Borgarráð
Ár 2018, fimmtudaginn 22. nóvember, var haldinn 5525. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:09. Viðstödd voru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Helga Jónsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Hallur Símonarson og Jenný Stefanía Jensdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.45 víkur Helga Jónsdóttir af fundinum.
- Kl. 11.45 taka Ólöf Örvarsdóttir og Óli Jón Hertervig sæti á fundinum.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Úttekt innri endurskoðanda er yfirgripsmikil og vönduð og niðurstaða skýr. Uppsagnir voru réttmætar og vinnustaðamenning hjá OR er með ágætum. Innri endurskoðun er þökkuð vönduð og góð vinnubrögð í þessari úttekt sem endranær. Þá er stjórn og stjórnarformanni þökkuð vinnubrögð sem og settum forstjóra, Helgu Jónsdóttur, fyrir að stíga inn í erfitt verkefni með stuttum fyrirvara. Forstjóra er nú falið að fara yfir niðurstöðuna og þær ábendingar sem fram koma, og leggja að lokum fram tillögur á næsta stjórnarfundi OR. Starfsmannamál einstakra fyrirtækja í eigu borgarinnar eru almennt ekki á borði borgarráðs en vonandi skapast nú friður fyrir stjórn og stjórnendur OR til að vinna úr niðurstöðu skýrslunnar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynning var á skýrslu innri endurskoðunar um OR málið. Margt er enn óljóst t.d. hvort uppsögn konunnar er á grunni kvörtunar um kynferðislega áreitni eða „frammistöðu“. Flokki fólksins finnst margt í viðbrögðum OR í þessu máli vera harkalegt. Hver svo sem vandinn er talinn hafa verið í tengslum við frammistöðu viðkomandi starfsmanns hefðu viðbrögð fyrirtækisins átt að vera önnur en að reka hann. Sú gagnrýni að starfsmaður hafi komið með maka sinn á fund vegna uppsagnar er líka harkaleg. Því er haldið fram að það sé ekki löglegt en engu að síður gerði OR engar athugasemdir við það. Púður sem farið hefur í að ræða „opinbera smánun“ í tengslum við færslur maka á Facebook virkar eins og verið sé að færa fókusinn á annað. Flokki fólksins finnst það ósmekklegt og ótaktískt að hóta að skoða lögsókn vegna tölvupósta maka til OR sem skrifaðir eru í uppnámi eðli málsins samkvæmt. Það er ekki til þess fallið að milda þetta mál. Því er auk þess mótmælt að sitjandi forstjóri yfirgaf fund borgarráðs áður en umræðunni lauk.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði fagna því að úttektin sé komin fram og að vinnustaðagreining leiði í ljós almenna starfsánægju meðal núverandi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur. Úttektinni sem hér er til umræðu, var í meginatriðum ætlað annars vegar að leiða til lykta tiltekin starfsmannamál og hins vegar greina hvort brotalamir væru í mannauðsmálum fyrirtækisins almennt. Þá væri nauðsynlegt að kanna hvar vandamálin væru staðsett og hvernig þau skyldu leyst. Þær niðurstöður sem kynntar voru í fjölmiðlum taka ekki á þessum þætti úttektarinnar. Í úttektarferlinu fór einnig fram eigindleg rannsókn. Sá rannsóknarhluti hefur hvorki verið gerður opinber, né heldur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þeim rannsóknarhluta komu fram frásagnir og svör við opnum spurningum frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitusamstæðunnar. Mikilvægt er að rýna niðurstöðurnar og þær alvarlegu frásagnir sem þar koma fram. Það mun koma í hlut stjórnar Orkuveitunnar að leiða þau mál til lykta. Úttektin leiðir í ljós að á síðustu tveimur árum hafi 104 starfsmenn látið af störfum hjá Orkuveitunni. Það er gífurlegur starfsmannafjöldi og óeðlileg starfsmannavelta. Eins greina 30% fyrrum starfsmanna frá upplifun sinni af einelti í störfum sínum hjá Orkuveitunni. Það rennir því miður stoðum undir þær frásagnir að kvartanir um einelti leiði gjarnan til uppsagna innan samstæðunnar. Er því beint til stjórnar Orkuveitunnar og innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kanna hvort þessar upplýsingar veiti tilefni til framhaldsúttektar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi vegna lagningu brúar yfir Fossvog.
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Úrbætur í vegtengingum eru mikilvægar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýtist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Samflot þriggja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun mannvirkisins sem talið er að kosti 2.500 milljónir. Þá er rétt að tekið sé tillit til aðstöðu siglinga í Fossvoginum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fossvogsbrúin verður mikil samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu. Brúin hefur frá upphafi verið hugsuð þannig að hún nýtist eingöngu vistvænum samgöngumátum. Flutningsgeta hennar verður mikil og það skal ítrekað að allar viljayfirlýsingar og allar skipulagsáætlanir bæði Reykjavíkur og Kópavogs hafa alltaf gert ráð fyrir að brúin væri einungis fyrir hjólandi, gangandi og borgarlínu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Ekki kemur fram í gögnum hvort skylt hafi verið að greiða „Sjens ehf.“ 63 milljónir, hvorki 45 milljónir fyrir byggingarrétt né þær 18 milljónir sem er óútskýrður kostnaður. Það er greitt meira en hámarksverð. Auk þess fær „Sjens ehf.“ kauprétt að viðbótarbyggingarmagni á vildarkjörunum 28 þúsund krónur á m² sem er 40% lægra en það sem „óhagnaðardrifin“ félög þurfa að greiða. Svona samningar geta skapað fordæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka óskir um rökstuðning fyrir ofangreindum kostnaði annars vegar og hvort að legið hafi fyrir einróma álit lögmanna borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að að stofnaður verði nýr grænn flokkur skuldabréfa, RVKG XX 1. Skuldabréfin eru verðtryggð með jöfnum greiðslum (annuitet) á sex mánaða fresti og með lokagjalddaga 21. október 2048. Bréfin bera fasta vexti sem verða ákveðnir í söluferlinu. Skuldabréfin eru gefin út sem græn skuldabréf í þeim tilgangi að fjármagna græn verkefni Reykjavíkurborgar í samræmi við grænan ramma Reykjavíkurborgar (e. Green Bond Framework) sem lagður verður fyrir borgarráð þann 29. nóvember nk. til samþykktar. Einnig er lagt til að sett verði á laggir sérstök valnefnd sem mun fara yfir og gera tillögu til borgarráðs um þau verkefni sem verða fjármögnuð með grænum skuldabréfum. Þá er lagt til að borgarráð veiti fjármálastjóra Reykjavíkurborgar heimild til að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtæki og fjármálafyrirtæki til að sinna ráðgjöf og vinnu við stofnun og sölu skuldabréfaflokksins.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er fyrst allra sveitarfélaga til að hefja útgáfu grænna skuldabréfa í Kauphöllinni. Samþykkt hefur verið metnaðarfull loftslagsstefna, ásamt umhverfis- og auðlindastefnu, og þar með hefur borgin skuldbundið sig til að ná settum sjálfbærnimarkmiðum til að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa. Útgáfa grænna skuldabréfa er mikilvægur liður í því að fjárfesta í grænum framkvæmdum sem stuðla að umhverfisvernd og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Verkefni á borð við borgarlínu, hleðslustöðvar, skógrækt, göngu- og hjólastíga ásamt LED lýsingu gætu verið meðal verkefna sem fjármögnuð eru með grænum skuldabréfum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja jákvætt að borgin fái betri vaxtakjör með þessum hætti en Reykjavíkurborg þarf að gæta að skuldsetningu sem hefur verið alltof mikil í góðæri.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 19. nóvember 2018, um áhrif uppfærslu á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019.
- Kl. 12:25 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018 á tillögu um göngugötur á aðventunni 2018.
Samþykkt.- Kl. 12:30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. nóvember 2018, varðandi samning um tónleikahald í Laugardal í júní 2019, ásamt fylgiskjölum.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Secret Solstice hátíðin er orðinn fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins vill styðja það sem fram kemur í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að þessi hátíð, tónleikar í Laugardal – Secret Solstice 2019, eigi ekki heima í Laugardalnum. Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins eru það hagsmunir barnanna sem eru í þessu sem öðru settir í forgang og vill borgarfulltrúi hlusta á foreldrar og taka tillit til áhyggna þeirra.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 21. nóvember 2018.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 24 mál.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 16. nóvember 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. nóvember 2018 á tillögu um framlengingu þróunarverkefnis um rekstur alþjóðlegrar deildar við Landakotsskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að fallist verði á hjálagt erindi forseta Women Political Leaders um að nafn Reykjavíkur verði tilgreint í væntanlegum jafnréttismælikvarða samtakanna.
Samþykkt.Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar því að WPL samtökin sækist eftir því að nota nafn Reykjavíkur í nýjan alþjóðlegan jafnréttisstuðul.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2018, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða ferð forseta borgarstjórnar til Edinborgar dagana 28. til 30. nóvember nk. vegna ársþings Eurocities.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. nóvember 2018, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða ferð til Þórshafnar í Færeyjum 29. nóvember til 2. desember til að færa Þórshafnarbúum jólatré.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. nóvember 2018, þar sem uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða samþykkt fyrir nýtt félag, Þjóðarleikvangur ehf., sem og verklýsingu væntanlegrar stjórnar félagsins. Þá er lagt til að fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn verði Árni Geir Pálsson viðskiptafræðingur, sem jafnframt verði formaður stjórnar, og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögmaður hjá embætti borgarlögmanns.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að erindi samgönguráðherra um minningarreit um þá sem hafa látist í umferðarslysum verði vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs til jákvæðrar meðferðar þar sem m.a. verði horft til heppilegrar staðsetningar til framtíðar litið.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf borgarritara, dags. 5. nóvember 2018, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 þar sem lagt er til að stofnaðir verði starfshópar vegna áframhaldandi úrvinnslu ábendinga innri endurskoðunar um stjórnskipulega stöðu og verkefni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, ásamt fylgiskjölum.
Frestað. -
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki kaup á Grandagarði 1a.
Samþykkt.Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar því að nú sé búið að finna hentugt húsnæði undir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur. Opnun neyðarskýlisins er mikilvæg og skaðaminnkunarúrræði og er liður í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að mæta þörfum heimilislausra og þeirra sem skilgreindir hafa verið sem utangarðs. Við teljum mikilvægt að skilja að eldri og yngri heimilislausa karla til að veita markvissari og betri þjónustu. Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi og allir eiga að geta átt gott líf í samfélaginu okkar og eiga rétt á þjónustu og stuðningi á eigin forsendum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir tvíbýlishús að Iðunnarbrunni 10.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Silfratjörn 6-12.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sundurliðun á kostnaði vegna bílstjóra borgarstjóra, sbr. 68. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú liggur það fyrir að aksturshluti fyrir borgarstjóra er 36%. Þetta eru einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins. Það er mat borgarfulltrúa að það væri góður bragur að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra. Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einkabíl eða taka strætó.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í fjórða sinn á þessu kjörtímabili sem er nýhafið eru málefni bílstjóra borgarstjóra í fundargerð borgarráðs. Borgarstjóri er með bílstjóra líkt og allir forverar hans í starfi. Munurinn nú er sá að starfskyldur bílstjóra eru að stórum hluta önnur verkefni. Áður fyrr voru tveir bílstjórar í fullu starfi á þremur bílum. Þá hafði forseti borgarstjórnar einnig sérstakan bílstjóra en svo er ekki lengur. Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað Reykjavíkurborgar við að gera upp Alliance húsið, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Alliance húsið nýtur verndar vegna aldurs. Samt sem áður leyfði borgarminjavörður að gluggar, hurðir og flekar yrðu endurgerðir og að notkun á 1. hæð hússins yrði breytt. Leitað var til Argos arkitekta ehf. eftir hönnun og ráðgjöf og verkfræðistofunnar Eflu um verkfræðihönnun og aðra ráðgjöf við endurbygginguna. Kostnaður við þessa vinnu voru 16,5 milljónir eða rúm 15% af heildarverkinu. Þetta eru óskiljanlegar upphæðir í ljósi þess að verið er að gera húsið upp en ekki er um nýbyggingu að ræða. Í fjölmiðlum hafa birst upplýsingar um leigusamninga sem borgin gerði á afar hagstæðum kjörum og er það fordæmt. Einnig gefur Reykjavíkurborg það í skyn að mikill tekjuauki hafi orðið eftir að borgin keypti húsið og gerði við það. Það er beinlínis rangt því tekjuaukinn er kominn til vegna breytinga á skipulagi á þessu svæði og tekjuaukinn því tilkominn vegna sölu á byggingarétti á reitnum. Það er lágmarkskrafa að borgarfulltrúar séu upplýstir um öll mál og að ekki sé verið að beita blekkingum þegar eftir upplýsingum er leitað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Alliance húsið var keypt á 350 milljónir árið 2012 og selt nú í október á 900 milljónir að undangengnu ferli sem var til þess fallið að auka virði hússins og mögulegrar uppbyggingar þar í kring. Við mat á sölu hússins var ekki bara hæsta verðtilboð sem skipti máli heldur ytri þættir á borð við frumleika og tengingu við umhverfi, samfélagslegar tengingar, aðgengi, hönnun og sjálfbærni. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu undanfarin ár, bæði fyrir og eftir að borgin keypti húsið. Sögusafn og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu. Þar er einnig Norðurljósasýning og að auki hafa nokkrir listamenn aðstöðu á efri hæðum. Húsið verður selt með núverandi leigusamningum. Aðalatriði í þessu ferli er að Alliance húsið er dæmi um vel heppnaða fasteignaþróun þar sem borgin stígur inn, tryggir gæði í framtíðarnotkun húsnæðisins og tengingu þess við mannlíf í Reykjavík á þessu gamla iðnaðarsvæði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Hér er enn á ný verið að slá ryki í augu Reykvíkinga því lítil virðisaukning hefur orðið í húsakosti á lóðinni. Virðisaukinn hefur orðið vegna skipulagsbreytinga á reitnum og hefur það leitt til verðmæts byggingaréttar á lóðinni. Ljós er að rífa þarf húsið sem hýsir Norðurljósasýninguna þar sem byggingarrétturinn er á grunni þess. En Alliance húsið er friðað. Það er mikil blekking að tala um að húsið sjálft hafi aukist svo í virði.
- Kl. 13:55 víkja Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um framkvæmdir utanhúss við Ráðhúsið, sbr. 53. lið fundargerð borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í framhaldi af þessum svörum voru lagðar fram framhaldsfyrirspurnir á borgarráðsfundi hinn 15. nóvember sl. sem eru svohljóðandi: Hvað kosta viðgerðirnar sem standa yfir utanhúss á Ráðhúsinu? Hvernig voru verktakarnir valdir?
- Kl. 14:05 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Faxaflóahafna sf., dags. 9. október 2018, og svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi kostnað vegna vitans við Sæbraut, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018.
Samþykkt með 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn kom í veg fyrir lýðræðislega umræðu um útgjöld vegna vitans við Höfða með því að fresta málinu. Þau voru ósátt við bókun sem ég lagði fram um málið og fór ég fram á atkvæðagreiðslu um frestunina sem féll með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans. Það er ekki boðlegt að ef óþægileg mál koma upp geti meirihlutinn knúið fram frestun á málum sem þeim þóknast ekki, sér í lagi þegar um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Full ástæða er til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem best þekkja, til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verður gert á næsta fundi borgarráðs.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 19. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um reikninga vegna vitans við Sæbraut, sbr. 73. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Samþykkt með 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn kom í veg fyrir lýðræðislega umræðu um útgjöld vegna vitans við Höfða með því að fresta málinu. Þau voru ósátt við bókun sem ég lagði fram um málið og fór ég fram á atkvæðagreiðslu um frestunina sem féll með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans. Það er ekki boðlegt að ef óþægileg mál koma upp geti meirihlutinn knúið fram frestun á málum sem þeim þóknast ekki, sér í lagi þegar um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Full ástæða er til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem best þekkja, til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verður gert á næsta fundi borgarráðs.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar Félagsbústaða, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um hvaða aðili framkvæmdi kostnaðargreiningu fyrir Félagsbústaði vegna Írabakka, sbr. 54. lið fundargerðar borgarrráðs frá 15. nóvember 2018 og 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar borgarritara, dags. 7. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kaup á miðum á tónleika í Hörpu, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember og 76. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um Nauthólsveg 100, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 65. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október og 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um opnun á Hólabergi 86, sbr. 74. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um uppbyggingaráform, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og sjá má í svari til áheyrnarfulltrúa Miðflokksins eru íbúðir á byggingarsvæðum á framkvæmdastigi 4.809 og hefur fjöldi þeirra því nær tvöfaldast frá því vorið 2017. Þetta er sama þróun og sést hefur í talningum Samtaka iðnaðarins þar sem mikil aukning íbúða í uppbyggingu í borginni er staðfest. Þá er fjöldi íbúða á reitum með samþykktu deiliskipulagi nú 3.335 talsins og íbúðir í formlegu skipulagsferli eru nú 7.575. Þetta undirstrikar að hægt verði að byggja áfram upp af krafti í borginni á næstu árum. Samhliða þessum góða gangi í skipulagsvinnunni hefur reitum sem teljast á þróunarstigi fækkað þar sem þeir eru komnir lengra og eru íbúðir á þeim nú 5.065. Alls eru því áform í húsnæðisáætlun fyrir meira 20.000 íbúðir í Reykjavík en þess má geta að heildarfjöldi íbúða í Reykjavík er um 52.000. Áætlanir borgarinnar ganga því vel og ná til allra þarfa og þátta húsnæðismarkaðarins. Þá vill borgarráð hvetja önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að beita sér í húsnæði fyrir alla af eins miklum metnaði og framsýni eins og gert er hér í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar Félagsbústaða, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi ábendingar innri endurskoðunar á rekstri Félagsbústaða, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um viðskipti við stærstu birgja, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju svar mannauðsdeildar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðbrögð við útgjöldum vegna langtímaveikinda, sbr. 61. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn starfsmannasstjóra skóla- og frístundasviðs vegna langtímaveikinda kemur fram að ljóst sé að mögulega eitthvað í starfsumhverfinu ýti undir álag og þar með langtímaveikindi. Í umsögninni kemur einnig fram að mikil vinna hafi átt sér stað á skóla- og frístundasviði undanfarin ár með það að markmiði að greina starfsumhverfið, til að draga úr álagi, streitu og veikindum og auka starfsánægju og starfsanda. Þar eru helstu verkefni og aðgerðir talin upp sem eru; viðverustefna Reykjavíkurborgar, greining á veikindafjarvistum, heilsuefling, greining á starfsumhverfi og tilraunaverkefni til að vinna gegn streitu og álagi. Það er jákvætt að sjá að á þessu ári taki átta starfsstaðir skóla- og frístundasviðs þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar. Það er þó ekki fjallað sérstaklega um launamálin en margar starfstöðvar innan skóla og- frístundasviðs hafa verið nefndir láglaunavinnustaðir, sem er nafn með réttu. Að lifa í fjárhagskröggum er ekki til þess fallið að eyða álagi, streitu og veikindum. Telur áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarráði að miklar líkur séu á því að lág laun sé áhrifaþáttur sem leiði til langtímaveikinda. Mikilvægt er að launin sem borgin greiði starfsfólki sínu dugi til að viðkomandi geti lifað mannsæmandi lífi. Til að vinna gegn álagi er líka nauðsynlegt að líta til launamála.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gerð myndbands um Miklubraut í stokk, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kaup á þjónustu arkitekta, sbr. 85. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbætur á Gröndalshúsi, sbr. 79. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Endurbætur á einu húsi fyrir 238 milljónir króna eru há fjárhæð. Upphafleg fjárhagsáætlun var upp á 40 milljónir króna. Óskað er eftir skýringum á þessu. Auk þess staðfestingu á að verkið hafi verið boðið út í heild eða að hluta. Skýringa er óskað ef það hefur ekki verið gert.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um settan forstöðumann Höfuðborgarstofu, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hálft ár er liðið frá því forstöðumaður Höfuðborgarstofu lét af störfum. Í þann tíma hefur sviðsstjóri menningarsviðs gegnt stöðinni. Með hliðsjón af þeirri staðreynd hefði verið eðlilegt að bíða með ráðningu þar til framtíðarhlutverk Höfuðborgarstofu liggur fyrir með nýrri ferðamálastefnu sem væntanleg er á vordögum. Reglur um tímabundnar ráðningar án auglýsingar teljast hæpnar í því ljósi að sá einstaklingur sem fær stöðuna öðlast forskot á aðra umsækjendur þegar staðan verður auglýst til umsóknar að nýju.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fullnægjandi skýringar hafa verið færðar fram í tengslum við tilfærslu í starfi innan menningar- og ferðamálasviðs í kjölfar þess að ákveðið var að leggja Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu niður, sbr. framlagt svar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Forstöðumaður Upplýsingarmiðstöðvarinnar var í kjölfarið fluttur til í starfi og nýlega skipaður tímabundið í starf forstöðumanns Höfuðborgarstofu á meðan verið væri að ljúka stefnumörkun í ferðamálum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 6. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstrarerfiðleika hjá verktökum Strætó, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hætta er á að með því að leyfa framsalið hafi Strætó bs. bakað sér skaðabótaskyldu. Þá kann að vera að útboð Strætó bs. sé með þeim hætti að rekstaraðilar geti lent í rekstrarvanda.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 31. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti Reykjavíkurborgar við Félagsbústaði eftir álit umboðsmanns Alþingis, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. september 2018.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það verður að teljast ábyrgðarlaust að Reykjavíkurborg hafi ekki enn brugðist við ábendingum umboðsmanns Alþingis þar sem komu fram alvarlegar athugasemdir varðandi reglur um félagslegt leiguhúsnæði þegar að tvö ár eru liðin frá útgáfu álitsins. Þá verður það jafnframt að teljast ámælisvert að engin skráð samskipti milli Félagsbústaða annars vegar og velferðarsviðs hins vegar hafi átt sér stað vegna málsins. Þetta ber vott um tómlæti og vanvirðingu gagnvart umsækjendum um félagslegt húsnæði. Heimild: https://www.umbodsmadur.is/mal/nr/6361/skoda/mal
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjóra í tengslum við starfsmannamál.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að borgarstjóri er í nánu sambandi við stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og hefur þannig haft aðgang að upplýsingum umfram aðra aðila. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda samtala milli borgarstjóra og formanns stjórnar OR á síðustu átta vikum. Þá er óskað eftir því að sundurliðun sé dagsett, þ.e. hvenær samtöl áttu sér stað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um helmingslækkun á verði skólamáltíða, sbr. 76. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 29. október 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á innheimtu hjá borginni, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs 15. nóvember þar sem tillögunni var synjað.
Fyrir mistök féll niður bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem er færð til bókar hér með:
Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi Reykjavíkurborgar á innheimtu vangoldinna gjalda, lenda skuldir borgarbúa á borð utanaðkomandi innheimtufyrirtækja sem hagnast á skuldum borgarbúa. Með tillögunni um að borgin sjái beint um innheimtuna var vonast til þess að skuldir borgarbúa yrðu færðar frá hagnaðarsjónarmiðum einkahlutafyrirtækja og beint inn á borð borgarinnar til meðferðar. En borgin sá beint um innheimtuna áður en verkið var boðið út. Að færa innheimtuna inn á borð Reykjavíkurborgar fæli vissulega í sér kostnað við að skapa störf til að sinna þessari starfsemi en áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur eðlilegra að skuldir borgarbúa séu beint á boði borgarinnar en utanaðkomandi fyrirtækja. Í umsögn um tillöguna greinir fjármálastjóri frá því að Reykjavíkurborg hafi verið leiðandi í því að lækka innheimtukostnað skuldara. Í kjölfar síðasta útboðs lækkaði kostnaður skuldara úr áætluðum 65 m.kr. árið 2017 í áætlaðar 43 m.kr. á árinu 2018. Með því að borgin tæki upp innheimtuna gæti hún lækkað kostnað skuldara enn meira með því að taka upp aðrar viðmiðunarreglur en finnast hjá innheimtufyrirtækjum vegna innheimtugjalda. Þar gæti leiðarljósið verið að lækka kostnað sem fylgir vanskilum og því komið hárri kostnaðarbyrði af borgarbúum sem eru í erfiðri fjárhagslegri stöðu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun meðal íbúa úthverfa, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018, 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. september og 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. október 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að láta óháðan aðila framkvæma könnun meðal íbúa úthverfa, sbr. 73. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. október 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um hagsmunaskráningu embættismanna hjá Reykjavíkurborg, sbr. 48. lið fundagerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 og 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst. Jafnframt er lögðfram umsögn innri endurskoðunar, dags. 10. september 2018 og umsögn borgarlögmanns, dags. 5. nóvember 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að ávíta Strætó bs. vegna skorts á gagnsæi við framsetningu gagna, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Enn á ný er óskað eftir upplýsingum um útlagaðan kostnað borgarinnar vegna braggans í Nauthólsvík er snýr að minjavernd. Óskað var eftir 70 milljóna viðbótar framlagi vegna minjaverndar og marg oft hefur komið fram að ekki var um minjavernd að ræða. Sá „listi“ sem birtur er yfir minjar í svarinu sem samanstanda af skemmu, tengihúsi, náðhúsi og bragga eru ekki minjar enda byggðar veturinn 1942-1943 og eru því ekki nægjanlega gamlar til að teljast sem minjar. Að auki var bragginn rifinn og nýr byggður á sama stað og sá upprunalegi stóð. Eina sem hélt sér í því niðurrifi var annar gaflinn. Þegar borgarfulltrúar sinna eftirlitsskyldu sinni er lágmark að þeim séu veittar réttar og fullnægjandi upplýsingar.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Lagt er til að borgarstjóri sýni gott fordæmi og hætti með öllu að ferðast um með einkabílstjóra. Hér er ef til vil ekki um að ræða háa upphæð heldur mikið frekar hvaða ímynd borgarstjóri vill gefa af sér. Það að borgarstjóri hafi einkabílstjóra fer einfaldlega fyrir brjóstið á mörgum og einhverjum þykir þetta án efa hégómlegt. Þess vegna er lagt til að borgarstjóri, eins og aðrir borgarbúar, noti aðrar leiðir. Hér skapast jafnframt tækifæri til að nota þessar milljónir sem um ræðir í aðra hluti t.d. í þágu þeirra sem berjast í bökkum eða til að lækka ýmis gjöld sem fjölskyldur sem búa undir fátækramörkum þurfa að greiða fyrir börn sín hvort heldur það eru skólamáltíðir eða viðburðir í félagsmiðstöðvum.
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Óskað er eftir að innri endurskoðandi fái yfirlit yfir alla lögaðila sem keyptu fleiri en 10 miða á tónleika sem fram fóru í Hörpu hinn 12. október sl.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvað kostaði bæklingurinn sem sendur var í öll hús um uppbyggingaráform í borginni? Óskað er sundurliðaðra upplýsinga um hvað vinna við bæklinginn kostaði, prentun og dreifing. Þá er jafnframt óskað svara við því hverjir komu að vinnu við bæklinginn.
- Kl. 14:20 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
Fundi slitið klukkan 14:25
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dagur B. Eggertsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Marta Guðjónsdóttir