Borgarráð - Fundur nr. 5500

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 3. maí, var haldinn 5500. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:06. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson, Bjarni Þóroddsson og Dagný Magnea Harðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 26. apríl 2018. R18010035

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 6. febrúar og 6. mars 2018. R18010006

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. apríl 2018. R18010009

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 12. febrúar 2018. R18010008

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. apríl 2018. R18010011

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. apríl 2018. R18010012

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 23. apríl 2018. R18010013

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. apríl 2018. R18010016

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. mars 2018. R18010026

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. apríl 2018. R18010024

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. maí 2018. R18010022

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 27. mars 2018. R18010386

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R18040226

    Fylgigögn

  14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18040227

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Í samræmi við niðurstöðu fundar samráðshóps um mótun menntastefnu sl. föstudag er lagt til að borgarráð samþykki að vísa hjálögðum drögum að menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 í umsagnarferli. Lagt er til að drögin fari til umfjöllunar á fundum forstöðumanna á starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs og á opnum fundi eða fundum fyrir starfsfólk og verði þeir fundir haldnir fyrir sumarleyfi. Skóla- og frístundasvið annist undirbúning. Drögin verði jafnframt send í víðtækt umsagnarferli og verði aðgengileg á samráðsvef menntastefnunnar til að kalla fram viðbrögð, sjónarmið og ábendingar þeirra sem hafa aðkomu að menntamálum í borginni. Miðað er við að tillaga um menntastefnu Reykjavíkurborgar verði lögð fram að loknu umsagnarferli eftir miðjan ágúst.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17010123
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun.

    Í febrúar 2009 samþykkti borgarstjórn einróma, að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins, að hefja vinnu við mótun menntastefnu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar. Þegar Samfylkingin tók við yfirstjórn menntamála í borginni eftir borgarstjórnarkosningar 2010 var þessari stefnumótunarvinnu hætt án haldbærra skýringa. Á sama tíma og unnið var að stefnumótun og stefnur samþykktar í fjölmörgum málaflokkum Reykjavíkurborgar, taldi Samfylkingin óþarft að vinna að menntastefnu. Á sl. ári hófst vinna við menntastefnu að nýju eftir sjö ára dvala. Í vetur hefur þessi stefnumótunarvinna verið harðlega gagnrýnd af skólafólki, m.a. vegna þess að hún sé unnin í miklum flýti því núverandi meirihluti leggi allt kapp á að ljúka henni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Margt skólafólk telur að rekja megi slæma stöðu skólamála í borginni til stefnuskorts og áhugaleysis núverandi meirihluta á málaflokknum. Skólastjóri Réttarholtsskóla er einn þeirra sem gagnrýnt hefur flaustursleg vinnubrögð meirihlutans við mótun menntastefnu. Bendir hann á að fyrirliggjandi drög séu í raun einungis endurómur úr gildandi aðalnámskrá sem hafi aldrei verið innleidd í reykvíska skóla nema í skötulíki. Allt í stefnudrögunum sé að finna í grunnþáttum og lykilhæfni viðkomandi námskrár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að fulltrúar meirihlutans falli nú frá fyrri áformum að samþykkja umrædda menntastefnu fyrir kosningar og styðja tillögu um að drög að henni verði sett í víðtækt umsagnarferli.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vinna við menntastefnu hefur verið afar umfangsmikil á kjörtímabilinu en meðal þeirra sem komið hafa að henni eru framsæknustu og færustu sérfræðingar veraldar í skólamálum. Þá höfum við leitað til skólastjórnenda, kennara, leiðbeinenda, nemenda og foreldra og almennings - eða með öðrum orðum, allir sem hafa viljað hafa áhrif á menntastefnuna hafa getað það. Á þessum fundi er eingöngu verið að vísa menntastefnunni eins og hún lítur út í dag í umsagnarferli sem er eðlilegt næsta skref í þessari metnaðarfullu vinnu sem mun gera skólastarf í borginni enn faglegra og betra.

    Skúli Helgason og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2018:

    Lagt er til að veitt verði 60 m.kr. viðbótarfjármagni til þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs sem varið verði til undirbúnings innleiðingar nýrrar menntastefnu með áherslu á að styrkja þróunarverkefni á starfsstöðum skóla og frístundasviðs. Gert verði ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum haustið 2018 í kjölfar samþykktar menntastefnunnar og verði mótaðar sérstakar reglur um úthlutunina. Þá er lagt til að þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs verði  stækkaður úr 40 m.kr. í 200 m.kr. árið 2019 til að fylgja markmiðum menntastefnunnar eftir. Þróunarstyrkjum skóla- og frístundaráðs er úthlutað árlega í samræmi við áherslur sem settar eru í starfsáætlun sviðsins. Markmiðið er að styðja við ýmis verkefni sem stuðla að nýjungum, rannsóknum eða nýbreytni í uppeldis- og fagstarfi leikskóla og grunnskóla og í frístundastarfi. Lagt er til að við úthlutun þróunarstyrkja á árinu 2019 verði horft til verkefna sem miða að því að efla hæfniþætti menntastefnunnar auk annarra þátta hennar, s.s. samvinnu af öllu tagi, milli kennara, milli skóla og innan hverfa. Hæfniþættir menntastefnunnar eru: Félagsfærni – sýna samfélagslega ábyrgð og virkni. Sjálfsefling – hafa sterka sjálfsmynd og trú á eigin getu. Læsi – skilja samfélag og umhverfi. Sköpun – beita skapandi hugsun. Heilbrigði – tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og líða vel. 

    Samþykkt. R17090164

    Skúli Helgason og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:50 víkur Sigurður Björn Blöndal af fundinum og Ilmur Kristjánsdóttir tekur þar sæti.
    -    Kl. 9:55 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2018, ásamt drögum að matarstefnu:

    Á fundi borgarstjórnar þann 1. mars 2016 var samþykkt að stofna stýrihóp með það hlutverk að móta heildstæða matarstefnu fyrir Reykjavík. Meginmarkmið með mótun matarstefnu er að stuðla að betri heilsu Reykvíkinga, styrkja máltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum sínum hvað varðar öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni. Í stefnunni eru sett fram fimm yfirmarkmið um styttri og sýnilegri leið frá bónda til maga, sjálfbærni og gæði, bætta matarmenningu, aukið aðgengi að hollum mat og betri nýtingu matar. Jafnframt er sett fram aðgerðaáætlun með undirmarkmiðum og tillögum að aðgerðum. Lagt er til að borgarráð samþykki stefnuna og vísi aðgerðaáætlun hennar til fjárhagsáætlunargerðar. 

    Samþykkt. R16030023

    Heiða Björg Hilmisdóttir, Þór Steinarsson, Gylfi Ólafsson og Helga Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að skipaður verði starfshópur til að fara yfir skipulags- og mannvirkjamál í Laugardalnum, nýtingu mannvirkja, endurbyggingu og hugsanlegar nýframkvæmdir. Í hópnum verði sviðsstjórar umhverfis- og skipulagssviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs ásamt skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem og fulltrúar frá ÍBR, Ármanni og Þrótti. Hópurinn skal í vinnu sinni hafa samráð við hverfisráð Laugardals og skólaráð Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17110135
    Samþykkt.

    Ómar Einarsson og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2018 á kynningu á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. R11060102
    Samþykkt.

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. apríl 2018 á kynningu á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir KR-svæði. R11060102
    Samþykkt.

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja verklýsingu sem felur í sér að tillögur um uppbyggingu á svæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sem félagið hefur lagt fram, verði sendar í víðtækt umsagnarferli. KR glímir nú þegar við mikinn aðstöðuvanda og því er frekari uppbygging íþróttamannvirkja í vesturbænum löngu tímabær. Skoða má hugmyndir um byggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á svæðinu ef tryggt er að þær fari vel í umhverfinu og hafi ekki neikvæð áhrif á framtíðarmöguleika KR til að efla starf sitt í þágu íþrótta- og æskulýðsmála. Útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í vesturbænum á næstu árum sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um a.m.k. 5.500 manns eða 33%. Slík fjölgun mun stórauka kröfur til KR og er því mikilvægt að borgaryfirvöld tryggi félaginu nægilegt athafnarými til framtíðar. Vafi leikur á hvort eðlilegt sé að hverfisíþróttafélag eins og KR sé tilneytt að ganga á takmarkað athafnasvæði sitt og ráðstafa hluta þess undir þétta byggð til að fjármagna eðlilega uppbyggingu íþróttamannvirkja. En hugmyndir um slíkt virðast vera bein afleiðing þess að fyrr á kjörtímabilinu lagðist núverandi borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins um að SÍF-reiturinn yrði nýttur í því skyni að efla íþrótta- og æskulýðsstarf KR í þágu vesturbæinga.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aðalskipulagsbreytingin er í samræmi við viljayfirlýsingu borgarinnar og KR frá desember sl. Framtíðarsýnin sem þar birtist er sett fram að frumkvæði félagsins en fellur vel að sýn borgarinnar á jákvæða þróun svæðisins og góða og samfellda þjónustu við börn og unglinga í vesturbæ. Fáist aðalskipulagi breytt og nýtt deiliskipulag verður samþykkt er gert ráð fyrir því að gengið verði frá formlegum samningi milli Reykjavíkurborgar og KR um framkvæmdir þar sem fram komi áætlaður stofnkostnaður mannvirkja KR, forgangsröðun þeirra og frekari útfærsla, virðisauki vegna aukins byggingarréttar, tímaáætlun verkefnisins og leigusamningur við Reykjavíkurborg á viðkomandi mannvirkjum vegna hverfistengdrar þjónustu.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr, 14 við Lofnarbrunn. 
    Samþykkt. R18040225

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs varðandi laun í Vinnuskólanum 2018. R18040223
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. apríl 2018, varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. R18030074

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 27. apríl 2018, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 24. apríl 2018 á tillögu um að Reykjavíkurborg gerist aðili að Regnbogaborgum, Rainbow cities network. R18040189
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. apríl 2018, vegna tillögu að fulltrúum í flugráði vegna útfærslu á Grófarhúsi. R18040075

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 26. apríl 2018, um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120074
    Frestað.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. apríl 2018, með tillögum að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018. R17100024
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að heimila Bjargi hses. að selja á markaðsverði allt að 20% af íbúðum á lóðunum Hallgerðargötu nr. 2 og 10. R17030103
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir Bústaðaveg 151 vegna sölu á tveimur atvinnulóðum. R18040220
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir lóð sem merkt er sem A2 á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu um svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. R18040205
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um endurnýjun á Naustatorgi. R18040168
    Samþykkt.

    -    Kl. 10:57 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð veiti lóðarvilyrði til Bjargs hses. fyrir lóð sem heimili byggingu 100 íbúða í Skerjafirði með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem heimili lóðaafmörkunina og staðfesti byggingarréttinn. R18040215
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð veiti lóðarvilyrði til Félagsstofnunar stúdenta fyrir lóð sem heimili byggingu 160 íbúða í Skerjafirði með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem heimili lóðaafmörkunina og staðfesti byggingarréttinn. R18040213
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð staðfesti sölu byggingarréttar vegna lóðastækkunar við Sogaveg 69. R18040158
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. ögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. maí 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 728/2015 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði verið óheimilt að synja umsækjenda um sérstakar húsaleigubætur á þeim forsendum að hann leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Á grundvelli þessa dóms hefur nú þegar verið gengið frá greiðslum til allra þeirra sem eru í samskonar aðstæðum og umræddur dómur tekur til og uppfylla kröfur um greiðslur sérstakra húsaleigubóta að öðru leyti. Dómurinn tekur hins vegar ekki á því álitaefni hvort leigjendur Brynju, hússjóðs ÖBÍ, sem ekki höfðu lagt inn umsókn, ættu rétt til sérstakra húsaleigubóta. Því er lagt til að borgarráð samþykki að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta frá leigjendum Brynju, hússjóðs ÖBÍ, án tillits til þess hvort að umsókn hafi legið fyrir, sbr. nánari umfjöllun í meðfylgjandi minnisblaði. Þá er einnig lagt til að velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiði dráttarvexti til þeirra sem eiga rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð sé sérstök krafa um það. Jafnframt er lagt til að velferðarsvið leiti liðsinnis Öryrkjabandalagsins við að vekja athygli þeirra einstaklinga sem hugsanlega eiga rétt til greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann í samræmi við tillögu þessa. R17080174

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um allar skuldbindingar Reykjavíkurborgar utan efnahagsreiknings, þ.m.t. vilyrði til aðila utan borgarkerfisins sem borgarstjóri hefur veitt með undirritun sinni og kostnaðaráætlanir vegna slíkra vilyrða/skuldbindinga. Óskað er eftir því að þessar upplýsingar verði veittar áður en umræður fara fram um ársreikning Reykjavíkurborgar hinn 8. maí nk. R17010090

  37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Borgarráð samþykkir að unnið verði að því að Elliðaárdalur verði friðlýstur vegna sérstaks náttúrufars, dýralífs og jarðsögu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18050024
    Frestað.

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Hvað hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og félög tengd honum fengið greitt í heildargreiðslur og styrki frá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í eigu borgarinnar sl. 10 ár? R18050025

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Hver er kostnaðurinn árlega við að senda út greiðsluseðla frá bæði stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar? R18050026

Fundi slitið klukkan 11:38

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir