Borgarráð - Fundur nr. 5534

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 7. febrúar, var haldinn 5534. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Egill Þór Jónsson, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Dagný Magnea Harðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. desember 2018. R18010026

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:  

    Það er forkastanlegt að það þurfi þriggja manna nefnd sem tekur til sín tæpar 100.000 kr. á klukkustund til að ákvarða laun eins manns hjá Orkuveitunni. Hver nefndarmaður fær 25.000 kr. á hverja unna klukkustund og formaður fær að auki 50% álag. Miðflokkurinn styður tillögu stjórnarmanns Akraneskaupstaðar um að launin skulu ákvörðuð 10.000 kr. á klukkustund. Sú tillaga var felld og er til marks um samtryggingu fjórflokksins og embættismannakerfisins. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 7. desember 2018. R18010023

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 6. febrúar 2019. R19010022
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 6. lið fundargerðarinnar: 

    Liður 2; Miðflokkurinn leggst gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar, er sjálfsagt að endurskoða málið.

    Liður 6; Miðflokkurinn leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar og vísar í fyrri bókanir vegna málsins. Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. 50 m. hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyritækis, ekki íbúa. Fyrir liggur að Úlfarsfell er ekki talinn besti kostur, þar trjónir efst á lista Þverfellshorn í Esju og Bláfjöll, þar sem fyrir er sendir frá öðru fyrirtæki, þykir og góður kostur. Það er því alvarlegt mál að fullyrt sé að þetta sé eina leiðin. Fjöldi athugasemda í kjölfar auglýsingar téðs deiliskipulags er slíkur að elstu menn muna ekki annað eins. Það er tillaga Miðflokksins að þessari aðför ljúki hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt. Tilgangurinn með auglýsingum af þessu tagi er að fá fram vilja borgaranna. Jafnframt að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður tafarlaust.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19020027

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R19020003

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskiplagi fyrir lóð nr. 23 við Hagasel, ásamt fylgiskjölum. R19020020
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. janúar 2019, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 23. janúar 2019 á breytingu að deiliskipulagi vegna lóðar nr. 12 við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. R19010395
    Synjun skipulags- og samgönguráðs staðfest.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fjöldi bílastæða við Skógarhlíð 8 er í samræmi við aðrar sambærilegar byggingar á sama svæði. Það samræmist ekki markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur að fjölga þeim. Húsnæðið er vel staðsett með tilliti til almenningssamgangna og annarra virkra ferðamáta og ljóst að samgöngustefna fyrirtækja, yfirbyggð hjólastæði og fleiri grænar aðgerðir skipta sköpum til minnka þörf á fleiri bílastæðum.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Lóðin er stór og ætti að geta annað bílastæðum vel. Ljóst er að eitthvað skortir upp á samtal milli borgarinnar og húseigenda. Aðgangstýring og samgöngustefna gætu verið hluti af lausninni. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. janúar 2019, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún, ásamt fylgiskjölum. R17050190
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og borgarlögmanns, dags. 5. febrúar 2019, um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu, 147. mál. R19010349
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Frumvarpið gerir ráð fyrir að svipta Reykjavíkurborg skipulagsvaldi yfir 42 lóðum, götum, almenningsgörðum, stígum og almenningsrými í Kvosinni og færa í óljósan feril til Alþingis og ráðherra. Ástæður, rökfærslur, hvatar eða tilefni til þessa er hvergi að finna í frumvarpinu. Alþingislóðin sjálf þekur um 18% af umræddu svæði á meðan eignir borgarinnar telja um 45%. Þá er skipulagsvald sveitarfélaga tryggt í stjórnarskrá og sveitarstjórnarlögum. Verði frumvarpið að lögum gefur það þau skilaboð til annarra sveitarfélaga að Alþingi geti svipt þau skipulagsvaldi án sýnilegrar ástæðu og fært það undir Alþingi þar sem hvorki þekking né nálægð við skipulagsmál er til staðar. Er til of mikils mælst að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi vörð um sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og hagsmuni Reykjavíkur eins og þau eru kjörin til að gera?

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um rýmingaráætlun, viðbragð, tilkynningar og upplýsingastreymi vegna bruna í leikskólanum Árborg við Hlaðbæ þann 6. febrúar sl. R19010098

    -    Kl. 10.00 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum og Egill Þór Jónsson víkur. 

    Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þökk sé áræðni, yfirvegun og fumlausum viðbrögðum starfsfólks leikskólans í Árborg í Árbæ tókst að koma í veg fyrir stórslys á börnum og fólki. Það er mikil mildi að ekkert fór úrskeiðis og að allt gekk upp þegar það þurfti að rýma leikskólann og héldust þar í hendur margir þættir; greiðvikni nágranna og starfsfólks stofnana hverfisins og skjót viðbrögð Strætó. Þessi bruni minnir okkur á mikilvægi fræðslu og forvarna í samstarfi við m.a. slökkviliðið og hversu dýrmætt það er að öll öryggismál á vinnstöðum séu í lagi og starfsfólk vel upplýst og viðbragðsgott. Borgarráð vill koma á framfæri þökkum við öll þau sem lögðu hönd á plóg og afstýrðu stórslysi og drógu úr þeim slæmu afleiðingum sem bruninn hafði í för með sér.

    Jón Viðar Matthíasson og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. janúar 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 22. janúar 2019 á tillögu um þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R18050104
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði hefðu viljað ganga lengra í þjónustusamningum við sjálfstætt rekna grunnskóla enda er það stefna okkar að borgarsjóður veiti jöfn fjárframlög með hverjum nemanda sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar grunnskóla og/eða frístundaheimili. Þannig skuli sama upphæð opinbers fjár því fylgja hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi viðkomandi grunnskóla eða frístundaheimilis. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. desember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili riftun á kaupsamningi um Grensásveg 12, dags. 11. október 2017, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 13. desember 2018 og fært í trúnaðarbók. R17090010

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:

    Nauðsynlegt er að trúnaði verði aflétt af þessu máli í fundargerð um leið og riftun hefur átt sér stað.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tilboð í landspildu úr landi Tindstaða, ásamt fylgiskjölum. R18120056
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2019, með yfirliti yfir eignir sem skrifstofan er með á leigu f.h. velferðarsviðs til framleigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einnig er óskað eftir því að borgarráð heimili óbreytt verklag varðandi leigu á slíkum íbúðum og tilkynningar til borgarráðs. R19020012
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja viðræður um tímabundna leigu á húsnæði Reykjavíkurborgar við Arnarbakka og Völvufell. R18110151
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er afar ánægjulegt að sjá áhuga ýmissa grasrótarsamtaka og félagasamtaka á Arnarbakka og Völvufelli til tímabundinna nota. Borgin mun skipuleggja þessa gömlu verslunarkjarna upp á nýtt en á meðan á skipulagningu og samráði stendur er mikilvægt að Arnarbakki og Völvufell standi ekki auð. Þegar borgin verður búin að fá allt þetta húsnæði afhent þá stendur til að borgin fari í lágmarksendurbætur á utanverðu húsnæðinu. Þá er rétt að halda því til haga að eftir árangurslausar tilraunir við þáverandi eigendur í Arnarbakka og Völvufelli var það ljóst að þeir ætluðu sér ekki að kosta neinu til að endurlífga þessa verslunarkjarna af metnaði. Þá hafði borgin kjark til að stíga inn í málið, kaupa eignirnar, og mun nú þróa þær til þess að þær verði borginni og Breiðholtinu til sóma. Verkefnið er einnig mikilvægt fjárfestingarverkefni fyrir borgina í ljósi þess að byggingarheimildir munu verða til þar sem íbúðir ásamt verslun og þjónusta munu tvinnast saman.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á þá eðlilegu og löngu tímabæru uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað á Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11-21. Uppbyggingin  þarfnaðist  þó ekki uppkaupa Reykjavíkurborgar fyrir tæplega einn milljarð króna sem fjármagnað var með lántöku. Þá var á það bent að aðkoma borgarinnar ætti að vera með allt öðrum hætti en með uppkaupum á húseignum sem algjör óvissa ríkti um. Sjálfstæðismenn ítreka að ferlinu skuli flýtt, borgin skuli selja reitina með auknum byggingarheimildum og eftirláti svo einkaframtakinu uppbygginguna með aukna sjálfbærni og þjónustu við íbúa hverfisins að leiðarljósi. Söluvirði reitanna verði svo nýtt til lækkunar skulda líkt og bent var á í borgarráði sl. nóvember. Nú eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því borgin festi kaup á eignunum og ekkert hefur gerst í þeim efnum að styrkja hverfiskjarnann sem um ræðir. Eins og málum er háttað verður þó vissulega að teljast jákvætt að borgin hafi leigutekjur af húsnæðinu á meðan leitað er að varanlegum lausnum, en mörg þeirra verkefna sem fram komu við hugmyndaleit eru mjög jákvæð. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgin keypti þessar húseignir á tæpar 800 milljónir og tók til þess lán. Eftir yfirferð og kynningu á stöðu verkefnisins telur áheyrnarfulltrúi Miðflokksins að um blinda fjárfestingu sé að ræða. Þetta er óábyrg ráðstöfun almannafjár og algjörlega vanhugsuð.

    Óskar Dýrmundur Ólafsson og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 5. febrúar 2019, varðandi niðurstöður dómnefndar um listaverk í almenningsrými í Vogabyggð, ásamt fylgiskjölum. R19010428

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er stefna núverandi borgaryfirvalda að auðga almannarými með list og að huga að því sérstaklega í nýjum hverfum borgarinnar strax á skipulagsstigi. Það er mikilvægt að standa vel að öllu slíku ferli, hvort sem farið er í alþjóðlega samkeppni eða aðrar leiðir valdar. Við valið á listaverki í Vogabyggð var farið rétt að í öllu og niðurstaða dómnefndar liggur fyrir. Það er von meirihluta borgarráðs að verkið rísi í nýju hverfi og veiti borgarbúum öllum gleði og að fleiri hverfi, byggð og óbyggð, fái að njóta listar í almannarými.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að raunhæfnimat og athugun á viðhalds- og rekstrarkostnaði verksins fari fram, líkt og samþykkt var í borgarstjórn sl. þriðjudag. Eins væri hugsanlega æskilegt að Reykjavíkurborg skerpti á skilmálum í samningsmarkmiðum borgarinnar hvað varðar ráðstöfun þess fjármagns sem eyrnamerkt er listsköpun í almenningsrými, t.d. hvort því skuli almennt varið til kaupa á einu verki eða fleirum á hverju uppbyggingarsvæði.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:  

    Meirihlutinn er kominn í öngstræti með exotíska listaverkið í Vogabyggð sem dómnefnd taldi óvænt, skemmtilegt og djarft. Því hefur verið haldið fram síðan listaverkið Pálmatré var kynnt að það verði fjármagnað með innviðagjöldum sem fást með uppbyggingu Vogabyggðar. Það er rangt því svokölluð innviðagjöld, sem margir telja ólögmæt, standa einungis undir helmings kostnaðar. 70 milljónir munu koma beint frá útsvarsgreiðendum. Það er forkastanlegt að ekki skuli vera búið að kanna rekstrarkostnað á verkinu áður en það var valið. Á það skal bent að borgin er komin út í horn því tæpast er hægt að hætta við verkið nema að skapa höfundinum skaðabótarétt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:  

    Flokkur fólksins vill árétta að engin er að mótmæla mikilvægi listar í almenningsrými í sjálfu sér. Við yfirferð á kynningu á ferlinu í borgarráði vakna ýmsar spurningar s.s. eftir hvaða reglum voru þessir átta listamenn valdir af 164 sem sýndu samkeppninni áhuga. Fram hefur komið að ekki var valið eftir stöðluðum reglum að neinu leyti heldur var treyst á listrænan bakgrunn nefndarmanna. Enn og aftur vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins benda á margskonar ómöguleika þessa verks í ljósi þess við hvaða aðstæður því er ætlað að standa. Hæð hjúpsins er 10 metrar. Eitt af því sem áheyrnarfulltrúi hefur bent á varðar fugla sem setjast ætla á pálmana með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við að borgarfulltrúar minnihluta og borgarráðs fá upplýsingar um vinningstillögunina og aðdraganda hennar fyrst í fjölmiðlum. Sýna hefði átt borgarráði hinar átta tillögur áður en tilkynnt var um vinningstillöguna. Þá hefðu borgarfulltrúar í það minnsta fengið tækifæri til að lýsa áliti sínu og umfram allt vitað hvers var að vænta áður en tilkynningin fór í fjölmiðla. Að upplýsa minnihlutann hefði verið sjálfsögð tillitssemi og virðing við hann. Með því er ekki verið að gera neins konar kröfu um að ákvörðunin um vinningstillöguna eigi að vera pólitísk að neinu leyti.

    Arna Schram og Ólöf K. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram beiðni áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, dags. 28. janúar 2019, um að fá fjármálastjóra á fund borgarráðs til að ræða reikninga vegna Nauthólsvegar 100. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra áætlunar- og greiningardeildar, dags. 5. febrúar 2019. R17080091

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráði var ekki gert viðvart vegna framúrkeyrslu á Nauthólsvegi 100 á árinu 2017. Um leið var heildarfjárfesting borgarinnar undir áætlun. Verklag við fjármálstjórn borgarinnar er með þeim hætti að borgarstjórn samþykkir heildarfjárfestinguna og er það mat fjármálskrifstofu að það sé ekkert sem kalli á frekari samþykktir á fjárheimildum vegna verkefnisins enda var fjárfestingin undir áætlun á árinu 2017.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi fjármálaskrifstofu gat ekki gert grein fyrir þeim 73 milljónum sem greiddar hafa verið út á braggann án heimilda eins og borgarfulltrúi Miðflokksins hefur haldið á lofti. Úr skýrslu innri endurskoðanda: Á árunum 2016-2018 samþykkti borgarstjórn þannig 202 m.kr. til Nauthólsvegar 100 á fjárhagsáætlun og borgarráð samþykkti 150 m.kr. til viðbótar 16. ágúst 2018 í viðauka við áætlun. Heildarúthlutað fjármagn til Nauthólsvegar 100 er því samtals 352 m.kr. en stórum hluta þess var úthlutað í viðaukum eftir að stofnað hafði verið til kostnaðarins (eftiráheimild).  Raunkostnaður endurgerðarinnar var í byrjun desember 2018 um 425 m.kr. og því ljóst að enn hefur ekki verið óskað eftir fjármagni fyrir um það bil 73 m.kr. af heildarútgjöldunum. Borgarráð var blekkt 2017 og einnig 2018 varðandi stöðu verkefnisins. Staðfest var að fjármálaskristofan hefur ekki heimildir til að breyta fjárheimildum aftur í tímann og viðaukum við fjárhagsáætlun er lokað í desember ár hvert. Slíkt var staðfest af innanríkisráðuneytinu þegar óskað var eftir áliti um þetta efni 2013. Þegar ársreikningur er lagður fram þá staðfestir hann útgjöld og rekstur liðins árs og þar með er reikningsárinu lokað. Í ljósi þessa sér áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sig knúinn að vísa þessu máli til sveitastjórnarráðuneytisins til frekari skoðunar og rannsóknar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Minnisblað fjármálaskrifofu gerir góða og ítarlega grein fyrir málinu og hvernig kostnaður er færður í ársreikninga borgarinnar í tilvikum sem þessum. Það er skýr niðurstaða að ekki sé þörf á frekari samþykktum. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það er rangt og út af því stendur að enn vantar heimildir fyrir 73 milljónum. Þegar skýrsla innri endurskoðunar er lesin, sjá bls 21-26 á þessari slóð: https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/ie18100002_-_nautholsvegur_100_-_201218.pdf og tafla á bls. 22 og graf á bls. 23 er alveg ljóst að enn vantar fjárheimildir fyrir þessari upphæð. Það er loka niðurstaða þessa fundar og ítrekað er að vísa verður málinu til sveitastjórnarráðuneytisins til frekari skoðunar og rannsóknar.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tölvupósta borgarstjóra vegna Nauthólsvegar 100, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R17080091

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Óskað var eftir svörum til fyllingar innri endurskoðunar en skýrslan varpaði ekki fullnægjandi ljósi á svör. Með fyrirspurninni var kallað eftir nákvæmum upplýsingum um samskiptin og er svarið því með öllu ófullnægjandi. Óskað er eftir skýrari svörum. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Framkvæmdum við Nauthólsveg 100 er lokið og fyrir liggur ítarleg skýrsla innri endurskoðunar um málið. Í bréfi innri endurskoðunar til borgarráðs 20. desember sl. sem fylgdi skýrslu embættisins kemur fram að „Innri endurskoðun telur að í skýrslunni séu nægar upplýsingar svo stjórnendur geti gert viðeigandi úrbætur á verklagi, eftirlitsaðgerðum, og eftir atvikum breytingum á stjórnkerfi til að tryggja að markmið borgarstjórnar hvað þessi mál varðar nái fram að ganga.“ Eftirfylgni með ábendingum í skýrslunni er í markvissu ferli.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 29. janúar 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti borgarstjóra og borgarritara við skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar varðandi Nauthólsveg 100, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. janúar 2019. R17080091

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Framkvæmdum við Nauthólsveg 100 er lokið og fyrir liggur ítarleg skýrsla innri endurskoðunar um málið. Í bréfi innri endurskoðunar til borgarráðs 20. desember sl. sem fylgdi skýrslu embættisins kemur fram að „Innri endurskoðun telur að í skýrslunni séu nægar upplýsingar svo stjórnendur geti gert viðeigandi úrbætur á verklagi, eftirlitsaðgerðum, og eftir atvikum breytingum á stjórnkerfi til að tryggja að markmið borgarstjórnar hvað þessi mál varðar nái fram að ganga.“ Eftirfylgni með ábendingum í skýrslunni er í markvissu ferli.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Svarið er með öllu ófullnægjandi enda vísar það eingöngu til skýrslu innri endurskoðunar sem varpaði með engu móti nægilega skýru ljósi á samskipti borgarstjóra og fyrrum skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100. Það vekur furðu og tortryggni að ekki hafi reynst vilji til að veita frekari upplýsingar, skýrslunni til fyllingar.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sannreyna reikninga sem tilheyra Nauthólsvegi 100, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 27. janúar 2019. R17080091
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinsti grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tillögunni er vísað frá með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu þar sem fram kemur að fjármálaskrifstofa deili með IE því mati að torvelt kunni að reynast að kanna réttmæti reikninga hjá þriðja aðila löngu eftir að reikningar voru gerðir og samþykktir og greiddir af borgarsjóði. Framkvæmdum við Nauthólsveg 100 er lokið og fyrir liggur ítarleg skýrsla innri endurskoðunar um málið. Í bréfi innri endurskoðunar til borgarráðs 20. desember sl. sem fylgdi skýrslu embættisins kemur fram að „Innri endurskoðun telur að í skýrslunni séu nægar upplýsingar svo stjórnendur geti gert viðeigandi úrbætur á verklagi, eftirlitsaðgerðum, og eftir atvikum breytingum á stjórnkerfi til að tryggja að markmið borgarstjórnar hvað þessi mál varðar nái fram að ganga.“ Eftirfylgni með ábendingum í skýrslunni er í markvissu ferli.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja ekki góðan brag á því að leita eingöngu umsagnar frá fjármálaskrifstofu vegna tillögunnar, þegar augljóst er að tillögunni er beint til innri endurskoðunar borgarinnar (IER). Eðlilegra hefði verið að fá álit eða umsögn IER áður en lengra væri haldið. Verklag sem þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu. Niðurstöður IER benda til þess að kostnaðareftirliti, upplýsingastreymi og skjölun hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. Reikningarnir, sem hér um ræðir falla á skattgreiðendur. Það hlýtur því að vera eðlilegt viðfangsefni kjörinna fulltrúa að eyða öllum efasemdum og grun um að misfarið hafi verið með almannafé við endurgerð braggans. Í ljósi þess að fulltrúar meirihlutaflokkanna vilja ekki óska framhaldsúttektar á reikningum vegna Nauthólsvegs 100 munu fulltrúar Sjálfstæðisflokks beina beiðninni beint til IER í þeirri viðleitni að eyða efasemdum, enda þarf ekki atbeina meirihlutans til.

    Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins taka undir bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu og leggja ríka áherslu á að innri endurskoðandi sannreyni reikningana.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 5. febrúar 2019, þar sem erindisbréf starfshóps um endurskoðun reglna um réttindi og skyldur stjórnenda og verklagsreglna kjaranefndar eru send borgarráði til kynningar. R19020030

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2019, þar sem erindisbréf samningarnefndar Reykjavíkurborgar vegna viðræðna við ríkið um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins eru send borgarráði til kynningar. R19010307

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2019, þar sem erindisbréf starfshóps um uppfærslu áætlunar Reykjavíkurborgar um úthlutun lóða er sent borgarráði til kynningar. R19010307

    Fylgigögn

  24. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 1. febrúar 2019, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um mötuneyti borgarinnar, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. janúar 2019. R18090109

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna dagpeninga í utanlandsferðum, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. R18090187

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari við fyrirspurn Flokks fólksins um dagpeninga má sjá að greiðslur til kjörinna fulltrúa og starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu á árunum 2016 og 2017 er 25 milljónir. Óskað var eftir upplýsingum um dagpeninga fyrir utan hótelkostnað. Fram kemur í svari að ekki er unnt að greina á milli dagpeninga og gistikostnaðar. Eftir því er tekið að hækkun milli ára hjá starfsmönnum er meira en helmingur frá 4,8 milljónum 2016 í 12 milljónir fyrir árið 2017. Áheyrnarfulltrúi vill í þessu sambandi benda borgaryfirvöldum á að „dagpeningakerfi“ er barn síns tíma. Það vita það allir sem farið hafa í vinnutengdar ferðir á dagpeningum að þessar greiðslur eru oft talsvert umfram það sem fólk þarfnast á ferðum. Þess utan er í mörgum ferðum boðið upp á fæði í það minnsta að hluta til. Dagpeningakerfið er dýrt kerfi. Mörg fyrirtæki hafa vikið frá þessu kerfi og eru komin með kerfi sem felur í sér notkun viðskiptakorts í eigu vinnuveitanda sem notað er í vinnutengdum ferðum. Í þessu felst hagræðing, gagnsæi  á sama tíma og það er tryggt að sá sem ferðast þarf ekki að leggja út neinn kostnað sjálfur í ferðalaginu hvort sem er fæði, ferðir innan borgar/staðar t.d. til og frá ráðstefnu/námskeiði eða annað sem kann að þurfa að greiða fyrir.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Samkvæmt reglum um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum borgarinnar er ítarlega útskýrt við hvaða tilefni dagpeningar eru greiddir og hvers vegna. Þá er litið til reglna fjármálaráðuneytisins sem gefin eru út af ferðakostnaðarnefnd. Við útreikning á dagpeningum er litið til dagskrár viðkomandi ferðar, hvaða máltíðir eru innifaldar og ýmissa annarra þátta sem varða útgjöld í viðkomandi ferð. Þá eru umræddar reglur afar skýrar og endurspegla sanngirni þannig að hvorki ferðalangur né borgin beri skarðan hlut frá borði.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar formanns borgarráðs, dags. 4. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um dagskrárvald í borgarráði, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R19010427

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta er langt svar um ekki neitt. Það hefur ítrekað gerst að fulltrúar minnihlutans hafa ekki komið málum á dagskrá borgarráðs. Einkennandi fyrir þessi mál er að þau eru óþægileg fyrir meirihlutann. Það má þvæla fram og til baka með það að vísa í samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Sú lýðræðiskrafa að allir borgarráðsfulltrúar hafi dagskrárvald er brotin í hverri viku. Það er ekki í anda sveitarstjórnarlaga.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar í borgarráði geta lagt fram tillögur og fyrirspurnir auk þess sem þeir geta óskað eftir kynningum eða umfjöllun um einstaka málefni sem heyrir undir ráðið. Það er skýrt hlutverk formanns borgarráðs að undirbúa fundi ráðsins þ.m.t. hvenær einstaka mál fara á dagskrá, m.a. með tilliti til málafjölda, lengd funda og ekki síst þess undirbúnings sem fram þarf að fara áður en unnt er að taka bindandi ákvörðun á vettvangi þess. Það er formanns borgarráðs að ákveða hvort afla þarf gagna áður en mál fer á dagskrá, hvort það þurfi sérstaka kynningu og þá frá hverjum o.s.frv.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stöðu innkaupa á smáhýsum, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18080115

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Við opnun tilboða í smáhýsi kom í ljós að enginn bauð hús sem uppfylla þær kröfur sem gerðar voru. Því hefur verið ákveðið að Reykjavíkurborg hanni hús sem það gera og bjóði í framkvæmdaútboði. Það hefur reynst tímafrekara að koma upp smáhýsum í borgarlandi en upphaflega var áætlað, en þess er gætt að veita þeim sem bíða eftir smáhýsi þjónustu. Meðal annars með fjölgun rýma í gistiskýli, Konukoti og Víðinesi auk þess sem VOR teymið veitir hverjum og einum þjónustu þar sem viðkomandi kýs að búa með mannvirðingu, valdeflingu og skaðaminnkun sem leiðarljós.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar borgarritara, dags. 4. febrúar 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi tölvupósta starfsmanna, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018. R18110206

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er með ólíkindum að borgarlögmaður skuli blanda sér með þessum hætti í þetta viðkvæma mál sem er að öllum líkindum alvarlegt lögbrot. Hér er lagt fram álit sem er skrifað í kringum þá „fyrirframgefnu niðurstöðu“ að eðlilegt hafi verið að tölvupóstum hafi verið eytt eins og Innri endurskoðandi hefur ítrekað í minnisblaði eftir rangfærslur borgarfulltrúa meirihlutans um annað. Það vekur upp spurningar hvort ákveðinn starfsmaður hafi hætt störfum hjá borginni til að rof yrði í hugsanlegri rannsókn á reikningum sem skrifaðir hafa verið á braggann og útborgun þeirra. Að skýla sér á bak við ómöguleika í varðveislu „óformlegra tölvupósta“ og vísa í lög um Þjóðskalasafn Íslands má líkja við hylmingu þar sem í skýrslu innri endurskoðanda kemur fram að engir skriflegir samningar hafi verið gerðir út af bragganum nema leigusamningurinn við HR. Æðsta stórnsýsla Reykjavíkur sekkur dýpra og dýpra í viðleitni sinni í að réttlæta lögbrotin og óráðsíuna á Nauthólsvegi 100/Braggann.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Dylgjum um faglega umsögn borgarlögmanns er vísað á bug og væri áheyrnarfulltrúanum nær að kynna sér hana enda ítarleg og lýsandi fyrir lagaumhverfið sem málið varðar. Starfslok tengdust löngum starfsaldri og dylgjur um annað eru út í hött og ekki svara verðar. Í báðum tilvikum styðjast dylgjurnar hvorki við rök né gögn málsins og dæma sig sjálfar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Staðreyndir tala sínu máli og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins er vel upplýstur. Í minnisblaði innri endurskoðunar frá 17. janúar 2019, um rannsókn á tölvupóstum vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100 segir orðrétt: „Samkvæmt ofangreindu er ljóst að útsendum tölvupóstum hefur verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans.“  Þær upplýsingar sem koma fram í minnisblaði borgarlögmanns um eyðingu tölvupósta getur leitt til þess að starfsmenn nýti sér það að segja upp störfum til að hylja slóð eða þá hitt að skrifstofustjórar segi undirmönnum sínum fyrirvaralaust upp. Slík stjórnsýsla er ekki boðleg.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það er ótrúlegt að áheyrnarfulltrúinn skuli halda dylgjum sínum áfram. Fyrir liggur að tölvupósthólfi skrifstofustjóra hafi ekki verið eytt eftir starfslok hans heldur var það tekið til skoðunar af innri endurskoðun. Það er rétt að innri endurskoðun bendir á að einhverjum eldri tölvupóstum hafi verið eytt. Svo segir í minnisblaði innri endurskoðunar: „Hins vegar ber að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, til dæmis til að fela eitthvað, því í reglum um tölvunotkun, dagsettum 12. ágúst 2014, kemur fram að starfsmönnum ber að taka til í tölvupósthólfum sínum, sjá grein 2.3 um meðferð tölvupósts: „Notendur skulu taka reglulega til í tölvupósthólfi sínu, eyða tölvupósti sem ekki þarf að geyma og færa annað efni í skjalavistunarkerfi stofnunar til varðveislu.“ Innri endurskoðun minnir því á í minnisblaði sínu: Nauðsynlegt er að taka reglulega til í tölvupósthólfum, í fyrsta lagi til þess að færa í skjalavörslukerfi þau gögn sem ber að varðveita og í öðru lagi til að eyða þeim pósti sem þarflaust er að geyma og tekur geymslupláss að óþörfu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Vörn meirihlutans í málinu er ótrúverðug í ljósi þess að ekki var samþykkt að fá óháðan aðila til að rannsaka allar færslur, reikninga, tölvupósta og önnur gögn er tilheyra verkefninu. Borgarstjóri hefur verið tvísaga í málinu eins og fram hefur komið í fréttum. Dulúð hvílir yfir verkefninu og mikil tortryggni ríkir í samfélaginu vegna þessa. Nú er skorað á borgarstjóra að upplýsa málið að fullu og hann hvattur til að opna tölvupóstfang sitt/sín til að taka af allan vafa um að eitthvað athugunarvert hafi átt sér stað við framkvæmdir við braggann á umræddu tímabili.

    Fylgigögn

  29. Lagðar fram tillögur formanns borgarráðs, dags. 4. febrúar 2019, um breytingar á skipulagi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R19020019
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stjórnkerfisbreytingar sem taka gildi 1. júní næstkomandi hafa það að meginmarkmiði að einfalda, skýra og skerpa stjórnarhætti og bæta þjónustu við borgarbúa. Stærsta breytingin er að til verða þrjú ný kjarnasvið, svið þjónustu og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar. Samhliða því verður skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, fjármálaskrifstofa og skrifstofa þjónustu og rekstur lagðar niður. Innkauparáð fær aukið hlutverk auk þess sem starf regluvarðar Reykjavíkurborgar verður eflt. Með þessum breytingum er lögð áhersla á vandaða, gagnsæja og skilvirka framkvæmd og ákvarðanatöku ásamt skipulegu og skýru eftirliti.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er mikilvægt að stjórnkerfisbreytingar feli í sér hagræðingu en borgarkerfið hefur blásið út síðustu kjörtímabil. Ekki er ljóst á tillögunum að þær feli í sér leiðir til hagræðingar. Hins vegar er því fagnað að tekið sé mið af tillögum Sjálfstæðisflokks  um aukið vægi innkauparáðs og að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) verði lögð niður. Með því staðfestir meirihlutinn að starfsemi SEA hafi verið með þeim hætti að réttast sé nú að leggja hana niður. Tillagan um stjórnkerfisbreytingar má ekki verða til þess að rannsókn á þeim fjölmörgu verkefnum sem enn eru til skoðunar í kjölfar skýrslu innri endurskoðunar á framkvæmdum við Nauthólsveg 100 (braggann) verði hætt. Við teljum tillögur um stjórnkerfisbreytingar svo viðamiklar að þær þarfnist umræðu í borgarstjórn.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fram kemur hjá sérfræðingum í kynningu á endurskoðun skipurits og stjórnarhátta Reykjavíkurborgar að skipurit borgarinnar sé orðið flókið og ógegnsætt. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hefur ekki farið varhluta af einmitt þessum vandamálum í stjórnsýslu borgarinnar. Sérfræðingar leggja til að gerðar verði stórtækar breytingar m.a. skerpt á eftirlitshlutverkinu og að framkvæmdarstjórn borgarinnar verði gerð mun sýnilegri. Öllum þessum tillögum ber að fagna enda bráðnauðsynleg tiltekt í borginni og löngu tímabær. Jafnframt kemur fram að vinna þarf betur með mannlega þáttinn og er tekið undir það. Fagna má þeirri tillögu að innri endurskoðun og umboðsmaður borgarbúa heyri beint undir borgarráð en borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst jafnframt að sama ætti að gilda um borgarlögmann og borgarritara en þeir heyra nú undir borgarstjóra. Það myndi gera hlutverk þeirra skarpara hvað varðar vinnu þessara embættismanna í  þágu allra borgarfulltrúa. Áherslan núna er að borgarritari og borgarlögmaður séu  „hægri hönd“ borgarstjóra. Einnig telur áheyrnarfulltrúi að B-hlutafélögin ættu að heyra beint undir borgarráð. Ekki þykir skynsamlegt að B-hlutafélögin með öllu sem þeim fylgir heyri undir einn embættismann, borgarritara. Nú er bara spurningin hvort meirihlutinn ætlar að taka á þessu mark og innleiða hugmyndirnar að fullu og að sjálfsögðu í góðu samráði við starfsmenn eins mikið og hægt er. 

    Guðrún Ragnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun á áformum um uppsetningu pálmatrjáa í Vogabyggð, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R19010428
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinsti grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi eyðingu á tölvupóstum hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem láta af störfum, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. janúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn borgarritara um tillöguna, dags. 4. febrúar 2018. R19010251
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinsti grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þar sem málið er þegar í farvegi er tillögunni vísað frá. Eftir ábendingar borgarskjalavarðar var tekin sú varúðarráðstöfun að geyma alla tölvupósta í allt að sex vikur. Verði þörf á því að framlengja frestinn verður orðið við því. Rétt er að taka fram að þjóðskjalavörður hefur ekki gripið til sams konar ráðstafana hvað varðar tölvupósta starfsmanna ríkisins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í meðfylgjandi tölvubréfi skjalavarðar Reykjavíkurborgar til upplýsingatæknideildar borgarinnar kemur fram að „rétt [sé] í ljósi umræðunnar um vistun og eyðingu tölvupósta hjá Reykjavíkurborg að stöðva miðlæga eyðingu tölvupósta eftir starfslok eða á öðrum tímum, ef um slíka eyðingu er að ræða“ eins og segir orðrétt í umræddu tölvubréfi. Athygli vekur að ekki var ráðist í stöðvun á eyðingu tölvupósta fyrr en 30. janúar sl., eða 13 dögum eftir að tölvubréf skjalavarðar var sent til upplýsingatæknideildar. Farið hefði betur á því að stöðva tímabundna eyðingu strax með hliðsjón af tilmælum skjalavarðar Reykjavíkurborgar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja hins vegar jákvætt að eyðingu tölvupósta hafa verið hætt tímabundið á meðan unnið er að því að koma skjalamálum borgarinnar í viðunandi ástand. Við teljum hins vegar að 6 vikna bann við eyðingu tölvupósta sé allt of skammur tími, enda Reykjavíkurborg með umfangsmikla starfsemi og mikilvægt að starfsmenn Reykjavíkurborgar séu meðvitaðir og upplýstir um rétta meðferð skjala.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er með ólíkindum að borgarlögmaður skuli blanda sér með þessum hætti í þetta viðkvæma mál sem er að öllum líkindum alvarlegt lögbrot. Hér er lagt fram álit sem er skrifað í kringum þá „fyrirframgefnu niðurstöðu“ að eðlilegt hafi verið að tölvupóstum hafi verið eytt eins og Innri endurskoðandi hefur ítrekað í minnisblaði eftir rangfærslur borgarfulltrúa meirihlutans um annað. Það vekur upp spurningar hvort ákveðinn starfsmaður hafi hætt störfum hjá borginni til að rof yrði í hugsanlegri rannsókn á reikningum sem skrifaðir hafa verið á braggann og útborgun þeirra. Að skýla sér á bak við ómöguleika í varðveislu „óformlegra tölvupósta“ og vísa í lög um Þjóðskalasafn Íslands má líkja við hylmingu þar sem í skýrslu Innri endurskoðenda kemur fram að engir skriflegir samningar hafi verið gerðir út af bragganum nema leigusamningurinn við HR. Æðsta stórnsýsla Reykjavíkur sekkur dýpra og dýpra í viðleitni sinni í að réttlæta lögbrotin og óráðsíuna á Nauthólsvegi 100/Braggann.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Dylgjum um faglega umsögn borgarlögmanns er vísað á bug og væri áheyrnarfulltrúanum nær að kynna sér hana enda ítarleg og lýsandi fyrir lagaumhverfið sem málið varðar. Starfslok tengdust löngum starfsaldri og dylgjur um annað eru út í hött og ekki svara verðar. Í báðum tilvikum styðjast dylgjurnar hvorki við rök né gögn málsins og dæma sig sjálfar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Staðreyndir tala sínu máli og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins er vel upplýstur. Í minnisblaði Innri endurskoðunar frá 17. janúar 2019, um rannsókn á tölvupóstum vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100 segir orðrétt: „Samkvæmt ofangreindu er ljóst að útsendum tölvupóstum hefur verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans.“  Þær upplýsingar sem koma fram í minnisblaði borgarlögmanns um eyðingu tölvupósta getur leitt til þess að starfsmenn nýti sér það að segja upp störfum til að hylja slóð eða þá hitt að skrifstofustjórar segi undirmönnum sínum fyrirvaralaust upp. Slík stjórnsýsla er ekki boðleg.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það er ótrúlegt að áheyrnarfulltrúinn skuli halda dylgjum sínum áfram. Fyrir liggur að tölvupósthólfi skrifstofustjóra hafi ekki verið eytt eftir starfslok hans heldur var það tekið til skoðunar af innri endurskoðun. Það er rétt að innri endurskðun bendir á að einhverjum eldri tölvupóstum hafi verið eytt. Svo segir í minnisblaði Innri endurskoðunar: "Hins vegar ber að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, til dæmis til að fela eitthvað, því í Reglum um tölvunotkun dagsettum 12. ágúst 2014 kemur fram að starfsmönnum ber að taka til í tölvupósthólfum sínum, sjá grein 2.3 um meðferð tölvupósts: "Notendur skulu taka reglulega til í tölvupósthólfi sínu, eyða tölvupósti sem ekki þarf að geyma og færa annað efni í skjalavistunarkerfi stofnunar til varðveislu." Innri endurskoðun minnir því á í minnisblaði sínu: Nauðsynlegt er að taka reglulega til í tölvupósthólfum, í fyrsta lagi til þess að færa í skjalavörslukerfi þau gögn sem ber að varðveita og í öðru lagi til að eyða þeim pósti sem þarflaust er að geyma og tekur geymslupláss að óþörfu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Vörn meirihlutans í málinu er ótrúverðug í ljósi þess að ekki var samþykkt að fá óháðan aðila til að rannsaka allar færslur, reikninga, tölvupósta og önnur gögn er tilheyra verkefninu. Borgarstjóri hefur verið tvísaga í málinu eins og fram hefur komið í fréttum. Dulúð hvílir yfir verkefninu og mikil tortryggni ríkir í samfélaginu vegna þessa. Nú er skorað á borgarstjóra að upplýsa málið að fullu og hann hvattur til að opna tölvupóstfang sitt/sín til að taka af allan vafa um að eitthvað athugunarvert hafi átt sér stað við framkvæmdir við braggann á umræddu tímabili.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um að farið verði eftir ábendingum umboðsmanns Alþingis, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn velferðarsviðs og borgarlögmanns um tillöguna, dags. 4. febrúar 2019. R18070088
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinsti grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að halda til haga að stýrihópur um stefnumótun um jaðarsetta einstaklinga er enn að störfum og á eftir að skila tillögum sínum. Í kjölfarið leggur velferðarsvið mat á tillögurnar og hvort þær séu fullnægjandi. Það er því algjörlega ótímabært að samþykkja þessa tillögu.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf borgarstjóra og formanns borgarráðs, dags. 5. febrúar 2019, með yfirliti yfir ábendingar og niðurstöður í skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100. R17080091

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Yfirlitið sem hér er lagt fram geymir þær ábendingar, athugasemdir og önnur atriði úr skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100, sem með einum eða öðrum hætti kalla á viðbrögð borgarráðs og stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Eins og rakið er í bréfi innri endurskoðanda til borgarráðs með skýrslunni telur IE að í skýrslunni séu nægar upplýsingar til að stjórnendur geti gert viðeigandi úrbætur á verklagi, eftirlitsaðgerðum og eftir atvikum breytingum á stjórnkerfi til þess að tryggja að markmið borgarstjórnar nái fram að ganga. Yfirlitið er stöðuskýrsla um hvernig verið er að bregðast við þessum atriðum, og öðrum eftir því sem við á, með þeim hætti sem dregið er fram í skýrslunni með viðeigandi úrbótum á verklagi, eftirlitsaðgerðum og eftir atvikum með breytingum á stjórnkerfi. Í yfirlitinu er því dreginn fram kjarninn í skýrslu innri endurskoðunar og verður framhaldið unnið jafnt og þétt áfram í samvinnu við borgarráð. Eins og fram hefur komið þá er þessi framúrkeyrsla frávik í framkvæmdum á vegum borgarinnar.

    -    Kl. 13:38 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum. 
    -    Kl. 14:15 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum. 
    -    Kl. 14:20 er gert hlé á fundinum.
    -    Kl. 14:48 er fundi áfram haldið.  

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Samkvæmt c-lið, 3. gr. laga nr. 30/1995 um tekjustofna sveitarfélaga þá skal leggja á allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum. Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu. Síðan kemur heimildarákvæði í þá veru að sveitarstjórn er heimilt að hækka um allt að 25% hundraðshluta þá sem eru greindir í c-lið. 1. Er álagið lagt á iðnaðarhúsnæði í Reykjavík? 2. Er álagið lagt á skrifstofuhúsnæði í Reykjavík? 3. Er álagið lagt á verslunarhúsnæði í Reykjavík? 4. Er álagið lagt á mannvirki sem eru nýtt fyrir ferðaþjónustu? 5. Ef svo er, á hvaða grunni er álagningin rökstudd þar sem um heimildarákvæði að ræða?  R19020079

    Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. 

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Talið er að innviðagjöld séu einkaréttarlegir samningar milli Reykjavíkurborgar og kaupanda lóða/lóðarhafa. Óskað er eftir öllum gögnum tæmandi talið sem borgin á varðandi þá ákvörðun þegar innviðagjöldin voru innleidd s.s. lögfræðiálit, minnisblöð og fundargerðir. 1. Hvenær voru innviðagjöldin innleidd í Reykjavík? 2. Á hvaða lagagrunni voru innviðagjöldin ákvörðuð?3. Hvaða skipulagsreitir innan borgarmarkanna eiga að bera innviðagjöld? 4. Hvaða lóðir innan borgarmarkana bera innviðagjöld? 5. Hver er upphæð pr. m2 á hverjum skipulagsreit fyrir sig? 6. Hver er upphæð pr. m2 á hverri lóð fyrir sig? 7. Ef innviðagjöldin eru ekki þau sömu milli reita og lóða má þá ekki líkja slíkri ákvörðun við geðþóttaákvarðanir sem samrýmast ekki lögum? 8. Hverjar eru innkomnar tekjur Reykjavíkur af innviðagjöldum á hverjum reit/hverri lóð fyrir sig tæmandi talið frá upptöku innviðagjaldsins til 1. febrúar 2019? 9. Hverjar eru framtíðartekjur Reykjavíkur af innviðagjöldum á hverjum reit/lóð fyrir sig, sem samið hefur verið um frá og með 1. febrúar 2019? Einnig er óskað eftir yfirliti yfir alla samninga sem hafa verið gerðir á þessum grunni hvað varðar fjárhæð hvers samnings sundurliðað eftir gjöldum tæmandi talið s.s. innviðagjald, byggingarréttargjald, gatnagerðargjöld o.s.frv. R19020080

    Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að fram fari kynning á málefnum Grensásvegar 12 á næsta fundi borgarráðs, í ljósi þess að riftun kaupsamnings hefur nú farið fram. Forsaga málsins er sú að borgarráð samþykkti í septembermánuði árið 2017 að heimila SEA kaup á fasteigninni við Grensásveg 12, fyrir 785 m.kr., undir 24 félagslegar íbúðir. Samkvæmt samningi átti að afhenda íbúðirnar þann 1. apríl 2018. Tveimur mánuðum síðar setti Vinnueftirlitið bann við vinnu á staðnum, en eftirlitsheimsókn leiddi í ljós að aðbúnaður var síður en svo í samræmi við vinnuverndarlögin. Í maímánuði sl. var svo greint frá því að asbest hafi verið fjarlægt úr húsinu, án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi hlífðarbúnaður væri til staðar. Á borgarráðsfundi í dag var aflétt trúnaði um riftun kaupsamningsins af hálfu Reykjavíkurborgar. Athygli vekur að riftun samningsins, sem er undirritaður af borgarstjóra sjálfum, Degi B. Eggertssyni, var ekki gerð á grundvelli aðstæðna á vinnustað, heldur vegna tafa á verkinu. En vafi leikur á lögmæti slíkrar riftunar enda hefur henni verið mótmælt. Með hliðsjón af framanrituðu vekur það furðu að ákvæði um keðjuábyrgð, sem samþykkt  var í innkaupráði hinn 29. apríl 2016, skuli ekki vera inni í umræddum samningi. Ákvæðið, sem á við um útboðsgögn og verksamninga Reykjavíkurborgar, kveður á um að sýni verktaki ekki fram á að farið sé eftir löggjöf á sviði vinnuverndar geti Reykjavíkurborgar rift verksamningi. Ljóst er á þessu að málið er klúður frá upphafi til enda og þarfnast frekari skoðunar við. R17090010

    Frestað.

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Nú hefur borgarstjórn samþykkt að verkefnið Pálmatré fari í raunhæfismat og vill Flokkur fólksins spyrja um nákvæmt yfirlit  yfir það ferli sem tekur við og hvernig það muni fara fram, hverjir taka þátt í því mati, hvernig og hverjir muni velja þá aðila sem koma til að leggja raunhæfismat á verkið og hvað mun ferlið kosta? R19010428

    Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs.

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Óskað er eftir upplýsingum um hvernig starfsreglum byggingafulltrúa er háttað þegar kemur að veitingu undanþága um aðgengi fyrir fatlaðra. R19020081

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Vegna vetrarleyfis grunnskóla borgarinnar í lok febrúar mun borgarráð fella niður fund á þeim tíma og taka sér vetrarfrí. Athygli vekur að á meðan borgarráð og  flest allir starfsmenn skóla borgarinnar  fá vetrarleyfi fá starfsmenn frístundaheimila ekki frí. Hver er ástæða þess að starfsmenn frístundaheimilia fái ekki frí á meðan skólahald liggur niðri og börnin eru í vetrarleyfi?  R19020082

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa sent öllum borgarfulltrúum erindi þar sem fram koma vonbrigði með brostin loforð um friðun Elliðaárdalsins. Þá er það upplýst í erindinu að hollvinasamtökin munu efna til undirskriftarsöfnunar samkvæmt reglugerð nr. 155/2013 vegna almennra atkvæðagreiðslna skv. sveitarstjórnarlögum til að safna tilskildum fjölda undirskrifta til þess að sveitarstjórn láti fara fram almenna atkvæðagreiðslu um deiliskipulagið verði það samþykkt. Í ljósi þessarar miklu óánægju og þeirra aðgerða sem Hollvinasamtök Elliðaárdalsins boða er óskað eftir því að stjórn samtakanna verði boðuð á næsta fund borgarráðs til viðræðna. R19020083

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið klukkan 14:49

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir