Borgarráð - Fundur nr. 5536

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 21. febrúar, var haldinn 5536. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Katrín Atladóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ari Karlsson og Dagný Magnea Harðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 16. janúar og 12. febrúar 2019. R19010031

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. febrúar 2019. R19010027

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 20. febrúar 2019. R19010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktar.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febrúar 2019. R19010024

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R19020003

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19020027

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem birst hafa borgarráði. R19010041

    Samþykkt að veita Skrautási ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.200.000.- vegna útgáfu hverfisblaðs Grafarvogs, Árbæjar og Grafarholts

    Samþykkt að veita Kristjáni Jóhannssyni styrk að fjárhæð kr. 800.000.- vegna útgáfu hverfisblaða Breiðholts og Vesturbæjar.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað. 

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 20. febrúar 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi iðnað og aðra landfreka starfsemi, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 20. febrúar 2019 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn vegna landfyllingar við Klettagarða, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Frestað. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9, ásamt fylgiskjölum. R19020140

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun Frakkastígs að hluta auk gerðar nýrra gatnamóta og gönguleiða við Sæbraut. Kostnaðaráætlun 2 er 170 m.kr. Einnig er óskað eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna breytinga á gatnamótun Snorrabrautar og Sæbrautar annars vegar og gatnamótum Katrínartúns og Sæbrautar hins vegar. Kostnaðaráætlun 2 er 25 m.kr. R19020142

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Rétt væri að hafa upphaflega kostnaðaráætlun þegar ákvörðun er tekin.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi  fyrir Veðurstofuhæð vegna nýs mælireitar, ásamt fylgiskjölum. R19020139

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar 2019 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna breytinga á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey, Línbergsreits, ásamt fylgiskjölum. R19020141

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 20. febrúar 2019 á endurauglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-64, ásamt fylgiskjölum. R18120134

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 20. febrúar 2019 á svari skipulagsfulltrúa við athugasemdum vegna 1. áfanga skipulags í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R18050130

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  16. Lagt fram að nýju bréf mannréttindastjóra, dags. 14. janúar 2019, varðandi styrkumsóknir til hverfisráða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 18. febrúar 2019. R18030194

    Frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Miðflokkurinn fagnar því að ekki er lengur vafi um hvort hverfisráð borgarinnar hafi verið lögð niður eður ei. Í svarbréfi fjármálastjóra vegna styrkumsókna segir: ,,Á árinu 2018 hafa verið gjaldfærðar kr. 1.220.000 sem styrkir á hverfisráð Reykjavíkurborgar, en þau voru lögð niður um mitt ár 2018.“ Miðflokkurinn harmar að sama skapi að hverfisráðin sem voru verkfæri sem íbúar gátu nýtt sér og sannarlega nýttu sér í gegnum árin sem rödd sína inn í Ráðhúsið hafi verið lögð niður. Slíkur gjörningur er ekki til að auka lýðræði og gegnsæi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hverfisráðin hafa ekki verið starfandi frá vori 2018 og hafa verið lögð niður sbr. það sem fram kemur hjá fjármálastjóra í gögnum með málinu. Styrkfé sem safnast hafði upp hjá borginni í lok árs hefði átt að útdeila til hverfanna engu að síður með sanngjörnum hætti eftir reglum sem byggja á jafnræði.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stýrihópur um endurskipulagningu hverfisráða er enn að störfum, ráðin hafa ekki verið lögð niður og er það ekki hlutverk fjármálaskrifstofu að skilgreina það. Það kom fram bón um að skýra betur hlutverk ráðanna. Áður hafði verið ætlunin að skapa ramma í kringum verkefnin en klára smáatriðin á vegum stýrihópsins hvað þetta varðar meðfram vinnu ráðanna næsta misserið. Einnig þarf að skoða atriði hvað varðar persónuvernd og það er tímafrekt verkefni. Af þessum ástæðum eru ráðin enn ekki starfandi, en það styttist í að þetta klárist. Mikilvægara er að skila góðri vinnu en að verkefnið klárist örlítið fyrr.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. febrúar 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 12. febrúar 2019 á tillögu að úthlutun þróunar- og nýsköpunarstyrkja vegna innleiðingar menntastefnu Reykjavíkur til 2030, ásamt fylgiskjölum. R19020144

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Reglur um þróunar- og nýsköpunarsjóð líta vel út og vonandi hefur vinnan við gerð þeirra verið unnin með skólasamfélaginu. Aðalatriðið er að það ríki um þetta sátt. Flokkur fólksins fagnar einu atriði sérstaklega og varðar það eftirfylgni verkefna. Fram kemur í reglunum að 1/3 hluti styrksins verði greiddur við skil verkefnis. Í borginni hafa reglur ekki verið með þessum hætti áður. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að reglur um styrkveitingar eigi að vera sem mest samræmdar. Víða er sá háttur hafður á að við upphaf verkefnis fái umsækjandi greitt 40% af heildarvilyrði fyrir fram. Lokagreiðsla fer síðan fram þegar borist hefur staðfesting á að verkefni sé að fullu lokið.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sölu byggingarréttar á lóð nr. 18 við Bergþórugötu, ásamt fylgiskjölum. R18080143

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna Bergþórugötu 20, ásamt fylgiskjölum. R19020134

    Samþykkt. 

    Katrín Atladóttir víkur af fundi með meðferð málsins. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í samstarfssáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna stendur að styrkja skuli og styðja við starfsemi grasrótar- og félagasamtaka sem vinna að jafnrétti í víðum skilningi og að styðja skuli við grasrótarstarf í lista- og menningarmálum. Hér er verið að framfylgja þeirri stefnu og fara að fordæmi annarra stórborga sem standa vörð um félagsauð borga og grasrótarstarfsemi. Að styðja við grasrótarsamtök og gefa þeim rými er lýðræðislegt og byggir undir menningarflóru borgarinnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Starfsemi Hins hússins hefur flust úr miðborginni og minni möguleikar eru til að hýsa félagsstarfsemi eins og þessa í Iðnó. Því eru færri möguleikar en áður í miðborginni. Nýting Bergþórugötu 20 getur bætt úr þeirri þörf. Rétt er að auglýsa úthlutun sem þessa í framhaldinu, en samningurinn er eingöngu bindandi til sex mánaða.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Miðflokkurinn telur æskilegt að við gerð leigusamninga gagnvart þriðja aðila sé tekið mið af markaðsverði. Sé það ósk borgarinnar að styrkja þriðja aðila er réttara að gera það með beinum styrk. Þannig er tryggður fullur sýnileiki.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar þessum leigusamningi. Fastur samastaður skiptir félagasamtök eins og þessi öllu máli til að geta haldið starfsemi sinni lifandi og virkri. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta leiguverð sanngjarnt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði að skipa matsnefnd fyrir hugmyndir í verkefninu Reinventing Cities, ásamt fylgiskjölum. R17020198

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að gerður verði lóðarleigusamningu vegna frístundahúsa í Varmadal. R19020103

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um Keilufell 5, ásamt fylgiskjölum. R19010414

    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. febrúar 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. febrúar 2019 á tillögu um nýja starfsemi sem heldur utan um stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, ásamt fylgiskjölum. R19020100

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hlutverk Samstarfsnets er að tryggja jafnræði milli barna og barnafjölskyldna í borginni og einfalda aðgengi foreldra og barna að þjónustu og upplýsingum útfrá þeirra þörfum og óskum. Velferðarráð hefur lagt sérstaka áherslu á börn og ungmenni undanfarið ár með áherslu á snemmtæka íhlutun og heilsueflingu. Ráðist hefur verið í mikið samráð og gríðarmikla úttekt á starfinu og hér gefur að líta afrakstur þeirrar vinnu. Mikil tækifæri eru í öflugu samstarfi þjónustumiðstöðva, barnaverndar, skóla- og frístundasviðs, heilbrigðisþjónustu og löggæslu sem og notenda og hagmunasamtaka og allra þeirra aðila er koma með einum eða öðrum hætti að velferð barna í Reykjavík.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Persónuleg nálgun og heildræn þjónusta er jákvæð stefna sem höfð er hér að leiðarljósi. Mælanleg markmið á árangri eru mikilvæg og að fjármagn skili sér sem mest í þjónustuna sjálfa. Þegar farið er í jafn víðtækar breytingar á þjónustu eins og stuðningsþjónustu er mikilvægt að samráð sé haft við alla hluteigandi aðila. Varast ber að yfirbygging verði á kostnað þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Eins og Flokkur fólksins hefur áður bókað þá er þetta Samstarfsnet fín tillaga um endurskipulagningu. Margt er þó óljóst hvað þetta skipulag varðar, sem dæmi hvernig þessi endurskipulagning kemur heim og saman við starfsemi þjónustumiðstöðvanna. Gera má því skóna að þetta sé upphafið að niðurlagningu þeirra. Einnig er fjármálaþátturinn ekki skýr, hvort þetta þýði að yfirbyggingin muni þenjast enn meira út. Er verið að veita meira fé í málaflokkinn? Sé svo er það gott svo fremi sem megnið af aukningu fjár fari ekki í aukna yfirbyggingu, t.d. yfir- og millistjórnenda, heldur skili sér beint til þeirra sem þarfnast þjónustunnar. Meðal áskorana er mannekla og biðlistar barna í alls kyns þjónustu sem borgaryfirvöld hafa ekki sett í forgang að leysa til margra ára. Vandinn hefur því bara vaxið. Börn eiga ekki að þurfa að bíða. Biðlistarvandinn virðist orðinn rótgróinn í borgarsamfélaginu, eitthvað sem borgaryfirvöld hafa ef til vill gefist upp á að leysa.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Samstarfsnet er sett á fót til að styrkja stuðningsþjónustu við börn og barnafjölskyldur í borginni og auka samræmingu og styrkja nærþjónustu og aðgengi þeirra að henni. Verið er að styrkja þetta fyrirkomulag og bæta það þannig að þjónustan helst áfram inni í hverfum og á forsendum þeirra sem hana þurfa. Eins og með alla endurskipulagningu byggir hún á þarfagreiningu og yfirlegu með það að markmiði að hafa þarfir notenda í fyrirrúmi. Það eru órökréttar vangaveltur hjá borgarráðsfulltrúa Flokks fólksins að þetta fyrirkomulag sé upphafið að niðurlagningu þjónustumiðstöðva eða að verið sé að þenja út yfirbyggingu. Þvert á móti er verið að gera þjónustuna skilvirkari, nýta fjármuni betur og vinna að því að tæma biðlistana.

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  24. Lagt fram að nýju bréf velferðarsviðs, dags. 28. janúar 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 23. janúar 2019 á tillögum starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs fyrir árið 2019, ásamt fylgiskjölum, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. Gögn málsins voru færð í trúnaðarbók fram yfir afhendingu styrkjanna. R19010364

    Einnig er lögð fram bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem færð var í trúnaðarbók:

    Það er jákvætt að sjá styrkjaúthlutanir velferðarsviðs til málefna en ýmsar mikilvægar styrkumsóknir fengu þó ekki styrk eða fá hluta upphæðarinnar sem þau sóttu um. Sósíalistar hefðu viljað sjá fleiri styrkumsóknir samþykktar og minna þar á tillögu um að Reykjavíkurborg vinni að því að koma útsvari á fjármagnstekjur og aðstöðugjöld á fyrirtæki til að fjármagna öll þau mikilvægu verkefni sem sveitarfélögin sinna. Þar gæti Reykjavíkurborg leitað til hinna sveitarfélaganna í landinu með það að markmiði að mynda samstöðu til að beita sér fyrir því að aðstöðugjöld verði aftur lögð á fyrirtæki og að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Aðstöðugjöld voru veigamikill hluti af tekjustofni sveitarfélaganna og þess má geta að ef 1,3% aðstöðugjald hefði verið lagt á veltu tíu stærstu fyrirtækjanna sem voru með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík árið 2017 hefði borgarsjóður fengið um 9,7 milljarða (þessu er ætlað að gefa grófa mynd af stöðunni en þar þarf að skoða ýmsa þætti, í útsvari er t.d. jöfnunargjald til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og sjálfsagt að reikna með einhverju slíku í aðstöðugjaldi, þannig að tekjur dreifist til fleiri sveitarfélaga). Fjármagnstekjur bera ekkert útsvar líkt og launatekjur. Mikilvægt er að fyrirtæki og fjármagnseigendur greiði í sameiginlegan sjóð okkar.  

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 15. febrúar 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. febrúar 2019 á tillögu að breytingu á tekju- og eignamörkum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings, ásamt fylgiskjölum. R19020148

    Samþykkt. 

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 14. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort börn hafi þurft að hætta á frístundaheimilum vegna fjárhagsvanda, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018.  R18110255

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Engu barni er vísað frá vegna þess að foreldar hafa ekki efni á að greiða vistunargjald frístundaheimilis segir í svari frá skóla- og frístundarráði. Þetta svar er mikill léttir. Í svarinu er sagt að þetta svar hafi verið í fyrri umsögnum en ekki minnist borgarfulltrúinn þess. Borgarfulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig það er þá ef skuldin er aldrei greidd og hvort komi þá e.t.v. að skuldadögum einn daginn fyrir foreldrið.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 18. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um svör við bréfsendingum, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. R18120108

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í löngu, lagalegu svari er ljóst að reglur eru til en spurning er hvort farið er eftir þeim þar sem kvartanir eru svo tíðar sem raun ber vitni. Við yfirferð reglnanna er að finna skýringar á af hverju dráttur er á svörum. Í stjórnsýslulögum er nefnilega ekki að finna ákvæði um „fastan afgreiðslutíma“. Afgreiða skal mál „eins hratt og unnt er“. Þetta er vissulega hægt að teygja og toga á alla kanta. Algengast er sennilega að ekki er svarað vegna mikilla anna og álags. Talað er um að svara erindum „án ástæðulausra tafa“. Hvað þýðir það? Ekki er heldur hægt að skilgreina „eðlilegan afgreiðslutíma“ því það er sagt fara eftir málaflokkum. Í raun er þess vegna hægt að tefja út í hið óendanlega að svara ef því er að skipta. Segir þó í reglunum „að láta skal vita af töfum“. Það er því miður bara oft alls ekki gert. Engar samræmdar reglur eru til um svörun erinda hjá borginni vegna þess að starfsemi er oft „margþætt og ólík“. Tekið er undir það að kerfi borgarinnar er flókið sem hlýtur að koma niður á stjórnsýsluháttum. Við lestur þessara reglna má sjá að þær geti varla verið loðnari og óljósari sem skýrir af hverju ekkert lát er á kvörtunum frá þjónustuþegum borgarinnar.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar Félagsbústaða hf., dags. 11. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um sölu bifreiða í eigu Félagsbústaða, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. janúar 2019. R19010256

    Áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta kann að þykja smámál en hafa skal í huga að fæstir myndu láta sér detta í hug að Félagsbústaðir eigi yfir höfuð marga bíla og að þeir séu að selja bíla til starfsmanna. Í ljósi slakrar ímyndar sem þetta fyrirtæki hefur, þótt vonandi horfi það til betri vegar, þá vekur svona lagað upp tortryggni. Við lestur svars framkvæmdastjórans við fyrirspurninni vakna einnig upp nokkrar spurningar og þá fyrst, af hverju gátu Félagsbústaðir ekki notað þessa gömlu bíla, ekið þá út eins og sagt er? Nú á fyrirtækið 3 nýja Renault fólksbíla í umsjá framkvæmdadeildar, einn nýjan í umsjá þjónustudeildar og einn Kia Sóul í umsjá fasteignaþróunar. Margir notendur þessa fyrirtækis eru bláfátækt fólk, rúmlega 900 eru á biðlista. Því þætti það engum undrum sæta þótt upp komi spurningar þegar fréttist að Félagsbústaðir séu að selja starfsmönnum sínum bíla. Nú hefur verið staðfest að Félagsbústaðir eigi þrjá glænýja bíla. Svona upplýsingar eru einfaldlega ekki til að bæta laskaða ímynd Félagsbústaða. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja til að stjórn Félagsbústaða fari að hugsa sinn gang í þessum efnum og gleymi því ekki að sá hópur sem fyrirtækið þjónar sættir sig ekki við hvað sem er.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 18. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tölvupóstsendingar, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. R18120107

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Spurningin var hvort reglur og lög leyfa að viðtakandi skeytis bæti öðrum við í samtalsþráð svarskeytis án fengins leyfis þess sem sendi skeytið upphaflega. Á þessu hefur borið í borginni. Í fljótu bragði er erfitt að greina svarið við fyrirspurninni í löngu svari borgarlögmanns. Flokkur fólksins ákvað að leita með sömu fyrirspurn til Persónuverndar og fékk eftirfarandi svar: Það hvort tölvupóstsamskipti megi áframsenda öðrum, s.s. með því að bæta nýjum viðtakendum við slík samskipti, verður að ætla að fari mjög eftir efni samskiptanna. Sé um að ræða samskipti um persónuleg málefni ætti svigrúmið til slíks að vera þrengra en ella. Lúti samskiptin aftur á móti að opinberum málefnum ætti svigrúmið að vera rýmra. Þá ætti eitt af viðmiðunum, sem líta þarf til, að vera það hvort um ræði samskipti sem varði hlutaðeigandi á einhvern hátt. Séu þau þess eðlis að þau falli undir rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 gæti krafan um góða stjórnsýsluhætti engu að síður falið í sér að fylgja þyrfti þessu viðmiði, þ.e. að því gefnu að ekki ræði um sendingu samskiptanna til að verða við aðgangsbeiðni á grundvelli laganna.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um útboð á jólaskreytingum sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R18110244

    Fylgigögn

  31. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 14. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um álagningu fasteignagjalda, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. febrúar 2019. R19020079

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Enn á ný sendir fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar frá sér ófullkomið svar við fyrirspurn borgarfulltrúa. Borgarráð hefur mikið eftirlitshlutverk með fjárreiðum borgarinnar samkvæmt sveitastjórnalögum. Auðvitað er borgarfulltrúum það alveg ljóst að álagning ýmissa gjalda er ákvörðuð í borgarstjórn við fjárhagsáætlunargerð hvers árs fyrir sig. Um það snýst spurningin ekki. Spurningin er á hvaða grunni hámarksálagning er rökstudd þar sem einungis um heimildarákvæði er að ræða. Því er spurt á ný: Hvers vegna notfærir Reykjavíkurborg sér heimildarákvæði til hámarks álagningar vegna fasteignagjalda sem getið er í c-lið, 3. gr. laga nr. 30/1995?

    Fylgigögn

  32. Lagt fram trúnaðarmerkt svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem færð var í trúnaðarbók á fundi borgarráðs þann 20. september 2018. R18090112

  33. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 18. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við auglýsingar hjá Reykjavíkurborg, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. janúar 2019. R19010334

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miðflokkurinn hefur móttekið svar fjármálaskrifstofu og áskilur sér rétt til að taka málið upp að nýju að lokinni skoðun gagna.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 11. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hlutfall leikskólagjalda af rekstrarkostnaði leikskóla, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R19010382

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á árinu 2018 var hlutfall leikskólagjalda af heildarkostnaði við rekstur leikskóla 9,3% og hefur farið lækkandi frá árinu 2014, þegar leikskólagjöldin voru 12,1% af rekstrarkostnaði. Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á gjaldfrjálsa menntun á öllum skólastigum og það er von sósíalista að leikskólagjöldin verði afnumin svo að hægt sé að vinna að því að leikskólarnir verði með öllu gjaldfrjálsir. Slíkt ætti ekki að vera miklum erfiðleikum háð þar sem leikskólagjöldin eru ekki hátt hlutfall af rekstrarkostnaði leikskólanna. Afnám leikskólagjalda getur breytt miklu fyrir fjölskyldur sem eiga erfitt fjárhagslega og gjaldfrjálsir leikskólar stuðla að borg þar sem þjónusta borgarinnar við börn er gjaldfrjáls. Þá er mikilvægt að þeir sem starfi á leikskólum borgarinnar fái einnig greidd mannsæmandi laun fyrir störf sín.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um mismun í tölum um fjölda íbúða í uppbyggingu, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráð frá 24. janúar 2019. R19010307

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er gott að fá á hreint að talan 1.417 vísi til fjölda íbúða sem hafin var smíði á, á árinu 2018 og að samtals séu 3.427 íbúðir í uppbyggingu samkvæmt tölum frá því í nóvember 2018. Í umræðum um fjölda íbúða í uppbyggingu koma oft ýmsar tölur fram þar sem það er oft vísað til íbúða þar sem uppbygging er fyrirhuguð en smíði er ekki hafin. Slíkt virkar oft villandi þar sem það gefur ekki skýra mynd af íbúðum sem eru raunverulega í uppbyggingu. Það er gott að fá málin á hreint og ljóst er að 3.427 íbúðir voru í byggingu, samkvæmt tölum frá nóvember 2018. Það er jákvætt að vita að fjöldi íbúða hafi verið samþykktar í deiluskipulagi, séu í skipulagsferli eða í skoðun eða undirbúningi á þróunarsvæðum en slíkt fellur þó ekki undir skilgreininguna á fjöldi íbúða í uppbyggingu og því afar villandi að lesa slíkar tölur með í svari borgarinnar um fjölda íbúða í uppbyggingu en það er orðað á þann veg að sá fjöldi sé „til viðbótar“ við ofangreindan fjölda.

    Fylgigögn

  36. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsar félagsmiðstöðvar, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 12. febrúar 2019. R18100036

    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn skóla- og frístundasviðs um kostnað vegna skemmtana og annarra viðburða hjá félagsmiðstöðvum, kemur m.a. fram að mikill hluti starfsins kosti ekki en að þátttaka í starfi félagsmiðstöðva fyrir 13-15 ára unglinga, kosti tæpar 1.000 kr. á mánuði yfir vetrartímann, að frátöldum skíðaferðum. Meðalkostnaður getur hækkað um allt að 2.000 kr. á mánuði yfir vetrartímann, með þátttöku í einni skíðaferð sem kostar um 20.000 kr. sem er langdýrasti viðburðurinn á vegum félagsmiðstöðva. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í fjáröflun en það getur verið misjafnt hver tekur þátt í því hverju sinni. Það getur t.a.m. verið erfitt fyrir börn að taka þátt í fjáröflun, t.d. ef tengslanet fjölskyldunnar og barnsins er ekki sterkt. Á viðburðum hafa unglingar greinilega oft val um að kaupa t.d. ís, pizzu eða annað og starfsfólk er mjög meðvitað um að greiða fyrir börn sem vitað er um að búi við fátækt. Þá eru dæmi um að börnum sé boðið að taka þátt í viðburðum án greiðslu ef fjármagn á heimili barnsins er af skornum skammti. Það getur verið erfitt fyrir börn að þurfa að vera viss um að hafa upplýst um stöðu sína til að geta tekið að fullu þátt í viðburðum félagsmiðstöðva. 

    Fylgigögn

  37. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu vegna Grensásvegar 12, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. febrúar 2019. R17090010

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá en kynning á málinu fór fram undir þessum lið.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð samþykkti í september 2017 að heimila skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að kaupa fasteignir við Grensásveg 12, sem þó voru ekki byggðar. Kaupverð eignanna var 785 milljónir króna. Í nóvember setti Vinnueftirlitið bann við vinnu á byggingarvinnustað en eftirlitsheimsókn leiddi í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var síður en svo í samræmi við lög. Í maí 2018 var greint frá því að asbest hafi verið fjarlægt úr húsinu án leyfis og hlífðarbúnaður. Í fréttum var sagt frá því að lífi og heilbrigði starfsmanna væri hætta búin af asbestmengun. Til stóð að afhenda borginni íbúðir 1. apríl 2018 en þær eru ekki ennþá til. Þann 29. apríl 2016 samþykkti innkaupráð að setja ákvæði um keðjuábyrgð inn í verksamninga Reykjavíkurborgar. Það var ekki gert í þeim samningi sem hér um ræðir, sem er undirritaður af borgarstjóra sjálfum. Í febrúar 2019 var opinberuð úr trúnaðarbók riftun á samningnum. Athygli vekur að riftunin var ekki gerð á grundvelli aðstæðna á vinnustað heldur vegna tafa á verkinu en seljandi hefur stefnt Reykjavíkurborg til greiðslu kaupsamningsgreiðslu. 

    Fylgigögn

  38. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum vegna Rafstöðvarvegar 4, Elliðaárdal. 1. Upplýsingum um alla gerða leigusamninga frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag. 2. Leiguverði ásamt fermetrafjölda leigðra eininga. 3. Afriti af öllum gerðum leigusamningum á tímabilinu. R19020196

    Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  39. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hver var rekstrarkostnaður hverfisráða árið 2017? Hver er áætlaður rekstarkostnaður nýju hverfisráðanna á heilu ári? R19020197

    Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

  40. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hvers vegna notfærir Reykjavíkurborg sér heimildarákvæði til hámarks álagningar vegna fasteignagjalda sem getið er í c-lið 3. gr. laga nr. 30/1995? R19020079

    Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

  41. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Vísað er til svars skóla- og frístundasviðs, dags. 14. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort börn hafi þurft að hætta á frístundaheimilum vegna fjárhagsvanda. Í ljósi þessa svars er spurt hvort þá megi álykta sem svo að enda þótt skuldin sé aldrei greidd verði barni örugglega aldrei vísað frá. Ef skuldin er aldrei greidd á tímabilinu sem barnið er í frístundinni verður hún þá felld niður eða mun koma að skuldadögum síðar og þá jafnvel eftir að barnið er hætt í frístund með öllu? R18110255

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  42. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins þakkar fyrir umsögn skóla- og frístundasviðs um kostnað vegna skemmtana og annarra viðburða hjá félagsmiðstöðvum (í tengslum við umsögn vegna tillögu Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálst félagsmiðstöðvarstarf) og spyr í framhaldi hvort að kostnaðurinn hafi verið kannaður hjá öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar og að innheimt þátttökugjöld félagsmiðstöðva á ársvísu nái þá til allra félagsmiðstöðva í borginni. Er það rétt skilið að kostnaðurinn hafi verið kannaður hjá öllum félagsmiðstöðvum og að dagskrár tveggja félagsmiðstöðva fylgi með til sýnis en ekki að kostnaðurinn hafi einungis verið kannaður hjá þeim tveimur félagsmiðstöðvum? R18100036

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum með fjölda farþega á milli Akraness og Reykjavíkur, sem Reykjavík tók þátt í að niðurgreiða. Er fyrirhugað framhald á umræddum samgöngum? R19020198

  44. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hverjir fengu að sjá bréf Póst- og fjarskiptastofnunar vegna kosningaþátttökuverkefnis Reykjavíkurborgar og hvar var það kynnt? Þá er óskað eftir að fá upplýsingar um hverjir fengu að sjá bréf frá dómsmálaráðuneytinu. R17090251

    Vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu.

  45. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um fjölda smáskilaboða vegna kosningaþátttökuverkefnis sem send voru af fulltrúum Háskóla Íslands í gegnum Félagsvísindastofnun og tímasetningu þeirra. Þá er óskað eftir fjölda bréfa sem fóru út á ungt fólk. Enn fremur er óskað eftir fjölda bréfa á konur yfir 80 ára annars vegar og fjölda bréfa til innflytjenda hins vegar. R17090251

    Vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 12:25

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir