Borgarráð - Fundur nr. 5498

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 12. apríl, var haldinn 5498. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Pétur K. Ólafsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 21. mars 2018. R18010007

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 26. febrúar og 21. mars 2018. R18010023

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. apríl 2018. R18010027

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. apríl 2018. R18010016

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. apríl 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R18030219

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum 2018. Kostnaðaráætlun 2 er 130 m.kr. R18040062

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga ásamt hljóðvarnaraðgerðum vestan Kringlumýrarbrautar milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Kostnaðaráætlun 2 er 270 m.kr., þar af er hluti Reykjavíkurborgar 185 m.kr. R18040061

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á gönguleiðum og þátttöku við smíði göngubryggju við Hústjörn í Vatnsmýri við Norræna húsið. Kostnaðaráætlun 2 er 50 m.kr. R17020105

    Kl. 9:34 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundinum.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. mars 2018, varðandi lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040, ásamt fylgigögnum. R16110082

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Óskað er eftir frestun á afgreiðslu málsins til næsta fundar borgarráðs.

    Tillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Hrafnkell Á. Proppé tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2018, varðandi greiningu á þróun á íbúafjölgun í Reykjavík. R18040063

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að fallist sé á erindi Víkings um gervigras á aðalvöll í stað endurnýjunar á eldri grasvöllum. ÍTR og skrifstofa eigna og atvinnuþróunar undirbúi tillögu um breytingu á fjárfestingaáætlun til samræmis við þessi áform. R18040069

    Samþykkt.

    Kl. 10:05 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð taki undir ábendingar HSÍ og KKÍ um nauðsynlega aðstöðu sérsambanda fyrir innanhússíþróttir og skilgreiningu á þjóðarleikvangi fyrir innanhússíþróttir. Mælist borgarráð því til að settur verði upp starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar, HSÍ og KKÍ til að annast nauðsynlegar viðræður um málið. R17110135

    Samþykkt.

    Kl. 10:10 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 27. mars 2018, sbr. samþykkt ráðsins frá 26. mars 2018 á tillögu um framtíðarsýn hverfisráða 2021 ásamt fylgigögnum. R18030194

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar borgarlögmanns við tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um það hvort staðsetning bensínstöðvar við Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti samræmist reglum um bensínstöðvar, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. janúar 2018. R15030097

    Kl. 10:26 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að stofnað verði tímabundið flugráð sem falið verið að fara í hugarflug vegna útfærslu á Grófarhúsi, menningarhúsi. Unnið er að stækkun Grófarhúss sem verði Hús orðsins og nái utan um samtal, lýðræði, orðlist og bækur og allra handa lifandi upplýsingamiðlun. Í þeirri vinnu verði einnig litið til svæðisins í kring og hvernig það geti stutt við starfsemi hússins, til dæmis með ævintýrasvæði fyrir börn og leikvelli, ásamt þjónustu við alla aldurshópa. Í þessum tilgangi verði sett á fót flugráð með breiðum hópi fólks á ólíkum aldri, svo sem fulltrúum barna og unglinga, rithöfundum, kennurum, innflytjendum og fleirum, ásamt fulltrúum umhverfis- og skipulagssviðs, borgarbókaverði og öðrum fulltrúum menningar- og ferðamálasviðs. Umsjón verkefnisins og utanumhald verði í höndum umhverfis- og skipulagssviðs sem og menningar- og ferðamálasviðs. Tillaga verði lögð fyrir borgarráð eigi síðar en 15. maí 2018. Henni fylgi drög að verk- og kostnaðaráætlun. R18040075

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokks.

    Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á fundinum óskaði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir því að áður en fyrirliggjandi tillaga yrði afgreidd yrðu veittar upplýsingar um stöðu byggingarframkvæmda vegna viðbyggingar Grófarhúss, áfallinn kostnað vegna þeirra og fyrirhugaðan heildarkostnað samkvæmt kostnaðaráætlun. Einnig var óskað eftir upplýsingum um fyrri áform um nýtingu viðbyggingarinnar sem unnið hefur verið eftir fram að þessu. Umræddar grundvallarupplýsingar voru ekki veittar þrátt fyrir að til afgreiðslu væri tillaga, sem felur í sér ,,hugarflugsvinnu“ um enn frekari stækkun verkefnisins og kostnaðaraukningu við það. Hlýtur það þó að vera eðlileg lágmarkskrafa að borgarráð sé upplýst um stöðu framkvæmda og gildandi kostnaðaráætlun áður en tekin er til afgreiðslu tillaga um stækkun verks og kostnaðaraukningu. Því miður hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tileinkað sér slík vinnubrögð í æ ríkari mæli í örvæntingarfullri baráttu fyrir borgarstjórnarkosningar í næsta mánuði þar sem kostnaður virðist ekki skipta máli. Sjálfsagt er að skoða nýjar hugmyndir um nýtingu hússins en óviðunandi er að í slíkri vinnu sé látið eins og kostnaður við verkefnið sé aukaatriði. Eru áðurnefndar spurningar því enn ítrekaðar og jafnframt óskað eftir því að fyrri kostnaðaráætlanir vegna verkefnisins verði lagðar fram án tafar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þess var gætt við úthlutun lóðar fyrir íbúðarhús við hlið Grófarhúss að borgin gæti byggt við húsið til að þróa hina mikilvægu bókasafnsstarfsemi sem þar er. Bókasöfn um allan heim eru að þróast á spennandi hátt og sama á við í Reykjavík. Í Grófarhúsi getur þróast sannkallað Hús orðsins með áherslu á barnabókmenntir, fjölþætt menningarstarf fyrir alla aldurshópa og margmiðlun. Tillagan gerir ráð fyrir að einstaklingar sem þekktir eru af því að elska bækur, auka læsi og vera hugmyndaríkir og framsýnir verði kallaðir saman til að leggja á ráðin um hvernig hægt er að nýta þau frábæru tækifæri sem borgin á við þróun Grófarhúss til hins ítrasta.

    Kl. 10:50 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  17. Fram fer kynning á úttekt innri endurskoðunar á netöryggi hjá Reykjavíkurborg. R18040053

    Óskar Sandholt, Arnar Þór Sigurðsson, Pétur S. Hilmarsson og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Fram fer kynning á starfsemi Borgarleikhússins. R18040004

    Kl. 11:52 víkur Stefán Eiríksson af fundinum.

    Arna Schram, Kristín Ögmundsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir og Eggert B. Guðmundson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, þar sem samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2019-2023, dags. 6. apríl 2018, er lagt fram til kynningar. R18040064

    Fylgigögn

  20. Lögð fram greinargerð fjármálaskrifstofu, ódags., um framkvæmd styrkjareglna 2017.

    Kl. 12:12 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

    Fylgigögn

  21. Lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2017. Einnig er lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 9. apríl 2018, um ársreikninginn, skýrsla fjármálaskrifstofu, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, greinargerð B-hluta fyrirtækja, samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2017 og ábyrgða og skuldbindingayfirlit 2017, dags. 12. apríl 2018. R17010090

    Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar.

    Vísað til ytri endurskoðunar.   

    Gísli Hlíðberg og Sigurrós Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. mars 2018, varðandi stýrihóp og ráðgjafahóp um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar, ásamt drögum að erindisbréfum. R18010206

    Samþykkt að Sigurður Björn Blöndal, Líf Magneudóttir og Halldór Halldórsson taki sæti í stýrihópnum.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. apríl 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita gjaldfrest fyrir hluta byggingarréttar vegna uppbyggingar á lóðinni Hallgerðargata 20. R17040183

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um skrifstofuhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Miðberg í Hraunbergi 4. R18040002

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. apríl 2018:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg auglýsi sjö svæði og lóðir til uppbyggingar fyrir hagkvæmt húsnæði sem meðal annars verði ætlað ungu fólki og fyrstu kaupendum. Um er að ræða lóðir eða svæði í Úlfarsárdal, Gufunesi, Bryggjuhverfi, Elliðavogi/Ártúnshöfða, á Veðurstofureit, við Stýrimannaskólann og í Skerjafirði. Lagt er til að sett verði á laggirnar matsnefnd sem hafi það hlutverk að leggja mat á umsóknir eins og nánar er fjallað um í greinargerð. R17100200

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Það er fagnaðarefni að brugðist sé við ítrekuðum áskorunum Reykjavíkurborgar og velferðarráðs borgarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma í Reykjavík. Í samræmi við erindi borgarinnar hefur velferðarráðuneytið nú óskað eftir viðræðum um lóðir til að undirbúa megi byggingu næstu rýma. Minna má á að nú þegar er í byggingu nýtt heimili við Sléttuveg. Sem fyrr er hvatt til þess að hafðar verði hraðar hendur við að mæta þeim mikla skorti sem er staðreynd þegar hjúkrunarrými eru annars vegar. Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og velferðarsviði Reykjavíkurborgar að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um hentugar lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili. R18010128

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið og menningar- og ferðamálasvið hefji viðræður við Regin hf. um samstarf og samvinnu við skipulagningu og uppbyggingu á nýju verslunar- og veitingasvæði á Hafnartorgi og við Austurbakka með það að markmiði að efla og styrkja svæðið. Samstarf myndi m.a. tengjast umhverfislistaverki og auðkenni svæðisins. R18030216

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Samþykkt er að samgöngustjóri veiti verkefnum um orkuskipti og rafbílavæðingu borgarinnar forystu fyrir hönd borgarinnar en verkefnin eru hluti af innleiðingu loftslagsáætlunar borgarinnar, sbr. meðfylgjandi fjórar tillögur. Á sama sameiginlega vettvangi verði áfram unnið að lausnum varðandi hleðslustöðvar á bílastæðum fjölbýlishúsa og fyrirtækja. R18040057

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að stefna að gerð ylstrandar í Laugarnesi, við Skarfaklett. Gert verði ráð fyrir henni í nýju deiliskipulagi af svæðinu en starfshópur íþrótta- og tómstundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og Veitna vinni áfram að þróun verkefnisins á grundvelli frumathugunar sömu aðila sem liggur fyrir. Fulltrúi Faxaflóahafna skal taka sæti í starfshópnum enda svæðið á hafnarsvæði. Unnin verði fjárfestingar- og rekstraráætlun, ásamt tímaáætlun framkvæmda sem lagðar verði fyrir borgarráð til samþykktar fyrir 1. október nk. Gerðar verði nauðsynlegar kannanir og rannsóknir á jarðvegi og umhverfi, ásamt því að leggja mat á mögulega landfyllingu og landmótun á svæðinu. Landfyllingin yrði gerð með uppgreftri frá nálægum framkvæmdasvæðum, í því skyni að minnka akstursvegalengdir efnisflutninga. Miðað verði við að Orkuveita Reykjavíkur standi undir kostnaði við að leiða heitt umframvatn á ylströndina, ásamt nauðsynlegri uppfærslu á fráveitukerfum en Reykjavíkurborg og eftir atvikum Faxaflóahafnir, annan framkvæmdakostnað og framtíðarrekstur, skv. sérstöku samkomulagi. R17100357

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. apríl 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að stefna að gerð ylstrandar í Gufunesi. Gera skal ráð fyrir henni í nýju deiliskipulagi af svæðinu en starfshópur íþrótta- og tómstundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og Veitna skulu áfram vinna að þróun verkefnisins á grundvelli frumathugunar sömu aðila sem liggur fyrir. Unnin verði fjárfestingar- og rekstraráætlun, ásamt tímaáætlun framkvæmda sem lagðar verði fyrir borgarráð til samþykktar fyrir 1. október nk. Gerðar verði nauðsynlegar kannanir og rannsóknir á jarðvegi og umhverfi. Miðað verði við að Orkuveitan standi undir kostnaði við að leiða heitt umframvatn á ylströndina, ásamt nauðsynlegri uppfærslu á fráveitukerfum en Reykjavíkurborg annan framkvæmdakostnað og framtíðarrekstur, sbr. fyrirhugaða fjárfestingar- og rekstraráætlun. R17100357

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:16

Líf Magneudóttir