Borgarráð - Fundur nr. 5528

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 13. desember, var haldinn 5528. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Örn Sigurðsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson og Dagný Magnea Harðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 6. desember 2018. R18010033

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29. nóvember 2018. R18010027

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 3. desember 2018. R18010036

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 12. desember 2018. R18060192
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 14. lið fundargerðarinnar:

    Rétt er að staldra við og vernda lífríki Elliðáa, enda ýmis aðvörunarljós sem blikka. Í umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegamálastofnunar og Veiðimálastofnunar eru gerðar verulegar athugasemdir við deiliskipulagið og fyrirhugaðar framkvæmdir á viðkvæmu svæði. Í umsögn Veiðimálastofnunar segir meðal annars: „Nýlega er komin fram „Stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni ı́ Reykjavík“ sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíḱurborgar hefur unnið að. Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis ı́ ferskvatni. Önnur hönd umhverfissviðs er þvı́ að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim. Það eru þvı́ allmargar röksemdir fyrir þvı́ að fara með ýtrustu varfærni gagnvart lífríki Elliðaánna og ósasvæðis þeirra.“ Við ítrekum þá skoðun okkar að friðlýsa eigi Elliðaárdalinn og nærumhverfi hans enda þarf að gera heildarmat á lífríkinu áður en farið er í framkvæmdir sem ganga á græn svæði.
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.R18110261

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kortlagning slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á fjölda þeirra sem bjuggu í atvinnuhúsnæði árið 2017, gekk út frá skráðum eignum hjá SHS og farið var yfir staði þar sem sveitarfélögin höfðu vitneskju eða grun um að á væri búseta. Þá var farið yfir lögheimilisskráningar og skráð heimilisföng einstaklinga á Já.is og gengið var um götur á atvinnusvæðum til að kanna vísbendingar um búsetu. Slökkviliðsstjóri telur rétt að árétta að kortlagning eins og þessi geti aldrei verið jafn áreiðanleg og skoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru og að rétt sé að líta á þessi gögn sem skráningu staða þar sem sterkar líkur eru á að búseta sé. Þá bendir hann einnig á að mikil eftirspurn sé eftir gistihúsnæði og margir því tilbúnir til þess að nýta atvinnuhúsnæði til búsetu. Í Reykjavík var grunur um búsetu í atvinnuhúsnæði á 132 stöðum eða 74% aukning frá árinu 2008. Mögulegur fjöldi íbúa í óleyfisbúsetu í Reykjavík árið 2017 var áætlaður 426 manns út frá Já.is og 1.449 með skráð lögheimili, þar af 202 börn. Af þessum gögnum má draga þá ályktun að margir einstaklingar og fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og þurfi að leita í rými sem ekki eru skilgreind til búsetu. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18120069
     

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún, ásamt fylgiskjölum. R18110154
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 5. desember 2018 á lagfærðum uppdráttum fyrir 1. áfanga í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R18050130
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins fagna uppbyggingu í Gufunesi en leggja áherslu á gott samráð við hlutaðeigandi aðila t.d. íbúasamtök Grafarvogs.
     

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 5. desember 2018 á tillögu að nöfnum á götum á Landspítalalóð, Gufunesi og Esjumelum, ásamt fylgiskjölum. R18080155
    Samþykkt

    Fylgigögn

  10. Lögð fram sameiginleg yfirlýsing Reykjavíkurborgar og Airbnb, dags. 10. desember 2018, um áfanganiðurstöðu yfirstandandi viðræðna aðila. R17100199

    Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samningaviðræður Reykjavíkur við Airbnb hafa staðið yfir undanfarin misseri. Einum áfanga viðræðnanna er nú lokið með því að gestgjafar síðunnar geta nú á auðveldan hátt skráð opinbert leyfisnúmer sitt sem útgefið er af sýslumanni í þar til gerðan reit á vefsíðunni. Auknu gegnsæi á vefsíðunni fyrir íslenska notendur ber að fagna og sérstaklega með tilliti til þess að margar aðrar borgir sem hafa haft áhuga á sambærilegum lausnum hafa ekki enn náð sambærulegu samkomulagi í samningaviðræðum sínum við fyrirtækið. Þetta mun bæði auðvelda fólki að leigja íbúðir sem sannarlega eru skráðar og auðvelda eftirlit.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. desember 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Forsvarsfólk Tækniskólans vinnur að könnun á staðsetningarkostum varðandi mögulega sameiningu allrar starfsemi skólans á einum stað, sbr. meðfylgjandi erindi. Eftir því sem næst verður komist liggur ekki fyrir formleg afstaða menntamálaráðuneytisins vegna málsins. Í viðræðum borgarstjóra og ráðherra um málefni framhaldsskólanna hefur þó komið fram að unnið verði að heildarmati á húsnæðisþörf á framhaldsskólastigi út frá nemendaspá og þeim breytingum sem stytting framhaldsskólanáms hefur haft í för með sér. Lagt er til að tekið verði jákvætt í hjálagt erindi frá Tækniskólanum um fyrirhugaða nýbyggingu og verði því vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að vinna með skólanum að könnun á mögulegum staðsetningarkostum á grundvelli meðfylgjandi umsagnar skipulagsfulltrúa. R18090104
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er jákvætt í erindi skólans um að koma að þeirri vinnu að finna staðsetningu fyrir alla starfsemi skólans á einum stað. Afstaða til verkefnisins af hálfu ráðuneytisins liggur þó ekki fyrir. Erindinu er því vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

    -    Kl. 10:20 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. október 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu að innleiðingu tillagna um list- og verknám, ásamt fylgiskjölum. R18100370
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í nýrri menntastefnu Reykjavíkur er lögð áhersla á að vinna með styrkleika barna og ungmenna og efla tiltekna hæfniþætti sem ýta undir alhliða þroska og menntun þeirra. Sköpun er einn af þessum hæfniþáttum sem mun birtast í auknu vægi list og verknáms í daglegu skóla- og frístundastarfi barna og ungmenna. Með þeim aðgerðum sem hér eru samþykktar er lagður grunnur að sókn á þessu sviði, með auknu kennslumagni í list- og verkgreinum, úrbótum á aðstöðu í skólunum, auknu aðgengi barna að menningarstofnunum borgarinnar á skólatíma og öflugra samstarfi við listamenn, fagfélög og atvinnulífið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það virðist sem skapandi nám, list- og verknámskennsla sé æri misjöfn eftir skólum og fer það e.t.v. mikið eftir aðstöðu skólanna. Að börnum sé mismunað er aldrei ásættanlegt. Minna skal á að margir foreldrar hafa ekki ráð á að setja börn sín í listnám utan skóla. Nú stendur til að efla og samræma þessa tegund náms og er það gleðilegt. Með skýrri stefnu aukast líkur á að jafnræði ríki meðal nemenda innan skólakerfisins. Skapandi hugsun, frumkvæðishvatning og hvetja börnin til að þróa hugmyndaflóru sína, hugsa sjálfstætt og fá „að gera sjálf“ er öllum einstaklingum nauðsynlegt til þroska. Ástundun náms í skapandi greinum (list- og verkgreinum) gefur tækifæri til alls þessa. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að öllum börnum líði vel í skólanum. Það þýðir að skólanámið þarf að bjóða upp á fjölbreytni og að þörfum allra barna verði mætt á þeirra forsendum. Fagna má að þessi tegund greina er orðin sýnilegri og markvissari bæði í leik- og grunnskólum. Fylgja þarf þessu fast eftir til að tryggja að í þessi verði áframhaldandi vöxtur og þróun.

    Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Fram fer kynning á trúnaðarmerktri áhættuskýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. desember 2018, vegna þriðja ársfjórðungs 2018.

    Ólafur Sindri Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R18060227

  14. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 10. desember 2018, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018. R17100024
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 11. desember 2018, að breytingu á fjárfestingaáætlun 2018. R17100024
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að fjárhæðir í upphaflegri áætlun einstakra liða fylgi viðaukum sem lagðir eru fram í borgarráði.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 12. desember 2018, um samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit, ásamt fylgiskjölum. R13110197
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rétt væri að fá úttekt á heppilegum stað fyrir samgöngumiðstöð. Hér er um að ræða stað sem er mjög vestarlega í borginni á verðmætu byggingarlandi sem unnt væri að nýta í að byggja hagstæðar íbúðir á eftirsóttum stað. Staðsetning samgöngumiðstöðvar væri hér langt frá austurhluta borgarinnar og tengist Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Garðabæ ekki vel. Erlendir sérfræðingar hafa bent á að heppilegasta staðsetningin ætti að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvar er framúrskarandi og felur í sér mikil tækifæri til að efla almenningssamgöngur og auka aðgengi að ólíkum ferðamátum fyrir íbúa og ferðamenn. Umferðarmiðstöðvarreiturinn er miðsvæðis og liggur vel til að þjóna mörgum stærstu vinnustöðum höfuðborgarsvæðisins. Ókostir þess að hafa miðstöðina austar í borginni eru þeir að það myndi fjölga skiptingum í strætókerfinu sem er mikill ókostur. Áfram verða mikilvægar skiptistöðvar í Mjódd og annars staðar en ný samgöngumiðstöð er bæði aðkallandi og brýnt verkefni sem skilað getur miklu fyrir borgarþróun og samgöngukerfið. Mikilvægt er að nýta það tækifæri til fulls.

    Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Fram fer kynning á mælaborði borgarbúa, upplýsingavettvangi um tölfræði Reykjavíkur. R18090024

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aukið gagnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi borgarinnar er eitt af meginmarkmiðum borgarráðs. Mælaborðinu er ætlað að gefa borgarbúum upplýsingar með aðgengilegum hætti um það sem ber hæst í starfsemi fagsviða borgarinnar hverju sinni.

    Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 12:20 víkur Pétur Ólafsson af fundinum.

  18. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-0287/2018. R18010363

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. desember 2018, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Sevilla á Spáni vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. R18110177

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Gríðarleg tækifæri geta falist í því að fá evrópsku kvikmyndaverðlaunin til Reykjavíkur árið 2020. Það er mikilvægt að borg og ríki starfi nú saman að því að landa verkefninu en ekki síður ná niður kostnaði miðað við fyrstu kostnaðaráætlun líkt og kynnt hefur verið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins finnst ekki nægjanleg rök liggja fyrir því að þrír á vegum borgarinnar, borgarstjóri, aðstoðarmaður hans og sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs fari öll til Sevilla vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Í ljósi þeirrar umræðu að fara eigi vel með fé borgarbúa og viðleitni að reyna að spara sem mest til að nota aukið fé í þágu borgaranna telur áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins það hljóti að nægja að einn, kannski tveir í mesta lagi fari í þessa ferð. Ekki er séð nauðsyn þess að aðstoðarmaður borgarstjóra fari með í þessa ferð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Tilgangur ferðar borgarstjóra til Sevilla er að fylgja eftir ákvörðun borgarráðs og ríkisstjórnar Íslands um að sækjast eftir því að verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verði haldin í Reykjavík árið 2020. Sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hefur unnið að undirbúningi málsins í samvinnu við m.a. fulltrúa menntamálaráðuneytisins og aðkoma borgarstjóra undirstrikar mikilvægi málsins af hálfu Reykjavíkurborgar. Vegna umfangs og eðlis opinberra viðburða á erlendum vettvangi fylgir aðstoðarmaður borgarstjóra honum á slíka fundi.
     

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili að öllum tilboðum sem bárust í E-reit í Úlfarsárdal sé hafnað. R18100094
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er óheppilegt að villa í gögnum hafi ekki verið leiðrétt strax, en þrír mánuðir eru liðnir frá tilboðunum. Hætta er á að borgin myndi sér skaðabótaskyldu með þessu ferli öllu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Innsláttarvilla leyndist í skipulagsskilmálum reitsins og féll hæstbjóðandi frá tilboði sínu. Því þykir eðlilegt að taka engum tilboðum, leiðrétta villuna og auglýsa aftur.
     

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. desember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Gerðarbrunni 50. R18100149
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á lóðinni Bríetartún 3-5. R18120026
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar byggja á því að hámarka skammtímahagnað af byggingargjöldum og „innviðagjald“ en hafa leitt til þess að framboð á hagstæðu húsnæði hefur verið afar lítið en framboð af dýrari eignum er talsvert.
     

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á lóðunum Seljavegur 2 og Vesturgata 64, ásamt fylgiskjölum. R18120027
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar byggja á því að hámarka skammtímahagnað af byggingargjöldum og „innviðagjald“ en hafa leitt til þess að framboð á hagstæðu húsnæði hefur verið afar lítið en framboð af dýrari eignum er talsvert.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 176, ásamt fylgiskjölum. R16090064
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar byggja á því að hámarka skammtímahagnað af byggingargjöldum og „innviðagjald“ en hafa leitt til þess að framboð á hagstæðu húsnæði hefur verið afar lítið en framboð af dýrari eignum er talsvert.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirhuguð uppbygging á Laugavegi 176 snýr að því að húsið verði einkum nýtt sem hótel. Ánægjulegra hefði verið að sjá almenna íbúðauppbyggingu þar sem mikil þörf er á leiguíbúðum.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, ásamt fylgiskjölum. R18120048
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar byggja á því að hámarka skammtímahagnað af byggingargjöldum og „innviðagjald“ en hafa leitt til þess að framboð á hagstæðu húsnæði hefur verið afar lítið en framboð af dýrari eignum er talsvert.
     

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu um uppbyggingu á lóðinni Suðurlandsbraut 34 og lóðinni Ármúla 32, ásamt fylgiskjölum. R17120030
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
     

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að hefja söluferli á spildu úr landi Tindstaða II, ásamt fylgiskjölum. R18120056
    Samþykkt.
     

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að halda þriðja útboðið á lóðum í Úlfarsárdal. R18110081
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um Arnarbakka 2-6 og Völvufell 11-21, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018. R18110151
    Frestað.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 18. september 2018. Einnig er lög fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2018.  R18090164
    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verndun Laugardals, sbr. 83. lið fundargerð borgarráðs frá 25. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2018.  R18100364
    Frestað.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi sendingu jólakorta, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember 2018. R18110243
    Tillagan er felld.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri hefur nú þegar sent sín jólakort í ár jafnvel þótt öll svið og deildir hafi lagt slíkt af. Fram hefur komið óformlega að kostnaður er um hálfa milljón í allt. Vel kann að vera að hér þyki mörgum að ekki sé verið að bruðla alvarlega með skattfé borgarbúa og eflaust mun jólakortið ylja mörgum um hjartarætur. Það er mat Flokks fólksins að góður bragur hefði engu að síður verið að því að borgarstjóri tæki aðrar starfsstöðvar borgarinnar sér til fyrirmyndar. En fyrst svo var ekki er það von borgarfulltrúa Flokks fólksins að borgarstjóri hafi valið jólakort til styrktar góðgerðar- og/eða hjálparsamtaka.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Sending jólakorta er gömul og góð hefð sem síst ætti að leggja af. Borgarstjóri á hverjum tíma hefur jafnan sent út jólakort til þeirra sem hann hefur verið í samskiptum við á árinu. Borgarstjóri sendi alls 945 jólakort á síðasta ári en kortin sjálf eru prentuð hjá umhverfisvottaðri prentsmiðju líkt og allar prentsmiðjur sem eru með rammasamning við borgina.
     

    Fylgigögn

  33. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um reglulega fundi með þingmönnum, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18110059
    Frestað.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. desember 2018. R18120040
    Frestað.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um afnám skilyrða um að foreldrar séu ekki í vanskilum við skóla- og frístundasvið til að fá leikskólavist, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags 9. desember 2018. R18090138
    Frestað.
     

    Fylgigögn

  36. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 4. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um greiningar og sérkennsluþörf í grunnskólum, sbr. 70. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18080158
     

    Fylgigögn

  37. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við framkvæmdir utanhúss við Ráðhúsið, sbr. 72. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018.  R18110008
     

    Fylgigögn

  38. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fyrirmæli um að henda matarafgöngum. R18110015
     

    Fylgigögn

  39. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 19. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöður og stöðuheiti í stjórnsýslu borgarinnar. R18070142
     

    Fylgigögn

  40. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um teinagrindur á milli akreina. R18100367
     

    Fylgigögn

  41. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um að innri endurskoðun fái yfirlit yfir alla lögaðila sem keyptu fleiri en 10 miða á tónleika í Hörpu 12. október 2018. R18100359
     

    Fylgigögn

  42. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2018, við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti milli Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjóra. R18090147
     

    Fylgigögn

  43. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við endurbætur á Gröndalshúsi.  R18100360
     

    Fylgigögn

  44. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við lagfæringu á húsnæði við Hestháls. R18110070
     

    Fylgigögn

  45. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um manneklu í leikskólum. R18080060
     

    Fylgigögn

  46. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gögn varðandi Hverfisgötu 41. R16080019
     

    Fylgigögn

  47. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.  R18110205
     

    Fylgigögn

  48. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 8. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðkeypta ráðgjöf frá árinu 2014. R18100246

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Á fjórum árum, sem samsvarar einu kjörtímabili, hefur borgin keypt beina ráðgjafarþjónustu fyrir um hálfan milljarð eða fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Hér er um ráðgjafafyrirtæki á borð við Capacent, H2HRáðgjöf ehf., Gróandi ráðgjöf ehf., Hugtak - ráðningar og ráðgjöf ehf., IFS Ráðgjöf ehf., ÍBP Ráðgjöf ehf., KJG Ráðgjöf ehf., LB ráðgjöf ehf., LC Ráðgjöf ehf., Miðlun og ráðgjöf ehf., Orkuumsjón ehf., Snotraráðgjöf slf., Summa Ráðgjöf slf., Talþjálfun & ráðgjöf ehf., Trivium ráðgjöf ehf. og UMÍS Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. að ræða. Þá vekur einnig athygli að ráðgjöf verkfræðinga og arkitekta hljóðar upp á u.þ.b. 2,6 milljarða króna eða 2.600 milljónir yfir sama tímabil. Hins vegar skal þess getið að í svarinu er tekið fram að erfitt hafi verið flokka þennan þátt ráðgjafar og þannig gæti eitthvað af þessari upphæð hafa verið vegna vinnu við hönnun og eftirlit. Hér er um yfir 3 milljarða eða 3.000 milljónir í aðkeypta ráðgjafar- og hönnunarþjónustu að ræða sem verður að teljast há fjárhæð.
     

    .

    Fylgigögn

  49. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. desember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um úthlutun lóða í Úlfarsárdal. R18100363
     

    Fylgigögn

  50. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við bækling um uppbyggingaráform. R18080190

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um töluvert mikinn kostnað að ræða en í svarið vantar kostnað við vinnu þeirra starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og upplýsingadeild sem komu að gerð bæklingsins. Heildarkostnaðnað vantar því og gera má ráð fyrir að kostnaðurinn sé mun meiri en kemur fram í svarinu.
     

    Fylgigögn

  51. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Vísað er til minnisblaðs skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um stöður og stöðuheiti í stjórnsýslu borgarinnar, dags. 13. sept. Óskað er eftir starfslýsingu hvers stöðugildis sem tilgreint er í minnisblaði um skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Ennfremur að fá málið með þessum upplýsingum til umræðu í borgarráði. R18070142
     

  52. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Stendur til að ráða tímabundið í stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara sem nýlega hefur hafið tímabundið starf sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra? R18120104
     

  53. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Lagt er til að sameining SEA og umhverfis- og skipulagssviðs (USK) komi til sérstakrar athugunar í stýrihópi m.a. vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram að undanförnu varðandi það að 300 milljónir séu árlega greiddar frá SEA til USK annars vegar og vegna þeirrar staðreyndar að aðeins 24 af 30 atriðum hafa verið leyst úr þessum sama stýrihópi hins vegar. R18120105

    Frestað.

  54. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Við stjórnkerfisbreytingar færðust ferðamálin í borgarráð. Í ljósi þess að þau mál hafa fengið litla athygli og ekki ratað oft á dagskrá borgarráðs þrátt fyrir að hér sé um einn stærsta atvinnuveg landsins að ræða er lagt til að fulltrúar samtaka ferðaþjónustunnar verði boðaðir á fund borgarráðs til viðræðna og samráðs. R18120106

    Frestað.

  55. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um hvort reglur og lög leyfi að viðtakandi skeytis bæti einstaklingum inn í samtalsþráð svarskeytis án fengins leyfis þess sem sendi skeytið upphaflega. Borið hefur á því af embættismönnum borgarinnar og fleirum að þegar þeir svara skeytum að bætt hefur verið við fólki án þess að fá samþykki þess sem sendi skeytið fyrst. Hverjar ef einhverjar eru reglur um þetta? R18120107
     

  56. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Það er talsvert kvartað yfir að bréfum til Reykjavíkurborgar sé ekki svarað. Flokkur fólksins vill fá upplýsingar um. Áheyrnarfulltrúi vill kalla eftir reglum um þessi mál og spyr jafnframt hvort reglur eru samræmdar milli deilda og sviða. R18120108

    -    Kl. 13:50 víkja Heiða Björg Hilmisdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir af fundinum.
     
    Fundi slitið kl. 13:52
     

Fundi slitið klukkan 13:52

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir