Borgarráð - Fundur nr. 5497

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 5. apríl, var haldinn 5497. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:04. Viðstödd voru: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 22. mars 2018. R18010033

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. mars 2018. R18010010

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. mars 2018. R18010012

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. mars 2018. R18010013

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. mars 2018. R18010016

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. febrúar og 8. mars 2018. R18010026

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. mars 2018. R18010028

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 21. mars 2018. R18010036

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R18030219

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18030220

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni, ásamt fylgiskjölum. R11060102
    Samþykkt. 

    -    Kl. 9:06 tekur borgarstjóri sæti á fundinum ásamt Pétri Ólafssyni.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg, ásamt fylgiskjölum. R18030201
    Samþykkt. 

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð tekur undir bókun umhverfis- og skipulagsráðs í málinu og minnir lóðarhafa við Blikastaðaveg 2-8 á gildandi skilmála deiliskipulags lóðarinnar þess efnis að hlutfall gróðurþekju skal vera að minnsta kosti 5% af flatarmáli bílastæða og að koma skuli fyrir trjágróðri við gangstíga milli bílastæða að byggingu. Lóðarhafi skal einnig sjá um uppbyggingu og rekstur sjö metra breiðs gróðurbeltis á milli Vesturlandsvegar og lóðar.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir hjólastíg við Bústaðaveg milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. R15040074
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á tillögu að breytingu á bílastæðum við Laugaveg milli Barónsstígs og Frakkastígs, ásamt fylgiskjölum. R18030200
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg, ásamt fylgiskjölum. R17110150
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um fjölda og aðkomu að stoppistöðvum Strætó, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars 2018. R 18030067

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. apríl 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki þátttöku Reykjavíkurborgar og samstarf við Climate-KIC um norræna miðstöð þeirra í Reykjavík. Hugmyndin er sú að miðstöðin verði samsett með þátttöku Reykjavíkurborgar, eins háskóla, einnar rannsóknar stofnunar og tveggja til þriggja aðila úr atvinnulífinu. Climate- KIC er stærsti evrópski samstarfsvettvangur einkageirans og hins opinberbera um nýskapandi lausnir í loftslagsmálum. Reykjavíkurborg hefur átt samstarf við Climate-KIC vegna loftslagsmaraþons sem var haldið í fyrsta sinn árið 2017 og hefur Reykjavíkurborg samþykkt að vera umsjónaraðili loftslagsmaraþonsins árið 2018 og leggur m.a. til mannskap og húsnæði. Samstarfið sem verið er að leita eftir núna er víðtækara en það. Óskað er eftir fjárframlagi sem er þátttökugjald um 12.500 evrur sem jafngildir um 1,5 milljónum kr. sem yrði árlegur kostnaður. R18010051

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Minjastofnunar Íslands, dags. 31. janúar 2018, varðandi undirbúning friðlýsingar flugskýlis 1 á Reykjavíkurflugvelli. R18020027
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf stýrihóps um mótun stefnu í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, dags. 16. mars 2018, ásamt kostnaðarmati vegna innleiðingar á aðgerðaáætlun á stefnu Reykjavíkurborgar í innflytjendamálum. Einnig er lögð fram að nýju skýrsla stýrihópsins, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. desember 2017. R17060134
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram ársskýrsla ferlinefndar fatlaðs fólks fyrir árið 2017.

    Fylgigögn

  21. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ á uppbyggingu Laugardalsvallar. R15020197

    Ómar Einarsson og Benedikt Árnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:40 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

  22. Fram fer kynning á umbótaverkefnum í fjárhagsupplýsingakerfum 2018 - 2019. R18040001

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. mars 2018, varðandi stýrihóp og ráðgjafahóp um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar, ásamt drögum að erindisbréfum. R18010206
    Frestað.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. apríl 2018 þar sem óskað er eftir að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu verð gerð skipulags á Veðurstofuhæð og Sjómannaskólareit, ásamt fylgiskjölum. R17100172
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja samkomulag um Veðurstofureit með fyrirvara vegna athugasemda sem fram kunna að koma frá veðurfræðingum vegna færslu á veðurmælum og þess að aðstæður til veðurmælinga á reitnum kunni að breytast með uppbyggingu þar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Samkomulag er um fyrirkomulag og flutning veðurmæla við Veðurstofu Íslands. Samningur um það hefur verið samþykktur í borgarráði og verður undirritaður síðdegis.
     

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fyrir u.þ.b. tveimur árum, í júní 2016, felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi þá ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni öryrkja um sérstakar húsaleigubætur á grundvelli þess að viðkomandi leigði hvorki á almennum leigumarkaði eða af Félagsbústöðum. Forsaga málsins er sú að viðkomandi  hafði óskað eftir sérstökum húsaleigubótum árið 2013. Beiðni þessari var hafnað og ákvað viðkomandi því að höfða mál gegn Reykjavíkurborg í mars 2014. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að synja viðkomandi um sérstakar húsaleigubætur. Málinu var því skotið til Hæstaréttar eins og fyrr greinir. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði fram eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hve margir hafa fengið greitt á grundvelli dómsins? 2. Hversu háar fjárhæðir er um að ræða? 3. Hversu margir að mati borgarinnar eiga kröfur á hendur Reykjavíkurborg á grundvelli dómsins? 4. Hefur borgin greitt dráttarvexti af vangreiddum kröfum? 5. Ber borgin fyrir sig að einhverjar kröfur séu fyrndar? R18040034
     

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Lagt er til að stórbílastæði við Seljabraut verði lagt niður þar sem íbúar hafa ítrekað kvartað yfir ónæði og óþrifum vegna þess. Um leið verði því breytt í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa enda er mikill skortur á bílastæðum í hverfinu. R18040035

     

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Við teljum rétt og eðlilegt að borgarráð taki fyrir og samþykki án tafar tillögur Sjálfstæðisflokksins um að bæta göngutengsl við Sléttuveg og breyta stórbílastæði við Seljabraut í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa hverfisins í stað þess að vísa tillögunum inn í borgarkerfið til frekari skoðunar þar sem óvíst er um niðurstöðu.

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Halldór Halldórsson, leggja til að úrbætur verði gerðar á göngutengslum við Sléttuveg í því skyni að auðvelda íbúum við götuna, ekki síst þeim sem eiga erfitt með gang eða nota hjólastóla, að komast á milli húsa og um hverfið. Leitast verði við að tengja saman gangstéttir og göngustíga milli húsa, t.d. Sléttuveg 15-17, svo íbúar þeirra komist hjá því að þurfa að fara eftir götunni þegar þeir fara fótgangandi eða á hjólastól milli húsa. Þá verði úrbætur gerðar á gangstéttarbrúnum í hverfinu og fláum fjölgað í því skyni að auðvelda fólki í hjólastólum að komast leiðar sinnar. Við undirbúning framkvæmda skal samráð haft við öll húsfélög við Sléttuveg og þeim gefinn kostur á að skila ábendingum um hvaða framkvæmdir séu æskilegar svo áðurnefndum markmiðum verði náð. R18040036

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við teljum rétt og eðlilegt að borgarráð taki fyrir og samþykki án tafar tillögur Sjálfstæðisflokksins um að bæta göngutengsl við Sléttuveg og breyta stórbílastæði við Seljabraut í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa hverfisins í stað þess að vísa tillögunum inn í borgarkerfið til frekari skoðunar þar sem óvíst er um niðurstöðu.
     

Fundi slitið klukkan 11:20

Líf Magneudóttir Dagur B. Eggertsson