Borgarráð
Ár 2019, fimmtudaginn 14. mars, var haldinn 5538. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:07. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Egill Þór Jónsson og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarson, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Dagný Magnea Harðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 6. og 13 mars 2019. R19010022
B-hluti fundargerðarinnar frá 13. mars samþykktur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 19. lið fundargerðarinnar frá 13. mars:
Upplýsingar um innviðagjöld eru greinilega af skornum skammti. Taflan sem okkur var sýnd er með allt of mörgum eyðum. Athygli vekur að ekki liggur fyrir hver innviðagjöld eigi að vera á verkefnum sem eiga að vera komin að framkvæmdastigi. Má hér nefna Heklureit sem var kynntur fyrir kosningar en virðist vera í frosti vegna gjalda borgarinnar. Héðinsreit sem hefur verið í vinnslu í langan tíma. Og Vesturbugt sem ætti að vera komin á framkvæmdastig. Nauðsynlegt er að borgarráði verði gerð frekari grein fyrir innviðagjöldunum, en samningar um þessi gjöld eru á forræði skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA).
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 4. mars 2019. R19010036
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 25 mál. R19030014
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19030016
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R19010041
Öllum styrkumsóknum hafnað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu, ásamt fylgiskjölum. R19030113
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Hlemms, reits 1.240.0, ásamt fylgiskjölum. R19030112
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbygging og fasteignaþróun í og við Hlemm hefur verið gríðarleg á undanförnum árum. Hlemmur plús er verkefni sem fór af stað fyrir meira en áratug síðan. Þar hefur risið fjöldi íbúða ásamt mikilli verslun og þjónustu. Næsta skref í verkefninu var opnun á Hlemmi Mathöll árið 2017 sem hefur hitað upp allt svæðið í kring. Þá er í undirbúningi stækkun á almannarými í kringum Hlemm í kjölfar skipulagssamkeppninnar á síðasta ári. Það er því bjart framundan á Hlemmi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkur leggur áherslu á að flutningshúsið Norðurpóllinn sem stóð við Laugaveg 125 fái að njóta sín í upphaflegri mynd með kvisti sem byggður var við húsið. Hér er eingöngu verið að samþykkja lýsingu á hugmyndum en ekki útfærslu á endanlegu deiliskipulagi.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. janúar 2019 á svarbréfi skipulagsfulltrúa vegna bréfs Skipulagsstofnunar varðandi deiliskipulag fyrir Hverfisgötu 41, ásamt fylgiskjölum. R17120134
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Borgin hefur skuldbundið sig til að greiða meira en sextíu og þrjár milljónir til að fá húseiganda til að falla frá fyrri áformum. Nú virðist borgin hafa kostað nýja tillögu um breytingu á húsinu með nýju deiliskipulagi. Alls óvíst er að húsinu verði breytt enda fær húseigandi lokagreiðslu við auglýsinguna samkvæmt samningi við SEA, tíu milljónir króna.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Til að vernda heild gamalla timburhúsa við Hverfisgötu þá óskaði umhverfis- og skipulagsráð eftir því við borgarráð að samið yrði við lóðarhafa með það að leiðarljósi að fella niður byggingarheimildir á reitnum. Marmiðið var að vernda sögu og ásýnd eldri húsa við götuna en jafnframt tryggja endurnýjun og uppbyggingu á grónum stað í Reykjavík.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R19030111
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. febrúar 2019, vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við deiliskipulag Hólalands á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R18100014
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 9:53 tekur Sanna Magdalena Mörtudóttir sæti á fundinum og Daníel Örn Arnarson víkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss og Norðlingaholts, ásamt fylgiskjölum. R19030117
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, ásamt fylgiskjölum. R19030116
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. mars 2019, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 6. og 13. mars 2019 á breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, ásamt fylgiskjölum. R19030115
Synjun skipulags- og samgönguráðs staðfest.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Árið 2015 var samþykkt að setja kvóta á hótel- og gistirými í Kvosinni í takt við húsnæðisstefnu borgarinnar og Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 svo unnt væri að vinda ofan af þróun sem ógnaði jafnvægi byggðar og hverfisins þar sem íbúðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði fór fækkandi og fjölbreytt þjónusta í hverfinu og á svæðinu minnkaði. Það hefur sýnt sig að ákvörðunin hefur haft jákvæð áhrif á samsetningu svæðisins og íbúabyggð. Ekki er talin ástæða til að skipta um kúrs í þessum efnum og leyfa fleiri hótel- og gistirými en kvótinn kveður á um.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. mars 2019 á svarbréfi skipulagsfulltrúa vegna bréfs Skipulagsstofnunar varðandi stækkunar smábátahafnar, samkvæmt deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5, ásamt fylgiskjölum. R18030152
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Skipulagsstofnun taldi þörf á ítarlegum rannsóknum vegna áformaðra landfyllinga. Þeim hefur ekki verið lokið. Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif þessar framkvæmdir og stórfelldar landfyllingar hafa á lífríki Elliðaáa. Þá segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar að nauðsyn sé að skoða vatnasvið Elliðaáa í heild. Það hefur ekki verið gert. Á meðan svo er er rétt að bíða með frekari samþykktir. Þess er óskað að fá kynningu á þeim rannsóknum sem kunna að vera í gangi.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taka undir að ítarlegri rannsókna sé þörf og að lenging hafnargarðsins geti verið á viðkvæmu svæði með tilliti til lífríkis Elliðaáa. Einmitt þess vegna er verið að falla frá stækkun hafnargarðsins. Ekki stendur til að fara í auknar landfyllingar við ósa Elliðaáa fyrr en allar rannsóknir um möguleg áhrif þeirra liggja fyrir.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gerð göngu- og hjólastíga við Brautarholsveg á Kjalarnesi. Kostnaðaráætlun 2 er 110 m.kr. R19030119
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. febrúar 2019 á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells vegna fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli, með áorðnum breytingum, ásamt fylgiskjölum, og bréf Ingimundar Stefánssonar, dags. 13. febrúar 2019, með viðbótarathugasemdum til borgarráðs, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. febrúar 2019. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2019, vegna viðbótarathugasemda. R17110067
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistasvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að mikið hefur farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við þetta skipulag. Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug. Staðreyndir tala sínu máli. Athuganir hafa sýnt að toppur Úlfarsfells er raunhæf og góð staðsetningin fyrir þann búnað sem samþykkt er að reisa í dag. Eins og fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar koma áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis sem fellur að umhverfinu, þar sem því verður við komið, til móts við mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun.
Miðflokkurinn leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar og vísar í fyrri bókanir vegna málsins. Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis, ekki íbúa. Úlfarsfell er ekki talinn besti kostur, þar trónir efst á lista Þverfellshorn í Esju og Bláfjöll, þar sem fyrir eru sendar frá öðru fyrirtæki. Fjöldi athugasemda komu í kjölfar auglýsingar deiliskipulags á þessu svæði. Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt. Tilgangurinn með auglýsingum af þessu tagi er að fá fram vilja borgaranna. Jafnframt er þess krafist að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður tafarlaust.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 6. mars 2019, vegna boðunar á fundi skipulags- og samgönguráðs 15. ágúst 2018. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um erindið, dags. 11. mars 2019, minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs um boðunina, dags. 16. ágúst 2018, og umsögn sviðsins til ráðuneytisins, dags. 4. september 2018. R19030083
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðismenn fagna því að niðurstaða er komin í þetta ágreiningsmál á milli meiri- og minnihluta. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú staðfest þá niðurstöðu að fundarboð í samgöngu- og skipulagsráði, 15. ágúst 2018, hafi verið gallað og ekki í samræmi við reglur borgarinnar. Borgarráðráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að brugðist sé við tilmælum ráðuneytisins um að farið sé eftir reglum borgarinnar. Og að boðunarfrestir stjórnsýslunefnda verði rýmkaðir. Flest þessara mála sem varða stjórnsýslunefndir varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku funda, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum. Það vekur athygli að álit lögmanna á umhverfis og skipulagssviði, sem dagsett er daginn eftir að ákvörðun var tekin, skautaði framhjá mikilvægum staðreyndum, enda reyndist lögfræðileg niðurstaða þeirra röng. Bendir þetta til að skriflegt lögfræðiálit hafi ekki legið fyrir fundinum þegar beiðni um frestun var hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er miður að innsláttarvilla og tæknilegir örðugleikar hafi átt sér stað við boðun fyrsta fundar í skipulags- og samgönguráði eftir sumarfrí en þar sem allir ráðsmenn mættu til fundar þarf ekki að efast um lögmæti hans. Óumdeilt er að fundarboð var gallað og í ljósi þess að fundurinn var ekki ályktunarhæfur, þ.e. hæfur til að taka bindandi ákvarðanir, var í upphafi hans tilkynnt að engar fullnaðarafgreiðslur mundu fara fram. Enn er því óljóst hvort þeir fundarmenn sem viku af fundi voru með lögmæt forföll. Ljóst er af fundargerðinni að engin mál voru endanlega afgreidd á hinum umdeilda fundi og þar af leiðandi engar ákvarðanir teknar sem geta verið ógildanlegar vegna þess eins að boðun var gölluð. Einnig er bent á að boðunarfrestur hefur þegar verið lengdur í tvo sólarhringa í flestum ráðum en umhverfis- og skipulagsvið óskaði eftir 36 tíma fyrirvara vegna eðlis þeirra mála sem þau sýsla með. Var það samþykkt samhljóða.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins:
Tvennt þarf til að fundur sé ályktunarbær. Ekki fengu allir fundarmenn fundarboð. Ennfremur var dagskráin ekki birt í tæka tíð. Og ekki send út með pósti eða tölvupósti. Sveitarstjórnarráðuneytið staðfesti það.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. febrúar 2019, sbr. samþykkt menningar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. febrúar 2019 á samstarfssamningum sviðsins 2019-2020, ásamt fylgiskjölum. R17010183
Samþykkt.
Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál. R19030110
Frestað.
Hallur Símonarson, Jenný Stefanía Jensdóttir, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi Brynjólfsson, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. mars 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundarsviðs varðandi hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta
Greinargerð fylgir tillögunni. R19030086
Samþykkt.
Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar nýjum hugmyndum um sumardaginn fyrsta með því að gefa frítt í sund og frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn auk viðburða á þessum stöðum í tilefni af sumarkomu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Fossvogsskóla. R19010098
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma það alvarlega ástand sem komið er upp í húsnæðismálum Fossvogsskóla. Ljóst er að óvissa er um hvernig skólahaldi verður háttað á næstunni. Það er alvarlegt að börn og starfsfólk hafi þurft að vera í heilsuspillandi húsnæði og eftirlit hafi ekki leitt í ljós hversu alvarlegt ástandið væri. Mikilvægt er að borgin spari ekki um of í viðhaldi skólabygginga þannig að skemmdir enda er hætta á því að slíkur sparnaður leiði á endanum til töluvert meiri kostnaðar og röskun á skólahaldi.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Viðhald með skólabyggingum hefur verið með ágætum undanfarin ár. Viðhald fasteigna borgarinnar hefur kostað um þrjá milljarða á ári undanfarin þrjú ár og hefur meirihluti þeirra runnið til viðhalds leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Viðbrögð umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs voru fumlaus og skýr og er sviðunum óskað góðs gengis við að fastsetja húsnæði fyrir nemendur Fossvogsskóla hið fyrsta.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Félagsbústaða hf., dags. 4. mars 2019, þar sem óskað er eftir ábyrgð Reykjavíkurborgar vegna áformaðri lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 11. mars 2019. R18100327
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vara við því að verið sé að veðsetja tekjur borgarsjóðs enn og aftur fyrir dótturfyrirtæki borgarinnar. Í þessu tilfelli fyrir þrjá milljarða króna. Lánið er á mun betri kjörum en Félagsbústöðum býðst annars og léttir á vaxtakostnaði félagsins. Rétt er að árétta að fjármálaskrifstofa borgarinnar vekur athygli á því í umsögn sinni að aðgengi borgarinnar að hagstæðum lánum Lánasjóðs sveitarfélaga lækkar um þriðjung.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í erindi Félagsbústaða kemur fram að fyrirhugaðri lántöku er að hluta ætlað að endurfjármagna óhagstæð eldri lán Félagsbústaða sem tekin voru til kaupa og viðhalds á félagslegu húsnæði og þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Lántaka þessi er hluti af lántökuáætlun Félagsbústaða en hún nemur 6.500 m.kr fyrir árið 2019 og samhliða þessari lántöku áformar félagið að gefa út skuldabréf í eigin nafni sem verða skráð í Kauphöll Íslands án ábyrgða eða veða í öðru en eignum félagsins. Meirihluti borgarráðs samþykkir erindið með vísan í umsögn fjármálastjóra.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 12. mars 2019, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019. R19010200
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um skrifstofuhúsnæði að Álfabakka 10, ásamt fylgiskjölum. R19030069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þjónustumiðstöð Breiðholts hefur leitað eftir hentugu húsnæði þar sem hægt er að sameina starfsemi velferðarsviðs í hverfinu en aðstaða hefur verið á fimm stöðum undanfarna mánuði. Með leigu Álfabakka 10 er komin góð aðstaða fyrir starfsfólk og íbúa sem þangað sækja þjónustu.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna húsnæðis að Fannborg 2, ásamt fylgiskjölum. R19030120
Frestað.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Félagsbústöðum hf. vilyrði fyrir lóð fyrir íbúðarhús að Hagaseli 23 með fyrirvara um samþykki á deiliskipulagi. R19020187
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg leggur hugmyndafræðina um sjálfstætt líf til grundvallar allri þjónustu við fatlað fólk. Mikilvægur þáttur í því er að fjölga sértækum íbúðum og því samþykkti velferðarráð sérstaka uppbyggingaraáætlun sértæks húsnæðis þar sem gert ráð fyrir á annað hundrað íbúðum til kaups og byggingar á næstu árum. Verið er að byggja upp íbúðakjarna víða um borgina og er íbúðakjarninn í Hagaseli liður í þessari áætlun og en þar munu 7 íbúar með geðfötlun fá stuðning til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf, bæði innan og utan heimilis. Markmiðið er að mæta þörfum íbúa á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Ekki verður heimilt að neyta fíkniefna í þessum íbúðakjarna, það er verið að setja á fót sérstök úrræði fyrir fólk í neyslu víða um borgina en fyrirhugaður íbúðakjarni í Hagaseli er ekki einn af þeim. Samkvæmt aðalskipulagi er landnotkun svæðisins samfélagsþjónusta og fellur þessi íbúðakjarni vel að því.
Óli Jón Hertervig og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á raðhúsi við Hraunbæ 53, ásamt fylgiskjölum. R19030089
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka um samning um uppbyggingu í Vesturbugt frá 18. apríl 2017, ásamt fylgiskjölum. R17040005
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það sem er kallað Vesturbugt í dag var áður kallað Slippsvæðið og skipulagning á þessu svæði byrjaði 2003 samkvæmt frétt á heimasíðu Reykjavíkur frá þeim tíma. Engin uppbygging hefur átt sér stað í 16 ár þrátt fyrir þrálátar fréttir að uppbygging sé um það bil að hefjast allan þann tíma. Lýst er yfir miklum vonbrigðum að framkvæmdir eru ekki hafnar við Vesturbugt eins kynnt var á fundi þann 18. apríl 2017 þegar skrifað var undir samning um uppbyggingu íbúða á þessu svæði. Undarlegt samspil Reykjavíkurborgar og Vesturbugtar ehf. með fjármögnun verksins er óljós. Áhættuákvæði er fyrir borgina í samningnum þar sem hún er skylduð til að vera kaupandi að þeim 74 íbúðum sem áætlað er að rísi á þessu svæði. Samkvæmt samningnum hefðu framkvæmdir átt að hefjast 18. júlí 2018 en hefur nú verið frestað til 1. október 2019 og er borið við að fjármögnun gangi ekki sem skyldi. Gera verður þá kröfu þegar Reykjavíkurborg úthlutar gæðum sem þessum til einstakra aðila að þeir sýni fram á fjárhagslega getu sína til verkefna svo uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni dragist ekki úr hömlu eins og verið hefur undanfarin ár.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að auglýsa eftir leigutaka fyrir jarðhæð byggingarinnar að Þönglabakka 4, ásamt fylgiskjölum. R19030076
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. mars 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að ganga frá sölu á hluta húsnæðis að Þönglabakka 4, ásamt fylgiskjölum. R19030088
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. mars 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um innviðagjöld, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. febrúar 2019.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19020080
Fylgigögn
-
Kynningu á þjónustukönnun Reykjavíkurborgar 2019 er frestað. R18040117
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. mars 2019, þar sem erindisbréf endurskipaðs starfshóps um innleiðingu jafnlaunastaðals hjá Reykjavíkurborg er sent borgarráði til kynningar. R18020019
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttindaskrifstofu, dags. 11. mars 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bréf Póst- og fjarskiptastofnunar og bréf dómsmálaráðuneytis í tengslum við aðgerðir til að auka kosningaþátttöku, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. febrúar 2019. R17090251
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er ekki verið að spyrja um Háskóla Íslands heldur hverjir fengu bréfið innan Reykjavíkurborgar. Og ef yfirmenn fengu ekki þetta mikilvæga bréf fyrir kosningar er óskað eftir rökstuðningi hvernig standi á því.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttindaskrifstofu, dags. 8. mars 2019, við fyrispurnum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bréfasendingar í tengslum við aðgerðir til að auka kosningaþátttöku, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. febrúar 2019 og 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. febrúar 2019 R17090251
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Félagsbústaða hf., dags. 7. mars 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sundurliðun á lögfræðikostnaði Félagsbústaða, sbr. 77. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018. R18060131
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins þakkar skjótt og skýrt svar frá framkvæmdarstjóra Félagsbústaða um sundurliðun lögfræðikostnaðar. Það er leitt að sjá hvernig Félagsbústaðir hafa eytt tæpum 112 milljónum í lögfræðikostnað undanfarin 6 ár. Stærstu póstarnir eru Málþing ehf., Lögheimtan og Mótus eða um 100 milljónir. Lögfræðikostnaður vegna innheimtumála nam tæpum 65,8 milljónum eða um 12,3 m.kr. á ári. Borgarfulltrúa finnst miklu fé hafa verið varið í að innheimta af fólki sem margt hvert hefur e.t.v. enga möguleika á að greiða þessar skuldir. Er t.d. kannað hvað liggur að baki því að fólkið geti ekki greitt? Fólk skuldar varla að gamni sínu. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta harkalegar aðgerðir. Það er hægt að innheimta án þess að senda skuldina til lögfræðings. Allmargar kvartanir bárust borgarfulltrúa á síðasta ári um að Félagsbústaðir sigi á það lögfræðingum í sífellu. Það ætti að vera eðlilegt að bíða í lengstu lög að rukka fólk sem vegna lágra tekna eða erfiðra aðstæðna getur ekki greitt skuld sína. Hér mætti vel nefna þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna myglu og raka í húsnæði Félagsbústaða. Ef horft er til sanngirnissjónarmiða má spyrja hvort þeir sem hafa búið í mygluhúsnæði hafi fengið einhverjar skaðabætur frá Félagsbústöðum jafnvel þótt alvarlegt heilsutjón hafi verið staðfest?
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ekki er starfandi lögfræðingur hjá Félagsbústöðum þar sem hagstæðara hefur verið talið að kaupa að þá þjónustu. Samkvæmt svari Félagsbústaða er heildarkostnaðurinn fyrir tæp 6 ár eða frá 1. janúar 2013 til 20. september 2018 samtals 111.626.386 m.kr. sem gerir um 1,6 m.kr. á mánuði. Ekki verður séð að það sé óeðlilegur kostnaður í félagi sem á eignir metnar á um 90 milljarða og er með yfir 2000 leigjendur. Ákveðið ferli fer af stað þegar leiguskuld myndast og langoftast er þeim málum lokið farsællega í samstarfi við íbúa og eftir atvikum velferðarsvið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 4. mars 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vinnuslys í leik- og grunnskólum borgarinnar, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. febrúar 2019. R19020109
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fá fulltrúa ferðaþjónustunnar á fund borgarráðs, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. febrúar 2018. R18120106
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Unnið er að nýrri ferðamálastefnu eins og kynnt var í borgarráði á haustdögum. Stefnan er unnin í samvinnu við íbúa, hagaðila, sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og borgarfulltrúa. Búið er að vinna greiningarvinnu, vinna að stefnumótun og nú stendur fyrir dyrum samráðsferli með hagaðilum, íbúum og nágrannasveitarfélögum. Þegar þeirri vinnu er lokið mun ferðamálastefna verða kynnt í borgarráði og fyrirhugað er að bjóða aðilum ferðaþjónustunnar á fund borgarráðs við það tilefni. Vinna við stefnuna hefur gengið afar vel, verið unnin í þéttu samstarfi við fjölda fólks og er þverpólitísk sýn og leiðarljós sem ein helsta atvinnugrein Reykjavíkurborgar.
Kl. 14:00 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Nú eru 56 dagar liðnar frá því að Sjálfstæðisflokkurinn óskaði eftir skilamati vegna framkvæmda við Gröndalshús, Braggann, Hlemm mathöll, Sundhöllina og Írabakka 2-16. (nr. máls R19010254). Skilamat skal liggja fyrir við verklok og eiga þau því að liggja fyrir. Er óskað eftir því að þessi gögn verði lögð fram í síðasta lagi á næsta fundi borgarráðs eða skýringar á drættinum. R19010254
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hversu mörg börn hafa hætt á frístundaheimili vegna þess að foreldri hefur ekkert aðhafst vegna vangreiddrar vistunarskuldar sinnar við borgina? Í svari við fyrirspurn sem Flokkur fólksins hefur áður lagt fram um þetta kom fram að það eru þrjár leiðir í boði til að afturkalla uppsögn á vistun í frístundaheimili í þeim tilfellum sem foreldrar/forráðamenn hafa ekki greitt skuld sína. Einnig kom fram í svari að ef skuldari aðhefst ekkert þá mun barn þurfa að hætta í frístundastarfi. Af þessu hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins miklar áhyggjur og óskar því eftir því að fá upplýsingar um hversu mörg börn hafa hætt á frístundaheimili vegna skuldar sem ekki hefur verið greidd eða samið um. Gott væri að fá þessar upplýsingar sem nær til síðustu 3ja ára. R18110255
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir að fá gögn og skýrslur sem til eru um viðhald og viðhaldsþörf fasteigna borgarinnar sem tilheyra eignasjóði, ásamt endurmatsvirði eignanna. R19030156
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gerð verð úttekt á ástandi skólahúsnæðis borgarinnar, bæði grunn- og leikskólum auk frístundaheimila. Ljóst er að ástand húsnæðis í skólum borgarinnar er verra en margir hugðu. Ástandsskoðun Fossvogsskóla var mjög misvísandi og er hætta á að svo sé víðar. Vísbendingar eru um að viðhald skólabygginga sé minna en viðhaldsþörf og því nauðsynlegt að fara yfir viðhaldsmálin með markvissum hætti. R19030157
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Umsóknarferli um fjárhagsaðstoð er óþarflega flókið í Reykjavík. Fyrst skal nefna að ekki eiga allir skilríki með mynd sem framvísa á þegar sótt er um og í þeim tilfellum þyrfti að finna aðra leið til staðfestingar að viðkomandi er sá sem hann segist vera. Þau gögn sem umsækjanda ber að reiða fram eru líka óþarflega ítarlegar t.d. upplýsingar um skráningu í nám og eða upplýsingar um greiðslur t.d. frá sjúkrasjóðnum eru dæmi um upplýsingar sem mættu e.t.v. missa sín. Markmiðið ætti ávallt að vera að fá minnstu upplýsingar og unnt er að komast af með í slíkri umsókn. Sjálfsagt er að fá leyfi hjá viðkomanda að aflað verði upplýsinga um skráningu hans í nám við lánshæfar menntastofnanir, sbr. ákvæði 15. gr. reglnanna. Hafa skal í huga að mörgum reynist það afar erfitt að þurfa að sækja um fjárhagsaðstoð. Sumir upplifa það mjög niðurlægjandi og því er óþarfi að flækja þetta ferli meira en þörf er á. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði markvisst í að einfalda þetta ferli. Gæta þarf meðalhófs þegar kemur að öflun gagna og upplýsinga og almennt að reyna að gera fólki þetta ferli eins auðvelt og hægt er með því að einfalda það eins og frekast er unnt. R19030150
Vísað til meðferðar velferðarráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1) Hver er fjöldi þeirra sem hafa farið til Viðeyjar að meðaltali á ári frá því að núverandi rekstraraðili ferjunnar tók við? 2) Hvað greiðir Reykjavíkurborg rekstraraðilanum á ári fyrir þjónustu hans? 3) Hver eru fargjöld ferjunnar í dag og hversu mikið hafa þau hækkað síðan núverandi rekstraraðili ferjunnar tók við? 4) Hver sér um veitingaþjónustuna í Viðeyjarstofu? 5) Hver hefur afnot af íbúðunum sem eru tvær í eynni? 6) Fær Reykjavíkurborg leigutekjur og þá hversu háar á ársgrundvelli fyrir, a) Viðeyjarstofu, b) Viðeyjarnaust c) Íbúðirnar tvær og aðrar eignir í eynni? 7) Hver er heildarrekstrarkostnaður Viðeyjar á ársgrundvelli? R19030158
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hversu mörg hjólastæði eru í borginni við götur og í bílakjöllurum á vegum borgarinnar? R19030159
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Samkvæmt samantekt sérfræðings í vinnuumhverfismálum hjá Kennarasambandi Íslands, vegna vinnuslysa í leik- og grunnskólum kemur fram að vinnuslysum kennara í leik- og grunnskólum hefur fjölgað frá árinu 2008-2017. Ná þær tölur einnig til starfsfólks sem skilgreinist ekki sem kennarar þ.e.a.s. ófaglærðs starfsfólks á grunn- og leikskólum? Í gegnum tíðina hafa komið upp aðstæður þar sem mannekla hefur verið á leik- og grunnskólum, hefur það verið kannað hvort að skortur á starfsfólki leiði til aukins vinnuálags og auki þar að leiðandi líkur á vinnuslysum? Eða hefur það á einhvern hátt verið tekið inn í þetta samhengi þegar ástæður vinnuslysa eru skoðaðar? R19020109
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvaða hugmyndir eru um notkun skólahússins í þágu hagsmuna hverfisbúa ef skólahald verður lagt niður? Hver er áætlaður sparnaður/hagræðing við að leggja skólahald niður í Korpuskóla? Hefur verið gerð ítarleg úttekt á því hve margar íbúðir í fjölbýli sé hugsanlega hægt að skipuleggja í Staðarhverfi? R19030161
- Kl. 14:24 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.
Fundi slitið klukkan 14:25
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dagur B. Eggertsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir