No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2018, föstudaginn 2. nóvember, var haldinn 5522. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:55. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Káradóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2019-2023. Kynntar eru starfs- og fjárhagsáætlanir menningar- og ferðamálasviðs, mannréttindaskrifstofu og miðlægrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanir SORPU, Strætó, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, Faxaflóahafna, Íþrótta- og sýningarhallarinnar, Malbikunarstöðvarinnar Höfða og Félagsbústaða.
- Kl. 11:00 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
- Kl. 11:40 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
- Kl. 13:45 víkur borgarstjóri af fundinum.
- Kl. 14:16 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Egill Þór Jónsson tekur sæti.
- Kl. 14:18 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum og Baldur Borgþórsson tekur sæti.
- Kl. 14:48 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.Pawel Bartoszek, Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn H. Halldórsson, Guðrún Eva Jóhannesdóttir, Björg Fenger, Ástríður Þórðardóttir, Sigríður Harðardóttir, Óli Jón Hertervig, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Gíslason, Ómar Einarsson, Halldór Torfason, Haraldur Flosi Tryggvason, Sigrún Árnadóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Stefán Eiríksson, Sigurður Páll Óskarsson og Óskar Sandholt taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019, ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagt fram bréf fjármálaskrifstofu vegna trúnaðar á gögnum, dags. 31. október 2018.
Vísað til borgarstjórnar.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 6. nóvember 2018 kl. 14:00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2018.
-
Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023, ásamt greinargerð.
Vísað til borgarstjórnar.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 6. nóvember 2018 kl. 14:00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2018.
Fundi slitið klukkan 16:55
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Marta Guðjónsdóttir