Borgarráð - Fundur nr. 5502

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 24. maí, var haldinn 5502. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:09. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 9., 16. og 23. apríl 2018. R18010031

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 17. maí 2018. R18010033

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. maí 2018. R18010016

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. maí 2018. R18010028

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R18040226

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18040227

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. maí 2018, vegna breytinga á kjörskrá vegna kosninga til borgarstjórnar 26. maí 2018. R17040014

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 á afmörkun landnotkunar, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    -  Kl. 9:16 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi landfyllingu við Sundahöfn, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um breytta landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    - Kl. 9:20 tekur Halldóra Káradóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R18050130

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    24. júní 2015 samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur tillögu Sjálfstæðisflokksins um að komið yrði upp salernisaðstöðu við útileiksvæðið í Gufunesi. Með sívaxandi notkun svæðisins, m.a. vegna vinsælda álfahóls, brettagarðs, strandblakvalla og ævintýrakastala, er æskilegt að salernisaðstaða sé fyrir hendi þegar frístundamiðstöðin er lokuð um kvöld og helgar. Skóla- og frístundaráð ítrekaði tillöguna á fundi sínum 16. desember 2015 en þrátt fyrir það hefur hún ekki enn komist til framkvæmda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna enn og aftur á tillöguna og beina því til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að umræddri aðstöðu verði komið upp sem fyrst.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi fyrir Gufunesbæ, ásamt fylgiskjölum. R18050029

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 27 og 29 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg, ásamt fylgiskjölum. R18050154

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skólavörðuholt vegna lóðanna 21-27 (oddatölur) við Frakkastíg og nr. 2-20 (sléttar tölur) við Bergþórugötu, ásamt fylgiskjölum. R18010359

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15 við Urðarstíg, ásamt fylgiskjölum. R18010357

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi Blikastaðavegar 2-8, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. apríl 2018. Jafnframt er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, varðandi afturköllun á erindinu. R18030201

    Samþykkt að falla frá auglýsingu tillögunar með vísan til bókunar umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí sl. um afturköllun erindisins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018 á tillögu að rammaskipulagi fyrir þróunarsvæði 5, Nýja Skerjafjörð, dags. 15. maí 2018, ásamt fylgiskjölum. R17110118

    Frestað.

    Margrét Leifsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 10:04 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 17. maí 2018, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 14. maí 2018 á meðfylgjandi samning við Iceland Airwaves ehf., dags. 11. maí 2018, ásamt fylgiskjölum. R18050149

    Samþykkt.

    Huld Ingimarsdóttir og María Rut Reynisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. maí 2018, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 14. maí 2018 á tillögu um að gengið verið frá samningi við Leikfélag Reykjavíkur um rekstur Borgarleikhússins, ásamt fylgiskjölum. R18050158

    Samþykkt.

    Huld Ingimarsdóttir og María Rut Reynisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 16. maí 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. maí 2018 á drögum að endurnýjuðum samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs við SAMFOK, ásamt fylgiskjölum. R18050142

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 29. apríl 2017 til 28. apríl 2018 ásamt uppfærðum reglum um meðferð innherjaupplýsinga.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R18050108

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 21. maí 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna sendingu greiðsluseðla, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. maí 2018. R18050026

    Fylgigögn

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að styrkja Skákfélagið Hrókinn um 3 m.kr. vegna 20 ára afmælis félagsins. Styrkurinn mun nýtast til margvíslegra verkefna en skákfélagið mun meðal annars halda árlegt skákmót í Nuuk á Grænlandi, halda opið afmælisskákmót í Reykjavík og bjóða öllum grunnskólum Reykjavíkur fjöltefli og fræðslu. Kostnaður þessi mun greiðast af kostnaðarstaðnum ófyrirséð, 09205, inn á kostnaðarstaðinn 01100, skrifstofa borgarstjóra og borgarritara. R18040079

    Samþykkt

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, með tillögum að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018. R17100024

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. maí 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti meðfylgjandi afnotasamning af borgarlandi undir bílastæði fyrir starfsfólk Landspítalans á Umferðarmiðstöðvarreit, ásamt fylgiskjölum. R18050084

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt greinargerð, færð úr trúnaðarbók borgarráðs 12. apríl sl. þar sem hún var samþykkt:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg taki þátt í stofnun undirbúningsfélags í samvinnu við ríkið og Knattspyrnusamband Íslands, sem hafi það hlutverk að undirbúa lokaákvörðun um endurnýjun Laugardalsvallar og byggingu nýrra mannvirkja þar. Gera má ráð fyrir að kostnaður við þessa undirbúningsvinnu fyrir Reykjavíkurborg verði í fyrsta áfanga um 25 m.kr. R15020197

    Fylgigögn

  27. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstaruppgjöri A-hluta fyrir janúar-mars 2018. R18010076

    Gísli Hlíðberg Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um upphaflega áætlaðan kostnað vegna Mathallarinnar við Hlemm og hver heildarkostnaðurinn varð eftir endurbæturnar og breytingarnar. R18050219

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að farið verði í ástandsskoðun á íþróttahúsi Hagaskóla og skátaheimilinu hjá Ægisbúum sem þar er til húsa. Grunur leikur á að myglusveppur sé í húsinu. R18050220

    Frestað.

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að gerð verði sérstök öryggisúttekt á þeim skólalóðum þar sem slys hafa átt sér stað á þessu ári. Þá er lagt til að í kjölfarið verði farið strax í úrbætur á þessum lóðum og þeim leiktækjum sem ógna öryggi barnanna.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18050221

    Frestað.

  31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá því Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík. Sérstök samstarfsnefnd var skipuð til að vinna að sameiningunni og sendi hún öllum Kjalnesingum tillögur sínar í 24 síðna bæklingi, Bláu bókinni svokölluðu. Í bókinni komu fram margvíslegar tillögur um hvernig margvíslegri þjónustu sameinaðs sveitarfélags yrði háttað á Kjalarnesi, yrði sameiningin að veruleika. Í bókinni lágu þannig fyrir tillögur í skipulagi og gatnagerð, skattamálum, samgöngumálum, skólamálum, íþrótta- og tómstundamálum, umhverfismálum, félagsþjónustu, heilbrigðismálum, atvinnumálum, landbúnaðarmálum, orkumálum o.s.frv. Ljóst er að fjölmargir Kjalnesingar létu umræddar tillögur ráða afstöðu sinni þegar þeir samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu. Í tilefni þess að tuttugu ár eru nú liðin frá sameiningunni er lagt til að borgarráð skipi starfshóp til að skoða þróun þjónustu almennt á Kjalarnesi á tímabilinu og hvaða tillögur í áðurnefndri bók hafa orðið að veruleika og hverjar ekki. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili greinargerð um þjónustu Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi og leggi fram tillögur til úrbóta svo helstu markmið í áðurnefndri bók nái fram að ganga. Í tengslum við vinnu hópsins er honum heimilt að gera viðhorfskönnun meðal Kjalnesinga um þjónustu Reykjavíkurborgar og hvaða atriði þurfi helst að bæta. Lagt er til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum frá hverfisráði Kjalarness, Íbúasamtökum Kjalarness og Borgarstjórn Reykjavíkur. R18050222

    Frestað.

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi sparkvöll með gervigrasi á Landakotstúni sem nýtist börnum og unglingum í hverfinu til leikja og íþróttaiðkunar. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að leita eftir samkomulagi um málið við kaþólsku kirkjuna sem er eigandi túnsins. Um sex þúsund manns búa í gamla Vesturbænum og er hann eina hverfi borgarinnar þar sem börn og unglingar hafa ekki aðgang að viðurkenndum sparkvelli með gervigrasi. R17010298

    Frestað.

  33. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Frá því í janúar sl. hefur Kjartan Magnússon borgarfulltrúi árangurslaust óskað eftir því að fá sendar fundargerðir kjaranefndar Reykjavíkurborgar frá október 2016. Lagt er til að umræddar fundargerðir verði lagðar fyrir borgarráð. Jafnframt er lagt til að sá háttur verði hafður á framvegis að fundargerðir kjaranefndar verði lagðar fyrir ráðið jafnóðum. R18050224

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um hversu víða asbest er til staðar í skólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og faglegu mati á því hvort hættu geti stafað af því. Ábendingar hafa komið fram um að slíkt efni sé að finna í einhverjum leikskólabyggingum. Rétt er að kannað verði hvar asbest er að finna, meta hættu á hugsanlegri mengun og kanna möguleg úrræði á faglegan og öruggan hátt í samráði við viðeigandi sérfræðinga. Í janúar 2016 óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um hvort og hversu víða asbest væri til staðar í skólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og faglegu mati á því hvort hættu gæti stafað af því. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs um málið kom fram að ekki hafi farið fram sérstök skoðun eða úttekt á því hvar asbest sé til staðar. Í svari heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn Félags foreldra leikskólabarna um málið kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi hvorki almennar upplýsingar um asbest í leikskólum borgarinnar né hafi athugað það almennt. R18050225

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að Félagsmiðstöðin Frosti útvíkki starf sitt og bjóði unglingum í Skerjafirði upp á frístundastarf einu sinni í viku í tilraunaskyni.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18050226

    Frestað.

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir svari við neðangreindri fyrirspurn sem lögð var fram í borgarráði 22. mars sl. þar sem henni hefur ekki verið enn svarað og kjörtímabilið á enda. Borgarstjóri hefur haldið reglulega opna fundi í Ráðhúsinu og víðar í borginni á kjörtímabilinu. Þessum opnu fundum hefur farið fjölgandi nú í aðdraganda kosninga sem augljóst er að nýta á í áróðursskyni á kostnað skattgreiðenda. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hversu marga opna fundi borgarstjóri hefur haldið á kjörtímabilinu og hversu marga fundi er áætlað að halda í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí. Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði við fundarhöldin og heildarkostnaði þar með talið launakostnaði, útkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og kostnaði við veitingar. R18030183

Fundi slitið klukkan 10:47

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir