Borgarráð - Fundur nr. 5501

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 17. maí, var haldinn 5501. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Linda Sif Sigurðardóttir og Dagný Magnea Harðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningaviðræðna Reykjavíkurborgar.

     

    Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R18010089

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólk s frá 3. maí 2018. R18010033

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. maí 2018. R18010005

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 8. maí 2018. R18010006

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 18. apríl 2018. R18010007

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 7. maí 2018. R18010008

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 8. maí 2018. R18010011

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 30. apríl 2018. R18010012

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 26. apríl og 9. maí 2018. R18010014

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 7. maí 2018. R18010015

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 4. og 11. maí 2018. R18010016

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 7. maí 2018. R18010037

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 4. maí 2018. R18010023

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. frá 13. apríl og 4. maí 2018. R18010024

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. apríl 2018. R18010028

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram fundargerð öldungarráðs frá 2. maí 2018. R18010036

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R18040226

    Fylgigögn

  19. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18040227

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. maí 2018 á tillögu um stuðning við Votlendissjóð vegna fyrirhugaða endurheimtu votlendis í Úlfarsárdal, ásamt fylgiskjölum. R18040185

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2, Laugavegar- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg, ásamt fylgiskjölum. R18050098

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli, ásamt fylgiskjölum. R18050097

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands, reit 1.254, ásamt fylgiskjölum. R18050099

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg, ásamt fylgiskjölum. R18050100

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar suður, vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt, ásamt fylgiskjölum. R18050101

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

     

    Stefna um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025 var samþykkt í borgarstjórn 3. október 2017. Í framhaldi var sett af stað vinna við innleiðingu og kostnaðarmat á stefnunni sem skilað var 18. apríl 2018. Starfshópur um bætt starfsumhverfi fagfólks á vettvangi frístundamiðstöðva/frístundastarfs í Reykjavík skilaði skýrslu þann 25. apríl 2018 með 8 tillögum, sem ætlað er að bæta starfsumhverfi í frístundastarfi. Í kjölfarið var farið í forgangsröðun verkefna og tillagna, bæði tillagna sem snéru að innleiðingu frístundastefnunnar og tillagna sem komu frá starfshópi um bætt fagumhverfi frístundamiðstöðva/frístundastarfs. Í hjálögðu minnisblaði skóla- og frístundasviðs eru settar fram 24 tillögur sem lagt er til að borgarráð samþykki. Tillögurnar komi til framkvæmda haustið 2018 og árið 2019. Í meðfylgjandi fylgiskjali eru nánari upplýsingar um hverja og eina tillögu. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna fjármögnunar verkefna á árinu 2018 verður lagður fram á  næsta fundi borgarráðs og lagt er til að fjármögnun vegna 2019 verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar. R14120116

     

    Samþykkt.

     

    Helgi Grímsson og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. maí 2018, ásamt fylgiskjölum, þar sem lagt er til að þátttökubekkur Brúarskóla, Brúarsel verði fluttur í lausar kennslustofur sem staðsettar eru á lóð Ingunnarskóla. Bekkurinn verði jafnframt stækkaður í 8 til 9 nemendur,  R18050105

    Samþykkt.

                

    Helgi Grímsson og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. maí 2018 á tillögu varðandi þjónustusamning við Waldorfskólann Sólstafi, ásamt fylgiskjölum. R18050104

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

     

    Helgi Grímsson og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. maí 2018 á tillögu að drögum að þjónustusamningi við Tónmenntaskóla Reykjavíkur vegna neðri stiga tónlistarnáms, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. maí sl. R18050102

    Samþykkt.

     

    Helgi Grímsson og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. maí 2018 á drögum að samningi við Myndlistaskólann í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R17020120

    Samþykkt.

     

    Helgi Grímsson og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  31. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í málinu: María Aðalheiður Sigmundsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R17120019

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu um að sett verði á fót listasafn í nafni Nínu Tryggvadóttur. Í því felst að Reykjavíkurborg þiggur að gjöf listaverkasafn Unu Dóru Copley, erfingja Nínu Tryggvadóttur og Al Copley, og Scott Jeffries, eiginmanns hennar. Um er að ræða annars vegar listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur og hins vegar valin listaverk úr einkasafni fyrrnefndra gefenda, auk þess sem fasteignir þeirra í New York og Reykjavík munu verða eign borgarinnar að þeim gengnum. Listasafn Nínu Tryggvadóttur skal verða sjálfstæð stofnun innan Reykjavíkurborgar eins og kveðið er á um í viljayfirlýsingunni. R18050088

    Samþykkt.

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja viljayfirlýsingu um stofnun listasafns í nafni Nínu Tryggvadóttur en telja rétt að kannaðir verði fleiri kostir fyrir staðsetningu þess en í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Flest listasöfn og menningarstofnanir í borginni eru staðsett í miðborginni (101) og því væri ákjósanlegt að finna nýju listasafni góðan stað annars staðar, t.d. í eystri hluta borgarinnar.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags, 14. maí 2018, greinargerð vegna vinnu flugráðs vegna útfærslu á Grófarhúsi. R18040075

    Flugráði er þakkað fyrir frábærar tillögur um útfærslu á Grófarhúsi – húsi orðsins. Menningar- og ferðamálasviði,  Borgarbókasafni er falið að vinna áfram að málinu í samráði við umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, flugráði og aðra.

     

    Kjartan Magnússon situr hjá við afgreiðslu málsins.

     

    Arna Schram, Pálína Magnúsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Ævar Þór Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar samþykktir fyrir nýtt félag, Þjóðarleikvangur ehf.

     

    Greinargerð fylgir. R15020197

    Samþykkt.

     

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. maí 2018, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða viljayfirlýsingu er snýr að því að Reykjavíkurborg skuli hefja viðræður við Faxaflóahafnir sf. um kaup á eignarhlut þeirra í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. R18050106

     

    Samþykkt.

     

    Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 8. maí 2018, varðandi samkomulag við Fimleikasamband Íslands vegna Euro Gym fimleikahátíðar sem haldin verður sumarið 2020, ásamt fylgiskjölum. R18050085

    Samþykkt.

     

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. maí 2018, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. maí 2018 þar sem tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gengið verði til samninga við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur um hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur á tennishúsi á lóð félagsins er vísað til borgarráðs. R18050110

    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar starfshóps um mannvirkjamál í Laugardal sem skipaður var 3. maí 2018.

     

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð staðfesti meðfylgjandi samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 7. maí sl. R18050096

    Samþykkt.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  39. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 23. apríl 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi sérstakar húsaleigubætur. R18040034

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

     

    Lagt er til að hjálagðar breytingar á skipulagskrá dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grund verði samþykktar. R18010339

     

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að ganga til samstarfs við KSÍ og aðra bakhjarla íslenska landsliðsins, Icelandair, N1, Landsbankann, Advania, Vífilfell og Vodafone, vegna sýninga frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu dagana 14. júní til 15. júlí nk. Allir leikir mótsins verða sýndir á Ingólfstorgi en leikir íslenska landsliðsins verða sýndir í Hljómskálagarðinum. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar eru 17 m.kr. og mun viðauki vera lagður fyrir á næsta fundi borgarráðs. R18050091

     

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar 2018-2022. R18050090

     

    Samþykkt.

     

    Ragnhildur Ísaksdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Valgerður Margrétardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki tillögur stýrihóps um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar til að auka tækifæri til virkni og vinnu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og langtíma atvinnulausa einstaklinga. Lagt er til að tillögur 1, 2, 3, 4, 5 og 8 komi til framkvæmda á árinu 2018 og því lagt til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) hækki  um 27,5 m.kr. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa kostnaðar á árinu 2018 verður lagður fram á næsta fundi borgarráðs. Tillögum 6 og 7 er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar sem og fjármögnun áðurgreindra tillagna vegna fjármögnunar á árinu 2019. R16120085

    Samþykkt.

     

    Heiða Björg Hilmisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. maí 2018, ásamt minnisblaði, dags. 30. apríl 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. maí 2018 á tillögu um að fjölga samningum um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. R18050093

    Samþykkt.

     

    Regína Ásvaldsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 11. maí 2018 á tillögu um tímabundna styrkingu á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur. R18050109

    Samþykkt.

     

    Regína Ásvaldsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  46. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 11. maí 2018, tillaga um nýtt langtímaúrræði fyrir ungmenni í vanda. R18050107

    Samþykkt.

     

    Regína Ásvaldsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  47. Fram fer kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. R17110191

    Bókanir undir þessum lið eru bundnar trúnaði og færðar í trúnaðarbók borgarráðs.

     

    Anna Kristinsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir og Hulda Þórisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    - Kl. 11:50 víkja Líf Magneudóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  48. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna aðgerða Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. apríl 2018 og 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. maí 2018.

    Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

    Lagt er til að mannréttindastjóra verði falið að hafa áfram samráð við Persónuvernd og aðra viðeigandi eftirlitsaðila  við vinnslu aðgerða borgarráðs til auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. R17110191

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

    Lagt er til að mannréttindastjóra verði falið að hafa áfram samráð við Persónuvernd og aðra viðeigandi eftirlitsaðila  við vinnslu aðgerða borgarráðs til auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum 26. maí 2018.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  49. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 2. maí 2018, sbr. samþykkt öldungaráðs Reykjavíkur frá 2. maí 2018 á tillögu um aukið samráð til að bæta stöðu eldri innflytjenda á Íslandi. R18050010

    Samþykkt.

    Vísað til áframhaldandi vinnslu hjá velferðarnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, samstarfsnefnd félagsmálastjóra og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

    Fylgigögn

  50. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018, ásamt greinargerð:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að þjónustusamningi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands fyrir árin 2018-2020. Kostnaður skv. samningnum er 2.750.000 kr. á hverju ári samningsins og færist á kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. R18030188

    Samþykkt.

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  51. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samninga um endurskoðun og framlengingu á aðalmiðlarasamningum vegna viðskiptavaktar á skuldabréfaflokkum Reykjavíkurborgar. R18010071

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  52. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 11. maí 2018, ásamt greinargerð varðandi tímaáætlun vegna skuldabréfaútboða á seinni hluta árs 2018. R18010204

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  53. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 4. maí 2018, um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2019-2023, mál nr. 494. R18040221

    Samþykkt.

    Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  54. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 12. maí 2018, um samanburð SA á fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna. R17010090

    Fylgigögn

  55. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa eignarhlut Strætó bs. í Þönglabakka 4 á kr. 100.000.000. R17120052

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  56. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. maí 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Laug ehf. Laugavegi 39, lóð og byggingarrétti fyrir flutningshús við Starhaga 1. R17090082

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  57. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. maí 2018, ásamt greinargerð, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að halda nýtt útboð á lausum lóðum í Úlfarsárdal innan tveggja mánaða frá samþykki borgarráðs og hafna tilteknum tilboðum sem boðin voru í lóðaútboði í lausar lóðir í Úlfarsárdal sem lauk 4. maí sl. R18050075

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  58. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. maí 2018, ásamt greinargerð, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Veitum ohf. vilyrði fyrir lóð, um 900 fm að stærð, fyrir skólpdælustöð á Freyvangi í Vogabyggð 5, skv. meðfylgjandi skilmálum. R18050089

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  59. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. maí 2018, ásamt greinargerð, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki hjálagðan afnotasamning af borgarlandi undir bílastæði fyrir starfsfólk Landspítalans á Umferðarmiðstöðvarreit. R18050084

    Frestað.

    Fylgigögn

  60. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. maí 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi kaup á eignarhluta Ás styrktarfélags í fasteigninni Safamýri 5, eign merkt 01 0101 með fastanúmerið 201-4050. R18040236

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  61. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

     

    Við umræður um ársreikning Reykjavíkurborgar í borgarráði og borgarstjórn hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað óskað eftir því að upplýsingar verði lagðar fram um öll vilyrði/viljayfirlýsingar til aðila utan borgarkerfisins, sem borgarstjóri eða aðrir embættismenn hafa veitt með undirritun sinni, og líkleg eru til að hafa fjárútlát í för með sér fyrir Reykjavíkurborg, óháð því hvort umræddar yfirlýsingar hafa verið lagðar fyrir borgarráð eður ei. Eðlilegt er að slíkar upplýsingar séu ávallt fyrirliggjandi ásamt raunhæfum kostnaðaráætlunum svo borgarfulltrúar geti metið hvaða kostnað umrædd vilyrði/viljayfirlýsingar munu hafa í för með sér ef og þegar þau verða efnd. Sérstök ástæða er til að fá upplýsingar um þessi vilyrði/viljayfirlýsingar nú í ljósi þess að borgarstjóri hefur á undanförnum mánuðum farið víða um borgina, lofað kostnaðarsömum framkvæmdum rétt fyrir kosningar og í mörgum tilvikum án þess að nokkur kostnaðaráætlun liggi fyrir. Slík vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar og ætti að vera lágmarkskrafa að borgarfulltrúar séu upplýstir um öll slík vilyrði, áætlaðan kostnað vegna þeirra og hvort þau séu í samræmi við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og gildandi fimm ára áætlun. Það er einsdæmi að borgarstjóri svari ekki slíkum fyrirspurnum og  beri því við að hann skilji þær ekki þótt ítrekað hafi verið farið yfir þær efnislega í borgarráði og borgarstjórn. Greinilegt er að borgarstjóri er vísvitandi að tefja málið í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast hjá því að þurfa að leggja umræddar upplýsingar opinberlega fram fyrir borgarstjórnarkosningar, sem fara fram í næstu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins krefjast þess að umræddar upplýsingar verði lagðar fram sem fyrst og í síðasta lagi í lok yfirstandandi viku. R17010090

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinsti grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi svar ásamt svari Fjármálaskrifstofu dags. 14. maí sl.:

     

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengu skriflegt svar á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag frá fjármálaskrifstofu borgarinnar þess efnis að allir samningar og viljayfirlýsingar sem borgarstjóri eða aðrir embættismenn hafa skrifað undir á kjörtímabilinu hafi verið lagðir fyrir borgarráð til staðfestingar, nema einn, samningur um uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, sem var lagður fram á þessum fundi og var hann samþykktur. Bókun Sjálfstæðisflokksins felur því í sér órökstuddar dylgjur sem eiga sér enga stoð.

  62. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

     

    Nýbygging Dalskóla í Úlfarsárdal er byggð þétt upp við spennistöð. Óskað er eftir greinargerð um þessa staðsetningu sem hefur óæskileg áhrif á birtuskilyrði í skólanum auk þess sem foreldrar hafa áhyggjur af hugsanlegri hættu vegna rafsviðs stöðvarinnar. Óskað er eftir upplýsingum um feril málsins og hvað olli því að ákvörðun var tekin um að haga málum með þessum hætti. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvernig best verði staðið að því að flytja umrædda stöð í viðunandi fjarlægð frá skólabyggingunni og áætlaðan kostnað vegna þess. R18050147

Fundi slitið klukkan 13:37

Líf Magneudóttir