Borgarráð - Fundur nr. 5523

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 8. nóvember, var haldinn 5523. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Skúli Helgason, Elín Oddný Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 1. nóvember 2018. R18010033

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 7. nóvember 2018. R18060192
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. september og 5. október 2018. R18010026

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsspá munu skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hækka um tæpa 2,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Áætluð lántaka nemur um 21,3 milljörðum króna árið 2018 og 14,9 milljörðum króna árið 2019. Nettóskuldir hækka á tímabilinu og veltufjárhlutfall fer úr 1,1 niður í 1,0. Það eru vonbrigði að frekari niðurgreiðsla skulda skuli ekki lögð til grundvallar í framlagðri fjárhagsáætlun. Eins gefur fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrirheit um nærri 14 milljarða arðgreiðslur til eigenda á næstu sex árum. Við teljum rétt að Orkuveitan leggi áherslu á kjarnastarfsemi og hverfi frá arðgreiðsluáformum. Svigrúm í rekstri Orkuveitunnar ætti mun fremur að nýta til niðurgreiðslu skulda, fjárfestingar í innviðum og lækkunar þjónustugjalda. Samkvæmt eigendastefnu á Orkuveita Reykjavíkur að bjóða viðskiptavinum þjónustu á sanngjörnu og samkeppnishæfu verði. Við teljum rétt að horfið verði frá arðgreiðsluáformum og þjónustugjöld lækkuð. Þannig mætti færa Orkuveitu Reykjavíkur nær sínu réttilega hlutverki sem orkufyrirtæki í almannaeigu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þegar horft er á áætlaða þróun vaxtaberandi skulda móðurfélags OR að viðbættri Gagnaveitu, er aukningin milli niðurstöðu 2017 og áætlaðrar útkomu 2018 um 2,6 ma.kr. sem skýrist af verðbótum og gengismun en milli 2018 og 2019 lækkun sem nemur um 400 m.kr. – en verðbætur og gengismunur hækka töluna um 2 ma.kr. Þetta eru niðurstöður þrátt fyrir miklar fjárfestingar í veitum og fráveitu sem eru löngu tímabærar. Fjárfestingar 2019 nema um 18 milljörðum eins og fram kemur í áætlun fyrirtækisins. Gjaldskrár hafa lækkað og fyrirtækið sækir fram. Snjallmælavæðing er í farvatninu, styrking rafdreifikerfisins sem styður við orkuskipti í samgöngum er hafin auk frekari forðaöflunar fyrir hitaveitu. Gjaldskrár Orkuveitunnar hafa lækkað á undanförnum árum. Í bókun Sjálfstæðisflokks kemur fram sú skoðun að hafna eigi arðgreiðslum en nýta frekar fjármagnið til að lækka gjaldskrár til þeirra sem nota þjónustu félagsins. Arðgreiðslurnar má rekja til mikilla eigna sem íbúar í Reykjavík hafa fyrst og fremst lagt til félagsins auk þeirra björgunaraðgerða sem ákveðnar voru 2011 og námu tæpum 12 milljörðum. Það er ekki óeðlilegt að arðgreiðslurnar skili sér þess vegna í borgarsjóð til að fjármagna bætta þjónustu og fjárfestingar og draga úr lántökuþörf borgarinnar í stað þess að dreifa arðinum á alla notendur þjónustunnar sem eru flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Í bókun „meirihlutans“ segir: „Arðgreiðslurnar má rekja til mikilla eigna sem íbúar í Reykjavík hafa fyrst og fremst lagt til félagsins“. Þetta er undarlegt. Ekki er ljóst til hvað eigna er vísað, en íbúar hafa fyrst og fremst greitt hærra verð fyrir rafmagn, heitt vatn og fráveitu. Þessar tekjur eru aðalgrunnur þess hagnaðar sem Orkuveitan hefur sýnt. Í stað þess að greiða út milljarða arð í borgarsjóð væri unnt að lækka orkureikning heimilanna. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Góður árangur í rekstri Orkuveitunnar byggir á miklu aðhaldi í rekstri, fjárfestingum og öðrum þáttum, en aðeins að litlu leyti á breytingum á gjaldskrám. Með vænkandi hag hafa gjaldskrár verið lækkaðar.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. október 2018, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2018 og 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018. Einnig er lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. október 2018. R18010028

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk gekk brösuglega í byrjun. Nú hefur stór verktaki farið í gjaldþrot og Strætó bs. leyfir framsal á þjónustusamningnum án þess að bjóða verkið út. Ekki er ljóst af fyrirliggjandi gögnum að þetta sé lögmætur gjörningur þrátt fyrir að notast sé við gamla kennitölu en ekki nýja en tekið er fram að kt. Far-vel ehf. er frá 1999. Rétt væri fyrir borgarráð að fá nánari upplýsingar um þetta mál, s.s. hvort starfsmenn hafi fengið greidd laun að fullu og lögboðin gjöld hafi verið greidd. Þá vaknar spurning um hvernig er staðið að útboðum á samningum hjá Strætó bs., hvort þau geti leitt til gjaldþrota.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við nýjan samning Strætó bs. við fyrirtækið Far-vel. Í minnisblaði sem gert var fyrir Strætó bs. kemur fram „að báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi“. Í grein 0.2.7 í skilmálum rammasamningsútboðsins segir að Strætó bs. getur hafnað umsókn fyrirtækis ef skoðun á viðskiptasögu stjórnenda og helstu umsækjenda leiði í ljós nýlegt greiðslu- eða gjaldþrot er varðar umsækjanda, stjórnendur eða eigendur hans. Enginn vafi leikur á að þetta ákvæði á við og hafna ég því að gerðir verði samningar við Far-vel. Í lögfræðiálitinu er smávægilega minnst á úrskurð kærunefndar útboðsmála nr. 3/2015, sem inniheldur nákvæmlega sömu málsástæður og nú og við sömu einstaklingana/fyrirtæki á annarri kennitölu, sjá hér: https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=d632b9cb-606b-11e8-942c-005056bc530c Í þessum úrskurði kemur fram það álit kærunefndar útboðsmála að Strætó bs. sé skaðabótaskylt gagnvart kærendum. Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum. Ljóst er að ekki hafi verið tekið á málinu af festu en staðfestar fréttir bárust t.d. af ótryggðum ökutækjum Prime Tours. Mikilvægt er að sátt ríki um starfsemi Ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkur Íslands setur athugasemd við hugmyndina um útboð ferðaþjónustunnar við fatlað fólk. Þó að mikilvægt sé að ekkert rof komi í þessa þjónustu eru sósíalistar þeirrar skoðunar að Strætó bs. eigi að reka þessa þjónustu beint sjálf, með fastráðnu starfsfólki í stað þess að bjóða verkefnið út. Ef til gjaldþrota kemur hjá því verktakafyrirtæki sem falið er að sjá um þessa mikilvæga þjónustu við fatlað fólk, setur Strætó bs. sem er opinbert fyrirtæki þjónustuna mögulega í uppnám. Nú nýlega má nefna að fyrirtækið Prime Tours ehf. sem sá um umrædda þjónustu, varð gjaldþrota og rammasamningur fyrirtækisins við Strætó var framseldur til Far-vel ehf. Að sögn bílstjóra Strætó bs. er það fyrirtæki byggt á sömu aðilum fyrirtækisins og finna má hjá Prime Tours og umræða hefur komið fram um að svo virðist sem um kennitöluflakk þessara aðila sé að ræða. Hlutverk borgarinnar er að byggja upp trausta og örugga þjónustu en í þessu tilfelli virðist útvistun hafa leitt til óöryggis og upplausnar. Því telur fulltrúi Sósíalistaflokksins að ekki sé hægt að treysta á utanaðkomandi fyrirtæki til þess að sinna þessari þjónustu og að hagur notendanna sé best fólginn í því að Strætó bs. sjái beint um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R18100385

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Reykjavíkurborg er ekki með aðgengilegar upplýsingar um heildarlaun kjörinna fulltrúa fyrir borgarbúa, líkt og Alþingi gerir aðgengilegt fyrir fólkið í landinu. Því er óskað eftir að upplýsingar um heildarlaun og greiðslur til borgarstjóra, formanns borgarráðs og forseta borgarstjórnar liggi fyrir á næsta fundi borgarráðs, sbr. fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem liggur inni í embættisafgreiðslum borgarstjórnar. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins leggur fram þá bókun að enn er óafgreidd tillaga sem vísað var á velferðarráð og varðar að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar sem er í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík. Nú er búið að samþykkja bráðabirgðaúrræði fyrir einstaklinga sem búa á tjaldsvæðinu í Laugardal og eru búnir að útvega sér hjólhýsi eða húsbíl. Þessu bráðabirgðaúrræði lýkur 15. apríl 2019. Það er mjög mikilvægt að farið verði að huga að staðsetningu til framtíðar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R18010041
    Samþykkt að veita Jólahátíð fatlaðra styrk að upphæð 350.000 kr.
    Öllum öðrum styrkumsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18110013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að veita fjölmörgum félögum og fyrirtækjum veitingaleyfi og þar með áfengisleyfi. Sum þessara leyfa eru í miðborginni. Flokkur fólksins ætlar í sjálfu sér ekki að agnúast út í þessi ákveðnu leyfi en vill nota tækifærið til að minna á að kvartað hefur verið yfir hávaðamengun í miðborginni vegna skemmtana og alls kyns viðburða sem valda miklum hávaða sem oft glymur fram á nótt. Hér er bæði verið að vísa í skemmtanaleyfi sem eru til langs tíma en ekki síður tímabundin. Þegar allt kemur saman má segja að miðborgin sé að verða einn partístaður enda hefur fjöldi vínveitingarleyfa í borginni margfaldast. Minnt er á að í miðborginni býr fólk, fjölskyldur með börn. All margir hafa reynt að benda á að eftirliti með reglugerð um þessi mál er ekki fylgt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2018, varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja ÍR í Suður-Mjódd þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili áframhaldandi undirbúning og framkvæmdir. R16100021
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð fagnar því að fjölnota knatthús verði að veruleika á svæði ÍR í Suður-Mjódd. Borgarráð undirstrikar mikilvægi þess að áform byggingarnefndar um sparnað í öðrum áfanga verkefnisins nái fram að ganga, án þess að ganga á gæði þess, líkt og segir í minnisblaði nefndarinnar og áréttar að síðari áfangi komi til kasta borgarráðs eftir að hönnun liggur fyrir, en áður en útboð fari fram, með nýju og endurskoðuðu kostnaðarmati.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar D, M og F leggja ríka áherslu á að efla íþróttastarf í Breiðholti. Áform um byggingu fjölnota íþróttahúss fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur eru mikilvæg skref á þeirri vegferð. Í Breiðholti býr fjölbreyttur hópur barna, með ólíkan félagslegan bakgrunn. Þar búa einnig mörg börn með annað móðurmál en íslensku. Það er mikilvægt að auka tíma þeirra í íslensku málumhverfi svo þau aðlagist vel í leik og starfi. Þar gegna íþróttir og tómstundir mikilvægu hlutverki. Kannanir sýna að börn í borgarhlutanum nýta síður frístundakort Reykjavíkurborgar. Það er áhyggjuefni. Það er því mikilvægt að samhliða byggingu íþróttahússins verði kannaðar leiðir til að fjölga þeim börnum hverfisins sem nýta aðstöðuna. Við leggjum ríka áherslu á mikilvægi þess að bygginganefnd leiti leiða til að ná fram raunhæfum sparnaði við verkefnið. Komið skal í veg fyrir að framkvæmdin fari úr hófi framúr áætlunum.

    Ámundi Brynjólfsson og Yrsa Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2018, varðandi tillögu að menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 ásamt fylgiskjölum. R17010123
    Samþykkt.
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030 endurspeglar mikinn metnað og framsýni skólasamfélagsins í Reykjavík fyrir hönd barna og ungmenna í borginni. Kjarni menntastefnunnar er valdefling barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu með áherslu á að efla tiltekna hæfniþætti sem skólasamfélagið hefur sett í forgang. Þeir lúta að félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði og undirstrika þá áherslu á heildstæða menntun og þroska barna sem einkennir stefnuna í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er í góðu samræmi við aðalnámskrár leik- og grunnskóla og frístundastefnu borgarinnar. Þá fylgja stefnunni almennar aðgerðir sem snerta á mörgum mikilvægustu viðfangsefnum menntamála á komandi árum, s.s. aukinni áherslu á náttúruvísindi og stærðfræði; eflingu list- og verknáms; einföldun og eflingu stoðþjónustu við börn með sérstakar þarfir; aukið faglegt samstarf og starfsþróun starfsmanna og umbætur er lúta að endurbótum á húsnæði og öðru vinnuumhverfi starfsfólks. Stefnan er afrakstur víðtæks samstarfs nemenda, foreldra, kennara, skólastjórnenda, almenns starfsfólks, kjörinna fulltrúa,  innlendra og erlendra ráðgjafa á undanförnum tveimur árum þar sem þúsundir einstaklinga hafa lagt hönd á plóginn. Menntastefnan gengur nú til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn og er gert ráð fyrir fjármagni til að hefja innleiðingu stefnunnar á næsta ári.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins vill benda á nokkur atriði í tengslum við menntastefnuna. Það sem skiptir mestu máli er að börnum líði vel í skólanum. Til að svo megi vera þarf að huga að mörgu s.s. að námsefni sé við hæfi, að börn fái tækifæri til að læra að lesa með þeirri aðferð sem hentar þeim sem einstaklingi og að þau séu að finna sig meðal jafningja ekki einungis námslega heldur einnig félagslega. Sum börn læra að lesa með sjónrænum aðferðum meðan öðrum hentar hefðbundnari lestraraðferð. Þetta þarf að virða. Miklu fé er varið í sérkennslu sem er hið besta mál. En ávallt þarf að spyrja hvort sérkennslan sé vel skilgreind og einstaklingsmiðuð. Mikilvægt er að barn fái viðhlítandi greiningu áður en það fer í sérkennslu til þess að hægt sé að haga sérkennslunni þannig að hún mæti þörfum barnsins. Einnig þarf að árangursmæla sérkennsluna fyrir hvert barn til að hægt sé að endurbæta hana eftir þörfum og á forsendum barnsins. Flokkur fólksins hefur einnig áhyggjur af því að ekki sé verið að taka alvöru skref í að eyða biðlista til skólasálfræðinga og enn sé allt of mikið bil milli barna sem þarfnast sálfræðiþjónustu og skólasálfræðinganna. Biðlisti í sálfræðiviðtöl og í greiningu sem ákveðið hefur verið að barnið þurfi er enn margir mánuðir.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að fjármagn fylgi fyrirheitum. Í drögum að menntastefnu er gert ráð fyrir áherslu á sköpun og listir. Ekki er að sjá þessa áherslu í frumvarpi til fjárhagsáætlun 2019. Þvert á móti eru grunnfjárhæðir vegna tónlistarkennslu og skólahljómsveita lægri að krónutölu. Mikilvægt er að enginn vafi leiki á að áherslur skili sér í fjárheimildum og endanlegri fjárhagsáætlun borgarinnar. Þá er mikilvægt að skólum sé ekki mismunað eftir rekstrarformum og sjálfstæðir skólar fái fjármagn til jafns við borgarrekna. Slíkt bætir jöfn tækifæri barna.

    Fylgigögn

  10. Lagður fram úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 30. október 2018, í máli E-408/2018: Trausttak ehf. gegn Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg. R18020074

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga segir að skatthlutfall fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði skuli vera að hámarki 1,32% af fasteignamati ásamt lóðaréttindum. Lögin veita þó heimild til að innheimta 25% álag. Reykjavíkurborg beitir þessu álagi og innheimtir því 1,65% af fasteignamati, sem er það hámark sem lög leyfa. Félag atvinnurekenda hefur greint frá því að í greinargerð með lögum um tekjustofna sveitarfélaga komi fram að álag á fasteignaskatta eigi að vera endurgjald fyrir veitta þjónustu, innheimtan sé hugsuð sem fasteignagjöld, en ekki eiginlegir eignaskattar. Það er því áhugavert, og kannski ámælisvert, að þegar FA innti Reykjavíkurborg eftir svörum um skýringar á innheimtu álagsins, hafi borgin ekki geta veitt neinn efnislegan rökstuðning sem sýndi fram á að beiting álagsins væri nauðsynleg vegna kostnaðar við að veita fyrirtækjum borgarinnar þjónustu. Af þessum ástæðum og fleiri, höfðaði Trausttak dómsmálið sem um ræðir. Fyrirtækið á u.þ.b. 80 fermetra fasteign í Kringlunni. Fasteignamat eignarinnar var árið 2014 40,5 milljónir og voru greiddar 667.590 krónur í fasteignagjöld. Árið 2017 hafði fasteignamat og þar með fasteignaskattar vegna eignarinnar hækkað sem nam 98% frá árinu 2014. Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. nóvember 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 31. október á tillögu að göngugötum yfir Iceland Airwaves 7.-10. nóvember 2018. R18110030
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Fram fer kynning á skýrslu Mannvits um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. R18010028
    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram áskorun heiðursborgara Reykjavíkur, Vigdísar Finnbogadóttur, Þorgerðar Ingólfsdóttur og Friðriks Ólafssonar, dags. 25. september 2018, um Víkurgarð við Aðalstræti. Einnig er lagður fram til kynningar tímaás um Víkurgarð og greinargerð borgarlögmanns um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi Landsímareits, dags. 20. mars 2018. R16050188
    Frestað.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Lítil virðing hefur verið borin fyrir hinum forna Víkurkirkjugarði í miðborg Reykjavíkur í gegnum tíðina. Garðurinn var áður til prýði en hefur horfið undir bílastæði, steinhellur, lagnir og söluvagna. Nú liggja fyrir áform um friðlýsingu og það ferli ber að virða. Mikilvægt er að raska ekki garðinum meira en nú er og stefna á að umgjörð Víkurkirkjugarðs verði með þeim hætti að hæfi þessum merka og forna reit. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins leggst gegn því að byggt verði hótel á þessu svæði. Víkurgarður og nánasta svæði þar í kring hefði átt að fá að vera í friði enda svæði sem er mörgum kært. Gróðavon og stundarhagsmunir er það sem virðist ráða för hér á kostnað staðar sem er helgur og hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga. Af hverju mátti þessi litli blettur ekki fá að vera í friði og þeir sem þar hvíldu, hvíla þar í friði? Fjarlægðar hafa verið minjar í þessum tilgangi og þykir Flokki fólksins að sá gjörningur hafi verið mistök og allt of langt gengið enda ekki skortur á byggingarsvæði. Flokkur fólksins tekur undir og styður áskorun frú Vigdísar Finnbogadóttur og þriggja heiðursborgara sem mótmæla þessari framkvæmd og skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels á þessum bletti.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fundað verður með heiðursborgurum og fjallað aftur um málið í borgarráði að þeim fundi loknum. Þó er rétt að árétta að það deiliskipulag sem liggur fyrir yfirstandandi framkvæmdum til grundvallar var niðurstaða alþjóðlegrar skipulagssamkeppni og var samþykkt af fulltrúum allra flokka í borgarstjórn nema Vinstri grænna árið 2013. Byggingarreiturinn sem um ræðir hefur verið skilgreindur sem slíkur frá samþykkt Kvosarskipulagsins árið 1987, í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Hann gengur þó ekki yfir hinn gamla Víkurgarð, eins og hann hefur verið afmarkaður í deiliskipulagi og af Minjastofnun. Þá er rétt að árétta að Reykjavíkurborg og Minjastofnun hafa undirbúið hönnunarsamkeppni um nýja útfærslu garðsins til að gera sögu hans og mikilvægi hátt undir höfði.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 4. október 2018, þar sem tilkynnt er um að stofnunin hafi hafið undirbúning að tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra að friðlýsingu Víkurgarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Einnig eru lagðar fram til kynningar athugasemdir Reykjavíkurborgar við erindið, dags. 26. október 2018. R16050188

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Lítil virðing hefur verið borin fyrir hinum forna Víkurkirkjugarði í miðborg Reykjavíkur í gegnum tíðina. Garðurinn var áður til prýði en hefur horfið undir bílastæði, steinhellur, lagnir og söluvagna. Nú liggja fyrir áform um friðlýsingu og það ferli ber að virða. Mikilvægt er að raska ekki garðinum meira en nú er og stefna á að umgjörð Víkurkirkjugarðs verði með þeim hætti að hæfi þessum merka og forna reit.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. október 2018, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um húsnæði fyrir starfsemi Hins hússins að Rafstöðvarvegi 7-9. R18100320
    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning í ljósi þess að núverandi húsnæði Hins hússins hefur verið sagt upp af leigusala. Lögð verði áhersla á samráð við notendur við útfærslu húsnæðisins, rætt verði við Strætó um góðar almenningssamgöngur sem geti líka nýst til útivistar í Elliðaárdal og áhersla lögð á gott aðgengi og algilda hönnun. Þá verði skoðaðir möguleikar á að starfsemi Hins hússins geti verið með viðburði og starfsemi um lengri eða skemmri tíma víðar í borginni eftir því sem tilefni er til og notendur kalla á.

    Markús Heimir Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 29. október 2018, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á samningi við Matarhátíð Reykjavíkur. R18040180
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2018, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða þátttöku formanns borgarráðs í Sharing Cities Summit og Smart City Expo World Congress í Barcelona 12.-15. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum. R17100199

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. nóvember 2018, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra á ráðstefnu GovTech í París 12. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum. R18010150

    Fylgigögn

  19. Lagt til að Huld Ingimarsdóttir taki sæti í hússtjórn Borgarleikhússins í stað Örnu Schram. R18090149
    Samþykkt.

    Eyþór Laxdal Arnalds víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

  20. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-ágúst 2018. R18010076

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2018:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að skora á ríkisvaldið að beita sér fyrir afnámi fjármagnstekjuskatts á sveitarfélög, sjá meðfylgjandi greinargerð sem unnin er út frá upplýsingum frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18100261
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna hugmyndum um skattalækkanir. Þær mættu líka snúast um álögur borgarinnar. Fjármagnstekjuskattur hækkaði nýlega úr 20%  í 22% en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að taka eigi samhliða fjármagnstekjuskatt til endurskoðunar.

    -    Kl. 12:50 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum. 

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir tvíbýlishús að Gefjunarbrunni 16. R18090230
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir tvíbýlishús að Iðunnarbrunni 15. R18050207
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 5-11. R18050195
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 13-17. R18090209
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 19-27. R18050196
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 19. R18090242
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 96. R18090245
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að afturkalla lóðarúthlutun til Búseta hses. á reit C1 sem liggur við Skyggnisbraut 21-23, Gæfutjörn 18 og Silfratjörn 1-3, ásamt fylgiskjölum. R17100151
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita VR vilyrði fyrir úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á reit C1 sem liggur að Skyggnisbraut 21-23, Gæfutjörn 18 og Silfratjörn 1-3. R18110012
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð fagnar samstarfi við nýtt óhagnardrifið leigufélag VR og hlakkar til að sjá uppbyggingu á þess vegum verða að veruleika.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili útgáfu tímabundinna lóðarleigusamninga vegna lóða í Skeifunni til allt að 5 ára. R18100335
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að starfshópur um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur fái umboð til að ræða við hlutskörpustu hópana í verkefninu, sbr. áfangaskýrslu hópsins. Markmið viðræðnanna verði útgáfa formlegra lóðavilyrða og í kjölfarið lóðaúthlutana með þeim skilyrðum og kvöðum sem skilgreind verða í hverju tilviki fyrir sig til að markmið verkefnisins náist. Haft verði samráð við embætti borgarlögmanns við undirbúning vilyrða og samninga. R17100200

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fagna þessum mikilvæga áfanga í að auka framboð húsnæðis á viðræðanlegu verði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og hvetur til þess að markvisst verði unnið að undirbúningi lóðavilyrða og úthlutana þessara spennandi lóða til að uppbygging og markmið verkefnisins verði að veruleika sem fyrst.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hugmyndir um hagkvæmt húsnæði hafa ekki skilað sér enn í hagkvæmu húsnæði. Ljóst er af kynningum að umsækjendur gera sér væntingar um lægri gjöld frá borginni en lagt er upp með. Ljóst er að há gjöld og kvaðir af hálfu borgarinnar hafa torveldað byggingu hagkvæms húsnæðis. Vonandi verður breyting hér á.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í tillögu um umboð til starfshóps um ódýrar íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur er lagt til „að starfshópur um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur fái umboð til að ræða við hlutskörpustu hópana í verkefninu, sbr. áfangaskýrslu hópsins. Markmið viðræðnanna verði útgáfa formlegra lóðavilyrða og í kjölfarið lóðaúthlutana með þeim skilyrðum og kvöðum sem skilgreind verða í hverju tilviki fyrir sig til að markmið verkefnisins náist. Haft verði samráð við embætti borgarlögmanns við undirbúning vilyrða og samninga.“ Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að þar verði ekki gerðir samningar við hagnaðardrifna leigufélagið Heimavelli sem í krafti stærðar sinnar hefur haft mikil neikvæð áhrif á leigumarkaðinn, sem er leigjendum ekki til bóta. Þess má geta að frá því að Heimavellir tóku til starfa í febrúar 2015 hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40 prósent. Þó umrætt verkefni um ódýrar íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur sé háð skilyrðum um að leigufélagið megi ekki hækka leigugjald fyrirhugaðra íbúða á Veðurstofureitnum, nema með leyfi borgarinnar, þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji ekki enn frekar við slík hagnaðardrifin leigufélög í þeirri gríðarlegri húsnæðiskreppu sem við búum nú við.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 5. nóvember 2018, varðandi áframhaldandi úrvinnslu ábendinga innri endurskoðunar um stjórnskipulega stöðu og verkefni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, ásamt fylgiskjölum. R15060008
    Frestað.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 22. október 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samsetningu starfsfólks í borgarreknum leikskólum, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. R18090145

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Eins og kemur fram í svari við fyrirspurninni þá eru rúmlega 1800 starfsmenn leikskóla í borginni. Þetta er fjölbreyttur hópur með margvíslega menntun og reynslu að baki og allir þessir einstaklingar vinna mikilvæg störf með börnum. Leikskólakennarar eru tæpur þriðjungur þessara, fjórðungur hefur aðra háskólamenntun, margir í uppeldis- og menntunarfræðum, og ríflega þriðjungur er ófaglærður. Mikilvægt er að fjölga leikskólakennurum og að því er unnið, m.a. í samstarfi ríkis, háskóla og borgarinnar. Sömuleiðis þarf að fjölga körlum í starfsliði leikskólanna, bæta kjör starfsfólks og halda áfram að bæta vinnuumhverfi starfsfólks en þegar hefur nærri 1,2 milljörðum króna verið varið í aðgerðir í þá veru, s.s. með fjölgun undirbúningstíma og starfsmannafunda, fjölgun starfsfólks á eldri deildum, stækkun rýmis fyrir leik og starf, endurbætur á húsnæði o.s.frv.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 26. október 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um afgreiðslu á tillögu um stofnun félags strætófarþega, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. október 2018. R18060132

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

    Á fyrsta borgarstjórnarfundi þann 19. júní lagði fulltrúi Sósíalistaflokksins fram tillögu um stofnun félags strætófarþega hjá Strætó bs. og að fulltrúar þess fengu áheyrnarsetu í stjórn Strætó. Tillagan var sett fram til að leitast við að auðvelda notendum strætó að hafa áhrif á þjónustuna og tryggja að þarfir og væntingar þeirra sem treysti á strætó móti uppbyggingu þjónustunnar. Sú tillaga virðist hafa borist stjórn Strætó í kringum 21. júní en var ekki tekin fyrir á fundi fyrr en þremur mánuðum síðar, 21. september. Þar komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega og vísaði m.a. í gott samstarf við Hollvinasamtök Strætó en vilji þeirra samtaka er að tala fyrir hagsmunum notenda strætó. Stjórn Strætó greinir frá því að hafa ákveðið að bjóða Hollvinasamtökunum að koma á fund stjórnar a.m.k. einu sinni á ári. Í framhaldi lagði ég fram fyrirspurn til stjórnar Strætó til að athuga hvort að sú ákvörðun um að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega, hafi verið tekin í samráði við Hollvinasamtök Strætó. Svo var ekki og kemur það mér á óvart að Strætó hafi ekki viljað grípa kjörið tækifæri til að auka samráð við notendur þjónustunnar.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 31. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti Reykjavíkurborgar við Félagsbústaði eftir álit umboðsmanns Alþingis, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18090090
    Frestað.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram að nýju svar fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um útlistun á umfangi útvistunar, um upphæð greiðslu fyrir þjónustu útvistunar verktakasamninga við launafólk, um þróun á umfangi útvistunar verktakasamninga og aðkeyptri þjónustu síðustu 10 ár, og um yfirlýsingu fyrir bjóðendur í verk hjá Reykjavíkurborg, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. R18060137

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 2. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um innheimtu Strætó á húsaleigu, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. október 2018. R18100295

    Fylgigögn

  39. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samskipti milli óhagnaðardrifinna leigufélaga og borgarstjóra og formanns borgarráðs, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080156

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Erindi Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins Bjargs, til borgarstjóra rennir stoðum undir málflutning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hátt byggingarréttargjald leggist meðal annars þungt á leigufélög á borð við Bjarg. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa margoft áður bent á þessa staðreynd, Í ábendingum Sjálfstæðisflokks kom fram að byggingarréttargjaldið sé stór hluti vandans, en það er 45.000 kr. á fermetra á leigufélög eins og Bjarg eða 4,5 miljónir á 100 fermetra íbúð. Það þýðir meira en 200 þúsund króna hærri leigu á ári en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir lægri byggingarréttargjöldum almennt enda leggst kostnaður við byggingarréttargjald með fullum þunga á leigjendur og er borgin með þessum hætti að leggja þungar álögur á leigutaka í borginni. Framkvæmdastjóri Bjargs segir í erindi sínu: „Bestum árangri væri náð með því að fella gjaldið [byggingarréttargjaldið] alveg niður.“ Í þeim kjaraviðræðum sem nú eru fram undan mun reyna mjög á húsnæðismál. Bent hefur verið á að ábyrgð borgarinnar er mikil í þessum efnum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu eftir að samskipti milli óhagnaðardrifinna leigufélaga og borgarstjóra og formanns borgarráðs yrðu lögð fram fyrir 70 dögum síðan í dag eða hinn 30/08/2018 sl. Eingöngu einn tölvupóstur er lagður hér fram. Óskað er eftir að frekari gögn verði lögð fyrir næsta fund.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Bókun Sjálfstæðisflokksins er villandi þar sem mikilvægt er að halda til haga að á móti byggingaréttargreiðslum uppbyggingaraðila eins og Bjargs kemur greiðsla á stofnframlagi úr borgarsjóði. Heildarniðurstaðan er því að Bjarg fær úthlutað lóðum á gatnagerðargjöldum. Það ásamt stofnframlögum ríkisins tryggir að viðkomandi uppbyggingaraðilar geti boðið leiguíbúðir á viðráðanlegu verði í samræmi við markmið laga um almennar íbúðir. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er ekkert villandi við þá skýru afstöðu sem kemur fram í bréfi Bjargs um að byggingarréttargjaldið íþyngjandi. Þrátt fyrir stofnframlög Reykjavíkur er þetta staðreynd. Þá eru stofnframlög endurkræf og hefur það áhrif. Ef eitthvað er villandi er það þegar skautað er framhjá gjöldunum í umræðunni. Þau valda því að Bjarg á erfitt með að láta dæmið ganga upp. Þá vekur athygli að Búseti skilar lóðum á þessum fundi borgarráðs. Vilyrði og væntingar skila sér seint. Þá vekur sérstaka athygli að borgarstjóri hafi ekki svarað Bjargi fimm mánuðum eftir að bréfið barst.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á innheimtu hjá borginni, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 23. október 2018 R18090082
    Synjað.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að umfang útvistunar verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga sé kannað, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið, ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneyti-, ræstingum- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði, til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  42. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að könnuð verði áhrif útvistunar á kjör launafólks, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíku fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að umfang útvistunar sé kannað, þ.e. fjöldi starfsfólks, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  44. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að talað verði við einstaklinga sem starfa í gegnum verktakasamninga eða starfsmannaleigu, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. nóvember 2018. R18060137
    Synjað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistaflokkurinn þakkar fyrir umsagnir fjármálastjóra og þá mikla vinnu sem fór í að kalla eftir svörum vegna umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarsjóðs. Í samvinnu við fjármálasvið ákváðu fyrirspyrjendur að einblína á starfsfólk í mötuneytis-, ræstinga- og akstursþjónustu. Umsagnirnar varpa ítarlegu ljósi á margar starfsstöðvar en Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá allar framlagðar tillögur varðandi umrætt efni samþykktar í borgarráði til að fá fullnægjandi svör við öllum upphafsspurningum varðandi umfang útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í öllum stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að, til að tryggja yfirsýn yfir allar starfsstöðvar sem Reykjavíkurborg kemur að. Þar væri einnig hægt að byrja á því að einblína á starfsfólk mötuneytis-, ræstinga-, og akstursþjónustu. Þá eru svör fyrirtækja og sviða sem fjármálastjóri kallaði eftir misgreinargóð, SHS greinir t.d. ítarlega frá stöðu starfsfólks en erfiðara er að greina stöðu starfsfólks á meðal þeirra ólíkra fyrirtækja sem starfað hafa við akstursþjónustu fyrir SFS og ekki er skýrt hvaða fyrirtæki starfa nú við akstursþjónustuna. Sósíalistaflokkurinn telur ákaflega mikilvægt að allar staðreyndirnar um starfsfólkið sem kemur að vinnu fyrir borgina í gegnum útvistun, starfsmannaleigur eða mögulega verktakasamninga séu alveg á hreinu.

    Fylgigögn

  45. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg hverfi frá áformum sínum um samstarf við Heimavelli vegna íbúðauppbyggingar á Veðurstofureitnum. Í krafti stærðar sinnar hefur hagnaðardrifna leigufélagið Heimavellir haft mikil neikvæð áhrif á leigumarkaðinn, sem er leigjendum ekki til bóta. Þess má geta að frá því að Heimavellir tóku til starfa í febrúar 2015 hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40 prósent. Þó að skilyrði séu sett um að leigufélagið megi ekki hækka leigugjald íbúða á Veðurstofureitnum, nema með leyfi borgarinnar, þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji ekki ennfrekar við hagnaðardrifin leigufélög í þeirri gríðarlegru húsnæðiskreppu sem við búum nú við. R18110014

    Frestað.

    Fylgigögn

  46. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að láta birta á vef Reykjavíkurborgar lista með upplýsingum um allar nefndir, ráð og starfshópa á vegum borgarinnar. Þar skulu jafnframt koma fram upplýsingar um það  hvort um launuð störf sé að ræða og þá fjárhæð þóknana. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110058
    Frestað.

  47. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fela borgarstjóra að fara þess á leit við formenn flokka á Alþingi að skipulagðir verði tveir fundir á ári þar sem oddvitar flokka borgarstjórnar og formenn flokka Alþingis hittast til að ræða málefni sem eru sameiginleg ríki og borg.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110059
    Frestað.

  48. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að tryggja að eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni verði fylgt til hins ítrasta og hafa þá í huga a) Leyfisveitingar þurfa að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008. Oftar en ekki eru leyfi samþykkt umfram tíma sem tengist næturró, sem gildir frá klukkan 23 til 7, samkvæmt reglugerð. Einnig er áberandi að hávaðamörkum fyrir þann tíma er ekki fylgt. Til dæmis fær Airwaves tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2 föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðarlega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar. b) Mikilvægt er að beita viðurlögum, sektum og leyfissviftingum þegar leyfishafi brýtur lög og reglur um hljóðvist og hávaðamengun. Í dag eru leyfi veitt ár eftir ár þrátt fyrir brot á reglugerð, sem hefur bein áhrif á lýðheilsu íbúanna. c) Íbúalýðræði, grenndarkynningar og samstarf við íbúasamtök þarf að vera virkt og lausnamiðað með hag íbúa miðborgar í huga. d) Gera þarf skýran greinarmun á vínveitingaleyfi og hávaðaleyfi sem tengist reglugerð um hljóðvist og hávaðamengun. e) Hátalarar utan á húsum skemmtistaða og veitingastaða miðborgar verði fjarlægðir.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110060
    Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

  49. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að leggja það til við stjórn Félagsbústaða að fyrirtækið setji sér þjónustustefnu með áherslu á notendamiðaða hönnun. Notendamiðuð hönnun felst í því að þjónustu skal hanna og skipuleggja út frá þörfum og sjónarhorni notenda hennar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110061
    Frestað.

  50. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fara þess á leit við stjórn Félagsbústaða að samdar verði sérstakar siðareglur varðandi samskipti starfsfólks Félagsbústaða Reykjavíkurborgar við leigutaka Félagsbústaða og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Siðareglur virðast ekki vera til hjá Félagsbústöðum eftir því sem næst er komist.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110062
    Frestað.

  51. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins vill leggja þrennt til í sambandi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn: 1. Að öll börn á leikskólaaldri fái frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ekki bara þau sem eru yngri en 5 ára. 2. Að ekki verði krafist sérstakrar gjaldtöku í leiktæki eins og hringekjuna 3. Að farið verði þess á leit við stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins/ÍTR að gert verði sérstakt átak í að laða gesti að garðinum um helgar sérstaklega yfir vetrartímann.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110063
    Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

  52. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að skoðað sé hvernig afgreiðslu ábendinga og fyrirspurnir sem borist hafa í lýðræðisgátt borgarinnar og/eða sem borist hafa á ábendingarvefinn og kannað hverju af þessu hefur verið:1. Svarað 2. Er komið í ferli 3. Er komið í framkvæmd 4. Annað

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18110064
    Frestað.

  53. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgarstjórnarfundir hefjist kl. 9 1. og 3. þriðjudag í mánuði í stað kl. 14. Eins og ljóst er orðið þá eru borgarstjórnarfundir langir fundir og vara oft í allt að 10 tíma og jafnvel meira. Undir kvöld eru borgarfulltrúar orðnir þreyttir og einbeitingin farin að minnka. R18110065

    Vísað til meðferðar forsætisnefndar.

  54. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Lagt er til að stjórnarandstöðuflokkarnir fái seturétt fyrir aðstoðarmann sinn á fundum borgarráðs, án tillöguréttar og málfrelsis, til aðstoðar flokkunum. Slíkt fyrirkomulag myndi tryggja jafnræði milli flokkanna þar sem aðstoðarmaður borgarstjóra situr fundi borgarráðs meirihlutanum og borgarstjóra til aðstoðar. Hafa verður í huga að borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald og því rétt í því ljósi að jafnræðis sé gætt á fundum borgarráðs og það tryggt að ekki sé aðstöðumunur milli flokkanna. R18110066

    Frestað.

  55. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Hvenær er áætlað að börn í Úlfarsárdal flytji yfir í Dalaskóla til náms? R18110067

  56. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    1. Hvað kostuðu yfirborðs framkvæmdir á Miklubraut gegnt Klambratúni, og í nágrenni hennar sem fellur á Reykjavíkurborg? 2. Fór verkið í útboð og hver var kostnaðaráætlunin? Óskað er eftir gögnum sem staðfesta spurningu 2. R18110068

  57. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    1. Hvað kosta framkvæmdirnar sem nú standa yfir á Miklubraut neðan við Rauðagerði? 2. Fór verkið í útboð og hver var kostnaðaráætlunin? Óskað er eftir gögnum sem staðfesta spurningu 2. R18110069

    -    Kl. 13:40 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum.

  58. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    1) Er byrjað að lagfæra húsnæði Reykjavíkurborgar á Hesthálsi sem hýsa mun aðalstarfsemi Strætó í framtíðinni? 2) Ef svo er, hver er kostnaður við þessa lagfæringu. 3) Hver er leiga per mánuð á þessu húsnæði fyrir Strætó fyrstu 6 mánuðina og síðan næstu 12 mánuðina þar á eftir. 4) Hver er núverandi leiga Strætó? 5) Hvað er söluverð húsnæðis Stætó við Þönglabakka? R18110070

  59. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Nú var tilkynnt í gær um ráðningu forstöðumanns höfuðborgarstofu. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig var staðið að ráðningarferlinu, var staðan auglýst og hver voru hæfnisskilyrði?  R18110071

Fundi slitið klukkan 13:50

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

Marta Guðjónsdóttir