Borgarráð - Fundur nr. 5499

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 26. apríl, var haldinn 5499. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:05. Viðstödd voru: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Linda Sif Sigurðardóttir og Dagný Magnea Harðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 18. apríl 2018. R18010033

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. apríl 2018. R18010005

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 10. apríl 2018. R18010006

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 9. apríl 2018. R18010008

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 16. apríl 2018. R18010010

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 5. apríl 2018. R18010011

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 5. apríl 2018. R18010014

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 13. og 20. apríl 2018. R18010016

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 16. apríl 2018. R18010037

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. apríl 2018. R18010028

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram fundargerði umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. og 25. apríl 2018. R18010022

    B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

    Fylgigögn

  12. Lagðar fram fundargerðir öldungaráðs frá 10. og 18. apríl 2018. R18010036

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R18030219

    Fylgigögn

  14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18030220

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018 vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018, varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls, ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lagðir fram nýir deiliskipulagsuppdrættir, mótt. 25. apríl 2018. R17100473

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. apríl 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, ásamt fylgiskjölum. R17120148

    Samþykkt.

    Kl. 9:15 taka Helga Björg Ragnarsdóttir og Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R15050142

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum reits 1.1.74.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut ásamt fylgiskjölum. R18040133

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. apríl 2018 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Fálkagötu, ásamt fylgiskjölum. 18040174

    Samþykkt

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðar nr. 38 við Framnesveg, ásamt fylgiskjölum. R18040173

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018 á bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, varðandi umferðaröryggismál í Reykjavík 2018, ásamt fylgiskjölum. R16050092

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði 2018, ásamt fylgiskjölum. Tillögurnar eru bundnar trúnaði þar til tilkynnt verður um afhendingu styrkjanna. R18010088

    Samþykkt.

    Kl. 9:30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

  24. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Breiðholt festival styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna Breiðholts festival 2018.

    Samþykkt að veita Landssambandi hestamannafélaga styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna Hestadaga 2018.

    Samþykkt að veita FC Sækó styrk að að fjárhæð kr. 500.000 vegna ferðar félagsins til Bergen.

    Samþykkt að veita Forlaginu styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna útgáfu 111, ljósmyndabók.

    Samþykkt að veita Sigurþóri Hallbjörnssyni styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna listasýningarinnar 111 Reykjavík.

    Samþykkt að veita Með oddi og egg styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna hverfablaðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða og kr. 400.000 vegna hverfablaðs Miðborgar og Hlíða.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti Byggingafélagi námsmanna vilyrði fyrir byggingarrétti fyrir allt að 50 íbúðir á Háteigsvegi 35-39, Stýrimannaskólareit. R18040166

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti Félagi eldri borgara vilyrði fyrir byggingarrétti fyrir allt að 50 íbúðir á Háteigsvegi 35-39, Stýrimannaskólareit. R18040165

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Vesturgötu 67 til Félagsbústaða. R18040167

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingu á fyrri samþykkt ráðsins frá 11. janúar sl. vegna áhvílandi láns á fasteigninni að Brekknaási 9, ásamt fylgiskjölum. R18010148

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti meðfylgjandi samkomulag um Hraunbæ 115, ásamt fylgiskjölum. R18040151

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti meðfylgjandi leigusamning um verslunarhúsnæði að Langholtsvegi 70, ásamt fylgiskjölum. R17090079

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning vegna Laugavegar 77 um viðbótarhúsnæði fyrir velferðarsvið, ásamt fylgiskjölum. R18040153

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á aðalvelli Knattspyrnufélagsins Víkings við Traðarland 1, ásamt fylgiskjölum. R18040069

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. apríl 2018, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun eldri búnings- og baðaðstöðu kvenna í Sundhöll Reykjavíkur. Frumkostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar nemur 100-120 m.kr. R18040169

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úthlutun lóðar í Suður-Mjódd til félags eldri borgara, sbr. 19. lið fundargerð borgarráðs frá 7. september 2018. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. ágúst 2018, og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2018. R17060227

    Tillagan er felldmeð 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að úthluta Félagi eldri borgara í Reykjavík viðbótarlóð í Syðri-Mjódd. Mikil spurn er eftir íbúðum félagsins og ljóst að það þarf á fleiri lóðum að halda til að geta annað henni, ekki síst í eystri hverfum borgarinnar. Margvíslegt hagræði væri af því að úthluta félaginu slíkri viðbótarlóð sem næst öðrum lóðum er félagið hefur nú þegar fengið til uppbyggingar í Mjóddinni, t.d. vegna nálægðar við þjónustumiðstöð velferðarsviðs að Árskógum 4, sem veitir eldri borgurum mikilvæga þjónustu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lóðin í Suður-Mjódd sem lagt er til að úthlutað sé til Félags eldri borgara er atvinnulóð með erfiðri hljóðvist og því ekki að öllu leyti heppileg. Þess í stað hefur verið ákveðið að veita Félagi eldri borgara í Reykjavík lóðavilyrði á svokölluðum Stýrimannaskólareit, líkt og borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Þetta telur meirihlutinn betri ráðstöfun og farsæla í því góða samstarfi sem Reykjavíkurborg og Félag eldri borgara hafa átt um uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæði fyrir eldra fólk, án hagnaðarsjónarmiða.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar kjaradeildar og mannauðsskrifstofu, dags. 4. apríl 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um jafnlaunavottun, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. október 2016. R16100035

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf stýrihóps um að móta eigendastefnu fyrir Félagsbústaði, dags. 6. apríl 2018, ásamt tillögu að eigendastefnu fyrir Félagsbústaði. R17110172

    Samþykkt.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 23. apríl 2018, ásamt drögum að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. s.d. R18010207

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt greinargerð, færð úr trúnaðarbók borgarráðs 12. apríl sl. þar sem hún var samþykkt:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að stofnað verði til Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar og borgarlistamanns Reykjavíkur 2017. R18040056

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 13. apríl 2018, varðandi samþykkt hafnarstjórnar um að óska heimildar Reykjavíkurborgar fyrir landfyllingu við Klettagarða, ásamt fylgiskjölum. R17120017

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs sem er falið að hefja undirbúning skipulagsbreytinga í samræmi við erindið m.a. í samráði við starfshóp borgarstjóra um nýjar ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 13. apríl 2018, ásamt skýrslu um niðurstöður úttektar vegna bilunar í skólpdælustöð við Faxaskjól. R17070090

    Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Sabine Leskopf taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð þakkar ábendingar innri endurskoðunar. Um almennar ábendingar er að ræða, sumar þeirra eru þegar í farvegi og úr öðrum er ekki á færi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eins og sér að bæta úr s.s. gerð áhættumats en slíkt mun ávallt þurfa að vera samræmt á landsvísu. Borgarráð tekur heilshugar undir ábendingu um úrbætur á upplýsingakerfi og að bæta þurfi aðgengi Heilbrigðiseftirlitsins að þjónustu upplýsingadeildar Reykjavíkurborgar en sú vinna er þegar í farvegi hjá Reykjavíkurborg. Kjarni málsins hlýtur að vera að mikilvægt er að gagnsæi ríki um ástand veitukerfa hverju sinni og að verklag um upplýsingagjöf til almennings sé skýrt. Þrátt fyrir að í þessu tilviki hafi hvorki verið um mengunarslys eða almannahættu að ræða hefði mátt fyrirbyggja óvissu og óþægindi með tímabærri og skýrri upplýsingagjöf. Í því samhengi er rétt að halda því til haga að Reykjavíkurborg stendur sig almennt afar vel í skólphreinsun og þá sérstaklega í samanburði við önnur sveitarfélög. Skólphreinsun á sér vart stað utan höfuðborgarsvæðisins og til að mynda er skólp frá Álftanesi ekki hreinsað. Frávikið í Faxaskjóli vakti athygli ekki síst vegna þess að það var frávik.

    Kl. 10:40 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 23. apríl 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. apríl 2018 á tillögu um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð, ásamt fylgiskjölum. R14120120

    Samþykkt.

    Helga Jóna Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu um breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu, ásamt fylgiskjölum. R18040070

    Samþykkt.

    Helgi Grímsson, Elísabet Helga Pálmadóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. apríl 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 11. apríl 2018 á tillögu um stefnu um notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi, ásamt fylgiskjölum. R18040130

    Helgi Grímsson, Elísabet Helga Pálmadóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  44. Lagður fram að nýju samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 (a- og b-hluti), ódags., sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. apríl sl., ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og greinargerðum fagsviða, aðalsjóðs, eignasjóðs og fyrirtækja b-hluta. Einnig er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2017, verkstöðuskýrsla vegna nýframkvæmda 2017 og ábyrgða- og skuldbindingayfirlit fyrir Reykjavíkurborg skv. reglugerð 1212/2015. Einnig eru lagðar fram endurskoðunarskýrsla KPMG, dags. í apríl 2018, og skýrsla endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2018. R17010090

    Ársreikningur borgarsjóðs (a-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 hefur verið undirbúinn af fjármálskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn.

    Samþykkt.

    Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Auðunn Guðjónsson, og Ólafur B. Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið borgarfulltrúarnir Skúli Helgason, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Hjálmar Sveinsson.

    Kl. 12.10 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundinum og Skúli Helgason tekur sæti.

  45. Lagt fram ábyrgða- og skuldbindingayfirlit fyrir Reykjavíkurborg skv. reglugerð 1212/2015, dags. 12. apríl 2018. R18040207

    Vísað til borgarstjórnar.

  46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við gerð myndbanda sem borgarstjóri hefur látið gera á kostnað Reykjavíkurborgar í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga, t.d. myndbands um borgarlínu og Miklubraut í stokk. R18040211

  47. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um allan kostnað, sem fellur á Reykjavíkurborg, vegna fundaherferðar borgarstjóra í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga, t.d. við auglýsingar, húsaleigu og myndatökur. Óskað er eftir því að tilgreindur verði tilfallandi kostnaður vegna vinnu borgarstarfsmanna við fundina, t.d. vegna undirbúnings sem og fundarsetu. R18040211

  48. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að í ljósi starfsemi þeirrar, sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir í Reykjavík í meira en 120 ár, verði samtökin undanþegin öllum gjöldum af hálfu Reykjavíkurborgar vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 74. Tillagan felur í sér að Hjálpræðisherinn njóti sömu kjara við lóðarúthlutun og annað trúfélag, sem úthlutað hefur verið lóð við Suðurlandsbraut 76. R18010234

    Tillögunni er vísað frá borgarráði í ljósi þess að samhljóða tillaga hefur áður verið afgreidd á vettvangi borgarráðs.

  49. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að borgarráð leiti eftir áliti Persónuverndar vegna fyrirhugaðra aðgerða Reykjavíkurborgar í því skyni að auka þátttöku ákveðinna hópa í komandi borgarstjórnarkosningum. R17110191

    Frestað.

    1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

      Lagt er til að hljóðmön við Kleppsveg, milli Skipasunds og Sæviðarsunds, verði lengd og hún sett í jafna hæð og hún byrjar í við Langholtsveg, þannig að hún verji íbúðarhús við Sæviðarsund 2-6. R18040212

      Frestað.

        Kl. 12:40 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

      1. Fram fer kynning á niðurstöðum greiningar á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg 2017. R17050105

        Helga Björg Ragnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Ragnhildur Ísaksdóttir og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

        Kl. 12:50 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum og Skúli Helgason víkur.

        Kl. 12:53 víkur borgarstjóri af fundinum.

        Fylgigögn

      Fundi slitið klukkan 13:15

      Líf Magneudóttir