Borgarráð
Ár 2018, fimmtudaginn 22. mars, var haldinn 5496. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:07. Viðstödd voru: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 5. og 12. mars 2018. R18010031
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. mars 2018. R18010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. mars 2018. R18010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 16. mars 2018. R18010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur. R18010022Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18020218
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit, dags. 20. mars 2018, yfir fundi borgarstjóra með fulltrúum stjórnvalda í janúar og febrúar 2018. R18010078
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma, dags. í dag. R18010041
Samþykkt að veita skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna landsmóts skólahljómsveita 27-29. apríl nk.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2018, dags. 5. febrúar 2018, ásamt fylgigögnum. R18010093
Samþykkt að veita Móðurmáli, félagi um móðurmálskennslu, styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna stuðnings við móðurmálshópa – innkaup skólagagna.
Samþykkt að veita Móðurmáli, félagi um móðurmálskennslu, styrk að fjárhæð kr. 130.000 vegna tvítyngdrar móðurmálsbókar.
Samþykkt að veita Sei ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna greiningar á sögu og þróun borgarskipulags Reykjavíkur.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar sem haldin verður í evrópsku samgönguvikunni.
Samþykkt að veita Seljagarði 109 styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna samfélagslegrar ræktunar í borgarbýlinu Seljagarði, Breiðholti.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna starfsemi félagsins.
Samþykkt að veita Hjólakrafti sf. styrk að fjárhæð kr.1.000.000 m.a. vegna starfsemi í þágu eldri borgara.
Samþykkt að veita áhugasamtökunum Gróður fyrir fólk styrk að fjárhæð kr. 3.200.000 vegna starfsemi félagsins.
Samþykkt að veita hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna uppgerðar á fyrsta stálskipinu sem smíðað var á Íslandi.
Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna starfsemi kórsins.
Samþykkt að veita Reykjavík Bacon styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna matarhátíðar alþýðunnar.
Samþykkt að veita Snorrasjóði styrk að fjárhæð kr. 350.000 vegna Snorraverkefnisins fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára.
Samþykkt að veita Félagi eldri borgara styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna starfsemi félagsins.
Öðru styrkumsóknum hafnað.- Kl. 9.10 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R18020219
- Kl. 9.18 taka borgarstjóri og Stefán Eiríksson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vesturlandsveg. R17040194
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja nauðsynlegar skipulagsbreytingar svo unnt verði að ráðast í löngu tímabærar framkvæmdir í þágu aukins umferðaröryggis á Vesturlandsvegi. Ánægjulegt er að málið þokist nú áfram eftir margra ára töf, sem má ekki síst rekja til andstöðu núverandi meirihluta borgarstjórnar við stórframkvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík. Mikilvægt er að lagning göngu- og hjólreiðastígs verði hluti af umræddum vegabótum og góðri tengingu um leið komið á milli Kjalarness og annarra íbúahverfa á höfuðborgarsvæðinu. Þá er óskað eftir því að metið verði frekar hvort ekki sé rétt að ráðast strax í lagningu 2+2 vegar í stað 2+1 vegar eins og gert er ráð fyrir í framlagðri tillögu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Bókun Sjálfstæðisflokksins felur í sér grófar rangfærslur. Umbætur á Vesturlandsvegi voru sannarlega á samgönguáætlun ríkisins sem samþykkt var á Alþingi fyrir kosningar haustið 2016 en var tekin út af fjárlögum eftir kosningar sama ár ásamt fjölda annarra mikilvægra framkvæmda. Sömu sögu var að segja um fjárlög þessa árs. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki vísað ábyrgð á þessum ótrúlegu ráðstöfunum í samgöngumálum ríkisins og Alþingis til borgarstjórnar, hvað þá til samnings um eflingu almenningssamgangna, enda kom niðurskurður á boðuðum framkvæmdum þeim ekkert við.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Á síðasta kjörtímabili borgarstjórnar beitti meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar (Besta flokksins) sér fyrir gerð samnings við ríkisvaldið um tíu ára stöðvun stórframkvæmda í samgöngumálum í Reykjavík. Með þeim samningi voru skýr skilaboð send til ríkisins að meirihluti borgarstjórnar hefði ekki áhuga á stórframkvæmdum í samgöngumálum í borginni og átti það jafnt við um Vesturlandsveg sem og aðrar stofnbrautir í borginni. Allt frá gildistöku þessa slæma samnings, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að hann verði endurskoðaður í því skyni að hafist verði handa við stórframkvæmdir í samgöngumálum í Reykjavík með umferðaröryggi og arðbærni að leiðarljósi. Núverandi meirihluti hefur, undir forystu Samfylkingarinnar, staðið einarður gegn endurskoðun samningsins og þannig staðið gegn stórframkvæmdum í samgöngumálum í borginni. Ánægjulegt er ef nú verður breyting á þeirri afstöðu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Vesturlandsvegur var settur á samgönguáætlun ríkisins algerlega óháð samningi SSH og ríkisins um eflingu almenningssamgangna og var tekin þaðan út, algerlega óháð honum einnig. Samgönguáætlun ríkisins var einfaldlega svikin og er þar við engan að sakast nema þá sem samþykktu hana á Alþingi og kynntu fyrir kosningar en skáru jafnharðan niður á Alþingi eftir kosningar. Það er langt seilst að kenna borgarstjórn um þessa ótrúlegu atburðarrás.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. R17110038
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. R18030147
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mógilsáar Kollafjarðar á Kjalarnesi. R18030148
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. R18030149
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. R18030150
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. R18030151
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. mars 2018 á umsögn skipulagsfulltrúa við bréf Skipulagsstofnunar vegna birtingar deiliskipulags í B-deild stjórnartíðinda vegna reits 1.174.0 – Landsbankareits. R15070069
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. mars 2018 á tillögu að breyttri samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík. R17120016
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar. R17040112
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, þar sem lagt er fram svar samgöngustjóra, dags. 12. mars 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um notkun umferðarlíkans vegna þéttingu byggðar sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar 2018. R18020066
- Kl. 9:37 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, varðandi aðgerðir í leikskólamálum í 19 liðum, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. R18030162
Samþykkt.Skúli Helgason, Helgi Grímsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ásgeir Björgvinsson og Róbert Rafn Birgisson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20 mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur ásamt greinargerð, dags. 14. mars sl., um að ráðið verði í sumarstörf á leikskólum Reykjavíkurborgar til þess að vekja áhuga ungs fólks á leikskólum sem eftirsóknaverðum starfsvettvangi. Annars vegar verði um að ræða ungt fólk sem hefur áhuga á að fara í háskólanám á uppeldis- og menntunarsviði að loknu stúdentsprófi t.d. kennaradeild, íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild og uppeldis- og menntunarfræðideild og hins vegar sumarstörf fyrir ungt fólk á 17. aldursári. Nánari útfærsla skal vera í höndum sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. R18030139
Samþykkt.
Skúli Þór Helgason, Helgi Grímsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ásgeir Björgvinsson og Róbert Rafn Birgisson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, ásamt fylgigögnum:
Með vísan til minnispunkta borgarstjóra, dags. 6. febrúar sl., sem lagðir voru fram á aðalfundi Íbúasamtaka Háaleitis þann 8. febrúar sl., samþykkir borgarráð bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. febrúar sl. um samráð við íbúasamtökin varðandi íþróttastarf í Safamýri og felur sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs jafnframt að vinna að málinu í samráði við ÍBR, íbúasamtökin og viðkomandi íþróttafélög. R17100122
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20 mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu menningar- og ferðamálaráðs, dags. 12. mars sl., sbr. 5. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs s.d. en tillögunni var vísað til borgarráðs til ákvörðunar um fjármögnun. Áætlaður kostnaður vegna kaupa á skúlptúrnum er meðfylgjandi og mun færast af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð, yfir á kostnaðarstað 03350, listaverk á opnum svæðum. R17100434
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að í stað þess að kaupa verkið verði öðrum listamönnum gefið færi á að sýna verk sitt á þessum fjölfarna og eftirsótta stað þar sem Íslandsvarðan stendur nú. Forgangsraðað er í þágu gæluverkefna í stað nauðsynlegrar grunnþjónustu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Lánssamningur frá árinu 2010 um verkið Íslandsvörðuna eftir Jóhann Eyfells, sem stendur við göngu- og hjólastíg við Sæbraut, er runninn út og við því þarf að bregðast. Það er mat safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að verkið hafi tvímælalaust gildi sem vandað og gott listaverk í opinberu rými borgarinnar. Safnstjóri mælir með að verkið verði keypt af listamanninum til þess að tryggja því sess til framtíðar í borgarlandinu, en það hefur nú þegar öðlast sess sem eitt af kennileitum borgarinnar. Sjálfstæðismenn greiða atkvæði gegn varðveislu verksins á núverandi stað, kalla það gæluverkefni og vilja frekar ný verk á staðinn, sem eru þá væntanlega ekki gæluverkefni. Að sjálfsögðu er líka mikilvægt að gefa ungu og upprennandi listafólki tækifæri, enda liggur nú þegar fyrir að 150 milljónir króna muni renna í samkeppni um list í almannarými í hinni nýju Vogabyggð sem kostað verður af uppbyggingaraðilum og borginni. Það er augljóst mál að besta aðferðin til að gefa nýju listafólki tækifæri er ekki að fjarlægja sígilda list úr borgarrýminu, heldur einmitt að bæta við og fjölga listaverkum alls staðar í Reykjavík.
Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20 mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að meðfylgjandi tillögur velferðarráðs um aðgerðir til úrbóta í barnaverndarstarfi og annarri þjónustu sem að snýr að starfsemi fyrir börn og unglinga verði samþykktar. Viðauki með meðfylgjandi tillögum mun verða lagður fyrir á næsta fundi borgarráðs. R18010388
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Augljóst er að miklar brotalamir hafa verið á þeim verkferlum sem unnið hefur verið eftir á síðustu árum þegar nú á að setja 31 milljón í sérstakar aðgerðir til úrbóta. Í því felst viðurkenning á að verklagið hefur ekki verið í lagi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. mars 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. mars 2018, á tillögu að nýjum reglum um akstursþjónustu aldraðra ásamt gjaldskrá, ásamt fylgiskjölum. R18030145
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. mars 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. mars 2017 á tillögu um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks, ásamt fylgiskjölum. R18030146
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, við fyrispurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upphæð og lögmæti innviðagjalds, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2018. R18010344
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur, um stöðu fyrirspurna frá 25. janúar 2018, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars 2018. R18030068
Fyrirspurn um rafstrætisvagna var svarað á fundi borgarráðs 15. mars, sjá 26. lið þeirrar fundargerðar. Svar við fyrirspurn um innviðagjald er lagt fram undir 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. mars 2018.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, þar sem minnisblað mannauðsdeildar, dags. 19. mars 2018, vegna viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2018, er lagt fram til kynningar. R18030153
Helga Björg Ragnarsdóttir, Harpa Hrund Berndsen og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 20. mars 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi Landsímareits, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. nóvember 2017. R17070048
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Áslaugar Friðriksdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um úrbætur vegna skíðaaðstöðu í Skálafelli, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars, ásamt umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. mars 2018. R18030063
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs skíðasvæðanna.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, þar sem listar yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu, eru lagðir fram til kynningar. R17050148
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að gera ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins, í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá skal efna til hönnunarsamkeppni um sundlaugina sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18010117
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 21. mars 2018, um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. R18030070
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að samþykkt verði að taka upp nýja verklagsreglu um eftirlit með viðskiptum við tengda aðila í samræmi við 63. grein ársreikningalaga, sjá hjálögð drög að verklagsreglunni FMS-VLR-150.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17010090
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar. Stýrihópurinn ber ábyrgð á að skilgreina hvert beri að stefna í innleiðingunni hjá fagsviðum og miðlægum skrifstofum Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18010206
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að fjárheimildir skrifstofu þjónustu og reksturs hækki um 25.000 þ.kr. vegna innleiðingar á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. Kostnaðaraukinn er fjármagnaður af liðnum, ófyrirséð 09502, og færist á kostnaðarstað 01260. Tillagan hefur ekki áhrif á rekstur eða sjóðstreymi A-hluta eða samstæðu og ekki er þörf á jafnréttismati vegna tillögunnar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17100024
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. mars 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samning um kaup á leiktækjum, rekstri borgarlands og uppgjörs vegna galla undir botnplötu að Keilugranda 1. R16080064
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. mars 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð staðfesti markaðsverðmæti byggingarréttar að lóð í Gufuneslandi. R16080126
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 14. mars 2018, um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. mars 2018. R17100200
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2018, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu og breytingar á svæði Snarfara, félags skemmtibátaeigenda, við Fleyvang – Vogabyggð 5. Viljayfirlýsingin tekur til þess að vinna að breytingum á núverandi deiliskipulagi fyrir Vogabyggð 5, þar sem félagið er nú með aðstöðu og skemmtibátahöfn, að gefa út nýjan lóðaleigusamning um lóðina og um samstarf um uppbyggingu hafnarmannvirkja.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18030152
Samþykkt.Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarstjóri hefur haldið reglulega opna fundi í Ráðhúsinu og víðar í borginni á kjörtímabilinu. Þessum opnu fundum hefur farið fjölgandi nú í aðdraganda kosninga sem augljóst er að nýta á í áróðursskyni á kostnað skattgreiðenda. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hversu marga opna fundi borgarstjóri hefur haldið á kjörtímabilinu og hversu marga fundi er áætlað að halda í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí. Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði við fundarhöldin og heildarkostnaði þar með talið launakostnaði, útkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og kostnaði við veitingar. R18030183
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um hvort Reykjavíkurborg sé enn þátttakandi í því nágrannavörsluverkefni sem komið var á laggirnar í samstarfi við íbúa og lögreglu ákjörtímabilinu 2006-2010. Ef svo er þá er óskað upplýsinga um hvaða hverfi eða íbúðargötur hafi tekið upp slíka vörslu. Þá er jafnframt óskað upplýsinga um hvort verkefnið hafi verið tekið út og metið hvernig það virkar. R18030184
Fundi slitið klukkan 12:10
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir