Borgarráð - Fundur nr. 5511

Borgarráð

Ár 2018, þriðjudaginn 16. ágúst, var haldinn 5511. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um fundarsköp og bókanir á fundum borgarráðs. 

    Borgarráðsfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins fagnar nýjum vinnubrögðum sem boðaðar eru í borgarráði. Eru þau næstum í takt við tillögur sem hún sjálf lagði til á síðasta borgarráðsfundi um meðferð bókana og fundarsköp ráðsins. Ganga þessar nýju tillögur út á það að klára hvern dagskrárlið fyrir sig að fullu áður en gengið er til næsta liðar.

    Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framkomu tiltekins borgarráðsfulltrúa meirihlutans, fulltrúa Vinstri grænna, í upphafi fundar. Það er ekki sæmandi að borgarfulltrúar leyfi sér þá óháttvísi og dónaskap að ulla framan í aðra fulltrúa. Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi. Ljóst er að full þörf er á þeim samskiptareglum sem fulltrúi Flokks Fólksins hefur lagt fram en þar kemur einmitt fram að kjörnir fulltrúar leyfi sér ekki dónaskap á borð við grettur og geiflur eins og gert var í því tilfelli sem fram kemur hér að ofan.
     

  2. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 10. ágúst 2018.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tillögum Sjálfstæðisflokksins var vísað í stýrihóp á fundinum en stýrihópurinn hefur enn ekki verið kallaður saman.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 15. ágúst 2018.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Vegna bilunar í tölvukerfi og innsláttarvillu í netfangi fengu ákveðnir fulltrúar minnihlutans boðun á fundinn seinna en ella og dagskrá fór út síðar en vanalegt er. Engu að síður er það ótvírætt álit lögræðinga sviðsins og lögfræðinga miðlægrar stjórnsýslu að fundurinn sé löglega boðaður enda var haft samband við alla fulltrúa ráðsins og þeir allir meðvitaðir um að fundurinn myndi fara fram. Það er miður að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósi að koma fram með þessum hætti í pólitískum tilgangi enda gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir borgina og borgarbúa að halda fundinn enda hafa fjölmörg mál þurft að bíða vegna sumarleyfa starfsfólks. Það var öllum gert ljóst í upphafi fundar að orðið yrði við öllum beiðnum um frestun vegna þessa tafa í útsendingar gagna og því óskiljanlegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að sitja fundinn og vilji heldur tefja mál og valda auknum kostnaði fyrir borgina og borgarbúa – en jafnframt með gjörðum sínum, tefja fyrir uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins draga lögmæti fundarins í efa. Við höfum óskað eftir því að fundi verði frestað og hann boðaður aftur með lögmætum hætti. Í 2. mgr. 7. gr. samþykkta ráðsins kemur fram að fundi skuli boða með minnst sólarhrings fyrirvara og að dagskrá skuli fylgja fundarboði. Tveir fulltrúar ráðsins fengu ekki fundarboð innan lögbundins frests. Eins fylgdi dagskrá fundarins ekki fundarboði líkt og 2. mgr. 7. gr. gerir ráð fyrir. Barst dagskráin ekki fyrr en eftir hádegi, degi fyrir áformaðan fund. Það getur ekki talist nægjanlegur tími fyrir ráðsmenn að kynna sér efni og gögn fundarins með fullnægjandi hætti. Á dagskrá eru 75 mál og fjöldi gagna sem ráðsmenn verða að kynna sér umtalsverður. Þessi mál varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir sem eiga mál fyrir nefndinni látið reyna á lögmæti fundarins og niðurstöður hans. Við leggjum ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð. Eins voru umbeðin mál okkar ekki sett á dagskrá fundarins, þvert á ákvæði 2. mgr. 7. gr. samþykktanna. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma, dags. í dag.
    Samþykkt að veita Styrktarfélags alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins vegna vitundarvakningar í tilefni dagsins styrk að upphæð 250.000 kr.
    Samþykkt að veita tónleikaröðinni Töframáttur tónlistar styrk að upphæð 200.000 kr.
    Samþykkt að veita styrk út af ljósmyndasamkeppni í tengslum við Kjalarnesdaga að upphæð 30.000 kr.
    Samþykkt að veita styrk út af gróðursetningu í Barnalundi á skólasvæðinu á Kjalarnesi að upphæð 7.000 kr.
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

    Fylgigögn

  7. Lagt er til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir taki sæti sem fulltrúi Reykjavíkurborgar á sveitarstjórnarvettvangi EFTA.
    Samþykkt. 

  8. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. maí 2018, varðandi kosningu í fulltrúaráð samtaka og kosningu varamanns í stjórn, ásamt fylgiskjölum. 

    Lagt er til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verði varamaður borgarstjóra í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
    Samþykkt. 

    Jafnframt er lagt til að eftirtaldir fulltrúar taki sæti í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:

    Pawel Bartoszek
    Dóra Björt Guðjónsdóttir
    Líf Magneudóttir
    Heiða Björg Hilmisdóttir
    Skúli Þór Helgason
    Eyþór Arnalds
    Hildur Björnsdóttir 
    Valgerður Sigurðardóttir 
    Vigdís Hauksdóttir 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. júní 2018, þar sem óskað er eftir tilnefningu 16 fulltrúa og jafnmarga til vara á landsþing Sambandsins 26.-28. september 2018 ásamt boðun landsþingsins, dags. 20. júlí 2018.

    Lagt er til að eftirfarandi taki sæti sem fulltrúar Reykjavíkurborgar á þinginu:

    Heiða Björg Hilmisdóttir
    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
    Pawel Bartoszek
    Dóra Björt Guðjónsdóttir
    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
    Líf Magneudóttir
    Dagur B. Eggertsson
    Kristín Soffía Jónsdóttir
    Eyþór Arnalds 
    Hildur Björnsdóttir 
    Valgerður Sigurðardóttir 
    Egill Þór Jónsson 
    Marta Guðjónsdóttir 
    Katrín Atladóttir 
    Örn Þórðarson 
    Vigdís Hauksdóttir 

    Samþykkt.

    Jafnframt er lagt er til að eftirfarandi verði varafulltrúar:

    Hjálmar Sveinsson 
    Gunnlaugur Bragi Björnsson
    Vilborg Guðrún Sigurðardóttir
    Alexandra Briem
    Rannveig Ernudóttir
    Elín Oddný Sigurðardóttir
    Skúli Þór Helgason
    Sabine Leskopf
    Björn Gíslason
    Jórunn Pála Jónasdóttir
    Alexander Witold Bogdanski
    Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir
    Ólafur Kr. Guðmundsson
    Þórdís Pálsdóttir
    Diljá Mist Einarsdóttir
    Baldur Borgþórsson

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. ágúst 2018, þar sem erindisbréf um endurskipun í neyðarstjórn Reykjavíkurborgar er lagt fram.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í stýrihóp um 2. áfanga tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar, ásamt drögum að erindisbréfi.
    Samþykkt að Elín Oddný Sigurðardóttir og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í stýrihópnum ásamt Magnúsi Má Guðmundssyni sem jafnframt verður formaður hópsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúarnir fagna vel heppnuðu tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem unnið er í samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Nú þegar eru á þriðja þúsund starfsfólks borgarinnar sem taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Starfsstöðvar borgarinnar eru ólíkar að stærð og gerð en margar þeirra taka þátt í styttingu vinnuvikunnar með einhverjum hætti. Með þessu mikilvæga starfi hefur Reykjavíkurborg tryggt aukin lífsgæði til þátttakenda í verkefninu og rutt brautina fyrir því að stytta vinnuvikuna á Íslandi fyrir fullt og allt og aukið þannig lífsgæði þeirra launþega í landinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins þakkar fyrir að vera boðið að vera með í bókun meirihlutans um styttingu vinnuvikunnar. Þetta er auðvitað framtíðin og gott að þetta er byrjað en Flokkur fólksins vill gjarnan vita meira um þetta verkefni áður en tekið er þátt í sameiginlegri bókun. Flokkur fólksins leggur til að meirihlutinn skoði að bíða með að bóka um þetta þar til eftir kynninguna og þá er hér mjög líklega komið kjörið tækifæri fyrir meirihlutann og stjórnarandstöðuna að leggja fram sameiginlega bókun um þetta jákvæða verkefni.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. ágúst 2018:

    Lagt er til að borgarráð samþykki í umboði borgarstjórnar að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð vegna lántöku Orkuveitu Reykjavíkur hjá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB), sbr. beiðni þess efnis í hjálögðu erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. júní 2016, til eigenda fyrirtækisins. Er um að ræða einfalda og hlutfallslega ábyrgð Reykjavíkurborgar sem er veitt samkvæmt heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í tilvitnuðu erindi kemur fram að á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur hinn 23. maí 2016 hafi verið samþykkt samhljóða svohljóðandi tillaga: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir lántöku hjá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) að fjárhæð EUR 70 milljónir (ca. 10 milljarðar) og jafnframt heimild forstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála til að undirrita öll skjöl sem þessi lántaka nær yfir. Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og er háð samþykki og ábyrgð eigenda OR. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki í umboði borgarstjórnar að veita Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar veitingu fyrrnefndrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

    Samþykkt.
    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins: 

    Stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins mælast til þess að skuldir séu sem mest í sömu gjaldmiðlum og tekjur. Ójafnvægi er í sjóðstreymi OR eins og fram kemur í umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um málið. Óskað er eftir borgarráð fái mat á áhættu vegna erlendra lána OR enda er Reykjavíkurborg ábyrgðaraðili þeirra. Staða íslensku krónunnar er sterk um þessar mundir. Mikilvægt er að minnka áhættu OR af gengisbreytingum.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 10. ágúst 2018, um breytingar á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar. Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins: 

    Miklar sveiflur eru innan kostnaðarrammans eða 4 milljarðar af 20 milljarða fjárfestingaramma ársins. Einstakir liðir vekja athygli varðandi frávik. Má hér nefna kostnað við breytingar í Ráðhúsi nú 110 milljónir en voru áætlaðar 80 milljónir. Þá var endurgerð braggans í Nauthólsvík áætluð 158 milljónir en er nú 400 milljónir. Hér er um gríðarlega framúrkeyrslu að ræða sem er nálægt ígildi eins nýs leikskóla. Í upphaflegri áætlun frá árinu 2016 var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við að endurhanna Hlemm væri 99,8 milljónir kr. en heildarkostnaðurinn fór yfir 308 milljónir króna. Nú á að ráðstafa 25 m.kr. að auki til að unnt sé að ljúka endurbótum og lagfæringum á loftræstikerfi Hlemmi – mathöll. Eins er lýst furðu yfir hvað verkefnið „Viti og útsýnispallur við Sæbraut“ hefur farið fram úr kostnaðaráætlun. Talað var um í aðdraganda verkefnisins og í nýliðnum sveitastjórnarkosningum að það myndi kosta 75 milljónir fullklárað og sú upphæð yrði að mestu greidd af Faxaflóahöfnum. Varpa verður ljósi á það hvað er rétt í þessum efnum og óskað er eftir gögnum frá Faxaflóahöfnum hver þeirra þáttur er í verkefninu. Heildar framlög vegna bílastæða Bílastæðasjóðs lækka úr 1.125 milljónum í 0 kr. á árinu.

    Guðlaug Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra, dags. 10. október 2018:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 460 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 2,52%, í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVK 32 1.

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. R18010204
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti kaupsamning og afsal vegna lóðar við 5. götu við Rauðavatn 1, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Gerðarbrunni 11-13.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Iðunnarbrunni 11.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Urðarbrunni 30.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Úlfarsbraut 14.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að gefa út tímabundna lóðarleigusamninga vegna lóða á Ártúnshöfða til að að 5 ára.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili skuldskeytingu á veðskuldabréfi vegna Kleppsmýrarvegar 6.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Lambhagavegi 8. 
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Lambhagavegi 10. 
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Silfratjörn 20-24. 
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Silfratjörn 26-32. 
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Skógarvegi 2. 
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 14. ágúst 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 10. ágúst 2018 á tillögu um að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur.
    Samþykkt.
    Vísað til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.
    Borgarráð óskar eftir því að tímaáætlun um að koma fót nýju neyðarskýli verði lögð fyrir borgarráð og að því verði komið á sem fyrst. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ungum körlum sem neyta vímuefna í æð hefur fjölgað hlutfallslega í Gistiskýlinu á undanförnum árum. Þessi hópur hefur mörgu leyti aðrar þjónustuþarfir en sá hópur sem áður nýtti mest þjónustu Gistiskýlisins, hefur fjölþættari vanda og styttri neyslusögu. Nýtt og minna gistiskýli með aukinni sérhæfingu í þjónustu við þennan hóp er talið geta skilað betri árangri og haft ákveðið forvarnagildi. Með opnun annars gistiskýlis fjölgar um 15 gistipláss sem tryggja mun að enginn á að þurfa að sofa utanhúss í Reykjavík.

    Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 14. ágúst 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 10. ágúst 2018 á tillögu um kaup/leigu á bráðabirgðahúsnæði fyrir þá sem eru á bið eftir félagslegu leiguhúsnæði.
    Samþykkt.
    Vísað til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Árið 2017 festi Reykjavíkurborg kaup á 75 íbúðum fyrir fólk sem bíður eftir að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Þjónustu við börn og barnafjölskyldur var forgangsraðað og miðað við að bráðabirgðahúsnæðið væri í sama hverfi og fyrirséð er að úthlutað verður. 50 af þessum íbúðum eru þegar komnar í fulla notkun og 25 munu bætast við á næstu mánuðum auk þeirra 25 einstaklingsíbúða sem samþykkt er hér í dag að taka í notkun. 72% þeirra einstaklinga sem bíða eftir félagslegu húsnæði eru einstæðingar og þörf á litlum íbúðum því mikil og við því er verið að bregðast. Áætlun er um að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðaeiningar árið 2018 og alls tæplega 700 á kjörtímabilinu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þó mikilvægt sé að bregðast við neyðarástandi í húsnæðismálum með neyðarúrræðum er enn brýnna að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Leiguverð hefur tvöfaldast á stuttum tíma enda hefur fjölgun almennra íbúða verið alltof lítil í Reykjavík. Há gjöld borgarinnar vega þungt auk þess sem áhersla hefur verið um of á dýrar íbúðir og stórar. 

    Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á biðlista Félagsbústaða, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018 og 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018. 
    Frestað. 

    Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 12:40 víkur Líf Magneudóttir af fundinum og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram svar borgarritara, dags. 16. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-3132-2017 sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. Einnig er lagt fram tölvubréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara dags. 10. ágúst sl. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins: 

    Á fundunum voru lesin bréf frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga dags. 9. og 16. ágúst sem bárust oddvitum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Í þeim er lýst yfir þungum áhyggjum af fordæmalausri málsmeðferð skrifstofu borgarstjóra eftir að dómur féll. Föstudaginn 10. ágúst 2018, sendi borgarritari harðort tölvuskeyti til Vigdísar Hauksdóttur vegna færslu sem hún birti á Facebook. Þar var hún ranglega sökuð um að hafa brotið trúnað borgarráðs og vísað var í umræðu um þetta mál á fundi ráðsins 31. júlí sl. Alvarlegasti hluti tölvuskeytisins eru hótanir borgarritara til kjörins fulltrúa þar sem vísað er í siðareglur og lög. Þann 15. ágúst kl. 16:31 birtist frétt á vef RÚV um bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar sem taka á fyrir á fundi forsætisnefndar 17. ágúst nk., en það er efnislega mjög samhljóða tölvuskeyti borgarritara. Eitt af verkefnum borgarráðs er að hafa „umsjón með stjórnsýslu borgarinnar“, eins og segir í 46. gr. samþykkta um stjórn Reykjavíkurborgar, auk þess að „ráða starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurborg og veita þeim lausn frá störfum“, eins og segir í 73. gr. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins munu því halda áfram að rækja þessar skyldur sínar, þrátt fyrir síendurteknar tilraunir embættismanna að þagga niður í þeim.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pirata og Vinstri grænna leggja fraam svohljóðandi bókun: 

    Það er miður að kjörnir fulltrúar hafi séð ástæðu til að rjúfa trúnað um samtöl sem hafa átt sér stað í borgarráði og fara með viðkvæmt starfsmannamál í fjölmiðla í þeim tilgangi að slá pólitískar keilur. Það liggur fyrir að borgin hefur ákveðið að áfrýja ekki dómnum og fullnægt því sem fram kemur í niðurstöðu dómsins. Vert er að taka fram að dómurinn kveður ekki á um að einelti hafi farið fram á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, heldur kveður hann á um að áminningarnar hafi átt að fella úr gildi. Því er mikilvægt að rétta þá rangfærslu sem hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum undanfarið að dómurinn hafi staðfest að einelti hafi átt sér stað.

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Enn og aftur er ég sökuð um trúnaðarbrest þrátt fyrir að hafa farið yfir það í löngu máli á fundi borgarráðs í dag að svo væri ekki og sýndi fram á hvaðan upplýsingarnar komu. Í því sambandi voru tvö tölvuskeyti lesin upp frá framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hafna þeirri lygi sem borin hefur verið á borð landsmanna undanfarna daga um þessi mál. Allar þær upplýsingar sem ég hef birt hef ég upp úr þeim bréfum sem hér er vísað í að ofan. Hinsvegar virðist skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa haft trúnaðarupplýsingar af fundum borgarráðs undir höndum þegar hún skrifaði erindi til forsætisnefndar sem „óvart“ birtist í fjölmiðlum fyrir misgáning. Farið er fram á að upplýst verði hvar skrifstofustjórinn fékk trúnaðarupplýsingar úr borgarráði. Ég fer fram á að þeir embættismenn sem hafa ranglega ásakað mig um trúnaðarbrest biðji mig opinberlega afsökunar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúarnir taka undir gagnbókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pirata og Vinstri grænna leggja fraam svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð ákvað nýlega að birta dagskrár og gögn funda. Það voru ekki mistök að birta bréf Helgu Bjargar Ragnarsdóttur sem voru hluti af fundargögnum fyrir fund forsætisnefndar 17. ágúst. Spurningin var bara hversu snemma gögnin ættu að birtast, og auðvitað er það heppilegast að þau séu birt þegar boðað er til fundar svo að borgarfulltrúar sjái gögnin um leið og þau birtast almenningi.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi kaup og innflutning á húsnæði fyrir heimilislausa, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2018.
    Frestað. 

    Fylgigögn

  32. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 24. júlí 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi heimaþjónustu aldraðra, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 13. ágúst 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um aðstöðu fyrir heimilislausa, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 13. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um skilgreiningu á félagslegri íbúð og einstaklingi sem er utangarðs, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 13. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samning Reykjavíkurborgar við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur og framkvæmd heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 2. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um hvort einstaklingur þurfi að vera með tryggt búsetuúrræði til að eiga kost á meðferðarúrræðum, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um að Reykjavíkurborg verði með tvo fulltrúa í stjórn Sorpu bs., sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum, sbr. 42. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018 og 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn innri endurskoðunar, dags. 16. júlí 2018, og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 17. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  39. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hátíðahöld í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands, sbr. 4. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 2. ágúst 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á asbesti í stofnunum borgarinnar, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 2. ágúst 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 14. ágúst 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi kostnað vegna bílstjóra borgarstjóra, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 14. ágúst 2018, við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna opinna funda borgarstjóra, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 14. ágúst 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram svar starfsmannastjóra, dags. 13. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um kynningu á viðhorfs- og starfsánægjukönnun B-hluta fyrirtækja, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júlí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um staðsetningu spennistöðvar við Dalskóla, sbr. 62. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. maí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú er svo komið að stór hópur innflytjenda í Reykjavík hefur einangrast félagslega og menningarlega. Komið hefur fram að 70% af Fellaskóla eru börn innflytjenda og að aðeins 5 börn með íslensku að móðurmáli hefji skólagöngu í Fellaskóla í haust. Gera má því skóna að fjölmargir innflytjendur hafi þar af leiðandi ekki náð að tengjast borgarsamfélaginu og blandast því með eðlilegum hætti. Ekki er að sjá að borgin hafi undanfarin ár mótað skýra stefnu um hvernig forða skuli innflytjendum frá því að einangrast eins og nú hefur gerst. Það er ljóst að þessi staða hefur verið að þróast í mörg ár og hefur borgarmeirihlutinn flotið sofandi að feigðarósi og ekki gætt þess að innflytjendur hafi blandast samfélaginu í Reykjavík nægjanlega vel, hvorki menningarlega né félagslega. 1. Hvernig ætlar borgin að rjúfa einangrun innflytjenda í Fellahverfi? 2. Hvernig ætlar borgin að bregðast við menningarlegri og félagslegri einangrun þeirra sem þar búa, bæði til skemmri og lengri tíma. 3. Hvernig hyggst borgin ætla að standa að fræðslu og hvatningu til að innflytjendur geti með eðlilegum hætti blandast og samlagast íslensku samfélagi í framtíðinni?

    Frestað.

    Fylgigögn

  47. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um hver fól umhverfis- og skiplagssviði að gera myndband í aðdraganda borgarstjórnarkosninga um Miklubraut í stokk.

    Frestað.

    Fylgigögn

  48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um kostnað og stöðu við framkvæmdir á borgarstjórnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur.

    Frestað

    Fylgigögn

  49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Hversu mörg laus pláss eru á leikskólum Reykjavíkur sem ekki er hægt að nýta vegna manneklu? A. Hversu mörg börn geta ekki hafið aðlögun á þeim leikskólum sem var fyrsta val hjá foreldrum þegar sótt var um leikskólapláss? B. Hversu mörg börn geta ekki hafið aðlögun í leikskóla í sínum hverfum?

    Frestað.

    Fylgigögn

  50. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir útskýringum hvers vegna svör við fyrirspurnum frá 8. febrúar 2018 berast eftir kosningar þegar þau eru löngu tilbúin eins og raun ber vitni í svari um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á kjörtímabilinu fyrir leigu- og búseturéttaríbúðir. Svarið var tilbúið 11. maí en var ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs 7 júní., sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar 2018. Vísan í málið R18020068.

    Frestað.

    Fylgigögn

  51. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    1. Lagt er til að öllum erindum frá borgarbúum sem berast sviðum, ráðum, borgarfulltrúum og starfsmönnum Ráðhússins verði svarað innan 14 daga, ýmist með stuttu svari um móttöku eða efnislega. Í svari um að skeytið hefur verið móttekið komi fram að efnislegt svar berist eins fljótt og auðið er. 2. Lagt er til að fyrirspurnum sem borgarfulltrúar leggja fram á fundum ráða eða nefnda sé svarað innan 20 daga. 3. Lagt er til að mál (tillögur) borgarfulltrúa séu afgreidd innan mánaðar frá því að málið er lagt fram og komi þá aftur á dagskrá. 4. Lagt er til að skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál eftir því hverjir eru málshefjendur þeirra. Um er að ræða yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og önnur mál sem borgarfulltrúar leggja fram í borgarráði, borgarstjórn eða á nefndarfundum. Í yfirlitinu skal tiltekið á hvaða stigi málið er eða hvernig afgreiðslu það hefur fengið. Yfirlitið skal uppfært mánaðarlega og birt á heimasíðum borgarfulltrúa á ytri vef borgarinnar.

    Frestað.

    Fylgigögn

  52. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að inntökuskilyrði í Klettaskóla verði endurskoðuð og í stað greina 1 og 2 þar sem segir: „Innritun í Klettaskóla. 1. Klettaskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkur og er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun. Skólinn er fyrir nemendur með: • miðlungs, alvarlega og djúpa þroskahömlun með eða án viðbótarfatlana • væga þroskahömlun og skilgreinda viðbótarfötlun/fatlanir s.s. einhverfu, blindu, heyrnarleysi og alvarlega hreyfihömlun“ skal koma einungis: „Klettaskóli er sérskóli sem ætlaður er börnum með sérþarfir vegna þroskahömlunar. Umsóknir eru metnar í samvinnu við foreldra á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um nemandann.“

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  53. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Félagsbústaðir eru fyrirtæki undir B-hluta borgarinnar. Vandi Félagsbústaða er mikill og fyrir liggur tillaga Flokks fólksins að óháður aðili geri fjölþætta úttekt á fyrirtækinu. Fjölmargar kvartanir liggja fyrir um m.a. skort á viðhaldi eigna, ofurhárrar leigu og margt fleira sem snýr að stjórnun, rekstri og launamálum. Það er mat Flokks fólksins að það sé eitthvað mikið að hjá Félagsbústöðum og er lagt til að borgin hefji þá vinnu að skoða með raunhæfum hætti hvort færa eigi þetta fyrirtæki aftur undir A-hluta borgarinnar undir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að reyna að gera borgina heildstætt kerfi í stað sundurlausra eininga sem jafnvel stríða innbyrðis.

    Frestað.

    Fylgigögn

  54. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að foreldrar/aðstandendur grunnskólabarna verði spurðir hvort þeir telji þörf á fleiri sérskólaúrræðum, frekari úrræðum innan núverandi skóla eða blöndu af hvoru tveggja. Spurningin gæti verið með fimm svarmöguleikum með miðju og jafnmörgum neikvæðum og jákvæðum svörum: 1. Átt þú barn sem þarf á sérstökum stuðningi að halda í skóla (vegna vísbendinga/greiningar um lesblindu, sértæka námserfiðleika eða frávika í vitsmunaþroska; raskana t.d. ADHD, asperger eða einhverfuróf og/eða annarra tilfinninga-, hegðunar og félagslegra vandamála) 2. Ég tel að fjölga þurfi sérskólaúrræðum (t.a.m. fyrir börn með þroskahamlanir sbr. úrræði eins og Klettaskóla og sérdeildir með sérhæft hlutverk vegna barna með miklar sérþarfir í námi, meðal annars vegna geðraskana og annarra alvarlegra hegðunarvandamála) mjög ósammála; frekar sammála; hvorki sammála né ósammála; frekar sammála; mjög sammála. 3. Ég tel að fjölga þurfi úrræðum innan núverandi skóla til að styrkja stefnuna um skóla án aðgreiningar. Mjög ósammála; frekar sammála; hvorki sammála né ósammála; frekar sammála; mjög sammála. Mikilvægt er að skoðanir barnanna sjálfra nái fram í umræðuna. Þar væru viðtöl og vettvangsheimsóknir gagnleg leið til að safna upplýsingum.

     Frestað.

    Fylgigögn

  55. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að fleiri sérskólaúrræði verði sett á laggirnar í Reykjavík enda er Klettaskóli sprunginn. Klettaskóli er eini sérskólinn í Reykjavík af sinni gerð en í honum stunda börn með sérþarfir vegna þroskahömlunar nám. Flokkur fólksins telur að fleiri slík úrræði þurfi enda mörg börn nú á biðlista sem Klettaskóli getur ekki tekið inn. Í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla og öðrum sambærilegum skólaúrræðum er mikilvægt að inntökuskilyrðin séu með þeim hætti að hver umsókn sé metin í samvinnu við foreldra á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um nemandann. Í þessum efnum eiga foreldrar ávallt að hafa val enda þekkja foreldrar börn sín best og vita þess vegna hvað hentar barni þeirra námslega og félagslega. Ekki má bíða lengur með að horfa til þessara mála og fjölga úrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefni er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt, þar sem það er meðal jafningja.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  56. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lögð er til aukin og þéttari samvinna og samstarf milli sviða. Nýlega var stofnaður stýrihópur sem hefur það markmið að móta heildstæða stefnu um þjónustu sem velferðarsvið veitir þeim hópi sem vegna veikinda eða annarra orsaka þarfnast fjölþættrar aðstoðar, þ. á m. þaks yfir höfuðið. Fjölmargir einstaklingar hafa lengi verið í húsnæðisvanda og enn öðrum bíður gatan eða vergangur næstu mánuði. Á þessu þarf að finna lausn hið fyrsta. Í stýrihópinn hefur nú þegar verið vísað tillögum að húsnæðisúrræðum sem kalla á lóðarstaðsetningu eða ákvörðun um að kaupa íbúðir/eignir. Það er þess vegna lagt til að strax frá upphafi komi til náins samstarfs og samvinnu við þau svið sem nauðsynlega þurfa að koma að þessum málum svo sem skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem annast kaup á sértæku húsnæði og átaksverkefnum og umhverfis- og skipulagssvið sem útvegar lóðir og sér um skipulag (smáhýsi, búsetukjarnar). Takist viðkomandi sviðum að vinna að lausn húsnæðisvandans í Reykjavík í sameiningu má gera því skóna að framkvæmdir taki skemmri tíma en ella.

    Frestað.

    Fylgigögn

  57. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg hækki byggingarréttargjaldið úr 45 þúsund krónum á fermetra upp í 53 þúsund krónur á fermetra og nýti umfram innkomu til þess að tvöfalda stofnframlag borgarinnar til félagslegra íbúða og íbúðaruppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Með því að hækka byggingarréttargjaldið almennt, þá er í raun verið að skattleggja verktaka og lóðabraskara sem leitast við að hagnast á byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða. Hækkun byggingarréttargjaldsins almennt myndi því fjármagna aukið stofnframlag borgarinnar til íbúða sem eru ætlaðar hinum efnahagslega verr stöddu. Þannig væri verið að eyða verðhækkandi áhrifum byggingarrétttargjaldsins á félagslegar íbúðir og íbúðir í óhagnaðardrifnum leigufélögum. Til að gefa dæmi um hvernig þessi breyting kynni að líta út má taka ímyndað dæmi. Ef 25% nýrra íbúða eru innan félagslega kerfisins og þær eru almennt minni en þær íbúðir sem byggðar eru á hinum óhefta markaði, til dæmis 50% minni að meðaltali, þá mætti fella út verðáhrif byggingarréttargjaldsins á félagslegar íbúðir með því að hækka gjaldið á aðrar íbúðir úr 45 þúsund krónum í 53 þúsund krónur á fermetra.

    Frestað.

    Fylgigögn

  58. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar líkt og fram kemur í hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. housing first) sem borgarstjórn hefur leitast við að leggja mikla áherslu á í vinnubrögðum sínum. Án öruggs húsnæðis aukast líkur á að aðrir þættir bresti og húsnæðisleysi getur því leitt til aukins félagslegs vanda. Samkvæmt tölum frá því fyrr á árinu eru 259 barnafjölskyldur, aðallega einstæðar mæður, með 418 börn, á biðlista eftir félagslegri íbúð. Neyðin er mikil og því er lagt til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til velferðarsviðs sem þarf á auknu fjármagni að halda til að mæta vanda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð. Lagt er til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til þess kostnaðar sem nemur a.m.k. 50 íbúðum með sér salerni og eldunaraðstöðu sem verði keyptar eða teknar á leigu. Lagt er til að þær íbúðir verði dreifðar um borgina. Slík búseta skal hugsuð sem tímabundin fyrir þær fjölskyldur sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð. Áhersla er lögð á að þetta húsnæði sé hugsað fyrir einstæða foreldra, með áherslu á einstæðar mæður, sem eru í meirihluta einstæðra foreldra á biðlista. Efni þessarar tillögu eru fyrstu aðgerðir í þessum málaflokki og nauðsynlegt er að meta þörf fyrir frekari aðgerðir að þessum áfanga loknum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  59. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar líkt og fram kemur í hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. housing first) sem borgarstjórn hefur leitast við að leggja mikla áherslu á í vinnubrögðum sínum. Án öruggs húsnæðis aukast líkur á að aðrir félagslegir þættir bresti og húsnæðisleysi getur því leitt til aukins félagslegs vanda. 985 voru á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði í júlí 2018 og af þeim voru 72% einstaklingar eða 452 karlar og 260 konur. 150 voru skráðir án fastrar búsetu. Neyðin er mikil og því er lagt til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til velferðarsviðs sem þarf á auknu fjármagni að halda til að mæta vanda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð. Lagt er til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til þess kostnaðar sem nemur a.m.k. 40 herbergjum með sér salerni og eldunaraðstöðu, sem verði keypt eða tekin á leigu. Slík búseta skal hugsuð sem tímabundin fyrir þá einstæðinga sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð og eru hvorki eftirlaunafólk, lífeyrisþegar né öryrkjar. Hér er því að miklu leyti um að ræða ungt fólk. Lagt er til að leitast sé við að hafa herbergin í húsnæði eða heimilum dreifðum um borgina en kynjaskipt ef í sama rými, með áherslu á úthlutun til karlmanna sem eru stór meirihluti þeirra á biðlista. Efni þessarar tillögu eru fyrstu aðgerðir í þessum málaflokki og nauðsynlegt er að meta þörf fyrir frekari aðgerðir að þessum áfanga loknum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  60. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar líkt og fram kemur í hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. housing first) sem borgarstjórn hefur leitast við að leggja mikla áherslu á í vinnubrögðum sínum. Án öruggs húsnæðis aukast líkur á að aðrir þættir bresti og húsnæðisleysi getur því leitt til aukins félagslegs vanda. 985 voru á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði í júlí 2018 og af þeim voru 72% einstaklingar eða 452 karlar og 260 konur. 150 voru skráðir án fastrar búsetu. 73% þeirra á listanum eru óvinnufærir, þ.e.a.s. öryrkjar, sjúklingar eða lífeyrisþegar. Því er mikilvægt að borgin grípi inn í og veiti þeim öruggt húsnæði á meðan bið eftir félagslegu húsnæði fer fram. Neyðin er mikil og því er lagt til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til velferðarsviðs sem þarf á auknu fjármagni á að halda til að mæta vanda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð. Lagt er til að borgarráð samþykki að auka fjárframlög til þess kostnaðar sem nemur a.m.k. 60 íbúðum, með sér salerni og eldunaraðstöðu, sem verði keypt eða tekin á leigu. Slík búseta skal hugsuð sem tímabundin fyrir þá sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð og lagt er til að leitast verði við að dreifa þeim íbúðum um borgina. Áhersla er lögð á að slík búseta sé hugsuð sem tímabundin fyrir lífeyrisþega, eftirlaunafólk og öryrkja. Efni þessarar tillögu eru fyrstu aðgerðir í þessum málaflokki og nauðsynlegt er að meta þörf fyrir frekari aðgerðir að þessum áfanga loknum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  61. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um niðurskurð og hagræðingu fyrir fjárhagsáætlun 2019, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. júí 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  62. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að allar fréttatilkynningar, sem sendar eru út í tengslum við fundi nefnda og ráða, séu sendar nefndar- og ráðsmönnum viðkomandi ráðs auk oddvita flokkanna um leið og þær eru sendar fjölmiðlum enda er Borgarstjórn Reykjavíkur fjölskipað stjórnvald. Þetta er í anda góðrar og gegnsærrar stjórnsýslu.

    Frestað.

    Fylgigögn

  63. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar birti hagsmunaskráningu sína á vef Reykjavíkurborgar, rétt eins og kjörnir fulltrúar, enda er það í anda gagnsæis og vandaðrar stjórnsýslu.

    Frestað.

    Fylgigögn

  64. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á skilyrðum þess að hægt sé að sækja um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Í stað þess að umsækjandi þurfi að hafa átt lögheimili í Reykjavík síðastliðin 2 ár nægir að hafi átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 2. ár. Þessi breyting á skilyrðum er nauðsynleg fyrir margar sakir. Á meðan fólk bíður eftir félagslegu húsnæði á það oft ekki í önnur hús að venda á biðtímanum í Reykjavík. Sumir eiga þess kost að búa tímabundið í öðru sveitarfélaga á meðan það bíður en til þess að falla ekki útaf biðlistanum leggja það á sig að hírast við óviðunandi húsnæðisaðstæður, fá að liggja inni hjá vinum og ættingjum um tíma eða búa í ósamþykktu húsnæði. Með því að afnema þetta skilyrði getur fólk fundið sér tímabundið húsnæði annars staðar á landinu á meðan það bíður eftir að röðin komi að sér í félagslega íbúðakerfinu í Reykjavík. Þessi breyting opnar fyrir meiri sveigjanleika og möguleika á að fá viðunandi húsnæði á biðtímanum enda þótt um sé að ræða tímabundið. Þessi breyting gerir skilyrðin auk þess mun manneskjulegri en þau eru nú. Þetta skilyrði hefur óþarfa fælingarmátt og enda þótt fólk geti sótt um undanþágu þá veit fólk oft ekki um þann rétt sinn, er jafnvel ekki upplýst um hann.

    Vísað til meðferðar velferðarráðs.

  65. Fram fer umræða um fundarsköp.

    Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Á útsendri dagskrá borgarráðs eru 62 mál. og sætir það furðu að ákveðið hefur verið að slíta fundi kl. 14:30 þegar ekki hefur tekist að ljúka yfirferð þeirra mála sem eru á dagskránni. Minnt er á að borgarráð fer með heimildir borgarstjórnar á sumarleyfistíma og því óviðunandi að mál séu ekki afgreidd og þeim frestað milli funda. Farið er fram á að haldinn verði aukafundur í borgarráði svo ljúka megi þeim málum sem liggja fyrir þessum fundi sem fyrst.

Fundi slitið klukkan 15:10

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir