No translated content text
Borgarráð
Ár 2019, fimmtudaginn 24. janúar, var haldinn 5532. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Dagný Magnea Harðardóttir.
Fundarritari var Bjarni Þóroddsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um dagskrá fundarins. R19010002
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins gerir þá kröfu að vikið verði umsvifalaust frá þeirri einhliða ákvörðun meirihlutans að setja mörg svör/mál frá flokkum minnihlutans í eitt skjal hvort heldur er í dagskrá eða í fundargerð. Í titli skjalsins kemur ekki fram hvaða svör eru í skjalinu sem getur verið tugir blaðsíðna. Sé ætlunin að leita að einu svari eða máli þarf viðkomandi í fyrsta lagi að vita að það er í skjalinu og síðan leita að því í margra blaðsíðna skjali. Þetta er ekki vinnandi vegur. Sé það ætlun meirihlutans að þvinga þessa breytingu fram er verið að draga úr sýnileik þeirra mála sem minnihlutinn leggur fram í borginni með markvissum og kerfisbundnum hætti og er það gert ekki einungis í óþökk heldur einnig án samþykkis minnihlutans. Hér er einnig verið að brjóta á rétti borgarbúa hvað varðar aðgengi og gegnsæi. Fyrir þá borgarbúa sem fylgjast með afgreiðslu mála í fundargerðum er nánast ókleift að finna í fljótu bragði eitthvað ákveðið svar í stóru skjali. Á það skal minnt að nýr flokkur í borgarstjórn hefur lofað borgarbúum auknum sýnileika og auðveldara aðgengi að málefnum borgarinnar en með þessari einhliða breytingu í óþökk minnihlutans er verið að brjóta það loforð.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er til skammar hvernig meirihlutinn í borgarráði hagar sér. Dagskrárvaldið er hiklaust tekið af minnihlutanum ef óskað er eftir að ræða óþægileg mál. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins hafði óskað eftir að fá á fund borgarráðs fjármálastjóra Reykjavíkur til að gera grein fyrir 73 milljóna umframgreiðslu á braggann á Nauthólsvegi 100 án heimildar. Slíkt er klárt brot á sveitastjórnarlögum. Eins varð meirihlutinn ekki við þeirri beiðni okkar áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins að taka þá tillögu á dagskrá og til afgreiðslu að fá tafarlaust dómkvaddan matsmann til að meta virði framkvæmda í sama máli. Það er skýrt brot á samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar að ekki er orðið við ofangreindum dagskrárbeiðnum. Einnig er það ítrekað að ekki var orðið við ósk minni um að fyrirspurnum sem hafa legið lengi inn í kerfinu og ekki verið sinnt eins og t.d. fyrirspurn mín frá 23. ágúst sl. sem er svohljóðandi: „Óskað er upplýsinga um hversu margir starfslokasamningar hafa verið gerðir sl. 8 ár við starfsmenn borgarinnar og hvað þeir hafa kostað? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum og starfsheitum.“
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Til að auka gagnsæi og betri vinnslu fyrirspurna og tillagna, sem hafa margfaldast eftir kosningar, hefur meirihluti borgarráðs innleitt betra og agaðra verklag til að fá glögga yfirsýn yfir farveg þeirra. Listi embættisafgreiðslna er hluti af þessu verklagi. Það er mikilvægt að vanda til verka og taka upplýstar ákvarðanir þegar tillögur koma til afgreiðslu. Ábyrgð borgarfulltrúa er mikil í þeim efnum. Samþykktir kveða ekki á um tafarlausa afgreiðslu tillagna eða fyrirspurna því eðli málsins samkvæmt eru þær efnisólíkar og misjafnar að umfangi þó ávallt sé málmeðferðarhraðinn hafður að leiðarljósi. Ásökunum um ritskoðun er alfarið vísað á bug enda er það skýrt að allir borgarfulltrúar geta sett mál á dagskrá og fengið afgreiðslu á þeim. Að halda þessu fram er óþarfa pólitískt upphlaup og sýnir lítinn vilja minnihlutans til að bæta vinnulag borgarráðs.
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 23. janúar 2019. R19010022
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18. janúar 2019. R19010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. janúar 2019. R19010023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R19010132
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tvær skýrar tillögur í kjölfar braggamálsins voru lagðar fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta borgarráðsfundi. Önnur snýr að því að Reykjavíkurborg hætti eyðingu tölvupósts á meðan skjalavistun er í molum. Hin tillagan snýr að því að innri endurskoðanda verði falið að fá matsmenn til að meta reikninga vegna braggans í Nauthólsvík. Afgreiðslu tillagnanna var frestað á síðasta fundi. Nú eru þær ekki settar á dagskrá annan fundinn í röð. Þessar tafir á afgreiðslu eru verulega ámælisverðar. Þá óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir skilamati fyrir Gröndalshús, braggann, Hlemm mathöll, Sundhöllina og Írabakka 2-16. Í stað þess að skila skilamatinu sem á að liggja fyrir samkvæmt reglum borgarinnar er óskað eftir umsögnum tveggja aðila um þessa einföldu beiðni. Það er óskiljanlegt að ekki sé hægt að leggja fram skilamöt þessara verkefna, nema þau séu einfaldlega ekki til.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Til að auka gagnsæi og betri vinnslu fyrirspurna og tillagna, sem hafa margfaldast eftir kosningar, hefur meirihluti borgarráðs innleitt betra og agaðra verklag til að fá glögga yfirsýn yfir farveg þeirra. Listi embættisafgreiðslna er hluti af þessu verklagi. Það er mikilvægt að vanda til verka og taka upplýstar ákvarðanir þegar tillögur koma til afgreiðslu. Ábyrgð borgarfulltrúa er mikil í þeim efnum. Samþykktir kveða ekki á um tafarlausa afgreiðslu tillagna eða fyrirspurna því eðli málsins samkvæmt eru þær efnisólíkar og misjafnar að umfangi þó ávallt sé málmeðferðarhraðinn hafður að leiðarljósi. Ásökunum um ritskoðun er alfarið vísað á bug enda er það skýrt að allir borgarfulltrúar geta sett mál á dagskrá og fengið afgreiðslu á þeim. Að halda þessu fram er óþarfa pólitískt upphlaup og sýnir lítinn vilja minnihlutans til að bæta vinnulag borgarráðs.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19010133
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á auglýsingu á tillögu um leiðbeiningar að hverfisskipulagi, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20.desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga fyrir hverfisskipulag í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 20. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði. Eðlilegt er að taka afstöðu til þess hvort hverfisskipulag verði endurskoðað að fjórum árum liðnum byggða á fenginni reynslu.
Ólöf Örvarsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 20. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði. Eðlilegt er að taka afstöðu til þess hvort hverfisskipulag verði endurskoðað að fjórum árum liðnum byggða á fenginni reynslu.
Ólöf Örvarsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 20. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði. Eðlilegt er að taka afstöðu til þess hvort hverfisskipulag verði endurskoðað að fjórum árum liðnum byggða á fenginni reynslu.
Ólöf Örvarsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 16. janúar 2019 á breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 30-32 við Einarsnes, ásamt fylgiskjölum. R19010278
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2019, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 16. janúar 2019 á breytingu á skilmálum deiliskipulags Tryggvagötu 13-15 vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu, ásamt fylgiskjölum. R19010281
Synjun skipulags- og samgönguráðs staðfest.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:Ljóst er að framboð á dýrari eignum miðsvæðis er mikið og fer vaxandi. Á sama tíma er lítið framboð af hagstæðu húsnæði. Hér þarf heildstæða endurskoðun í miðborginni, ekki síst þar sem íbúum hefur fækkað þrátt fyrir mikil umsvif á svæðinu.
Borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbygging íbúða við Tryggvagötu var samþykkt af borginni og lóðarhöfum á tilteknum forsendum, þar skyldu rísa íbúðir á almennum markaði. Þær forsendur hafa ekkert breyst. Borgin getur ekki heimilað fjölgun gistiheimila á þessum viðkvæma stað, enda er gististaðakvóti upp á 23% í Kvosinni nú þegar uppfylltur. Aðalskipulag til 2030 og húsnæðisstefna borgarinnar gera ráð fyrir fjölgun íbúða í miðborg, það verður að standast.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Jákvætt er að sjá að ekki verði fallist á að heimila breytingu á deiliskipulagi til þess að heimila tímabundna gististarfsemi. Borgarbúar þurfa ekki á fleiri hótelíbúðum í miðborginni á að halda, borgarbúar þurfa á fleiri íbúðum á að halda.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Félags atvinnurekenda varðandi álagningu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði, dags. 19. september 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 14. janúar 2019. R16090142
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns við erindi Félags atvinnurekenda kveða ákvæði laga skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda. Á þessum grundvelli tekur Borgarstjórn Reykjavíkur árlega ákvörðun um álagningu fasteignaskatts á fasteignir í sveitarfélaginu. Þá skal því haldið til haga að á árinu 2021 lækkar hlutfall fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði í 1,63 og lækka þá tekjur ársins um 206 milljónir króna. Á árinu 2022 mun skatthlutfallið lækka í 1,60 og munu tekjur borgarinnar vegna þess lækka um 552 mkr. og tekjur ársins 2023 um 592 mkr. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði voru lækkuð á síðasta kjörtímabili.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í tvígang hafa tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60%, verið felldar af meirihluta borgarstjórnar. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 65,2% á árunum 2014-2019. Í einhverjum tilfellum hefur skattbyrðin á atvinnurekendur hækkað um nærri 100% á þriggja ára tímabili. Reykjavíkurborg hefur hingað til ekkert gert til að létta atvinnufyrirtækjum í borginni skattbyrðina. Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynningin á samráði vegna göngugatna á Laugavegi. R18090036
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórn samþykkti 4. september síðastliðinn með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið ásamt götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Útfærsla umhverfis- og skipulagssviðs felur í sér umfangsmikið samráð með margvíslegum hætti. Hvort sem er á vefnum, hér á jarðhæð Ráðhússins eða á fundum með hagsmunaaðilum. Skoðanakannanir sem Maskína hefur framkvæmt fyrir umhverfis- og skipulagssvið á undanförnum árum sýna með afgerandi hætti að mun fleiri eru hlynntir göngugötum en á móti þeim. Samráðið snýst því um hvernig göngugötur allt árið verði útfærðar, ekki hvort.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn heldur meirihlutinn áfram með hreina valdníðslu að loka Laugaveginum, Bankastræti og götum í Kvosinni fyrir allri umferð þvert á vilja rekstraraðila sem þar starfa. Meirihlutinn kýs ófrið þegar friður er í boði. Nú er boðað til þess sem meirihlutinn kallar „samráð“. Slíkt hefur sjaldan virkað hjá borgininni því búið er að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Stríð borgarinnar við íbúa og þjónustuaðila sem á þessu svæði starfa heldur því áfram. Í 107. og 108. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011, er ákvæði um íbúakosningar en þar segir að ef minnst 20% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska almennrar atkvæðagreiðslu verði að verða við þeirri kröfu. Það er löngu tímabært að Reykvíkingar segi álit sitt á þeirri aðför sem hefur staðið yfir um langa hríð að þessu svæði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að formlegt samráð eigi sér stað með hagsmunaaðilum, svo sem rekstraraðilum og samtökum hreyfihamlaðra þegar útfærð tillaga liggur fyrir. Fengnar verði skriflegar umsagnir hagsmunaaðila. Vísbendingar eru um að verslun og þjónusta standi nú höllum fæti í miðborginni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi hefur ekkert á móti göngugötum svo það komi skýrt fram en taka þarf alvöru tillit til allra þegar verið er að skipuleggja þær og útfæra. Þetta samráðsferli sem kynnt var í borgarráði var ekki nógu skýrt að mati áheyrnarfulltrúa. Flokkur fólksins veit t.d. að margir í Öryrkjabandalaginu eru ekki nægjanlega sáttir við fjölmargt sem tengist fjölda og þróun göngugatna í miðborginni. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að tekið hafi verið fullt tillit til hagsmunafélags eins og Öryrkjabandalagsins. Sumum finnst kannski boðið upp á visst „samráð“ en þegar upp er staðið sé ekki hlustað. Í frumvarpi til umferðarlaga er gert ráð fyrir aðgangi hreyfihamlaðs fólks að göngugötum, sem takmarkast við akstursþjónustu fatlaðra. Komið hefur fram hjá Öryrkabandalaginu að þeim finnst það ekki nóg. Fólk sem fer um göngugötur sækir ýmist þangað þjónustu eða vinnu, eru íbúar eða gestir. Það er óviðunandi að ætlast til að sumt hreyfihamlað fólk þurfi að panta sér akstursþjónustu sem aðgangsheimild að ákveðnum stað í miðbænum sem aðeins er fært að með því að fara göngugötur.
Ólöf Örvarsdóttir og Edda Ívarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10:42 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skipulagi vegna uppbyggingar á Stjórnarráðsreit. R17080108
- Kl. 11:00 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum og Egill Þór Jónsson tekur þar sæti.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Vinningstillagan á Stjórnarráðsreitnum er afar vel unnin þar sem gömul og ný byggð fléttast fallega saman og tekið er tillit til eldri götumyndar. Skipulagið er mannvænt og hugað er að náttúru í borg. Uppbygging á þessum reit á eftir að taka tugi ára og það ferli þarf að vinna í góðu og nánu samstarfi við borgaryfirvöld með hagsmuni fólks og umhverfisgæða í fyrirrúmi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefur áhyggjur af því að þetta skipulag sem er að mörgu leyti fallegt, skyggi á Hörpuna. Það er þétt byggð þarna í kring og mikið af lágreistum húsum þaðan sem má sjá Hörpuna núna. Þetta þarf að kanna frekar áður en frekari ákvarðanir eru teknar og gefa öllum þeim sem kunna að missa sýn á Hörpuna með þessu skipulagi frá sínu heimili tækifæri til að tjá sig. Harpan er mikil prýði og stolt okkar allra. Nú þegar er farið að þrengja verulega að henni og haldi fram sem horfir mun hún hverfa sýn vegna gríðarlegrar þéttingar allt um kring á þessu svæði
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun
Áformuð er mjög mikil uppbygging á Stjórnarráðsreit. Mikilvægt er að varðveita yfirbragð núverandi götumyndar og gæta þess að yfirskyggja ekki sögufrægar byggingar svo sem Arnarhvol, Þjóðleikhúsið og Stjórnarráðið, sem eru mikilvæg kennileiti í miðborg Reykjavíkur.
Karl Kvaran, Sahar Ghaderi, Ivon Stefán Cilia og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, dags. 21. janúar 2019, varðandi tillögur stýrihópsins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2020 og fimm ára áætlunar 2020-2024. R19010204
Samþykkt.Birgir Björn Sigurjónsson og Freyja Barkardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. janúar 2019, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki viðbrögð vegna tillagna átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt eru lagðar fram niðurstöður átakshópsins, dags. 19. janúar 2019 og drög að erindisbréfi samninganefndar Reykjavíkurborgar vegna viðræðna við ríkið um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins. R19010307
Samþykkt.- Kl. 11:42 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Átakshópur í húsnæðismálum skilaði afar góðum tillögum sem mikilvægt er að fjármagna og framkvæma. Tillögurnar eru mikilvægt innlegg í viðkvæma stöðu kjaraviðræðna með fjölgun stofnframlaga og hækkun þeirra. Reykjavík hefur allt frá upphafi laga um almennar íbúðir lagt áherslu á gott samstarf við verkalýðshreyfinguna og önnur uppbyggingarfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Með öðrum orðum þá er um 90% af öllum stofnframlögum að fara til uppbyggingar innan Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að önnur sveitarfélög taki þátt í þessari uppbyggingu almennra íbúða. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir uppbyggingu á ríkislóðum til lengri tíma, þær setja samgöngur í samhengi við kjaramál og leggja til lagabreytingu um völd sveitarfélaga til að skilgreina fjölda leiguíbúða á reit með svokölluðu Carlsberg-ákvæði. Þá eru tillögur um að skylda sveitarfélög til að eiga ákveðið lágmarkshlutfall félagslegra íbúða í viðræðuferli sem afar mikilvægt er að klára. Borgarráð samþykkir hér í dag að koma þeim tillögum sem snúa að borginni í farveg með því að uppfæra áætlun um úthlutun lóða, skipa samninganefnd við ríkið um kaup og uppbyggingu á ríkislóðum og hraða vinnu við einföldun ferla í skipulags- og byggingarmálum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari skýrslu. Í henni eru margar hugmyndir, gamlar og nýjar. Áheyrnarfulltrúi vill þó nefna þátt sem ekki er fjallað sérstaklega um í skýrslunni m.a. staðsetningu skóla í hverfum. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 segir að hverfin í borginni eigi að vera félagslega blönduð. Blöndun byggðar hefur ekki tekist alls staðar sbr. Fellahverfið. Þar hefur fólk einangrast félagslega og menningarlega. Mikilvægt er að spyrna fótum við stéttaskiptingu og það má gera með fjölmörgum hætti. Í einu hverfi eiga að vera margar gerðir húsnæðis og stærðir. Verð íbúða ræðst mest af stærð þeirra en einnig tegund húsnæðis. Huga þarf að staðsetningu skólanna og hvernig skólahverfið sem slíkt er myndað. Hafa má í huga að oft eru fleiri en einn skóli í skilgreindu hverfi. Skólinn ætti að vera staðsettur þannig að hann sæki nemendur frá margskonar heimilum, sum búa í einbýlishúsum, önnur í blokkaríbúðum o.s.frv. Mikilvægt er börnum að fá staðfestingu þess að allir séu jafnir og líði aldrei fyrir efnahag foreldra sinna. Liður í því er að gera alla þjónustu grunnskóla ókeypis, frístund og mat. Einfalt ætti að vera að skipuleggja byggð út frá skóla þar sem horft er á hann sem félagslega grunneiningu. Í kringum skólann á að vera fjölbreytt húsnæði á ólíku verðbili hvort heldur um sé að ræða eign eða leigu. Staðsetningu skóla ráða skipulagsvöld í borginni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðismálin í Reykjavík eru komin í öngstræti enda er komið að því að húsnæðismál eru nú talin eitt helsta málið í kjaraviðræðum. Í fyrsta sinn í áratugi. Reykjavík hefur ekki náð að skipuleggja hagstætt húsnæði á síðustu árum. Það skref að ganga til viðræðna við ríkið um Keldnalandið er mjög jákvætt. Hér er tækifæri til að byggja upp hagstætt húsnæði innan borgarmarkanna, en undanfarið hafa húskaupendur þurft að leita langt út fyrir borgina með tilheyrandi dreifingu byggðar og auknu álagi á samgöngur. Þá er brýnt að Keldnalandið nýtist fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig léttist á umferðinni sem er allt of þung í vestur að morgni og austur síðdegis. Mikilvægt er að farið verði í stórátak við gerð samgöngumannvirkja og almenningssamgöngur verði bættar. Óráðlegt er binda uppbyggingu á Keldum við ákveðna framkvæmd í samgöngumálum. Nauðsynlegt er að hefja skipulagsvinnu sem allra fyrst þar sem hún tekur langan tíma.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins fagnar skýrslunni eins og aðrir en bendir á þá þætti sem vantar. Ekki er tekið á þeim vandamálum sem íbúar Reykjavíkur standa frammi fyrir og húsnæðisskortinum sem þar er. Það er þjóðarskömm að litið er fram hjá því að fleiri hundruð manns ásamt börnum búa í ólöglegu húsnæði og á götunni sem allt má rekja til svokallaðar þéttingarstefnu sem rekin hefur verið undanfarinn áratug. Sú stefna hefur verið gagnrýnd af mörgum málsmetandi aðilum. Ekki hefur verið vilji til að hverfa frá þeirri stefnu í meirihlutanum í Reykjavík og fjármagnseigendum sinnt af krafti í stað fjölskyldna. Með einföldum hætti hefði verið hægt að koma þessum málum í lag á örfáum árum s.s. með að skipuleggja ný svæði með einingahúsum. Eins er varað við „Jóhönnuáhrifum“ sem tillögur þessar gætu leitt af sér, en þar er átt við eftirköst sem sveitarfélög sátu uppi með eftir átak í uppbyggingu félagslegs húsnæðis þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra, og setti mörg sveitarfélög næstum í þrot. Reykjavík hefði átt að vera í forgangi í þessari vinnu því hér eru vandamálin og mesta þörfin. Enn og aftur er bent á misvísandi tölur í uppbyggingu á ódýru húsnæði í Reykjavík sem er til skammar en stafar e.t.v. af þekkingarleysi.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Reykjavíkurborg hefur umfram önnur sveitarfélög lagt sig mikið fram við að fjölga fjölbreyttu húsnæði í höfuðborginni og vinda ofan af þeirri fortíðarstefnu sem hefur haslað sér völl og skapað ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem og verra borgarskipulagi. Með því að fylgja m.a. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar og halda áfram samstarfi við húsnæðisfélög sem eru óhagnaðardrifin mun jafnvægi nást og heilbrigðari húsnæðismarkaður verður til. Sú stefna er ekki knúin áfram af fjármagnseigendum heldur almannahagsmunum og umhverfisvernd. Aðdróttunum og ásökunum áheyrnarfulltrúa Miðflokksins er alfarið vísað á bug og eiga söguskýringar hans vart við rök að styðjast enda er ekki hægt að draga einn valdhafa til ábyrgðar umfram annan þegar við fjöllum um ástandið á húsnæðismarkaðinum í dag. Slíkar skýringar eru í besta falli hlægileg einföldun eða bera e.t.v. vott um þekkingarleysi.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Sá meirihluti sem hefur setið við völd í Ráðhúsinu s.l. tvö kjörtímabil og situr enn – nú með stuðningi Viðreisnar, ber alla ábyrgð á því neyðarástandi sem ríkir í húsnæðismálum í Reykjavík. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram hefur leitt til gríðarlegs húsnæðisskorts í borginni og á ekkert skylt við umhverfisvernd því í leiðinni er öllum grænum svæðum útrýmt á uppbyggingarsvæðum. Engin merkjanleg stefnubreyting er í sjónmáli því uppbygging á sér fyrst og fremst stað á dýrustu lóðunum sem leiðir af sér dýrt fermetraverð. Því er endalega vísað á bug að Reykjavíkurborg hafi verið leiðandi í uppbyggingu fjölbreytts íbúðarhúsnæðis því áherslan hefur eingöngu verið á lúxusíbúðir á dýrum þéttingarreitum – það á ekkert skylt við hugtakið húsnæði fyrir alla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum fullyrðingum áheyrnarfulltrúans og það veit hver maður sem hefur kynnt sér aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Blekkingin heldur áfram hjá meirihlutanum
Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóðinni Hallgerðargötu 1, ásamt fylgiskjölum. R17100147
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. janúar 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. janúar 2019 á tillögu varðandi rekstrarframlag til Félagstofnunar stúdenta vegna leikskólans Mánagarðs, ásamt fylgiskjölum. R19010205
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. janúar 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. janúar 2019 á tillögu um breytingu á rekstrarumhverfi leikskólans Sunnufoldar, ásamt fylgiskjölum. R19010207
Samþykkt.- Kl. 12:12 víkur Dagný Magnea Harðardóttir af fundinum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Einn helsti lærdómur úttektarinnar á sameiningum leikskóla er að erfiðast hafi verið að ná fram samlegðaráhrifum í sameiningum þriggja leikskóla þar sem nokkur fjarlægð var á milli starfsstöðvanna. Það á við um leikskólann Sunnufold í Grafarvogi. Með þennan lærdóm í huga er lagt til að endurskoða skipulag leikskólans þannig að starfsstöðin Funi verði skilin frá hinum tveimur og jafnframt lögð drög að stækkun hennar í samræmi við aðgerðaáætlunina Brúum bilið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú er komið í ljós að sameiningar leikskóla í Foldahverfi hafa ekki gengið upp eins og til var ætlast og færa þarf rekstrarform skólanna til fyrra horfs með miklum tilkostnaði eða 10 milljónum króna. Í þeim úttektarskýrslum sem gerðar hafa verið um sameiningar leik- og grunnskóla sem ráðist var í á kjörtímabilinu 2010-2014 kom fram að miklar brotalamir voru varðandi sameiningarferlið, undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Samráð við sameiningarnar var ófullnægjandi auk þess sem vantaði faglegar og fjárhagslegar forsendur. Afleiðingar sameininganna komu fljótlega í ljós m.a. í mikilli starfsmannaveltu, manneklu og auknu álagi á starfsfólk.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt til að Ellen Jacqueline Calmon taki sæti í fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Eirar í stað Magnúsar Más Guðmundssonar. R17030177
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt til að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í stýrihópi um kynjaða fjárhagsáætlunargerð í stað Magnúsar Más Guðmundssonar. R16090135
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. janúar 2019, sbr. samþykkt menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. janúar 2019 á tillögum um viðhaldsstyrki félaga 2019, ásamt fylgiskjölum. R17120060
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 23. janúar 2019, með viðbrögðum við erindi Minjastofnunar Íslands, dags. 11. janúar 2019, varðandi tillögu að stækkun friðlýsingarsvæðis Víkurgarðs, ásamt fylgiskjölum. R16050188
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í umsögn borgarlögmanns þá er ekki ljóst hvort fyrirhuguð friðlýsing samræmist ákvæðum V. kafla laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Víkurgarður er almenningsgarður og hefur verið lengi. Engar óraskaðar minjar eru lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillagan nær til en Minjastofnun stóð meðal annars að því að þær voru fjarlægðar. Þá hefur aðkoma neyðarbíla og slökkviliðs þegar verið flutt. Minjastofnun hafði öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins og hefði það verið heppilegra enda mikilvægt að fá öll sjónarmið fram.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta mál með Víkurgarð og sú ákvörðun Minjastofnunar að skyndifriða þann hluta hans sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum sýnir hvað þetta mál allt er mikið klúður af hálfu borgarinnar. Staðan væri ekki þessi nema af því að fjölda manns er illilega misboðið og eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar kemur að samráði sem dæmi. Hér virðist sem borgin hafi farið offari án þess að huga að atriðum sem eru mikilvæg sögu okkar og snerta tilfinningastrengi margra. Engu virðist eirt í látunum að koma upp hótelum á öllum mögulegum stöðum í borginni. Það eru margir þakklátir Minjastofnun fyrir þeirra viðbrögð og leiðir til að stöðva aðgerð sem er í óþökk fjölmargra borgarbúa eins og ljóst er orðið.
- Kl. 12:43 víkur Pétur Ólafsson af fundinum.
- Kl. 12:49 víkur borgarstjóri af fundinum.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. janúar 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að reglum um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurborg. R19010300
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er búið að formgera betur ferlið í kringum ráðningar æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar með gagnsæi að leiðarljósi til að auka traust á ferlinu og niðurstöðum þess, efla eftirlitshlutverk borgarráðs og tryggja óhæði hæfnismatsnefndanna. Brátt verður svo gefin út gæðahandbók um almennar ráðningar hjá Reykjavíkurborg, sem mun styðja enn frekar við fagleg vinnubrögð við ráðningar. Fagleg og gagnsæ ferli styðja við faglegar niðurstöður.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2019, við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 53. og 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018, fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. október 2018 og 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. nóvember 2018, og fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018, um Nauthólsveg 100. R17080091
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar þá er flestum spurningum borgarráðsfulltrúanna svarað með tilvísun í skýrslu innri endurskoðunar sem sýnir að hún var vel unnin og yfirgripsmikil skoðun á aðdraganda og framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Næstu skref í málinu er umbótaferli til að koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp aftur.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Miðflokkurinn og Flokkur fólksins mótmæla harðlega að öllum fyrirspurnum flokka minnihlutans um braggamálið sé steypt saman í eitt skjal og vísa í því sambandi einnig í bókun og tillögu sem lögð er fram á sama fundi. Varðandi þessar fyrirspurnir sem hér um ræðir eru svörin ófullnægjandi þar sem þau eru að mestu tómar tilvitnanir. Þessar fyrirspurnir eru sérstaklega lagðar fram fyrir hóp eldri borgara og þess vegna þurfa svörin að vera mjög skýr. Koma skal svar eftir hverri fyrirspurn en ekki í belg og biðu eftir fyrirspurnirnar. Það er ítrekað að svörin verða að koma fullbúin. Margt fólk sem óskar svara við þessum fyrirspurnum er eins og áður segir eldri borgarar sem treysta sér ekki allir til að lesa skýrsluna til hlítar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 20. janúar 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrki sem starfsmenn hafa þegið frá borginni síðustu þrjú ári, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018. R18110208
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um Arnarbakka 2-6 og Völvufell 11-21, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018 og 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. R18110151
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Undirbúningur endurnýjunar hverfiskjarnanna í Arnarbakka og Völvufelli gengur vel. Eftir að fullreynt var að ná samstöðu fyrri eigenda um uppbyggingu keypti Reykjavíkurborg lykilfasteignir á svæðunum og vinnur nú að undirbúningi endurskipulagningar. Auglýst hefur verið eftir áhugaverðum samfélagsverkefnum sem geti leigt húsnæðið tímabundið eftir að borgin fær það afhent. Hugmyndir að nýju skipulagi, þarfagreiningu og uppbyggingu verða þróaðar, m.a. á grundvelli samráðs úr vinnu við hverfaskipulag og verða þær hugmyndir kynntar þegar þær liggja fyrir. Markmiðið er skýrt: að þessir gömlu hverfakjarnar gangi í endurnýjun lífdaga.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á að borgin selji reitina við Arnarbakka 2-6 og Völvufell 11-21 með auknum byggingarheimildum hið fyrsta. Söluvirðið verði svo nýtt til að lækka skuldir borgarinnar. Einkaaðilum verði þannig falin frekari uppbygging á reitunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 18. september 2018 og 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2018. R18090164
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Umfangsmikil uppbygging Landsspítalans er hafin. Eðlilegt er að ríkið meti hvort tilefni er til vinnu að staðarvali fyrir hugsanlega aðra staðsetningu fyrir annað sjúkrahús og hvenær slíkt væri talið tímabært. Ekki er það talið skynsamleg notkun á fjármunum að ráðast í slíka staðarvalsgreiningu einhliða af hálfu borgarinnar og yrði slíkt ferli alltaf farsælast ef ríkið myndi hafa þar frumkvæði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að Reykjavíkurborg verði í fararbroddi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með framtíðarskipulag fyrir staðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss. Reykjavík er höfuðborg landsins og ber skyldur umfram önnur sveitarfélög. Einnig ber höfuðborginni að vera leiðandi og hafa forystu um svo stórt verkefni sem nýtt þjóðarsjúkrahús er fyrir landsmenn alla. Engum dylst að uppbygging Landspítalans við Hringbraut er óráðsía. Fréttir undanfarnar vikur hafa leitt í ljós óbærileg óþægindi fyrir inniliggjandi sjúklinga, aðstendur þeirra og ekki síður starfsfólk sem reynir að sinna sínum verkum af natni. Þingsályktunartillaga um staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús var felld á Alþingi á síðasta þingi en hefur nú verið lögð fram að nýju. Reykjavíkurborg verður að taka forystu meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hefja strax undirbúning og skipulag að því að finna nýjum spítala nýjan stað. Beinast liggur við að staðsetja nýjan spítala á Keldum og hefja þarf strax viðræður við ríkið um að kaupa Keldnalandið og var tillaga þess efnis lögð fram af áheyrnafulltrúa Miðflokksins á fundi borgarráðs 6. september 2018 en hlaut hún ekki brautargengi. Uppbygging nýs þjóðarsjúkrahúss á nýjum stað þolir enga bið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Æskilegt hefði verið að kalla eftir faglegri umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði áður en tillagan kæmi til afgreiðslu. Það er fullkomlega eðlilegt og tímabært að Reykjavíkurborg hugi að staðarvali fyrir framtíðarsjúkrahús í góðu samstarfi við ríkið, algjörlega óháð þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir við Hringbraut.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verndun Laugardals, sbr. 83. lið fundargerð borgarráðs frá 25. október 2018 og 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2018. R18100364
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ekki stendur til að reisa hús á grænum útivistar- og íþróttasvæðum í Laugardalnum. Hinsvegar eru heimildir í aðalskipulagi 2010-2030, að ákveðnum forsendum uppfylltum um uppbyggingu meðfram Suðurlandsbraut. Það mun hafa í för með sér aukna skjólmyndun og meiri frið fyrir umferð. Eins og kemur fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs er grundvallarforsenda uppbyggingar á umræddu byggingarsvæði eftirfarandi: Að Suðurlandsbraut verði endurhönnuð, gatan og helgunarsvæðið verði betur nýtt og fyrirkomulag bílastæða sunnan götunnar, sem eru að hluta á borgarlandi, verði endurskipulagt. Í samræmi við þetta var undirstrikað í bindandi skilgreiningu fyrir svæðið í aðalskipulaginu, að ekki yrði gengið á græn útivistar- og íþróttasvæði Laugardals.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er af umsögn umhverfis- og skipulagssviðs að rök eru fyrir því að endurskoða byggingarheimildir þær sem eru í aðalskipulagi í Laugardal. Réttast og hreinlegast er þó að falla alfarið frá fyrirætlunum um fjölbýlishús í Laugardal. Engin rök eru fyrir því að þetta svæði eigi að taka stakkaskiptum, en breið sátt hefur verið um að Laugardalurinn verði íþrótta- og útivistarsvæði. Hann ber að vernda fyrir komandi kynslóðir.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um reglulega fundi með þingmönnum, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018 og 33. lið fundargerð borgarráðs frá 13. desember 2018. R18110059
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.
Borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú þegar eru að jafnaði haldnir tveir fundir á ári í kjördæmavikum Alþingis með þingmönnum Reykjavíkur og borgarstjórn. Þeir fundir hafa verið afar mikilvægir fyrir borgarfulltrúa og þingmenn. Ekki er talin ástæða til að funda sérstaklega með formönnum flokkanna enda gæta borgarfulltrúar hagsmuna borgarbúa í Reykjavík rétt eins og þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um reglulega fundi oddvita í borginni með þingmönnum hefur verið felld. Fram hefur komið að venjan er sú að borgarfulltrúar hitti þingmenn í kjördæminu tvisvar á ári og er það gott. Í þessu tilfelli er verið að tala um oddivita flokkanna í borginni en ekki alla borgarfulltrúa. Nú er það þannig að borgarstjóri einn sækir fjölmarga fundi með þingmönnum og ráðherrum vegna ýmissa sameiginlegra mála ríkis og borgar. Þar sem borgarstjóri er fulltrúi meirihlutans finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins ekki óeðlilegt að oddvitar minnihlutans eftir atvikum sæki einstaka fundi með borgarstjóra þegar hann hittir þingnefndir/aðrar nefndir eða hópa þingsins eða ráðherra. Borgarstjóri er ekki fulltrúi borgarstjórnarflokks Flokks fólksins í neinum málum og getur ekki verið talsmaður minnihlutaflokkanna að mati borgarfulltrúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. desember 2018 og 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember 2018. R18120040
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Árið 2018 var álagningarhlutfall fasteignagjalda lækkað úr 0,2% í 0,18% eða um 10% og er álagningin nú með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru teknir upp sérstakir afslættir fyrir eldri borgara og öryrkja. Lækkunin mældist afar vel fyrir meðal þessara hópa enda snertir breytingin stóran hóp. Einstaklingar sem fá 100% lækkun eru með tekjur upp að 3.910.000 kr. og samskattaðir aðilar með tekjur allt að 5.450.000 kr. 80% lækkun hljóta þeir einstaklingar sem er með tekjur á bilinu 3.910.000 kr. til 4.480.000 kr. og samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 5.450.000 kr. til 6.060.000 kr. 50% afslátt fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 kr. til 5.210.000 kr. og samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.060.000 kr. til 7.240.000 kr. Ekki er talin þörf a því að auka afslætti til þessara hópa enn frekar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki er alltaf bein tenging við skuldastöðu og þess að geta lifað með reisn. Margir ellilífeyrisþegar skulda lítið og fá því ekki vaxtabætur en eru samt með afar lítið fé milli handa. Eignin sem þeir búa í er yfirleitt heimili sem þeir hafa búið í í áraraðir. Það á ekki að þvinga þetta fólk til að flytja í annað húsnæði. Flutningur og sala/kaup húsnæðis kosta, sem slíkt mikið og kemur óþarfa róti á aldraða. Það er engra hagur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um afnám skilyrða um að foreldrar séu ekki í vanskilum við skóla- og frístundasvið til að fá leikskólavist, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags 9. desember 2018. R18090138
Tillagan er felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ber að nefna að leikskólagjöld í Reykjavík eru einna lægst á öllu landinu. Nú þegar er reynt að koma til móts við foreldra í vanskilum til að finna úrlausn á þeirra málum hvað þetta varðar hjá félagsráðgjöfum borgarinnar. Það er haft samband við foreldri sem sækir um leikskólapláss fyrir barnið sitt og er í skuld við skóla- og frístundasvið til að finna lausn á því, án þess að það hafi áhrif á leikskólavist barnsins. Það innheimtufyrirkomulag sem notast er við við innheimtu á leikskólagjaldi hjá Reykjavíkurborg samræmist markmiði innheimtureglna borgarinnar um m.a. að tryggja jafnræði við innheimtu og meðferð krafna, draga úr vanskilum og kostnaði vegna vanskila og samræma verklag og vinnuferla til að tryggja skilvirkni og kostnaðarhagkvæmni. Ekki er það talið ráðlegt að hverfa frá þessu verklagi enda myndi það mögulega þýða hentisemisafgreiðslur sem myndu grafa undan gagnsæi, jafnræði og sanngirni.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Skilyrði fyrir leikskóladvöl eru m.a. þau að foreldrar séu ekki í vanskilum við skóla- og frístundasvið vegna leikskólagjalda. Foreldrar í slíkri stöðu geta leitað úrlausna hjá félagsráðgjöfum á þjónustumiðstöðum og sótt um aðstoð vegna greiðslu vangoldinna gjalda. Slíkt getur jafnvel leitt til afskrifta skulda. Þó að mat á leikskólaumsókn taki tillit til aðstæðna foreldra hverju sinni, þá er mikilvægt að afnema skilyrðin um að foreldrar séu ekki í vanskilum, svo þau hafi ekki fráhrindandi áhrif þegar leitast er við að sækja um leikskóladvöl. Þó að Reykjavíkurborg sé með verklagsreglur sem eiga að tryggja að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eða skuldavanda foreldra, þá er það háð ákveðnu ferli sem foreldarar skuldbinda sig í. Staða barnsins er því háð því að foreldrið fylgi öllum skrefum þar eftir. Ef allra leiða hefur verið leitað við að fá foreldra til að greiða vangoldin gjöld án árangurs, þá ber aldrei að refsa börnum fyrir efnahagsstöðu eða félagslega stöðu foreldra sinna. Með því að tilgreina að hægt sé að meina börnum aðgang að leikskóla er verið að greina frá því að hægt sé að svipta þau rétti þeirra til náms. Slíkt er heldur betur ekki í anda barnaverndarsjónarmiða.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins
Lagt er til og þess eiginlega krafist að vikið verði umsvifalaust frá þeirri einhliða ákvörðun meirihlutans að setja mörg svör/mál, jafnvel frá fleiri en einum flokki minnihlutans í eitt skjal hvort heldur í dagskrá eða í fundargerð. Í titli skjalsins kemur ekki fram hvaða svör eru í skjalinu sem getur verið tugir blaðsíðna. Sé ætlunin að leita að einu svari eða máli þarf viðkomandi í fyrsta lagi að vita að það er í skjalinu og síðan leita að því í margra blaðsíðna skjali. Þetta er ekki vinnandi vegur. Sé það ætlun meirihlutans að þvinga þessa breytingu fram er verið að draga úr sýnileik þeirra mála sem minnihlutinn leggur fram í borginni með markvissum og kerfisbundnum hætti og er það gert ekki einungis í óþökk heldur einnig án samþykkis minnihlutans. Hér er einnig verið að brjóta á rétti borgarbúa hvað varðar aðgengi og gegnsæi. Fyrir þá borgarbúa sem fylgjast með afgreiðslu mála í fundargerðum er nánast ókleift að finna í fljótu bragði eitthvað ákveðið svar í stóru skjali. Á það skal minnt að nýr flokkur í borgarstjórn hefur lofað borgarbúum auknum sýnileika og auðveldara aðgengi að máefnum borgarinnar en með þessari einhliða breytingu í óþökk minnihlutans er verið að brjóta það loforð. R18060129
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir frá hópi fólks í borginni sem áheyrnarfulltrúi óskar að verði svarað þannig að hvert svar komi í kjölfar sérhverrar fyrirspurnar og að ekki verði vísað í skýrsluna um braggann heldur að svörin komi fullbúin. Margt fólk sem óskar svara eru eldri borgarar og treysta sér ekki til að lesa skýrsluna. 1. Hverjir höfðu umsjón með endurbyggingu braggans? 2. Var verkefnið boðið út að hluta til eða öllu leyti? 3. Hvaða verktakar unnu verkið? 4. Samþykkti borgarstjóri reikningana áður en greitt var? 5. Óskað er eftir að fá afrit af samstarfssamningi borgarinnar við HR um endurbyggingu braggans. 6. Óskað er eftir að fá afrit af öllum samþykktum þeirra ábyrgðaraðila innan borgarkerfisins sem samþykktu útgjaldaliði af hálfu borgarinnar umfram kostnaðaráætlun. 7. Óskað er eftir að lagðar séu fram hönnunarfundargerðir og verkfundargerðir. 8. Hverjar voru hönnunarforsendur fyrir endurbyggingu braggans? 9. Hverjar voru forsendurnar að vali ráðgjafa, voru þeir valdir vegna sérþekkingar sinnar á endurbyggingu bragga af þessu tagi eða vegna sérþekkingar þeirra á eldri húsum almennt? 10. Á hvaða grundvelli var samið við þessa ráðgjafa? 11. Hver ber ábyrgð á þessari framúrkeyrslu? 12. Fyrir hönd verkkaupa og skattgreiðenda. Hver breytti forsendum þannig að kostnaðaráætlunin fór úr böndum? 13 Hver hafði yfirsýn yfir framvinduna? 14. Hver gaf leyfi til að halda áfram þegar ljóst var að áætlunin stóðst ekki? 15. Er sama fastanúmer á öllum þremur húsum? R17080091
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvaða verkefni hafa verið flutt frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til umhverfis- og skipulagssviðs frá 1. janúar 2018 tæmandi talið? 2. Hvers vegna voru þau flutt yfir? R19010335
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvað hefur borgin auglýst í fjölmiðlum fyrir háar upphæðir á áranum 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og það sem af er árinu 2019? Svarið óskast sundurliðað eftir miðlum tæmandi talið, eftir dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi, hverfablöðum og öðrum þeim miðlum sem auglýst hefur verið í. R19010334
Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Í niðurstöðum átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, kemur fram að samkvæmt tölum Reykjavíkurborgar frá því í desember 2018, séu 3.325 íbúðir í byggingu á kjarna- og vaxtarsvæðum en á vef Reykjavíkurborgar kemur fram súlurit sem tilgreinir að fjöldi hafinna bygginga á árinu 2018 hafi verið áætlaður 1.330. Út frá því má draga þá ályktun að talan 1.330 vísi til þeirra íbúða sem fóru í byggingu á árinu 2018 og að vel gæti verið að aðrar íbúðir frá fyrri árum séu einnig í byggingu. Fyrir neðan það súlurit sem má finna á vef Reykjavíkurborgar, stendur hinsvegar að þessi fjöldi vísi til fjölda íbúða í byggingu og mætti því skilja það sem heildarfjölda allra íbúða sem voru í byggingu á árinu 2018. Hvort voru 1.330 íbúðir í byggingu eða 3.325 íbúðir í byggingu árið 2018? Hver er formleg skilgreining Reykjavíkurborgar á íbúðum í byggingu? Í almennu tali vísar íbúð í byggingu til þess að búið sé að grafa grunn eða að byggingarframkvæmdir séu hafnar. Tekur Reykjavíkurborg einnig aðra þætti inn í skilgreininguna á fjölda íbúða í uppbyggingu, líkt og samþykkt deiliskipulag og útgefin byggingarleyfi? R19010307
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að borgin semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Lagt verði upp með að nægt rými verði fyrir stofnanir og fyrirtæki, svo sem framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss. Ennfremur verði áhersla á að skipuleggja hagstætt húsnæði sem sárlega vantar í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18090164
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Erindi barst borgarráði frá heiðursborgurum Reykjavíkur á haustdögum vegna Víkurgarðs. Erindið hefur enn ekki verið tekið fyrir til umræðu og afgreiðslu. Hvenær má búast við að það verði gert? R16050188
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
1.Óskað er svara við því hver voru samskipti borgarstjóra við Hrólf Jónsson skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar vegna braggamálsins. 2. Hver voru samskipti borgarritara við Hrólf Jónsson, skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar vegna braggamálsins? 3. Í skýrslu innri-endurskoðunar segir eftirfarandi á bls. 56: ,,Eins og fram kom í kaflanum um skipulag skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er umboðskeðjan þannig að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar heyrir undir borgarritara og síðan er borgarstjóri hans yfirmaður. Þrátt fyrir þetta hefur borgarritari haft lítil afskipti af skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem hefur í raun sótt sín mál framhjá honum og til borgarstjóra“. Í ljósi þess er spurt hvort Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hafi aldrei rætt við borgarstjóra um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 á þeim fjölmörgu fundum sem ljóst er að hann hafi átt með borgarstjóra eftir að borgarstjóri undirritaði leigusamninginn við HR/Grunnstoð í september 2015. R17080091
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
- Kl.13:58 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 14:07
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir
Marta Guðjónsdóttir