Borgarráð - Fundur nr. 5507

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 28. júní, var haldinn 5507. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ebba Schram.

Fundarritari var Bjarni Þóroddsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 19. júní 2018. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin formaður borgarráðs. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2018, þar sem tilkynnt er um áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

    Lagt er til að Líf Magneudóttir verði varaformaður borgarráðs.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2018, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 19. júní 2018, á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eðlilegt hefði verið að nýkjörin borgarstjórn hefði verið að störfum í sumar vegna allra þeirra brýnu mála sem nauðsynlegt er að hefja vinnu að strax, s.s. skerðingar á heimaþjónustu, húsnæðiskreppunni, manneklunni á leikskólum og fjölmörgum aðkallandi málum.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Athugasemd er gerð við það að fundir borgarstjórnar séu felldir niður að sumarlagi, í júlí og ágúst, þar sem kjörnir borgarfulltrúar voru kosnir til að taka á ýmsum mikilvægum málefnum er varða hag borgarbúanna. Þar vegur húsnæðiskreppan stórt og ýmis önnur mikilvæg málefni sem þarfnast skjótrar úrlausnar. Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi borgarstjórnarfunda hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni. Í tillögu um sumarleyfi borgarstjórnar er greint frá því að borgarráð fari með sömu heimildir og borgarstjórn hafi ella. Vil ég setja athugasemd við liðinn um „sömu heimildir“ sem virkar afar villandi. Það að borgarráð afgreiði málefnin í stað borgarstjórnar útilokar alla minni flokkana frá ákvörðunartöku hér í um tvo mánuði. Fulltrúar minni flokkanna (JMF) hafa einungis áheyrnarfulltrúa í borgarráði með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt um málefnin líkt og í borgarstjórn. Því er erfiðara fyrir borgarfulltrúa minni flokka að hafa áhrif á ákvörðunartöku í sumarleyfi borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á sumrin fer borgarráð með valdheimildir borgarstjórnar og mun því afgreiða þau mál sem borgarstjórn hefði annars tekið fyrir á fundum sínum. Áratugahefð er fyrir því að borgarráð taki yfir fullnaðarafgreiðsluheimildir borgarstjórnar á sumrin enda fer langflest starfsfólk borgarinnar í frí í júlí eins og flestir aðrir borgarbúar. Það skal áréttað að borgarráð fer með allar heimildir borgarstjórnar meðan á sumarleyfi stendur.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 7. júní 2018.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. júní 2018.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 12. júní 2018.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 4. júní 2018.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 13. júní 2018.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. apríl og 7. júní 2018. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. júní 2018.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. júní 2018.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018. 
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 13. júní 2018.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. júní 2018.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. maí 2018.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 4. júní 2018. 

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 7. júní 2018.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 31. maí 2018.

    Fylgigögn

  18. Lagður fram sáttmáli borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur 2018-2022.
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. júní 2018, þar sem tilkynnt er að sviðið hafi sett af stað samráðsferli vegna tónleika sem fram fóru í Laugardal 21.-24. júní 2018 í tengslum við Secret Solstice 2018. 

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dags, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 24 mál.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar stjórnarandstöðunnar gera athugasemdir við að ekkert sé fjallað um þær tillögur sem vísað var frá á síðasta fundi borgarstjórnar í borgarráð. Í staðinn er þeim vísað annað af hálfu skrifstofu borgarstjórnar. Eðlilegt væri að borgarráð fjallaði sjálft um tillögurnar á þessum fundi en þær væru ekki komnar sjálfkrafa til meðferðar í kerfinu án umfjöllunar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill bóka athugasemd vegna málsmeðferðar þ.e. í hvaða farveg tillaga Flokks fólksins sem lögð var fyrir á borgarstjórnarfundi 19. júní, um að fenginn verði óháður aðili til að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum, hefur verið sett í en á undirbúningsfundi fyrir borgarráðsfund var ákveðið að leita umsagnar fjármálastjóra og innri endurskoðunar á tillögunni. Þessu er mótmælt enda gengur tillagan út á að fela óháðum aðila að gera þessa úttekt og væri eðlilegra að sá aðili óskaði eftir þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja eftir atvikum. Með þessari ákvörðun er gengið á svig við grunnatriði tillögunnar um að fenginn verði óháður aðili til verksins og því óeðlilegt að óska umsagnar ofangreindra aðila fyrst.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þegar tillögu úr borgarstjórn er vísað til borgarráðs er eðlilegt að borgarráð byrji að afla upplýsinga þaðan sem viðkomandi þekking liggur. Tilgangurinn með því er að ná sem mestri dýpt í umræðu innan borgarráðs þegar gögn liggja fyrir. Með því að birta embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar með þessum hætti eru borgarráðsfulltrúar upplýstir um það hvar viðkomandi tillögur standa. Þá geta allir fulltrúar borgarráðs óskað eftir umsögnum.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram til síðari umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 vegna breytinga á skipan fagráða og tillaga að breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar þess efnis að fullnaðarafgreiðsluheimildir skóla- og frístundaráðs verði felldar niður, sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagður fram úrskurður nefndar skv. 93. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórnar vegna kæru frá umboðsmanna Pírata vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 26. maí 2018.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnarstrætisreits, reits 1.118.5. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. apríl 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjustétt 2-6.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á rammaskipulagi fyrir Kringlureit.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki liggur fyrir hvernig samgönguúrbótum verður háttað við Kringlumýrarbraut og Miklubraut en mikið tækifæri felst í því að gera úrbætur í samgöngumálum samhliða breyttu skipulagi Kringlureitar. Ein hættulegustu gatnamót landsins eru á mörkum Kringlumýrabrautar. Hugmyndir um Miklubraut í stokk eru ekki í „meirihlutasáttmála“ sem kynntur var fyrr í mánuðinum. Óvissa með stefnu „meirihlutaflokkanna“ í samgöngumálum setur skipulagsmál á Kringlureit í uppnám. Þá er ákjósanlegt að samgöngumiðstöð fyrir almenningsamgöngur verði skipulögð á Kringlusvæðinu samhliða breyttu skipulagi.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rammaskipulag Kringlunnar er samþykkt í kjölfar umfangsmikillar skipulagssamkeppni þar sem metnaðarfull markmið um breytingu á Kringlusvæðinu til framtíðar eru undir. Gert er ráð fyrir glæsilegri byggð í borgarumhverfi þar sem íbúðum, verslunum, þjónustu og menningu er blandað saman. Fjöldi íbúða á svæðinu gæti orðið 800-1000 og heildarsvæðið, um 13 ha, verði byggt upp í áföngum. Það sem borgarráð samþykkti var rammaskipulag sem gefur lóðarhöfum færi á að þróa svæðið áfram og forgangsraða uppbyggingu. Gert er ráð fyrir að vinna að samgöngumálum á og við svæðið sé undir formerkjum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 þar sem þróun og uppbygging samgöngukerfa stuðlar að bættu umhverfi, góðri heilsu, lífvænlegum hverfum og aðlaðandi borgarbrag.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. júní 2018 á rammaskipulagi fyrir Skerjafjörð.
    Samþykkt með fjórum atvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Uppbygging á íbúðarhúsnæði í vesturhluta borgarinnar er mjög mikilvæg til að ná jafnvægi í skipulagi og á húsnæðismarkaði og gæta þess að hverfi séu sem mest sjálfbær. Það skýtur skökku við að gagnrýna uppbyggingu í Örfirisey á grundvelli umferðamála en leggja hér fram tillögu um allt að 3.000 manna byggð án heildstæðs umferðarmats. Ekki liggur fyrir heildstæð umferðargreining á svæðinu né heldur höfuðborgarsvæðinu í heild. Um er að ræða þreföldun á hverfinu og því nauðsynlegt að greina áhrif þess.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki hefur verið haft fullnægjandi samráð við hagmunaaðila málsins svo sem íbúa, aðila í flugtengdum rekstri o.fl. Ekki er gerð grein fyrir hvernig leysa eigi samgöngur, heldur talað um að með fækkun bílastæða eigi að hemja umferð. Þetta er að okkar mati forræðishyggja og vegur að frelsi borgaranna til valfrelsis í ferðamáta. Að teknu tilliti til ofangreinds er ljóst að téð tillaga að rammaskipulagi er ekki hæf til afgreiðslu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rammaskipulag Skerjafjarðar er einn af mörgum mikilvægum þáttum sem styðja við áframhaldandi húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Í framhaldinu verður hafist handa við deiliskipulag á einstökum reitum í Skerjafirði og uppbyggingu í kjölfarið. Í rammaskipulaginu er sett fram framtíðarsýn svæðisins sem tryggir fjölbreytt íbúðaframboð ásamt aukinni verslun og þjónustu í hverfinu. Rammaskipulagið setur fram vistvænar og framsæknar lausnir fyrir samgöngur, almenningsrými og húsnæði þar sem lífsgæði íbúa eru í forgangi. Aukið samráð við íbúa og hagmunaaðila verður við alla deiliskipulagsvinnu á svæðinu.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Óðinstorgs, reits 1.181.0. R18030026
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er áætlaður kostaður við formlega fornleifaskráningu sem Minjastofnun nefnir í umsögn sinni um framkvæmdina?

    Borgarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.

    -    Kl. 11:28 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. júní 2018, varðandi úthlutun úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen.

    Fylgigögn

  31. Fram fer kosning í barnaverndarnefnd Reykjavíkur til fjögurra ára.
    Lagt til að Tómas Hrafn Sveinsson, Margrét Sverrisdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Sandra Ocares og Katrín Helga Hallgrímsdóttir taki sæti í nefndinni og að Eldey Huld Jónsdóttir, Hörður Oddfríðarson, Þórarinn Þórsson, Elín Jónsdóttir og Sólrún Sverrisdóttir taki sæti til vara. Jafnframt er lagt til að Tómas Hrafn Sveinsson verði formaður nefndarinnar.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  32. Fram fer kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. 
    Lagt er til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti sem varamaður í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Diljár Ámundadóttur.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Fram fer kosning í ofbeldisvarnarnefnd. 
    Lagt er til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti í ofbeldisvarnarnefnd í stað Diljár Ámundadóttur. Einnig er lagt til að Vilborg Guðrún Sigurðardóttir taki sæti sem varamaður í nefndinni í stað Gunnlaugs. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28 maí 2018, varðandi skipan fulltrúa í fulltrúaráð samtakanna og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjölum.
    Frestað.

    Fylgigögn

  35. Fram fer kosning í skóla- og frístundaráð.
    Lagt er til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti sem varamaður í skóla- og frístundaráði í stað Diljár Ámundadóttur. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Fram fer kosning í skipulags- og samgönguráð.
    Lagt er til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Pawels Bartoszek. Einnig er lagt til að Vilborg Guðrún Sigurðardóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Gunnlaugs.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Fram fer kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð.

    Lagt er til að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti sem varamaður í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Ellenar Jacqueline Calmon.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. júní 2018, varðandi tilnefningu fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Frestað.

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2018:

    Lagt er til að samþykkt verði að tilnefna þau Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Dóru Björt Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, og Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúa, í stjórn Vestnorræna höfuðborgarsjóðsins Nuuk-Reykjavík-Tórshavn til loka kjörtímabilsins.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júní 2018, þar sem tilkynnt er að Dóra Björt Guðjónsdóttir verði fulltrúi Reykjavíkurborgar á fundi Vestnorræna höfuðborgarsjóðsins sem haldinn er í Tórshavn í Færeyjum dagana 27.-28. júní 2018. Einnig er lögð fram dagskrá fundarins.

    Fylgigögn

  41. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-apríl 2018.

  42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki kaup á fasteign að Arnarbakka 2-6, ásamt fylgigögnum.
    Samþykkt með fjórum atvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eðlileg og löngu tímabær uppbygging á þessu svæði á ekki að þurfa uppkaup borgarinnar fyrir hálfan milljarð króna. Aðkoma borgarinnar á að vera með öðrum hætti en að kaupa húseignir fyrir hálfan milljarð sem algjör óvissa er um hvernig nýtast.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinn, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu. Borgaryfirvöld kaupa eignirnar núna til að ná þessum markmiðum og hafa fullan hug á því að selja þær síðar meir þegar hverfiskjarnarnir hafa fengið tækifæri til að blómstra og festa sig í sessi.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að eingöngu verði greidd gatnargerðargjöld en ekki byggingarréttargjald af auknu byggingarmagni í Árskógum 1-3, ásamt fylgigögnum.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að kaupa hluta húsnæðis að Borgartúni 6, ásamt fylgigögnum. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili að Grandagarður 2 verði auglýstur til sölu ásamt byggingarréttindum.
    Samþykkt með fyrirvara um að niðurstaða verði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Fylgigögn

  46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samning um greiðslu innviðagjalda og breytingargjald fyrir Kirkjustétt 2-6 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar, ásamt fylgigögnum.
    Samþykkt með fjórum atvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Réttaróvissa er um innviðagjald sem við leggjumst gegn. Hér er um að ræða gjald sem leggst á skjólstæðinga Félagsbústaða þar sem byggingarkostnaður er hærri vegna innviðagjaldsins. Um er að ræða kauprétt á hámarksverði í viðmiði sem er 400.000 kr. á fm Samkvæmt kauprétti Félagsbústaða má ætla að fermetraverð myndi lækka um 24.300 kr. á fm og leiða til hagkvæmari leigu hjá skjólstæðingum Félagsbústaða.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Innviðagjald byggir á einkaréttarlegum samningum og óþarfi að skapa einhverja óvissu um það. Það er einnig misskilningur að leigjendur Félagsbústaða greiði innviðagjöld heldur er það þvert á móti í samningnum að Félagsbústaðir fái kauprétt að þremur íbúðum á því fermetraverði sem reglur um stofnframlög Íbúðalánasjóðs gera ráð fyrir.

    Fylgigögn

  47. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki aðilaskipti að samningi um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Gelgjutanga í Vogabyggð 1, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  48. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki kaup á fasteign að Völvufelli 11.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eðlileg og löngu tímabær uppbygging á þessu svæði á ekki að þurfa uppkaup borgarinnar. Aðkoma borgarinnar á að vera með öðrum hætti en að kaupa húseignir fyrir hátt í þrjú hundruð milljónir sem algjör óvissa er um hvernig nýtast.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu. Borgaryfirvöld kaupa eignirnar núna til að ná þessum markmiðum og hafa fullan hug á því að selja þær síðar meir þegar hverfiskjarnarnir hafa fengið tækifæri til að blómstra og festa sig í sessi.

    Fylgigögn

  49. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki kaup á fasteign að Völvufelli 13-21.
    Samþykkt með fjórum atvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eðlileg og löngu tímabær uppbygging á þessu svæði á ekki að þurfa uppkaup borgarinnar. Aðkoma borgarinnar á að vera með öðrum hætti en að kaupa húseignir fyrir hátt í þrjú hundruð milljónir sem algjör óvissa er um hvernig nýtast.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu. Borgaryfirvöld kaupa eignirnar núna til að ná þessum markmiðum og hafa fullan hug á því að selja þær síðar meir þegar hverfiskjarnarnir hafa fengið tækifæri til að blómstra og festa sig í sessi.

    Fylgigögn

  50. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2018:

    Lagt er til að fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar verði hækkuð um samtals 897.900 þ.kr. á árinu 2018 vegna kaupa á fasteignum, sjá nánar í greinargerð. Þar af komi krónur 752.400 þ.kr. til viðbótar við gildandi áætlun á kostnaðarstað 4102 sem verði 997.400 þ.kr. í stað 245.000 þ.kr. þá komi 145.500 þ.kr til viðbótar við gildandi áætlun á kostnaðarstað 1104 sem verði 2.435,5 þúsund í stað 2.290 þúsund. Þessi breyting á fjárfestingaráætlun verði fjármögnuð með lántökum að fjárhæð 897.000 þ.kr. 

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á þessum fyrsta borgarráðsfundi er lagt til að taka lán fyrir tæpan einn milljarð króna til að fjármagna kaup á fasteignum sem óljóst er hvernig á að fara með. Skuldir borgarinnar aukast því enn í góðæri.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu. Borgaryfirvöld kaupa eignirnar núna til að ná þessum markmiðum og hafa fullan hug á því að selja þær síðar meir þegar hverfiskjarnarnir hafa fengið tækifæri til að blómstra og festa sig í sessi.

    Fylgigögn

  51. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins vil endurtaka spurningu sem hún spurði í Breiðholti þegar meirihlutinn kynnti sáttmála sinn. Þá fékkst ekki svar en var sagt að ég myndi fá svar. Svar hefur ekki borist. Spurningin er: Hvað ætlar meirihlutinn að gera varðandi heimaþjónustu eldri borgara sem verður að skerða í sumar vegna manneklu? Með þessari spurningu vil ég vísa í frétt sem birtist á visir.is nú í júní þar sem segir: „Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar.“
     

  52. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að settur sé á laggirnar starfshópur í eineltismálum sem borgarfulltrúi Flokks fólksins sem jafnframt er sérfræðingur í forvörnum og úrvinnslu eineltismála fer fyrir. Í hópnum skulu vera þeir starfsmenn borgarinnar sem öllu jafna koma að þessum málum. Hlutverk hópsins verður að kynna og móta skilvirkar leiðir til að eineltisteymið geti liðsinnt stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar í forvörnum og verkferlum við vinnslu einelti/ofbeldiskvartana sem upp koma á vinnustöðum borgarinnar. Frekara hlutverk er að gera eineltisteymið enn  hæfara og aðgengilegra við: 1. Að koma að og ljúka þeim kvörtunarmálum sem borgarfyrirtækjum hefur ekki tekist að leysa á vettvangi. 2. Að taka á móti málum sem starfsmenn sem kvartað hafa yfir einelti telja að hafa ekki fengið sanngjarna og faglega málsmeðferð á starfstöð þeirra. 3. Að taka á móti og ljúka málum sem yfirstjórn vinnustaða hafa ekki geta sinnt eða ráðið við. 4. Að taka á móti málum ef kvörtun varðar yfirmann. Borgarfulltrúinn sem sérfræðingur í eineltismálum mun aldrei koma að einstaklingsmálum vegna stöðu sinnar sem borgarfulltrúi heldur fer fyrir hópnum sem sérfræðingur. Forvarnir og úrvinnsla málanna eru  á höndum eineltis- og áreitniteymis borgarinnar. Lagt er til að öll mál nema í algerum undantekningartilvikum verði unnin eineltisteyminu sjálfu. Aðkeypt þjónusta við lausn eineltismáls er tímafrek og dýr.

    Frestað.

  53. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að settar verði samskiptareglur sem gilda eiga á öllum fundum, nefndum, ráðum og samstarfshópum sem borgarfulltrúar eiga samstarf í. Sömu reglur skulu gilda um starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar sem starfa með borgarfulltrúum. Samhliða tillögunni er lögð fram viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun sem eineltisteymi borgarinnar (teymið) skal fylgja berist kvörtun um óæskilega hegðun, framkomu eða einelti. Ástæða tillögunnar er sú að í starfi borgarfulltrúa má iðulega gera ráð fyrir að fundir séu átakavettvangur og að tekist sé á um málefni. Eðlilegt er að skipst sé á skoðunum og gagnrýni og mótmæli algeng þegar tekist er á um hin ýmsu málefni. Undir öllum kringumstæðum er eðlileg krafa að borgarfulltrúar séu málefnalegir. Í ljósi þeirrar ábyrgðar sem þeim hefur verið falin er gerð sú krafa að þeir geti greint málefnalega gagnrýni frá persónulegri og sýni ávallt fyllstu kurteisi og virðingu í tali. Borgarfulltrúum ber að sýna gott fordæmi í þessum efnum sem og öðrum enda horfa margir þar með talið börn og ungmenni til stjórnsýslunnar þegar kemur að samskiptaháttum. Í greinargerð er kveðið nánar á um reglurnar og viðbragðsáætlun og farið er yfir rök um hvort tveggja.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

  54. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að gerð verði úttekt á biðlista Félagsbústaða. Í greiningunni komi fram 1. Hverjir eru á þessum biðlista, hve margar fjölskyldur, einstaklingar, öryrkjar og eldri borgarar. 2. Hverjar eru aðstæður þessara aðila, fjölskylduaðstæður, aldur og ástæður umsóknar 3. hversu langur er biðtíminn. 4. Hvað margir hafa beðið lengst og hversu lengi er það, hverjir hafa beðið styst, hversu stutt er það. 5. Hve margir hafa fengið einhver svör við sinni umsókn og hvernig svör eru það (flokka svörin) og hversu lengi voru þeir búnir að bíða þegar þeir fengu svör. 6. Hafa einhverjir sótt um oftar en einu sinni, ef svo er,  hvað margir og hverjir höfðu fengið svör við fyrri umsókn sinni og þá hvers lags svör. 7. Hvað margir hafa fengið synjun síðustu 10 árin og á hvaða forsendum. 8. Hvað margir bíða á listanum sem hafa fengið einhver svör við umsókn sinni en þó ekki synjun. 9. Hvar eru þeir sem bíða nú búsettir og 10. Hvað margir hafa sent ítrekun á umsókn sinni síðustu 3 árin.

    Frestað.

  55. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að  skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og að heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Hagsmunafulltrúinn fylgir málum vel eftir þannig að þau séu örugglega afgreidd og unnin á fullnægjandi hátt.

    Frestað.

  56. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að Reykjavíkurborg fari í viðræður við Félag eldri borgara um frekari uppbyggingu húsnæðis enda vaxandi þörf fyrir slíkt.

    Frestað.

  57. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Hver er meðal svartími fyrirspurna í borgarráði fyrir árið 2017 og frá áramótum 2018 til júlímánuðar sama ár?

Fundi slitið klukkan 13:25

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir

Marta Guðjónsdóttir