá upplýsingar um fjölda borgarbúa og lögaðila sem liggja að baki þeim athugasemdum. Þá er enn fremur óskað eftir því að skýrt verði hvernig skipulagsferlið hafi verið og muni vera frá upphafi til enda, þ.e. frá því að athugasemdir berast og þar til breytingarnar á deiliskipulaginu eru lagðar fram til samþykktar. R19010136

    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

Fundi slitið klukkan 13:05

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Líf Magneudóttir