Borgarráð - Fundur nr. 5506

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 7. júní, var haldinn 5506 fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:09. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Elín Oddný Sigurðardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 25. apríl og 16. maí 2018. R18010007

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 14. maí 2018. R18010010

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 29. maí 2018.  R18010011

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 24. maí 2018. R18010012

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð Laugardals frá 28. maí 2108. R18010013

    Fylgigögn

  6. Lögð fundargerð innkauparáðs frá 1. júní 2018. R18010016

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. apríl 2018. R18010026

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018. R18010022
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
    Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 24. apríl 2018. R18010386

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18060001

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. júní 2018, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi vegna Secret Solstice 2018 að uppfylltum skilyrðum um veitingatíma áfengis og lok tónleika. R18040071
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R18060011

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á svarbréfi skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgartún 24. R18010128
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á athugasemdir íbúa í nágrenninu, sérstaklega í Mánatúni 7-17 sem hafa áhyggjur af hæð fyrirhugaðs húss við Borgartún 24, skuggavarpi og fleiri hlutum. Þó fjölbýlishúsið Mánatúni 7-17 hafi ekki verið risið þegar opnar kynningar voru haldnar er eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af áhrifum nýrrar byggingar á grenndina.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018, á tillögum að götuheitum á lóðinni Austurbakka 2 við austurbakka Reykjavíkurhafnar. Einnig er lögð fram umsögn húsfélagssins að Austurbakka 2, dags. 18. apríl 2018, og bréf húsfélagsins frá 24. apríl 2018.  R18030027
    Samþykkt með þeim breytingum að gatan sem liggur frá Tryggvagötu, í gegnum alla lóðina yfir Geirsgötu að Hörpu verði nefnd Reykjastræti.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    -    Kl. 9:30 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á svarbréfi skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg-Skúlagötu. R18010128
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúinn vísar til fyrri bókana sinna í málinu frá fundi borgarráðs 8. mars 2018 og fundi borgarstjórnar 20. mars 2018. 

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Jöklasels 2 og 4 vegna lóðarinnar nr. 4 við Jöklasel. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að rammaskipulagi Kringlusvæðis. R18010128
    Frestað.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að rammaskipulagi fyrir þróunarsvæði 5, Nýja Skerjafjörð.  R17110118
    Frestað.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vesturlandsveg. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mógilsár Kollafjarðar á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. R18010128
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 5. júní 2018, um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál. R18050256
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 24. maí 2018. R18010033

    Fylgigögn

  29. Fram fer kynning á efni Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3132/2017. R17100046

    Helga Björk Laxdal vék af fundi undir þessum lið.

  30. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. júní 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna myndbanda, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. apríl 2018. R18040211

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það vekur athygli að í fyrirspurn frá 26. apríl vegna myndbands um mislæg gatnamót um Miklubraut í stokk, sem gert var á kostnað skattgreiðenda í borginni, fyrir 3.461.000 kr., skuli ekki hafa verið svarað fyrr en nú, eftir kosningar. Þá er jafnframt athyglisvert að hér er um eitt helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar að ræða fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Í svarinu kemur  fram að gerð myndbanda sé hluti af nýrri nálgun við upplýsingamiðlun hjá borginni. Það er vissulega rétt að hér er um algjörlega nýja nálgun að ræða, þ.e. að skattgreiðendur séu látnir greiða fyrir myndbandsgerð um eitt helsta stefnumál stjórnmálaflokks í aðdraganda kosninga. Þess ber að geta að Miklubraut í stokk er ekki á aðalskipulagsuppdrætti.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Gerð þrívíddarlíkans og myndbands um Miklubraut í stokk var unnin fyrir umhverfis- og skipulagssvið sem hluti af frumhönnun og athugun á framkvæmdinni. Í hana var ráðist, m.a. að tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og hefur málið notið stuðnings allra flokka í borgarstjórn, að minnsta kosti fram að þessu. Notkun þrívíddarmynda og myndbanda hefur í auknum mæli verið notuð til að gera umfangsmikil og flókin skipulagsmál aðgengilegri, m.a. þeim sem ekki eru vanir að lesa úr tvívíðum teikningum eða fræðilegum textum og skipulagsskilmálum. Gert er ráð fyrir Miklubraut í stokk í aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030.

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það eru beinlínis rangfærslur og ósannindi að gerð myndbandsins sé að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins enda kemur fram í svari við fyrirspurninni að umhverfis- og skipulagssvið hafi átt frumkvæði að gerð myndbandsins. Það vekur hins vegar upp spurningar hvers vegna sviðið taki það upp hjá sjálfu sér að leggja út í slíkan kostnað.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. júní 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað vegna opinna funda borgarstjóra í aðdraganda kosninga, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. mars 2018. R18030183

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins vegna opinna funda borgarstjóra, sem lögð var fram 22. mars sl. og síðan ítrekuð hinn 24. maí sl., var óskað eftir kostnaði við alla þá fundi sem borgarstjóri hélt á kjörtímabilinu annars vegar og við þá fundi sem til stóð að halda frá lokum marsmánaðar og fram að kosningum hins vegar. Þá var jafnframt óskað eftir heildarkostnaðinum við fundarhöldin. Einungis barst svar við heildarkostnaði við alla fundi kjörtímabilsins en ekki sundurliðaður kostnaður um þá fundi sem borgarstjóri hélt í aðdraganda kosninga. Jafnframt vekur athygli að ekki var unnt að svara fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins fyrr en nú, rétt eftir kosningar. Í svarinu kemur enn fremur fram að 41 fundur hafi verið haldinn á kjörtímabilinu. Þar kemur einnig fram að heildarkostnaður við fundina hafi verið rúmar 6,4 milljónir. Þá er tiltekið að leiga á húsnæði við 41 fund nemur ekki nema 162.477 kr. Með hliðsjón af því vaknar upp sú spurning um hvaða húsnæði hafi verið að ræða við alla þá fundi sem haldnir voru á kjörtímabilinu.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. júní 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna opinna funda borgarstjóra í aðdraganda kosninga, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. apríl 2018. R18040211

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins vegna opinna funda borgarstjóra, sem lögð var fram 22. mars sl. og síðan ítrekuð hinn 24. maí sl., var óskað eftir kostnaði við alla þá fundi sem borgarstjóri hélt á kjörtímabilinu annars vegar og við þá fundi sem til stóð að halda frá lokum marsmánaðar og fram að kosningum hins vegar. Þá var jafnframt óskað eftir heildarkostnaðinum við fundarhöldin. Einungis barst svar við heildarkostnaði við alla fundi kjörtímabilsins en ekki sundurliðaður kostnaður um þá fundi sem borgarstjóri hélt í aðdraganda kosninga. Jafnframt vekur athygli að ekki var unnt að svara fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins fyrr en nú, rétt eftir kosningar. Í svarinu kemur enn fremur fram að 41 fundur hafi verið haldinn á kjörtímabilinu. Þar kemur einnig fram að heildarkostnaður við fundina hafi verið rúmar 6,4 milljónir. Þá er tiltekið að leiga á húsnæði við 41 fund nemur ekki nema 162.477 kr. Með hliðsjón af því vaknar upp sú spurning um hvaða húsnæði hafi verið að ræða við alla þá fundi sem haldnir voru á kjörtímabilinu.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. maí 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fundargerðir kjaranefndar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. maí 2018. R18050224

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. júní 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þátttöku Reykjavíkurborgar í nágrannavörslu, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. mars 2018. R18030184

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 11. maí, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á kjörtímabilinu fyrir leigu- og búseturéttaríbúðir, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar 2018. R18020068

    Fylgigögn

  36. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sparkvöll með gervigrasi á Landakotstúni, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. maí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. júní 2018. R17010298
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Óskað er eftir yfirliti yfir ósvaraðar fyrirspurnir borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði R18060037

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Óskað er frekari upplýsinga sem snúa að kostnaði vegna opinna funda borgarstjóra í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Þá er jafnframt óskað eftir því að öllum þáttum fyrirspurnarinnar verði svarað með fullnægjandi hætti þar sem þær koma ekki fram í  svari við fyrirspurnum um málið sem lagðar voru fram 22. mars sl. og 24. maí sl. R18030183

Fundi slitið klukkan 10:58