Borgarráð
Ár 2018, fimmtudaginn 4. október, var haldinn 5517. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:10. Viðstödd voru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. september 2018. R18010023
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. ágúst og 19. september 2018. R18010026
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er ámælisvert að forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur fái greidd full laun í leyfi sem hann sjálfur óskaði eftir. Þessi ákvörðun gefur slæmt fordæmi fyrir aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar komi áþekk staða upp. Einnig vill borgarfulltrúi Miðflokksins koma þeim sjónarmiðum sínum á framfæri að þau mál sem nú eru til rannsóknar hjá Orkuveitunni eru það alvarleg að ekki er á færi innri endurskoðunar Reykjavíkur að sjá um hana. Til að skapa traust á rannsókninni átti að fá óháða aðila til verksins til að rannsóknin yrði hafin yfir allan vafa.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Rétt er að árétta að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar er óháður aðili.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. september 2018. R18010028
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:
Ljóst er að ekki er full samstaða innan stjórnar Strætó bs. um að fara í vetnisverkefni. Nýlega var farið í að nýta rafmagnsvagna og áhugi er að nýta metan sem SORPA hefur yfir að ráða. Það er áhyggjuefni að á sama tíma og tekjuáætlanir Strætó hafa brugðist sé verið að ráðast í nýtt tilraunaverkefni með tilheyrandi kostnaði.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Strætó ber engan viðbótarkostnað vegna vetnisverkefnis enda var það ein af forsendum fyrir þáttöku Strætó í verkefninu. Stofnfjárfesting er minni en við rafmagnsvagna vegna styrkja sem koma inn í verkefnið og gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður sé sambærilegur og við að reka díselvagn. Hliðaráhrifin eru engin losun gróðurhúsalofttegunda, engin hljóðmengun og þannig betri lífsgæði fyrir íbúa höfuðborgarsvæðinsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 3. október 2018. R18060192
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 19. lið fundargerðarinnar:
Sú ákvörðun að vísa tillögu Sjálfstæðismanna frá um að gera steinbryggjuna sýnilega á þeim grundvelli að umhverfis- og skipulagssvið hafi verið byrjað að vinna að málinu verður að teljast afar hæpin. Skv. lögum eru það kjörnir fulltrúar sem eiga að taka ákvarðanir en ekki embættismenn. Hvergi sér þess stað, hvorki á vettvangi borgarstjórnar né í ráðum á vegum borgarinnar að samþykkt hafi verið að gera bryggjuna sýnilega. Með hliðsjón af því ætti ekki að vera hægt að vísa tillögunni frá. Því þarfnast þessi afgreiðsla í skipulags- og samgönguráði frekari skoðunar við og nauðsynlegt að vísa málsmeðferðinni til umsagnar ráðuneytis sveitarstjórnarmála.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18100022
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 29 mál. R18100021
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. september 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis, ásamt fylgiskjölum. R18100016
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. september 2018 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hólaland á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R18100014
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikill og viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðustu ár. Afleiðingin er að gríðarlegur fjöldi fjölskyldna hefur ekki átt annan kost en að flytjast út fyrir borgarmörkin bæði til suðurs, austurs og vesturs. Þetta sést vel á stöðum eins og í Reykjanesbæ, Hveragerði, Selfossi, Borgarnesi, Akranesi og víðar. Langflestir brottfluttra sækja eftir sem áður vinnu til Reykjavíkur. Eðlileg uppbygging á Kjalarnesi er nauðsynleg til að svæðið geti þróast á sjálfbæran og eðlilegan hátt. Óhóflegar takmarkanir á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur verulega neikvæð áhrif á þróun Kjalarness og er í andstöðu við forsendur sameiningar sveitarfélaganna fyrir 20 árum síðan. Skipulags- og samgönguráð felldi tillögu um breytingar á deiliskipulagi í landi Nesvíkur á Kjalarnesi á fundi sínum 29. ágúst sl. Það er því hreint með ólíkindum að verið sé að breyta deiliskipulagi á mörkuðu svæði í landi Hólalands á Kjalarnesi í stað þess að taka stærra svæði og deiliskipuleggja land Nesvíkur í leiðinni. Hér er ekki verið að afgreiða eins mál með sambærilegum hætti og lítum við það alvarlegum augum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir talsverðri stækkun Grundarhverfis til vesturs og norðurs. Það þýðir að á næstu árum verður hægt að byggja þar fjölda íbúða. Sú uppbygging mun styrkja Grundarhverfið og skjóta stoðum undir meiri verslun og þjónustu. Það er mikill kostur að sú byggð verður innan vaxtamarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Við teljum skynsamlegast að láta þá uppbyggingu ganga fyrir uppbyggingu við Nesvík. Hvernig uppbyggingu er háttað í borginni á að vera á forsendum borgarbúa og sjálfbærra hverfa, en ekki á forsendum aðila sem hagnast á því að farið verði í uppbyggingu á ákveðnum svæðum. Nú er að hefjast uppbygging á Kjalarnesi eftir langt stopp og fögnum við því, en það skal vera í samræmi við aðalskipulag, í tengslum við uppbyggingu þjónustu og á réttum forsendum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki reglur varðandi leigu og kaup á bifreiðum í rekstri Reykjavíkurborgar. Einnig eru lögð fram viðbrögð innkaupadeildar og umhverfis- og skipulagssviðs. R18040065
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Það er mikilvægt að Reykjavíkurborg gangi fram með góðu fordæmi og leggi ríka áherslu á að ná settum markmiðum um rafbílavæðingu eigin bílaflota.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Rafbílum hefur fjölgað afar mikið á undanförnum árum og er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi í vexti í rafbílaeign í Evrópu. Þá á Strætó bs. hæsta hlutfall rafvagna í Evrópu. Þá er fjölgun rafhleðslumöguleika í bílastæðahúsum og borgarlandinu í fullum gangi. Reykjavík er því leiðandi á öllum sviðum í rafvæðingu samgangna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. september 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóla. R18100013
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 19. september 2018 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells, ásamt fylgiskjölum. R17110067
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Úlfarsfellið er orðin ein helsta útivistarperla Reykvíkinga og vaxandi fjöldi gengur á fjallið dag hvern. Þá er Ferðafélag Íslands með skipulagðar göngur á Úlfarsfell vikulega. Það er ljóst að með þéttingu byggðar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási þá verður ekki prýði fyrir þá sem stunda útivist á Úlfarsfelli eða ekki síður hjá þeim sem búa á svæðinu af 50 metra háu fjarskiptamastri á toppi Úlfarsfells. Sjónræn áhrif verða því alltaf mikil af mastrinu. Fullt samráð þarf að vera við íbúa svæðisins og Ferðafélag Íslands þegar farið er í jafn viðamiklar framkvæmdir og fyrirhugaðar eru á Úlfarsfelli. Nú hefur komið í ljós að samráð hefur ekki átt sér stað við þá aðila sem málið varðar mestu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Miðflokkurinn leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar. Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts og íbúa borgarinnar. Það má sjá á þeim óleyfisframkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í og standa nú á Úlfarsfelli. Nú eiga téðar óleyfisframkvæmdir að vera notaðar sem helstu rökin fyrir frekari framkvæmdum. Samkvæmt upplýsingum er helsti ávinningur af framkvæmdum tengdur FM útvarpssendum. Á sama tíma eru FM rásir á undanhaldi víðast hvar í Evrópu. Málarök bera með sér að slá skuli ryki í augu almennings með fyrirheitum um útsýnipall og náttúruleg byggingarefni. Það er ekkert náttúrulegt við 50 metra hátt stálmastur sem hlaðið verður tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna ógnar við heilsu íbúa. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn, það er ósvífni. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyritækis, ekki íbúa. Afstaða Miðflokksins er skýr. Gæta verður hagsmuna íbúa og er það tillaga Miðflokksins að þessari aðför ljúki hér og vilji íbúa verði virtur og að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður án tafar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Útsýnispallurinn mun draga að gesti og er fyrsti útsýnisstaðurinn í borginni sem verður aðgengilegur öllum. Með mastrinu mun útvarpsþjónusta á svæðinu batna, almannavarnarhlutverki útvarps verður betur sinnt og að sama skapi verður aðgangur göngufólks að fjallinu ekki hindraður. Sviðsstyrkur í nágrenninu við mannvirkin verður vel undir mörkum ICNIRP-staðalsins og því hættulaus.
- Kl. 9:50 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. september 2018 á tillögu um viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til leikskólans Sælukots, ásamt fylgiskjölum. R18100005
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.Helgi Grímsson og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. september 2018 á samstarfssamningi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ásamt fylgiskjölum. R18100003
Samþykkt.Helgi Grímsson og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. september 2018 á tillögu um að gerðir verði þjónustusamningar við sjálfstætt rekna leikskóla í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R18100004
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Við fögnum endurnýjuðum samningum við sjálfstætt starfandi leikskóla. Við leggjum þó áherslu á að gengið verði enn lengra og tryggt að sjálfstæðir leikskólar og sjálfstæðir grunnskólar hljóti sömu opinberu framlög með hverju barni og borgarreknir leik- og grunnskólar. Þannig megi komast hjá skólagjöldum eða álagi á gjaldskrár og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að sækja þá ólíku skóla sem bjóðast í borginni, óháð efnahag foreldra.
Helgi Grímsson og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð skipi þrjá fulltrúa í stýrihóp um nýja ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg, ásamt drögum að erindisbréfi. R18100018
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að skipa Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, Valgerði Sigurðardóttur og Hjálmar Sveinsson í stýrihópinn.Arna Schram og Steingrímur Sigurgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 5. september 2018, varðandi flutning Björgunar ehf. frá Sævarhöfða. Einnig er lagt fram svar borgarstjóra, dags. 22. september 2018. R16060086
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. október 2018, þar sem yfirlit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga er lagt fram til kynningar. R18100025
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mikið fagnaðarefni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafi gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað talað um að forgangsraða skuli í þau verkefni áður en til gæluverkefna kemur. Þetta yfirlit er góð handbók fyrir stjórnendur borgarinnar í vinnu við fjárhagsáætlunargerð ár hvert.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga liggi nú fyrir. Einnig er mikilvægt að undirstrika að sveitarfélög sinna samkvæmt sveitarstjórnarlögum ekki einungis þeim verkefnum sem þeim eru falin lögum samkvæmt heldur skulu þau einnig vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma og sveitarfélög geta samkvæmt sömu lögum tekið að sér hvert það verkefni sem varða íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum. Á þeim lagagrundvelli sinna sveitarfélög ýmsum mikilvægum verkefnum og því ljóst að listi ráðuneytisins er ekki tæmandi upptalning.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. október 2018, þar sem sameiginleg yfirlýsing fjórtán evrópskra borga, þ.m.t. Reykjavíkurborgar, vegna ólöglegrar skammtímaleigu til ferðamanna er lögð fram til kynningar. R17100199
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavík hefur verið hluti af samstarfi hraðvaxtarborga í ferðaþjónustu. Meðal borga eru Barcelona, Berlín, Amsterdam, París og fleiri. Tilgangur þessa samráðsvettvangs er að samhæfa viðbrögð við neikvæðum áhrifum Airbnb á húsnæðismarkað þessara borga og önnur skaðleg áhrif sem slík þjónusta getur haft í för með sér. Í kjölfar fundarins var gefin út fréttatilkynning á vegum samráðsvettvangsins þar sem m.a. var krafist að sameiginleg túlkun skyldi ríkja á regluverki ESB um skammtímaleigu. Borgirnar hittust fyrr á þessu ári í Amsterdam og sammæltust um að kalla eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB í þessu tilliti í ljósi þess að skipuleggjendur skammtímaleigu vísa á Evrópusambandið þegar kemur að sjálfsagðri kröfu borganna um að umræddir skipuleggjendur deili sjálfsögðum upplýsingum um möguleg lögbrot.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta fyrir janúar - júlí 2018.
Halldóra Káradóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R18010076
-
Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 1. október 2018, yfir tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar. R18010348
Samþykkt.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:30 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm víkur af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 3. október 2018, um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019, mál nr. 1/2018. R18090148
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er af umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um fjárlög 2019 að tryggja þurfi aðkomu ríkisins að fjármögnun ýmissa úrræða borgarinnar. Fjármagnstekjur bera ekkert útsvar, ólíkt launatekjum og Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að borgin leiti allra leiða til að koma útsvari á fjármagnstekjur. Þó að Borgarstjórn Reykjavíkur geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá ber henni að berjast fyrir því að hin ríku greiði skatt af fjármagnstekjum sínum í sameiginlegan sjóð okkar borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. október 2018, þar sem drög að erindisbréfi samninganefndar Reykjavíkurborgar eru lögð fram. R14070159
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á borgarstjórnarfundi þann 2. október 2018 lagði Sósíalistaflokkurinn fram tillögu þess efnis að lægstu laun Reykjavíkurborgar yrðu hækkuð. Lagt var til að enginn yrði með lægri mánaðarlaun en 350.000 krónur 1. desember 2018 og enginn með lægri mánaðarlaun en 400 þúsund krónur 1. apríl 2019. Lágmarkslaun í dag duga ekki til framfærslu og húsaleigu eins og rækilega hefur komið fram í samfélagsumræðunni og sjá má af framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins að viðbættri húsaleigu á markaði. Fordæmi eru fyrir því að borgarstjórn hafi haft jákvæð áhrif á hækkun lægstu launa í kjaraviðræðum, til dæmis í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Þó að stéttarfélög móti áherslurnar í kjarasamningaviðræðum, þá ber samninganefnd Reykjavíkurborgar að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu. Reykjavíkurborg á ekki að borga starfsfólki sínu laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Það er skammarlegt.
Fylgigögn
-
Lagður fram úrskurður Landsréttar í máli nr. 63/2018. R16020237
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. september 2018, varðandi niðurstöður úr fyrsta fasa í alþjóðlegri samkeppni Reinventing Cities, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. R17020198
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikið ánægjuefni að tilkynna þau átta teymi sem valin hafa verið til þess að vinna áfram í samkeppni um að þróa græna framtíðarsýn fyrir þrjár lóðir í Reykjavík. Samkeppnin er alþjóðleg og er haldin í samvinnu við C40 samtökin þar sem borgir sækja fram í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Keppnin snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbygging í sjálfbærni. Samkeppnin er mikilvægur liður í baráttu borga víðs vegar um heiminn gegn loftslagsbreytingum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum af því að gengið sé á græn svæði í borginni, ekki síst við Laugardalinn. Áform um að gera borholu á grænu svæði með 8.000 m2 borplani er rask sem ekki hefur verið skoðað nægjanlega vel.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er algjört grundvallaratriði við sjálfbæra þróun borgarinnar að nýta betur land innan núverandi byggðar. Lóðir í umræddri samkeppni eru allar vannýttar en mjög vel staðsetttar. Á einni af þremur lóðum er ágætis grasvöxtur en hún getur ekki að neinu öðru leyti flokkast sem grænt svæði í borginni, hvorki með tilliti til lífræðilegs fjölbreytileika eða útivistarmöguleika íbúa.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. september 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samstarfssamning við Kjósarhrepp um lagningu ljósleiðararöra frá Kiðafelli í Kjós til Grundarhverfis á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. R17090130
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar fagna því að loks sé komið að lagningu ljósleiðara á þessu svæði sem bætir netsamband íbúa. Þetta svæði hefur því miður lengi verið vanrækt af borginni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Góð tækni til að tryggja gott aðgengi að internetinu og öðrum miðlum ýtir undir upplýsingafrelsi og er styrking innviða hvað þetta varðar ákveðin lýðræðisleg aðgerð. Borgarfulltrúar meirihlutans eru ánægðir með að náð hafi verið lendingu í þessu máli.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 13. ágúst 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda barna undir framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018. R18070036
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokki fólksins finnst það æði dapurt að tæp 500 börn búi undir fátæktarmörkum og tæp 800 börn eru börn foreldra sem eru með fjárhagsaðstoð í Reykjavík, í borg sem teljast má rík að flestöllu leyti. Þessar tölur eru með ólíkindum og enn sorglegra er að sjá hversu miklu munar eftir hverfum. Í Breiðholti má sjá hvernig borgarmeirihlutanum hefur mistekist þegar kemur að félagslegri blöndun en í Breiðholti er fjöldi fátækra barna mestur. Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum. Ástæðan er ekki sú að ekki sé nægt fjármagn til heldur frekar að fjármagni er veitt í aðra hluti og segja má sóað í aðra hluti á meðan láglaunafólk og börn þeirra og öryrkjar ná ekki endum saman. Þessar tölur sýna að forgangsröðunin er verulega skökk í borginni þegar kemur að útdeilingu fjármagns. Um sóun og fjárhagslegt bruðl borgarmeirihlutans eru mörg nýleg dæmi og er skemmst að minnast hundruð milljóna fjárfestingu í hégómleg verkefni eins og uppbyggingu bragga í Nauthólsvík, Mathöll á Hlemmi og fleira mætti telja til.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á síðasta kjörtímabili óskaði velferðarráð eftir upplýsingum um fjölda barna sem búa við fátækt í Reykjavík og er niðurstöðu þeirrar greiningar að vænta um áramót. Áhersla hefur verið á heimildargreiðslur vegna barna fólks á fjárhagsaðstoð og að tryggja aðgengi allra barna að frístundum auk þess sem leikskólagjöld hafa verið lækkuð og systkinaafslættir auknir svo eitthvað sé nefnt. Í velferðarráði er í undirbúningi stofnun stýrihóps í kjölfar boðaðra greininga til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018. R18070035
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þess að í borginni starfa eineltisteymi á öllum sviðum borgarinnar auk miðlægs eineltisteymis, sem sjá um úrvinnslu flestra tilkynninga um einelti ætti ekki að vera þörf á að leita með þessi mál til sjálfstætt starfandi sálfræðinga nema í mjög sérstökum aðstæðum s.s. ef í ljós kæmi að öll teymi borgarinnar séu vanhæf til að fara með eitthvað ákveðið mál. Sé einhver í teymi vanhæfur skal kalla inn varamann. Sé teymið allt vanhæft er hægt að vísa málinu til annars teymis innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að þessi mál séu sem mest unnin innan borgarinnar enda eru sjálfstætt starfandi aðilar mjög misjafnir hvað varðar færni jafnvel þótt þeir gefi sig út fyrir að hafa þekkingu og þjálfun í þessum málum. Mörg dæmi eru um að mál sem unnin eru út í bæ hafa sýnst ekki vera nægjanlega faglega unnin og málið jafnvel sett í verri farveg en áður en lagt var af stað. Dæmi eru vissulega um slíkt innan borgarinnar en það setur málið í enn alvarlegri stöðu þegar búið er að greiða háar upphæðir fyrir utanaðkomandi vinnu sem sár óánægja er með vegna ófaglegra vinnubragða og er þá ekki verið að horfa til niðurstaðna sem vissulega hugnast oft ekki báðum aðilum í svo viðkvæmum málum sem hér um ræðir.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að standa vörð um starfsumhverfi Reykjavíkurborgar. Viðhorfskannanir hafa sýnt að starfsánægja er mikil, tæplega 90% starfsfólks er ánægt í starfi (87,3%) og líður vel í vinnunni (88%). Mikilvægt er að þegar upp koma kvartanir um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum sé tekið á þeim af fagmennsku með hag allra hlutaðeigandi og starfsumhverfi að leiðarljósi. Eineltis- og áreitni teymi borgarinnar eru skipuð sérfræðingum sem vinna af fagmennsku og í samræmi við stefnu og verklag Reykjavíkurborgar. Í undantekningartilvikum koma upp aðstæður sem gera það að verkum að leita þarf til utanaðkomandi aðila um könnun eineltismála. Er það einkum vegna skorts á hæfi eineltis- og áreitniteyma til þess að kanna mál út frá almennum hæfisskilyrðum stjórnsýslulaga og í öðru lagi til að tryggja hlutleysi ef aðilar máls starfa náið með einstaklingum í eineltisteymum. Hjá Reykjavíkurborg starfa um 9000 manns og er launakostnaður um 60 milljarðar á ári. Kostnaður vegna utanaðkomandi ráðgjafar er í því samhengi hóflegur.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Félagsbústaða hf. við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080196
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokki fólksins finnst furðu sæta að 90 íbúðir séu lausar vegna standsetningar. Hvað er átt við hér? Óskað er eftir sundurliðun á hvers lags viðgerðir eru í gangi á þessum íbúðum og hvenær þær hófust, á hvaða stigi þær eru og hvenær er stefnt að því að viðgerð verði lokið. Fram kemur að að jafnaði sé um að ræða 70 íbúðir á hverjum tímapunkti sem standa auðar vegna viðgerðar. Þetta er mikill fjöldi íbúða sem standa auðar að jafnaði á meðan 1000 bíða á biðlista. Ljóst þykir að þetta getur varla talist eðlilegt ef tekið er mið af erfiðum húsnæðismarkaði. Allt kapp ætti að vera lagt á að standsetja íbúðirnar hratt svo hægt sé að leigja þær út aftur.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 1. október 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins um vináttuverkefni Barnaheilla, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. september 2018. R18090078
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svar skrifstofustjóra leikskólamála við fyrirspurn Flokks fólksins um vinnu með vináttuverkefni Barnaheilla er afar ófullkomið og felur engan veginn í sér það sem spurt var um. Áheyrnarfulltrúi mun því leggja hana fyrir aftur til að freista þessa að fá almennilegt svar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Vináttuverkefni Barnaheilla hefur verið kynnt skólum borgarinnar og hafa nú þegar 17 leikskólar hafið þátttöku. Þátttaka er hverjum skóla í sjálfsvald sett.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 17. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um úthlutun lóða á síðasta kjörtímabili, sbr. 72. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018. R18020068
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg stendur sig afleitlega í úthlutun lóða fyrir leigu- og búseturéttaríbúðir. Einungis hefur fjölgað um eina lóð frá 11. maí sl. og hafði lóðaúthlutun þá verið í sögulegu lágmarki í mörg ár. Engin breyting er á fjölgun íbúða á byggingastigi 7 og eru þær einungis fimm eins og þær voru 11. maí. Þetta er enn einn áfellisdómurinn yfir þeim sem stjórna borginni. Ljóst er að ekkert er að marka þau fögru fyrirheit að fara eigi í stórátak í uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða. Fram kemur í svarinu að byggingaleyfum hafi fjölgað og einhver breyting er á byggingarstigum. En þá er rétt að benda á það að fólk býr ekki í óbyggðum íbúðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Lóðaúthlutanir fyrir leigu- og búseturéttaríbúðir telja alls 1562 íbúðir á tímabilinu eða rétt tæpur heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi. Ekkert annað sveitarfélag á landinu hefur sett af stað húsnæðisáætlun af þessari stærðargráðu. Uppbygging íbúða í Reykjavík er fordæmalaus hvort sem litið er til íbúða á almennum markaði, íbúðum í samstarfi við félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni eða annarskonar uppbyggingu. Met hafa nú þegar fallið fyrir fyrir árið 2018 þegar kemur að veitingu byggingarleyfa þótt enn sé októbermánuður.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúðir í byggingu sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í lok síðasta árs eru um 4% á sama tíma og þær eru 9% í Kópavogi, 12% í Garðabæ og 15% í Mosfellsbæ. Það er því ljóst að nágrannasveitarfélögin sinna eftirspurn eftir byggingarlóðum miklu betur en höfuðborgin.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það að beita hlutfalli í talningu nýrra íbúða eftir íbúafjölda sveitarfélaga eru afar ónákvæm fræði ef markmiðið er að auka framboð af íbúðarhúsnæði. Ef Reykjavík væri með 15% húsnæðis í uppbyggingu væri hér offramboð á byggingarmarkaði. Skv. tölum Samtaka iðanaðarins eru 49% þeirra íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík. Aldrei áður hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í Reykjavík og nú og fjölgun milli talninga SI langmest í Reykjavík. Það er gleðilegt að SI sjái til lands í húsnæðismálum enda segir í skýrslu þeirra: “Mun betra jafnvægi virðist því vera á íbúðamarkaðinum í ár en var í fyrra.”
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við breytingu á Hofsvallagötu, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080189
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Heildarkostnaður við þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefur kostað útsvarsgreiðendur um 365 milljónir. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu. Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi þá samsvara þær 365 milljónum eða sem nemur einum nýjum leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við breytingu á Birkimel, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080186
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Heildarkostnaður við þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefur kostað útsvarsgreiðendur um 365 milljónir. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu. Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi þá samsvara þær 365 milljónum eða sem nemur einum nýjum leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við breytingu á Borgartúni, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080187
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Heildarkostnaður við þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefur kostað útsvarsgreiðendur um 365 milljónir. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu. Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi þá samsvara þær 365 milljónum eða sem nemur einum nýjum leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við breytingu á Grensásvegi, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018. R18080188
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Heildarkostnaður við þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefur kostað útsvarsgreiðendur um 365 milljónir. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu. Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi þá samsvara þær 365 milljónum eða sem nemur einum nýjum leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um ráðningu borgarlögmanns, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. R17080023
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú staðfestist það að embætti borgarlögmanns var eingöngu auglýst í einu blaði og birtist auglýsingin aðeins einu sinni á þjóðhátíðardegi Íslendinga, hinn 17. júní 2017. Ætla má að þegar jafn mikilvægt embætti er auglýst að fleiri en tveir einstaklingar sýni því áhuga að sækja um starf eins og hér um ræðir. Þannig má leiða líkur að því að fleiri hefðu sótt um embætti borgarlögmans hefði starfið verið auglýst með viðeigandi hætti. Þegar til ráðningar borgarlögmanns kom bentu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að staðan hefði ekki verið auglýst með fullnægjandi hætti og lögðu fram tillögu þess efnis að staðan yrði auglýst á ný. Því var hafnað. Þá er rétt að minna á að fulltrúi VG í borgarráði greiddi ekki atkvæði með ráðningunni þann 10. ágúst 2017, en ráðningin reyndist ólögleg.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að vanda vel til verka þegar ráðið er í æðstu stöður innan borgarkerfisins og þurfa slíkar ráðningar að vera hafnar yfir allan vafa. Fara þarf rækilega yfir niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála og jafnframt ferli ráðninga í miðlægri stjórnsýslu til að tryggja að ráðningamál njóti trausts og einkennist af bæði gagnsæi og fagmennsku. Sú vinna er í gangi og lýkur nú á haustmánuðum.
Ebba Schram víkur af fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2018, um torg í biðstöðu, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. R18070143
Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Furðu sætir að meðal þeirra verkefna sem flokkast undir torg í biðstöðu sem hlotið hafa styrk frá Reykjavíkurborg eru fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Í því sambandi má nefna Kaffi Vest sem fékk styrk upp á eina og hálfa milljón til að útbúa veitingaaðstöðu utandyra á gangstétt fyrir framan kaffihúsið. Það vekur upp spurningu hvort rétt sé að styrkja eitt kaffihús umfram annað sem býður upp á þjónustu og aðstöðu fyrir gesti sína utandyra en fjölmörg kaffihús hafa slíka aðstöðu, án þess að hafa þegið opinbera styrki frá Reykjavíkurborg. Í því sambandi má t.d. nefna Kaffi París, sem nýlega hefur gengið í gegnum miklar endurbætur og Jómfrúna, sem hefur góða útiaðstöðu fyrir gesti sína svo dæmi séu nefnd. Það er undarlegt að hægri flokkar eins og Viðreisn skuli ekki gera athugasemd við að verið sé að mismuna fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Ekki nema að það sé ætlun þeirra að öll kaffihús í borginni sem hafa útiaðstöðu fái styrk frá borginni?
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þegar Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs var verkefnisins torg í biðstöðu sérstaklega getið. Markmið verkefnisins er m.a. að sýna fram á hvernig hægt er að nota mismunandi svæði í borginni undir mannlíf og grænar áherslur frekar en bílastæði eða annað sem hindraði mannlífsmyndun á viðkomandi svæðum. Þetta hefur tekist afar vel frá því að verkefnið hófst og fagnar meirihluti borgarráðs allri umræðu um torg í biðstöðu enda afar stolt af því verkefni.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. ágúst 2018, ásamt umsögn upplýsinga- og tæknideildar. R18010361
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. október 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um ósamræmi í tölum um fjölda íbúða, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. júlí 2018, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. R18070088
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í svarinu kemur fram að margar þær íbúðir sem sagt var að væru í smíðum voru það alls ekki, heldur var vísað í “áætlun um þann fjölda íbúða sem verður á umræddum svæðum þegar þau eru fullbyggð,“ eins og segir í svarinu. Þannig er einfaldlega rangt að segja að allar þessar íbúðir séu í smíðum. Þá segir enn fremur orðrétt í svarinu við fyrirspurninni: „Í fréttinni var talað um 3.700 íbúðir í smíðum og var sú tala sótt beint í húsnæðisáætlun borgarinnar, frá síðastliðnu vori, um heildarfjölda íbúða sem eru á byggingarsvæðum í flokki A.“ Þetta verður því að teljast ansi villandi framsetning hjá Reykjavíkurborg og ekki nema von að misskilnings hafi gætt við vinnslu fréttarinnar enda engar 3.700 íbúðir í smíðum eins og fram kom í frétt RÚV um málið. Vakin er athygli á því að 67 dagar eru frá framlagningu fyrirspurnarinnar. Að fá loðin og ófullnægjandi svör við jafn einfaldri spurningu er ekki ásættanlegt. Mismunur réttra talna og þess sem er birt er mjög mikill eða meira en 100% frávik. Það er ljóst að leiðrétta ber þetta misræmi samanber grein 1.4 í Upplýsingastefnu borgarinnar sjá: https://reykjavik.is/sites/default/files/upplysingastefna_-_samthykkt_0.pdf. Hafa ber það sem sannara reynist.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mismunandi aðferðir ríkja við talningu á íbúðum eins og fram kemur í svari umhverfis- og skipulagssviðs. Samtök iðnaðarins beita einni aðferð, byggingarfulltrúinn í Reykjavík beitir annarri aðferð og aðrir aðilar enn öðrum aðferðum. Ástæðan fyrir mismunandi aðferðum er m.a. sú að þessir aðilar vilja geta notað samanburð milli ára hjá sér. Eins og fram kemur í húsnæðisáætlun og tölum byggingarfulltrúa stendur nú yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Nýjar íbúðir af öllum stærðum og gerðum koma nú inn á markaðinn eins og fasteignaauglýsingar bera með sér. Þá er Reykjavík eina sveitarfélagið sem í einhverjum mæli er í samstarfi við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mismunandi aðferðir hafa einmitt valdið misskilningi fjölmiðlafólks sem hefur tekið tölur borgarinnar trúanlegar. Borgin heldur fram tölum úr áætlunum og margir hafa talið þær vera tölur um íbúðir í raunverulegri uppbyggingu. Þessi villandi framsetning birtist til dæmis í því að fleiri íbúðir voru byggðar í Mosfellsbæ en í Reykjavík á síðasta ári. Áætlanir eru ekki íbúðir. Þá er það einnig rangt að önnur sveitarfélög hafi ekki unnið með húsnæðisfélögum. Nægir að nefna samstarf Akureyrarbæjar og Akraness við Bjarg, en nú þegar er unnt að sækja um íbúðir sem verða afhentar á Akranesi á næsta ári.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það að beita hlutfalli í talningu nýrra íbúða eftir íbúafjölda sveitarfélaga er afar ónákvæm fræði ef markmiðið er að auka framboð af íbúðarhúsnæði. Ef Reykjavík væri með 15% húsnæðis í uppbyggingu væri hér offramboð á byggingarmarkaði. Skv. tölum Samtaka iðnaðarins eru 49% þeirra íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík. Aldrei áður hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í Reykjavík og nú og fjölgun milli talninga SI langmest í Reykjavík. Það er gleðilegt að SI sjái til lands í húsnæðismálum enda segir í skýrslu þeirra: “Mun betra jafnvægi virðist því vera á íbúðamarkaðinum í ár en var í fyrra.”
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um auknar fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar til að halda úti skrá yfir fyrirspurnir og tillögur, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. R18090188
Vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisráðs.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við teljum jákvætt skref að halda opinbera skrá yfir tillögur, fyrirspurnir og bókanir flokkanna sem birt væri á heimasíðu borgarfulltrúa á vefsvæði Reykjavíkurborgar. Við teljum þó ekki nauðsynlegt að auka fjárheimildir svo unnt verði að halda skrána, vel verði hægt að nýta tæknina betur og atbeina starfsfólks á skrifstofu borgarstjórnar til verksins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins gerir kröfu um allt verði gert til að koma því sem fyrst á koppinn að hægt sé að halda opinbera skrá yfir mál og afdrif mála borgarfulltrúa þannig að þau séu aðgengileg borgarbúum á vef borgarfulltrúa. Þetta auðveldar borgarfulltrúum sjálfum að fylgjast með eigin málum og gerir mál þeirra aðgengileg öllum þeim sem vilja fylgjast með vinnu borgarstjórnar. Hvort heldur þurfi auknar fjárheimildir eins og skrifstofustjóri borgarstjórnar fullyrðir að þurfi eða að önnur hagræðing verði viðhöfð til að framkvæma þetta skiptir borgarfulltrúa Flokks fólksins engu máli, aðeins að þetta hefjist og það hið fyrsta. Hér er um sjálfsagt mál að ræða enda fordæmi fyrir sambærilegu kerfi hjá Alþingi. Borgarbúar eiga rétt á að vita hvað fólkið og flokkarnir sem það kaus eru að gera í starfi sínu sem borgarfulltrúar. Í fundargerðum er ekki vinnandi vegur að finna nokkuð enda eru þær afar óaðgengilegar og tyrfnar aflestrar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum er eitt af stóru verkefnum þessa kjörtímabils. Þróun tæknilegra lausna til að hafa betra yfirlit yfir mál og tillögur borgarfulltrúa sem og borgarbúa er í skoðun hjá mannréttinda- og lýðræðisráði. Talið er að betra væri að nýta fjármuni í þetta verkefni í þróun tæknilegra lausna eða vinnslu tæknilegra lausna sem nú eru til svo að hægt sé að víkka þær til þessarar notkunar. Því sendist þessi tillaga til vinnslu mannréttinda- og lýðræðisráðs inn í þá vinnu sem ráðið er að hefja.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir í húsnæðismálum, sbr. 45. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. ágúst 2018. R18060134
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Engin ástæða er til að vísa þessari mikilvægu tillögu frá og engin rök fyrir því. Fyrirhyggjuleysi í húsnæðis- og lóðamálum hefur orðið til þess að húsnæðisskortur er í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Við teljum vænlegt að skipuleggja lóðir í Örfirisey, á BSÍ reit, að Keldum og í Úlfarsárdal undir hagkvæmt húsnæði. Þau rök að samgöngumál séu vandamál eru rökleysa, enda er ljóst að núverandi skipulagshalli veldur umferðarhnútum. Tillaga okkar myndi þvert á móti jafna og létta umferð enda skortir hagkvæmar íbúðir í vesturhluta og stofnanir í austurhluta borgarinnar. Umferðarþungi til vesturs að morgni og til austurs um síðdegi er bein afleiðing skipulagsslysa í boði borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mesta uppbyggingarskeið húsnæðis í Reykjavík á sér nú stað. Hvort sem litið er til leiguhúsnæðis, húsnæðis á almennum markaði eða uppbyggingu félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Uppbygging á þeim svæðum sem nefnd eru í tillögu Sjálfstæðisflokksins voru skoðuð við gerð aðalskipulagsins. Á þeim tíma myndaðist breið sátt um að Örfirisey væri ætluð áfram undir hafnsækna starfsemi frekar en íbúðir og gistingu m.a. með tilliti til getu umferðarmannvirkja. Í Úlfarsárdal hefur íbúðum þegar verið fjölgað verulega. Gildandi aðalskipulag tekur mið af uppbyggingu Samgöngumiðstöðvar á BSÍ reit þótt það komi í raun ekki í veg fyrir íbúðir. Þá er uppbygging á Keldnalandi háð samkomulagi við ríkið. Sú húsnæðisáætlun sem nú er í gildi endurómar áherslur í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og við þær verður stuðst hér eftir sem hingað til.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleika í skólastarfi, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2018. R18010233
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við hversu seint umsagnir hafa borist um tillöguna en hún var lögð fram í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Tillagan kveður á um að nemendur hafi val um námshraða og það verði almennt úrræði en ekki sértækt eins og nú er.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sveigjanleikinn er nú þegar til staðar innan kerfisins og liggja fyrir drög að verklagsreglum um útskrift nemenda úr grunnskóla áður en tíu ára skyldunámi lýkur sem byggja á reglugerð nr. 894/2016 um breytingu á aðalnámskrá. Skólastjórnendur vinna eftir þessum verklagseglum þegar beiðni kemur fram um að nemandi ljúki grunnskólanámi áður en 10 ára skólaskyldu lýkur.
- Kl. 12:58 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum en þá hafði hún lagt fram bókanir og fyrirspurnir undir liðum 43, 55, 56, 57, 58 og 59.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verkbókhald á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, sbr. 64. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018 og 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018. Einnig er lagt fram minnisblað fjármálastjóra og mannauðsstjóra um tilraunaverkefni um verkbókhald, dags. 18. september 2018. R18080137
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Verkbókhald er nú þegar í notkun á ýmsum starfsstöðvum borgarinnar og til skoðunar að taka það upp á fleiri stöðum. Verkbókhald heldur utan um hve margar klukkustundir af vinnudeginum fara í tiltekin verkefni. Mat á þörf á því hvort skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á verkbókhaldskerfi að halda myndi því fara fram að undangengnu mati mannauðsstjóra og yfirmanna á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kveður á um að það verði meginregla, ekki undantekning eða tilraunaverkefni, að verkbókhald sé haldið til að fylgjast með kostnaðarþróun verkefna. Það eru vonbrigði að tillögunni sé vísað frá og sýnir að meirihlutinn hefur ekki metnað til að auka skilvirkni og aukið gagnsæi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. október 2018, þar sem viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er lögð fram til kynningar. R18030074
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tafatími hefur aukist mikið í Reykjavík undir núverandi stjórn. Viðmið í áætlunum varðandi hlutdeild almenningssamgangna hafa brugðist ár hvert sex ár í röð. Í ljósi reynslunnar er því mikið efamál að framkvæmd núverandi stefnu muni skila árangri.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Viljayfirlýsingin er afar mikilvægur áfangi til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingunni kemur fram skýr vilji SSH og ríkisins um að framkvæmdir við borgarlínu hefjist árið 2020. Starfshópur hefur þegar tekið til starfa undir forystu Hreins Haraldssonar fyrrv. vegamálastjóra. Hópurinn skilar niðurstöðum 15. nóvember nk.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að öll börn sem sækja félagsmiðstöðvar eigi þess kost að taka þátt í ferðum eða viðburðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar sem þau sækja án tillits til efnahags foreldra þeirra. Flokkur fólksins vill að skerpt sé á reglum um starfsemi félagsmiðstöðva hvað þetta varðar svo það sé ekki á valdi leiðbeinanda hverju sinni hvernig dagskráin er. Kostnaðarsöm dagskrá leiðir án efa oft til þess að börn fátækra foreldra geta ekki tekið þátt. Lagt er til að börnum fátækra foreldra (foreldra sem eru undir framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis) verði gert kleift að taka þátt í öllum dagskrárliðum þeim að kostnaðarlausu. Þetta er tryggasta leiðin til að gefa öllum börnum tækifæri til að taka fullan þátt í skipulagðri dagskrá félagsmiðstöðvanna án tillits til kostnaðar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18100037
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins:
Var niðurstaða stjórnar Strætó bs. um að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega, tekin í samráði við Hollvinasamtök Strætó (samtök sem vilja tala fyrir hagsmunum notenda Strætó)? R18060132
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hverjir höfðu umsjón með endurbyggingu braggans í Nauthólsvík? Var verkefnið boðið út að hluta til eða öllu leyti? Hvaða verktakar unnu verkið? Samþykkti borgarstjóri reikningana áður en greitt var? Óskað er eftir að fá afrit af samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Háskólann í Reykjavík um endurbyggingu braggans í Nauthólsvík. Óskað er eftir að fá afrit af öllum samþykktum þeirra ábyrgðaraðila innan borgarkerfisins sem samþykktu útgjaldaliði af hálfu borgarinnar umfram kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að lagðar séu fram hönnunarfundargerðir og verkfundargerðir. Hverjar voru hönnunarforsendur fyrir endurbyggingu braggans í Nauthólsvík? Hverjar voru forsendurnar að vali ráðgjafa, voru þeir valdir vegna sérþekkingar sinnar á endurbyggingu bragga af þessu tagi eða vegna sérþekkingar þeirra á eldri húsum almennt? Á hvaða grundvelli var samið við þessa ráðgjafa? Hver ber ábyrgð á þessari framúrkeyrslu? Fyrir hönd verkkaupa og skattgreiðenda. Hver breytti forsendum þannig að kostnaðaráætlunin fór svona úr böndum? Hver hafði yfirsýn yfir framvinduna? Hver gaf leyfi til að haldið yrði áfram þegar ljóst var að áætlunin stóðst ekki? Er sama fastanúmer á öllum þremur húsum? R17080091
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur fram tillögu um að Reykvíkingar kjósi um hvort þeir vilji að farið verði að undirbúa borgarlínu. Borginni ber skylda til að taka upp beint og milliliðalaust lýðræði sérstaklega þegar verið er að taka ákvörðun um að fara í fjárfrekar aðgerðir sem borgarlínan verður. Hér er verið að sýsla með fé borgarbúa og í þessu tilfelli er um milljarða framkvæmdir að ræða. Í borginni eins og staðan er núna skortir mjög á lýðræði þegar kemur að því að ákveða stórframkvæmdir til framtíðar. Fáir eru að taka lokaákvarðanir sem ættu að vera teknar af fólkinu sjálfu. Hægt er að viðhafa rafræna kosningu við að heyra álit borgarbúa á borgarlínu sem dæmi. Flokkur fólksins gerir kröfu um að auka beint og milliliðalaust lýðræði. R18100125
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Lagt er til að borgaryfirvöld og þá sérstaklega skóla- og frístundarráð mælist til þess að allar stofnanir og fyrirtæki borgarinnar hringi bjöllum af hvers lags tagi eða þeyti flautur á eineltisdaginn 8. nóvember kl. 13:00. Árið 2009, nánar tiltekið 3. nóvember samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að helga árlega einn dag í baráttunni gegn einelti. Dagur gegn einelti var fyrst haldinn hátíðlegur 17. mars árið 2010. Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisáreiti var haldinn á landsvísu 8. nóvember 2011. Öllum mögulegum klukkum og bjöllum var hringt og flautur þeyttar. Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Að hringja bjöllum er skemmtilegur gjörningur í tilefni þessa mikilvæga dags, gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. R18100127
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins óskar eftir að fá aukna aðstoð frá skrifstofu borgarstjórnar svo sem lögfræðiaðstoð og aðstoð með texta og prófarkalestur á tillögum og fleira í þeim dúr. Borgarfulltrúar sérstaklega minni flokkanna í minnihlutanum eru undir miklu álagi að sinna öllum skyldum en einnig að halda úti málatilbúnaði og undirbúningi funda. Á skrifstofu borgarstjórnar eru starfsmenn sem borgarfulltrúum var sagt að myndu vera þeim til aðstoðar en aðstoðin er hvorki næg né nógu víðtæk. Sú aðstoð sem hér er beðið um er ekki þar innifalin. Nauðsynlegt er að útvíkka þessa aðstoð þannig að borgarfulltrúi geti leitað til skrifstofunnar eftir lagalegri ráðgjöf og aðstoð við undirbúning mála, tillagna og fyrirspurna. R18100130
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í ljósi alvarlegs atviks og bruna í Laugarlækjarskóla er lagt til að farið verði í úttekt á öllu leikskóla og skólahúsnæði í borginni hið fyrsta. Gera verður ríkar öryggiskröfur í húsnæði með starfsemi fyrir börn. R18100131Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fram hefur komið í fjölmiðlum að miklir rekstrarerfiðleikar séu hjá verktökum sem starfa fyrir Strætó bs. Jafnframt að einn þeirra hafi fengið beiðni um gjaldþrot frá Tollstjóra. Þessar upplýsinar hafa eingöngu borist okkur kjörnum fulltrúum í gegnum fjölmiðla og er óskað eftir skýringum frá Strætó bs. enda varðar þetta viðkvæma þjónustu við fatlað fólk. Þá er rétt að ítreka að sú staða að Reykjavíkurborg hafi bara einn stjórnarmann er ólíðandi og ólýðræðisleg, og stjórnarandstöðu gert erfiðar um vik að rækja sitt hlutverk en ábyrgð meirihlutans er þess meiri fyrir vikið. R18100132
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í ljósi svars vegna ráðningar borgarlögmanns er óskað svara við því hvernig ætlunin er að bregðast við niðurstöðu úrskurðarnefndar jafnfréttismála m.t.t. þeirra alvarlegu athugasemda sem fram koma í úrskurði nefndarinnar. R17080023
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir sundurliðaðri úttekt um hverjir þáðu greiðslur og fyrir hvað við endurgerð braggans í Nauthólsvík. R17080091
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvað er hæft í því að fyrrverandi starfsmanni Reykjavíkurborgar hafi verið falið að semja við verktaka vegna braggans í Nauthólsvík fyrir hönd Reykjavíkurborgar án undirritaðs samnings og samið við viðkomandi um tímakaup í gegnum tölvuskeyti? Hver veitti fyrrverandi starfmanni Reykjavíkurborgar umboð til að semja við verktaka án þess að það hafi verið undirritaður samningur við borgina? R17080091
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
1. Óskað er eftir sundurliðun á hvers lags viðgerðir eru í gangi á þessum 90 íbúðum. 2. Hvenær hófust viðgerðir? 3. Á hvaða stigi eru þær? 4. Hvenær verður þeim lokið? 5. Af hverju eru svo margar íbúðir óstandsettar? 6. Hverjar eru ástæðurnar? R18080196
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Óskað er eftir yfirliti yfir öll verkefni sem vistuð eru á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er snúa að eignaumsýslu borgarinnar. R18100133
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Borgarfulltrúi Miðflokksins undrar sig á því hvers vegna enn hafi ekki borist svör frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um málefni sviðsstjóra Eigna- og atvinnuþróunar. Óskað er eftir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Óskað er eftir að öllum skriflegum samskiptum verði skilað til borgarráðs. R18080192
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:
Ekki hefur verið brugðist við dómi héraðsdóms í máli héraðsdóms E-3132/2017, að hálfu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Miklar umræður hafa verið í borgarráði og á öðrum vettvangi borgarinnar. Sá embættismaður sem dæmdur var fyrir ólöglega áminningu og setti af stað eineltisrannsókn í samvinnu við borgarritara, heldur starfi sínu eins og ekkert hafi í skorist. Hún er enn yfirmaður og hefur skipunarvald yfir fjármálastjóranum sem hafði fullan sigur í dómsmálinu. Við köllum eftir viðbrögðum borgarráðs, því borgarráð er sú stofnun sem ákvarðar í svona málum og óskum eftir að málið verði tekið á dagskrá ráðsins á ný. R17100046
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hver er heildarkostnaður Faxaflóahafna í verkefninu viti við Sæbraut? 2. Hver er heildarkostnaður Reykjavíkurborgar í verkefninu? 3. Hvaða hluti verkefnisins er greitt af Faxaflóahöfnum? 4. Hvaða hluti verkefnisins er greiddur af Reykjavíkurborg? 5. Var verkið boðið út samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar og lögum um opinber fjármál? 6. Hefur verkefnið dregist miðað við upphaflegan tíma um verklok? 7. Hvenær eru áætluð verklok? 8. Hvernig skiptist kostnaðurinn á milli Faxaflóahafna og borgarinnar í þessu verkefnum? R18100135
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í þeim tilgangi að bæta þjónustustig borgarinnar setur borgarráð á stofn aðgerðahóp og felur honum það hlutverk að leggja mat á skilvirkni stjórnkerfis borgarinnar á sviði skipulags- og byggingarmála og koma með tillögur að úrbótum. Tilgangurinn er að stytta afgreiðslutíma erinda, auka gagnsæi fyrir umsækjendur og bregðast við fjölmörgum ábendingum um að borgarkerfið sé seinvirkt og kostnaðarsamt. Skal hópurinn leggja til metnaðarfull tímamörk í afgreiðslu umsókna. Hann skal móta tillögur um hvernig hægt verði að fækka skrefum hjá byggingarfulltrúa, sameina úttektir, stytta afgreiðslutíma og almennt að gera þjónustu borgarinnar liprari og aðgengilegri. Lögð verði fyrir borgarráð tillaga að erindisbréfi hópsins og hverjir skuli tilnefndir í hann. Er mikilvægt að hópurinn hafi sem víðustu skírskotun og að leitað verði til þeirra sem mesta þekkingu og reynslu hafa á þessu sviði. R18100136
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að tillaga um steinbryggjuna verði tekin til afgreiðslu í borgarráði. Í ljósi þess að neðangreindri tillögu var vísað frá í skipulags- og samgönguráði er óskað eftir því að tillagan fái fullnaðarafgreiðslu í borgarráði og borgarstjórn. Borgarráð samþykkir að steinbryggjan frá 1884 sem reist var af bæjarsjóði Reykjavíkur sem kom í ljós við framkvæmdir við Tryggvagötu verði sýndur sá sómi að ekki verði mokað yfir hana þó þannig að ekki hljótist af kostnaðarauki fyrir borgarsjóð og borgina.. Hér er um merkar menningarminjar að ræða sem ættu að vera sýnilegar almenningi. R18080159
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Býður borgin þeim leik- og grunnskólum sem óska eftir að vinna með vináttuverkefni Barnaheilla að greiða kostnað við verkefnið, t.d. námskeið fyrir leikskólakennara og/eða starfsfólk og efni: töskur, bangsa og bækur, að hluta til eða öllu leyti? Ef að hluta til, hversu stór hluti er það? R18090078
Fundi slitið klukkan 13:34
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir