Borgarráð - Fundur nr. 5524

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 15. nóvember, var haldinn 5524. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:01. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. nóvember 2018. R18010016

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 5. nóvember 2018. R18010037

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember 2018. R18060192
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjónar, dags. í dag. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 24 mál. R18100385

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18110013

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. nóvember 2018 á auglýsingu á drögum að aðgerðaáætlun gegn hávaða á árunum 2018-2033, ásamt fylgiskjölum. R18110090
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Góð hljóðvist er lýðheilsumál og skiptir gríðarmiklu máli í umhverfi okkar og sér í lagi í þéttri byggð. Hávaðamengun í borginni er of mikil. Hún er af mannavöldum og stafar að miklu leyti af mikilli og hraðri bílaumferð og flugumferð. Þá er ennþá of mikil notkun nagladekkja í Reykjavík. Ein árangursríkasta leiðin til að draga úr hávaðamengun í borginni er að draga almennt úr umferðarhraða og efla vistvæna ferðamáta og vistvænar samgöngur.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Góð hljóðvist er mikilvæg fyrir íbúa borgarinnar. Hljóðvarnir gagnast á sumum stöðum til að minnka hávaða frá umferðaræðum, en gæta þarf að því að yfirborð hljóðvarna gleypi í sig hljóð. Múrveggir endurkasta hljóði og eru því ekki heppilegasta leiðin til að minnka hávaða. Þá er ekki síður mikilvægt er að verja þau svæði sem mest kyrrð er í svo sem Elliðaárdalinn sem er stærsta náttúrlega svæði borgarinnar innan byggðarinnar. Það er því mikilvægt að samhliða því að gerðar eru hljóðvarnir sé unnið í að varðveita kyrrlát náttúruleg svæði borgarinnar. Því ber að hætta við áform um atvinnustarfssemi í Elliðarárdal og uppbyggingu í Laugardal. Engin kostnaðaráætlun fylgir áætluninni og er því ekki hægt að styðja hana. 

    Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er forkastanlegt að leggja fram stefnumótum um aðgerðaáætlun um hávaða til ársins 2023 án þess að leggja fram kostnaðaráætlun með verkefninu og hvernig eigi að fjármagna það.

    Þorsteinn Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði við Sundahöfn, ásamt fylgiskjölum. R11060102
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að forgangsraða framkvæmdum við landfyllingar. Landfyllinging við Sundahöfn er æskileg vegna þess að þar liggja fyrir áform um uppbyggingu, ólíkt Örfirisey. Að auki gefur sú landfylling svigrúm til útfærslu ylstrandar í tengslum við útivistarsvæðið við Laugarnes, sem er spennandi kostur til framtíðar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að nýta efni frá framkvæmdum í landfyllingar. Heppilegra hefði verið að nýta þetta efni í landfyllingar við Örfirisey en sá valkostur var því miður ekki borinn saman við Sundahöfn. Hugmynd um ylströnd lítur vel út en gæti lyktað illa ef ekki er gætt að nálægð við fráveitu eins og bent er á í umsögn Veitna og Heilbrigðiseftirlitsins.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu varðandi breytingu jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R18110089
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 31. október 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði, ásamt fylgiskjölum. R18110053
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2018, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 7. nóvember 2018, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæði 3G vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg, ásamt fylgiskjölum. R18110088
    Synjun skipulags- og samgönguráðs staðfest.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    -    Kl. 10:02 víkja Björn Axelsson og Örn Sigurðsson af fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki neðangreinda yfirlýsingu varðandi lagningu héraðsvegar að bænum Þverárkoti. R18060176

    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um afar sérstakar og erfiðar aðstæður að ræða. Málið er einsdæmi í Reykjavík líkt og fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla um málið. Fulltrúar borgarráðs fagna því að niðurstaða sé komin í málið. 

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2018:

    Lagt er til að endurskoðaðar verði reglur borgarinnar um veitingu ábyrgða á skuldbindingum félaga í B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn verði að draga kerfisbundið úr áhættum borgarsjóðs af lántökum fyrirtækjanna. Við endurskoðun reglnanna verði sett ákvæði um vaxta- og skuldaþekju fyrirtækjanna og kröfur um að fyrirtækin hafi nægjanlegt fjárstreymi í erlendum gjaldmiðli í þeim tilvikum að um erlenda lántöku sé að ræða. Þá er lagt til að stofnaður verði sérstakur sjóður á vegum borgarinnar, Ábyrgðasjóður, til að tryggja getu borgarinnar til að mæta þeim skyldum sem leiða af veitingu ábyrgða ef fyrirtæki í eigu borgarinnar sem notið hafa ábyrgðar á endurgreiðslu lána geta ekki að hluta eða öllu leyti staðið undir greiðslu­skuldbindingum sínum. Gert er ráð fyrir 3 ma.kr. stofnframlagi í sjóðinn en auk þess renni tekjur af ábyrgðargjaldi sem áætlaðar eru um 579 m.kr. árið 2019 og 10% af tekjum af arðgreiðslum sem áætlaðar eru um 182 m.kr. árið 2019 í sjóðinn. Nánari útfærsla á þessari tillögu verður lögð fyrir borgarráð.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18100314
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ábyrgðarsjóður endurspeglar fyrst og fremst ráðdeild í fjármálum borgarinnar. Hér er þó aðeins verið að raungera það sem gert hefur verið um árabil enda hefur handbært fé borgarinnar verið mikið á undanförnum árum til þess að geta varið sig fyrir stórum og smáum áföllum í efnahagslífi. Þessum ábyrgðarsjóði er því ætlað að vera nokkurskonar varasjóður sem gripið verður til ef fjárhagur borgarinnar versnar skyndilega.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér staðfestist hversu mikil ábyrgð borgarinnar er af dótturfélögum sínum. Hér er um hreina ábyrgð borgarsjóðs að ræða upp á eitt hundrað milljarða króna. Hundrað þúsund milljónir. Það er því nauðsynlegt fyrir borgina að vera með varasjóð til að mæta mögulegum áföllum hjá fyrirtækjum hennar. Auk beinna ábyrgða „ber borgin mikla ábyrgð á Félagsbústöðum í heild“ eins og segir í greinargerð. Ófjármagnað er gat í fjárhagsáætlun Félagsbústaða sem ekki hefur verið leyst. Þá er bent á að tekjur OR í erlendum gjaldeyri voru á síðasta ári 6,2 milljarðar en vaxtagjöld og afborganir 11,6 milljarðar og er því gengisáhætta til staðar. Eðlilegast væri að OR fjármagnaði sig án ábyrgðar borgarsjóðs í stað þess að borgin þurfi að stofna sérstakan ábyrgðarsjóð.

    Ólafur Sindri Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2018:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fjármálastjóra verði falið að undirbúa útgáfu skuldabréfa í nýjum grænum skuldabréfaflokki borgarsjóðs skv. viðurkenndum stöðlum, Green Bond Principle, í því skyni að fjármagna á næstu árum fjárfestingarverkefni borgarinnar á sviði umhverfismála.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18100369
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg hefur samþykkt metnaðarfulla loftslagsstefnu ásamt umhverfis- og auðlindastefnu og þar með skuldbundið sig til að ná settum sjálfbærnimarkmiðum til að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa. Útgáfa grænna skuldabréfa er mikilvægur liður í því að fjárfesta í grænum framkvæmdum sem stuðla að umhverfisvernd og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar meirihlutans fagna þessu stóra græna skrefi sem hér er verið að stíga enda er Reykjavíkurborg fyrsti aðilinn á Íslandi til að hefja útgáfu grænna skuldabréfa.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2018:

    Lagt er til að samþykkt verði að veita Sorpu bs. stofnframlag að fjárhæð 198.680.882 kr. vegna byggingar jarð- og gasgerðarstöðvar í samræmi við áður samþykkta tillögu eigenda félagsins um framkvæmdina og fjármögnun hennar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110021
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2018 vegna stofnframlags til Sorpu bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar og vegna styrkjaliðar borgarráðs. R17100024
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um könnun á umfangi útvistunar og áhrifum hennar á kjör launafólks, sbr. 48. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018 og 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 14. ágúst 2018. R18060137
    Synjað. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfangs útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíku fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að könnuð verði áhrif útvistunar á kjör launafólks, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíku fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að talað verði við einstaklinga sem starfa í gegnum verktakasamninga eða starfsmannaleigu, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að umfang útvistunar verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga sé kannað, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið, ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneyti-, ræstingum- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði, til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að umfang útvistunar sé kannað, þ.e. fjöldi starfsfólks, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram að nýju svar fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um útlistun á umfangi útvistunar, um upphæð greiðslu fyrir þjónustu útvistunar verktakasamninga við launafólk, um þróun á umfangi útvistunar verktakasamninga og aðkeyptri þjónustu síðustu 10 ár, og um yfirlýsingu fyrir bjóðendur í verk hjá Reykjavíkurborg, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18060137

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um styrki og samninga, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018, ásamt fylgiskjölum. R18090189

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á innheimtu hjá borginni, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 23. október 2018 R18090082
    Synjað.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga til samninga við eigendur Grandagarðs 1a um kaup á atvinnuhúsnæði, ásamt fylgiskjölum. R18110106
    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð fagnar því að nú sé búið að finna hentugt húsnæði undir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur. Opnun neyðarskýlisins er mikilvægt og skaðaminnkunarúrræði og er liður í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að mæta þörfum heimilislausra og þeirra sem skilgreindir hafa verið sem utangarðs. Við teljum mikilvægt að skilja að eldri og yngri heimilislausa karla til að veita markvissari og betri þjónustu. Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi og allir eiga að geta átt gott líf í samfélaginu okkar og eiga rétt á þjónustu og stuðningi á eigin forsendum.

    Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 12:05 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 10. ágúst 2018, ásamt minnisblöðum Farfugla ses, dags. 2. og 9. ágúst 2018, varðandi rekstur tjaldstæða í Laugardal. R18080042

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að tjaldstæðið verði opið í allan vetur. Þetta mál virðist lent í bili og það sem út af stendur verður vonandi leyst næstu daga. Eftir bíður að finna varanlegt úrræði í þessu sambandi. Í sambandi við þetta mál vill borgarfulltrúi Flokks fólksins nefna mikilvægi þess að þegar mál hafa verið á borðum allra, minni- og meirihlutans, starfsmanna og embættismanna, að upplýsingar um framgang og þróun mála berist á milli með reglulegum hætti. Ef ekki er um að ræða samráð og reglulega upplýsingagjöf kallar það á mikla vinnu hjá öllum. Borgarbúar/skjólstæðingar okkar verða að geta treyst á að minni- og meirihlutinn sem og starfsmenn og embættismenn borgarinnar hafi samráð og vinni saman að hagsmunum þeirra. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fagna ber því að tjaldstæðið verði opið í allan vetur. Farfuglum og embættismönnum borgarinnar er þökkuð vinna við málið og að hafa fundið á því farsæla lausn.

    Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Ómar Einarsson og Þorsteinn Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Fram fer umræða um stöðu heimilislausra og uppbyggingu smáhýsa.

    Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R18080115

  27. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. nóvember 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. nóvember 2018 á tillögu um styrkingu á starfsemi barnaverndar í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R18050109
    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Árið 2017 samþykkti velferðarráð Reykjavíkur að styrkja Barnavernd Reykjavíkur. Liður í því var að fá úttekt á skipulagi og verklagi í barnaverndarstarfi og samvinnu Barnaverndar og þjónustumiðstöðva í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Tillögurnar sem eru samþykktar eru afrakstur þeirrar vinnu en ráðist verður í fjölda umbótaverkefna, skipulagsbreytinga og fjölgun stöðugilda. Framundan er samvinna Barnaverndar Reykjavíkur og velferðarsviðs við gerð framkvæmdaáætlunar Reykjavíkurborgar á sviði barnaverndar til fjögurra ára. Borgarráð leggur mikla áherslu á heilsueflandi umhverfi barna, stuðning við fjölskyldur, snemmtæka íhlutun og að barnavernd sé öflug á öllum sviðum.

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 14. nóvember 2018, varðandi tillögur stýrihópsins Brúum bilið, ásamt greinargerð og fylgiskjölum. Jafnframt er lagt fram erindisbréf, ódags, fyrir stýrihóp um uppbyggingu leikskóla. R16050104
    Samþykkt. 
    Jafnframt er samþykkt að Skúli Helgason, Alexandra Briem og Örn Þórðarson taki sæti í stýrihópnum.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Brúum bilið verkefnið markar tímamót í uppbyggingu leikskólaþjónustu í borginni, því hér eru lagðar fram tillögur um hvernig megi tryggja leikskólarými í borginni fyrir öll börn sem eru 12 mánaða og eldri, innan fimm ára. Með tillögunum er lagt til að byggðir verði a.m.k. fimm nýir leikskólar, viðbyggingar reistar við fimm leikskóla til viðbótar, nýjar leikskóladeildir í færanlegu húsnæði opni við 5-6 leikskóla og sérútbúnar ungbarnadeildir opnaðar við alla stærri leikskóla. Aðgerðaáætlunin gerir ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um allt að 750 á næstu fimm árum með þessari uppbyggingu í borgarreknum leikskólum en jafnframt með umtalsverðri fjölgun í sjálfstætt reknum leikskólum. Gert er ráð fyrir að formleg inntaka barna verði framvegis tvisvar á ári. Lagt er til í fjárfestingaáætlun borgarinnar til næstu fimm ára að rúmlega 5,2 milljörðum króna verði varið í þessa leikskólauppbyggingu. Hér er um metnaðarfullar tillögur að ræða sem ætlað er að tryggja faglega menntun allra barna, auka þjónustu við foreldra og stuðla þannig að auknu jafnræði á vinnumarkaði.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að fjölga leikskólarýmum á kjörtímabilinu, enda mikil uppsöfnuð þörf og stefnt að því að tryggja 12 mánaða börnum rými. Þrátt fyrir fögur fyrirheit voru biðlistar langir og börn send heim vegna manneklu síðasta vetur. Því er mikilvægt að gripið verði til ráðstafana svo komið verði í veg fyrir manneklu, mikla starfsmannaveltu og svo auka megi hlut faglærðra á leikskólum Reykjavíkurborgar. Eins mætti víkka sjóndeildarhringinn og leggja aukna áherslu á ráðningu starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn sem gæti reynst þroskandi fyrir börnin, t.d. bakgrunn í tónlist, íþróttum eða listum. Það er til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir.

    Skúli Helgason, Örn Þórðarson, Róbert R. Birgisson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Helgi Grímsson, Ásgeir Björgvinsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. október 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. október 2018 á tillögu að breytingu á reglum um leikskólaþjónustu, ásamt fylgiskjölum.  R18040070
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins finnst margt vera gott í þessum drögum að nýjum reglum enda verið að breyta kannski einstaka þáttum sem eru barn síns tíma. Borgarfulltrúi vill ítreka mikilvægi þess að séð sé til þess í framtíðinni að foreldrar fái pláss fyrir barn sitt innan hverfis síns. Fyrir sum börn getur það verið mjög erfitt að skipta um leikskóla á leikskólatímabilinu og jafnvel getur það haft einhverjar afleiðingar er varða tengsl og tengslamyndun fyrir þau allra viðkvæmustu. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í tillögu að breytingum á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu kemur fram í grein 6. a. að foreldrar þurfi að vera í framhaldsskóla og uppfylla lánshæfisskilyrði LÍN til að eiga rétt á námsmannaafslætti á leikskólagjöldum barna sinna. LÍN setur námsmönnum mjög strangar kröfur varðandi lánshæfi, m.a. þarf námsfólk að ljúka að lágmarki 22 ECTS-einingum eða ígildi þeirra á hverju misseri eða samsvarandi hlutfalli á önn í fjórðungaskólum í einum námsferli. Þess má geta að fullt nám er metið til 30 ECTS-eininga og námskeið í framhaldsnámi eru oft 6, 8 eða 10 ECTS-einingar og því eru dæmi um að fullt nám byggi á þremur 10 ECTS einingum. Slíkt setur námsfólk oft í mjög erfiða stöðu þar sem lítið má út af bregða til að uppfylla ekki skilyrði LÍN til lánveitingar. Úthlutunarreglur LÍN tóku breytingum fyrir nokkru síðan en áður fyrr miðuðust þær við að nemandi þyrfti að ljúka a.m.k. 18 ECTS á önn til að uppfylla kröfur um lánshæfi. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarráði telur að réttur foreldra í námi til afsláttar af leikskólagjöldum borgarinnar eigi almennt ekki að vera skilyrtur svo þröngum ákvæðum frá LÍN.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með þessum breytingum á reglum um leikskólaþjónustu er komið til móts við foreldra með ýmsum hætti. Lögð er til breyting sem ætti að styrkja systkinatillit og auka líkur á að systkini komist að jafnaði á sama leikskóla. Nýtt ákvæði kemur inn í reglurnar um lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag og heimildarákvæði um að foreldrar geti fengið endurgreiðslu á leikskólagjöldum ef þeir nýta ekki þjónustu leikskóla fyrir börn sín milli jóla og nýárs. Síðast en ekki síst er staðfest sú breyting að miðað er við að börn, sem orðin eru 18 mánaða 1. september ár hvert, fái boð um leikskóladvöl það sama haust. Áður var miðað við að börn gætu hafið leikskóladvöl á því ári sem þau verða tveggja ára.

    Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. október 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs frá 9. október 2018 á tillögu um innleiðingu tillagna úr skýrslu starfshóps um endurskoðun, þróun og breytingar á dagforeldraþjónustu í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R18100256
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins finnst margt vera gott í þessum drögum að nýjum reglum enda verið að breyta kannski einstaka þáttum sem eru barn síns tíma. Borgarfulltrúi vill ítreka mikilvægi þess að séð sé til þess í framtíðinni að foreldrar fái pláss fyrir barn sitt innan hverfis síns. Fyrir sum börn getur það verið mjög erfitt að skipta um leikskóla á leikskólatímabilinu og jafnvel getur það haft einhverjar afleiðingar er varða tengsl og tengslamyndun fyrir þau allra viðkvæmustu. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í tillögu að breytingum á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu kemur fram í grein 6. a. að foreldrar þurfi að vera í framhaldsskóla og uppfylla lánshæfisskilyrði LÍN til að eiga rétt á námsmannaafslætti á leikskólagjöldum barna sinna. LÍN setur námsmönnum mjög strangar kröfur varðandi lánshæfi, m.a. þarf námsfólk að ljúka að lágmarki 22 ECTS-einingum eða ígildi þeirra á hverju misseri eða samsvarandi hlutfalli á önn í fjórðungaskólum í einum námsferli. Þess má geta að fullt nám er metið til 30 ECTS-eininga og námskeið í framhaldsnámi eru oft 6, 8 eða 10 ECTS-einingar og því eru dæmi um að fullt nám byggi á þremur 10 ECTS einingum. Slíkt setur námsfólk oft í mjög erfiða stöðu þar sem lítið má út af bregða til að uppfylla ekki skilyrði LÍN til lánveitingar. Úthlutunarreglur LÍN tóku breytingum fyrir nokkru síðan en áður fyrr miðuðust þær við að nemandi þyrfti að ljúka a.m.k. 18 ECTS á önn til að uppfylla kröfur um lánshæfi. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarráði telur að réttur foreldra í námi til afsláttar af leikskólagjöldum borgarinnar eigi almennt ekki að vera skilyrtur svo þröngum ákvæðum frá LÍN.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með þessum breytingum á reglum um leikskólaþjónustu er komið til móts við foreldra með ýmsum hætti. Lögð er til breyting sem ætti að styrkja systkinatillit og auka líkur á að systkini komist að jafnaði á sama leikskóla. Nýtt ákvæði kemur inn í reglurnar um lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag og heimildarákvæði um að foreldrar geti fengið endurgreiðslu á leikskólagjöldum ef þeir nýta ekki þjónustu leikskóla fyrir börn sín milli jóla og nýárs. Síðast en ekki síst er staðfest sú breyting að miðað er við að börn, sem orðin eru 18 mánaða 1. september ár hvert, fái boð um leikskóladvöl það sama haust. Áður var miðað við að börn gætu hafið leikskóladvöl á því ári sem þau verða tveggja ára.

    Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 14:02 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
    -    Kl. 14:03 víkur Pétur Ólafsson af fundinum.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 13. nóvember 2018, með drögum að skýrslu og tillögum stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð, ásamt fylgiskjölum. R18030194
    Samþykkt að vísa skýrslunni til umsagnar fagráða, sviða og miðlægra skrifstofa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins saknar þess að hverfisráðin heiti ekki áfram hverfisráð nái þessar tillögur fram að ganga. Borgarhlutaráð er orð sem er langt og óþjált. Einnig er það mat borgarfulltrúa að tvö hverfisráð ætti að vera í stærstu hverfunum eins og efra- og neðra-Breiðholti. Stýrihópurinn leggur til að tveir kjörnir fulltrúar verði í hverju ráði. Þetta finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins vera óraunhæft ef tekið er mið af álagi á þá flokka sem hafa einungis einn borgarfulltrúa og einn varaborgarfulltrúa. Það er mjög mikilvægt að í hverfisráðið geti seti aðrir en borgarfulltrúar og er þá verið að meina að þarna ætti að geta átt sæti fólk sem er á listum allra flokka ef vel ætti að vera. Tryggja má tengsl hverfisráðsins við borgarfulltrúa með öðrum hætti. Tekið er undir það að það eigi að vera krafa um að viðkomandi hafi tengsl við hverfið. Flytji hverfisráðsfulltrúi úr viðkomandi hverfi eða hafi ekki lengur nein tengsl við það getur hann ekki lengur átt sæti í viðkomandi hverfi. Hvað varðar slembival, eins lýðræðislegt og það er þá finnst Flokki fólksins mest um vert að þeir sem sitji í ráðunum hafi fyrst og fremst brennandi áhuga á verkefni ráðanna.

    Anna Kristinsdóttir, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Örn Þórðarson og Þorkell Heiðarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 12. nóvember 2018, varðandi Brautarholtsstíg á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R16040181
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. október 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. október á tillögu að breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum, ásamt fylgiskjölum. R18100257
    Liðir 2-13 í tillögunni samþykktir. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með tillögunum eru gerðar margskonar breytingar til eflingar á dagforeldraþjónustu. Niðurgreiðslur hækka um 15%, stofnstyrkjum er komið á, dagforeldrar sem starfa einir fá öryggishnapp og námsefni fyrir dagforeldra af erlendum uppruna útbúið. Hér er um að ræða eina mestu prósentuhækkun framlaga í mörg ár. Aðgerðunum er ætlað að fjölga dagforeldrum með því að bæta starfsumhverfi þeirra.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði fagna því að dagforeldrar og þeirra þjónusta verði efld í Reykjavík. Biðlistar eru langir og óvissan kvíðavaldandi fyrir foreldra og ekki síður verðandi foreldra. Almenn ánægja ríkir meðal þeirra sem nota þjónustuna. Mikilvægt er að taka tillit til þeirra úrlausna sem bent var á í skýrslu starfshóps um endurskoðun, þróun og breytingar á dagforeldraþjónustu Reykjavíkurborgar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks myndu þó vilja sjá hærri niðurgreiðslur til dagforeldra, líkt og fulltrúarnir lögðu til, svo foreldrar sitji allir við sama borð og einu gildi hvort barnið þeirra dvelji hjá dagforeldri eða í leikskóla.

    Fylgigögn

  34. Lagt til að Dóra Björt Guðjónsdóttir taki sæti í samstarfsnefnd RIKK og Reykjavíkurborgar. R14020111
    Samþykkt.

  35. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. nóvember 2018, þar sem uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R18020215
    Frestað.

    Fylgigögn

  36. Fram fer kynning á skýrslu Mannvits um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. R18010028
    Frestað.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2018:

    Lagt er til að borgarráð skipi Theódóru Sigurðardóttur, lögfræðing á fjármálaskrifstofu, staðgengil regluvarðar í stað Grétars Þórs Jóhannssonar. R18050108

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 5. nóvember 2018, varðandi áframhaldandi úrvinnslu ábendinga innri endurskoðunar um stjórnskipulega stöðu og verkefni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, ásamt fylgiskjölum. R15060008
    Frestað.

    Fylgigögn

  39. Lagt til að Pawel Bartoszek taki sæti í stýrihópi um endurskoðun stefnu í alþjóðamálum Reykjavíkurborgar í stað Skúla Helgasonar. R18090019
    Samþykkt.

    -    Kl. 14:25 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.

  40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Gefjunarbrunni 14. R18090229
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Gefjunarbrunni 18. R18090231
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Iðunnarbrunni 16. R18050184
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð afturkalli úthlutun lóðanna og sölu byggingarréttar að Lambhagavegi 8 og 10. R18020220
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til þess að bjóða út lóðirnar að Lambhagavegi 8 og 10. R18020220
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð afturkalli úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 46. R18050163
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  46. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjald fyrir skólamáltíðir um þriðjung, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 4. september 2018. R18090045
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Gjaldskrár Reykjavíkurborgar eru þegar lágar samanborið við nágrannasveitarfélög og stefnir meirihlutinn á að lækka þær enn frekar, samanber þau fyrirheit samstarfssáttmálans að barnafjölskyldur skuli mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig frá árinu 2021. Unnið er í samræmi við þá áætlun.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fram kemur í svari frá skólaráðinu að miða við þessa lækkun um þriðjung þá er áætlun um kostnað 361 m.kr. Flokkur fólksins spyr hvort borgarmeirihlutinn sjái virkilega ofsjónum yfir þessum pening til að metta maga barna í skólum borgarinnar. Flokki fólksins finnst sem ekki sé mikið verið að skoða þessi mál sem dæmi að finna leiðir til hagræðingar til að skapa þá það fjármagn sem þarf til, til að geta lækkað skólamáltíðir. Einnig kemur fram að það liggja ekki fyrir upplýsingar um hvers vegna börn eru ekki í mat og þykir það sérkennilegt. Með því að hafa sem dæmi skráninguna góða er hægt að spara og hagræða. Í svari frá sviðsstjóra skólaráðs má jafnframt greina að það skorti upplýsingar um fjölmargt er tengist skólamötuneytum. Ekki er vitað til þess að Reykjavíkurborg hafi stefnu í þessum málum. Með því að hafa ekki fríar skólamáltíðir og geta ekki heldur tekið ákvörðun um að lækka gjald skólamáltíða er verið að mismuna börnum í Reykjavík að mati Flokks fólksins. Við vitum að það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leyfa barni sínu að vera í mat í skólanum. Með því að gæta ekki að jafnræði er verið að brjóta ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hlýtur að vera vilji okkar allra að ekkert barn sé svangt í skólanum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að nú þegar er fordæmi fyrir lækkun skólamáltíðar í öðrum sveitarfélögum og ætti Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja.

    Fylgigögn

  47. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun meðal íbúa úthverfa, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. september og 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. október 2018. R18090111
    Frestað.

    Fylgigögn

  48. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksin og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um hagsmunaskráningu embættismanna hjá Reykjavíkurborg, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst. Jafnframt er lögð fram umsögn innri endurskoðunar, dags. 10. september 2018 og umsögn borgarlögmanns, dags. 5. nóvember 2018. R18080058
    Frestað.

    Fylgigögn

  49. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Borgarráð samþykkir að senda vítur á Strætó bs. fyrir að a) hafa ekki greint frá heildarumfangi viðskiptatengsla sinna við Elju starfsmannaleigu í upphafi umræðunnar um tengsl Strætó bs. við starfsmannaleiguna og fyrir að hafa fyrst um sinn sent frá sér villandi yfirlýsingar vegna þeirra viðskipta, þar sem ekki allar upplýsingar komu strax fram b) fyrir að samþykkja ákvæði í undirrituðum húsaleigusamningi starfsmanna og Elju starfsmannaþjónustu um að leigan yrði innheimt með þeim hætti, að hún yrði dregin frá launum hvers mánaðar af hálfu vinnuveitanda.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110097
    Frestað.

    Fylgigögn

  50. agt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 30. október 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi félags- og menningarlega einangrun innflytjenda í Fellahverfi, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018. R18080052

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er því að neita að ýmislegt hefur greinilega verið reynt að gera til að sporna við félagslegri einangrun í Fellahverfi. Í svörum skólaráðs finnst borgarfulltrúa vanta upplýsingar um hvernig gengið hefur með þessar aðgerðir. Hafa verið gerðar einhverjar kannanir á árangri t.d. með einhverjum mælingum? Fram kemur að af þeim 30% sem ekki sækja félagsmiðstöðina reglulega er ríflega helmingur af erlendum uppruna. Hvað er verið að gera til að ná til þessa hóps? Flokkur fólksins vill minna á þetta er að verða alvarlegt vandamál. Í Fellahverfi hefur fólk af erlendum uppruna lokast af og við þessu þarf að bregðast af fullum þunga og alvöru.

    Fylgigögn

  51. Lagt til að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í stjórn Grundartanga þróunarfélags. R17090179
    Samþykkt.

  52. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um allan mögulegan lögfræðikostnað Félagsbústaða á síðustu fimm árum, sbr. 77. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18060131
    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta er mikill lögfræðikostnaður sem hér um ræðir. Dæmi eru um að fólk hafi kvartað yfir því að „lögfræðingum hafi verið sigað“ á það af Félagsbústöðum þegar verið er að kvarta t.d. yfir myglu eða öðrum málum sem það telur sig ekki hafa fengið svör við eða sanngjarna afgreiðslu á. Eftirtektarvert er að hluti af þessum kostnaði fer í ráðgjöf. Af hverju þurfa Félagsbústaðir að leita sér lögfræðiráðgjafar? Stjórnarformaðurinn er lögfræðingur sem dæmi. Það skýtur því skökku við að verið sé að leita lögfræðings utan fyrirtækisins til að fá slíka ráðgjöf. Lögfræðikostnaður er einnig í útburðarmálum. Útburður á fólki hjá Félagsbústöðum sem er fyrirtæki í eigu borgarinnar er afar dapur svo vægt sé tekið til orða. Hér er um að ræða fólk sem hefur engin bjargráð og ættu Félagsbústaðir frekar að leita leiða til að leysa vanda fólk en að kosta lögfræðinga í mál af þessu tagi. Flokkur fólksins mun óska eftir sundurliðun á þessari tölu.

    Fylgigögn

  53. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um framkvæmdir utanhúss við Ráðhúsið, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018. R18110008
    Frestað.

    Fylgigögn

  54. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um hvaða aðili framkvæmdi kostnaðargreiningu fyrir Félagsbússtaði vegna Írabakka, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018. R18110009
    Frestað.

    Fylgigögn

  55. Lagt fram svar borgarritara, dags. 7. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kaup á miðum á tónleika í Hörpu, sbr. 76. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18100359
    Frestað.

    Fylgigögn

  56. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um Nauthólsveg 100, sbr. 65. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október og 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018. R17080091
    Frestað.

    Fylgigögn

  57. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um uppbyggingaráform, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080190
    Frestað.

    Fylgigögn

  58. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. nóvember, og menningar- og ferðarmálasviðs, dags. 13. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vegna Landsmóts hestamanna, sbr. 75. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R14120157
    Frestað.

    Fylgigögn

  59. Lagt fram svar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um viðskipti við stærstu birgja, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18090113
    Frestað.

    Fylgigögn

  60. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 12. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi ábendingar innri endurskoðunar á rekstri Félagsbústaða, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18100356
    Frestað.

    Fylgigögn

  61. Lagt fram svar mannauðsdeildar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðbrögð við útgjöldum vegna langtímaveikinda, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. R18090022
    Frestað.

    Fylgigögn

  62. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ráðningu forstöðumanns Höfuðborgarstofu, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18110071
    Frestað.

    Fylgigögn

  63. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 6. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstrarerfiðleika hjá verktökum Strætó, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018. R18100132
    Frestað.

    Fylgigögn

  64. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 31. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti Reykjavíkurborgar við Félagsbústaði eftir álit umboðsmanns Alþingis, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18090090
    Frestað.

    Fylgigögn

  65. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir öllum fyrri gögnum varðandi Hverfisgötu 41, þar með talið þær forsendur sem lágu til grundavallar samkomulags við einkahlutafélagið „Sjens ehf.“ um keyptan byggingarrétt. Enn fremur er óskað eftir skýringum á mismun verðmats byggingarréttar (45m) og heildarfjárhæðar sem borgin samþykkti að greiða (63m). R16080019

  66. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fara þess á leit við skóla- og frístundaráð að gerð verði úttekt á list- og verknámskennslu við grunnskóla borgarinnar. Skoða þarf hvort nemendur fái þá kennslu í skapandi greinum miðað við viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár grunnskóla. Það virðist sem list- og verknámskennsla sé æri misjöfn eftir skólum og spurning hvort ríki jafnræði hjá nemendum innan alls skólakerfis borgarinnar. Það er á valdi skólastjóra hvers grunnskóla að ákveða hversu mörgum stundum er úthlutað til þessara greina. (sjá grein 8.5 í AG 2016). List- og verknámsgreinar eru fjárfrekari en hefðbundið bóknám sem líklega hafi áhrif á skiptingu á námsgreinum innan skólanna. Jafnframt er brýnt að innleiða nám í nýsköpun í sem flestum námsgreinum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110142
    Frestað.

  67. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að gerð verði breyting á hvernig vatns- og fráveitugjald er reiknað á íbúðir og önnur mannvirki sem tengd eru fráveitukerfi borgarinnar. Þetta gjald er innheimt mánaðarlega, í sama gjalddagafjölda á ári og fasteignagjöld. Í stað þess að reikna gjaldið út samkvæmt fermetrafjölda eignar skal reikna það út frá áætlaðri notkun á vatni eða frárennslislögum. Slík mæling gæti t.d. frekar miðast við fjölda skráðra heimilismanna í hverri íbúð, því notkun fer eftir fjölda notenda en ekki eftir stærð íbúðar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110143
    Frestað.

    -    Kl. 15:00 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

  68. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jóni Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky. Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíð hans. R18110144

  69. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnafulltrúa Miðflokksins: 

    Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort skaðabótaskylda hafi myndast við förgun listaverks Banksys sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í borgarstjóratíð Jóns Gnarr. R18110144

  70. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:

    Hvernig miðar húsnæðisáformum fyrir þann hóp einstaklinga sem bjuggu á Njálsgötu 74 en eru nú staðsettir tímabundið í Víðinesi? R18110145

  71. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:

    Hvaða áform eru uppi varðandi notkun á húsnæðinu í Víðinesi í framtíðinni? R18110145

  72. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Hvað kosta viðgerðirnar sem standa yfir utanhúss á Ráðhúsinu? Hvernig voru verktakarnir valdir?  R18110008

  73. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að fenginn verði óháður aðili til að gera könnun meðal íbúa úthverfa. Óskað er eftir að spurt verði um hversu oft íbúar úthverfa Reykjavíkur komi niður í miðbæ og í hvaða tilgangi. Hér er verið að vísa til þeirra sem búa í útverfum og vinna ekki í miðbænum. Verið er að leita eftir hvort og þá hversu títt fólk í úthverfum kemur í miðbæinn t.d. til að leita sér skemmtunnar/nýta veitingastaði, fara á söfn eða annað. R18090111

    Frestað.

  74. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgin hlutist til um að fólk fái að koma með sín eigin matarílát í mötuneyti eldri borgara. Þar með verði vikið frá því að eldri borgurum sem vilja taka með sér mat úr mötuneytum á vegum borgarinnar, sé gert skylt að kaupa einnota umbúðir, bakka undir mat sem þeir taka með sér heim. Þessir bakkar eru óumhverfisvænir einnota bakkar eða dósir, eftir því hvort bitamatur er tekinn eða súpur, grautar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110146
    Frestað.

  75. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Eldri borgurum sem sækja sér mat í mötuneyti borgarinnar er gert skylt að kaupa einnota umbúðir undir mat sem þeir taka með sér heim. Þetta hugnast mörgum illa og óska eftir að koma með eigin matarílát. Þegar Flokkur fólksins spurði út í þetta í einu af mötuneytum eldri borgara hjá Reykjavíkurborg, var svarið „að þetta væri gert til að koma í veg fyrir svo nefnt „krosssmit“. Óskað er eftir að fá upplýsingar um hvað rök séu fyrir þessum reglum þegar starfsmaður mötuneytis skammtar í matarílátin? R18110148

  76. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Áður hefur Flokkur fólksins lagt fram tillögu um fríar skólamáltíðir og einnig um að lækka skólamáltíðir um þriðjung en báðar hafa verið felldar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill enn gera tilraun til að fá borgarmeirihlutann til að ná sönsum í þessu efni og leggur nú til helmingslækkun. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gerir sér grein fyrir að aðgerð kostar en vel má hagræða í mötuneytum skólanna sem dæmi og fæst þar fjármagn. Svo er þetta alltaf spurning um forgangsröðun og borgin á að setja börnin í forgang. R18110147

    Frestað.

  77. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins óskar eftir að fá sundurliðun á þeim 111 m.kr. sem Félagsbústaðir hafa eytt í lögfræðikostnað. Hvað af þessari upphæð fór í lögfræðiráðgjöf og hvað í útburðarmál o.s.frv. Óskað er einnig eftir að fá upplýsingar um þau lögfræðifyrirtæki sem hér um ræðir og hvað hvert fyrirtæki fékk í krónum. R18060131

Fundi slitið klukkan 15:09

Pawel Bartoszek Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir