Borgarráð - Fundur nr. 5495

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 15. mars, var haldinn 5495. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:06. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara.

     

    -             Kl. 9:09 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

    -             Kl. 9:15 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    -             Kl. 9:35 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.

     

    Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R18010089

  2. Lögð fram að nýju tillaga Eydísar Helgu Viðarsdóttur og Kristínar Láru Torfadóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta um viðbragðsáætlun við kynferðislegu ofbeldi og áreitni í skóla- og frístundastarfi, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars 2018 og 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 27. febrúar 2018. R18020255

    Vísað til frekari meðferðar og vinnslu skóla- og frístundasviðs. Borgarráð óskar eftir því að vera upplýst um framvindu málsins. 

    Eydís Helga Viðarsdóttir, Kristín Lára Torfadóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Helgi Grímsson og Helgi Viborg taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 28. febrúar 2018 á tillögu varðandi úrræði vegna stuðnings við nemendur með fjölþættan vanda. R18030032

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirliggjandi tillögu þar sem hún felur í sér aukinn stuðning við grunnskólanemendur sem glíma við fjölþættan vanda. Flest bendir þó til að sá stuðningur muni hvergi nærri duga eins og fram kemur í umsögnum um tillöguna sem og í umræðum um málið á fundi skóla- og frístundaráðs 28. febrúar sl. Í umsögn Félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að umræddar tillögur nái ekki að koma til móts við þann hóp grunnskólanemenda sem er í mestum vanda. Í umsögn stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur segir að farteymi séu ekki góð leið til að vinna með nemendur í miklum vanda. Vandamálin verði ekki leyst með ráðgjöf og handleiðslu til kennara, heldur með markvissri vinnu með nemendum, oft þar sem þeir eru teknir úr aðstæðum. Einnig þurfi að ,,hvíla bekki“ sem í langan tíma hafi tekist á við mikla erfiðleika nokkurra nemenda. 

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson, leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Frístundaheimili gegna afar mikilvægu hlutverki í skóla- og frístundastarfi og því skal tekið undir álit framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva sem harma að fulltrúi þeirra hafi ekki átt sæti í umræddum starfshópi. Þá gagnrýnir velferðarsvið að lítil áhersla sé á samþættingu og þverfaglega samvinnu ólíkra aðila, annarra en innan sjálfs grunnskólans. Lítil áhersla sé á að nýta, virkja og endurskipuleggja þá þjónustu og úrræði sem fyrir eru. Verkaskipting sé óljós og hætta á tvíverknaði sem og lengri úrvinnslutíma. Athugasemd er og gerð við óljóst orðalag í tillögunni. Skólasel hefur verið starfrækt í Breiðholti frá árinu 2008 og felur tillagan því einungis í sér stofnun annars skólasels sem ætlað er að sinna vesturhluta borgarinnar. Þá felur tillagan í sér stofnun tveggja svokallaðra farteyma en á móti kemur að fardeild í Grafarvogi verður lögð niður.

    Helgi Grímsson og Helgi Viborg taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. mars 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6. R16100183

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 7. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. R18030083

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. mars 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. R18030082

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. mars 2018, á tillögu að rammaskipulagi fyrir Skeifuna. R17120131

    Samþykkt.

    -    Kl. 10:15 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. janúar 2018. R18010009

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 5. mars 2018. R18010037

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. mars 2018. R18010024

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 7. mars 2018. R18010036

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þá skoðun öldungaráðs Reykjavíkur að mikilvægt sé að hefja tafarlaust uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara. Í bókun öldungaráðsins kemur fram að það valdi hins vegar vanda og erfiðleikum þegar aðilar eins og Samtök aldraðra og Félag eldri borgara, sem standa fyrir byggingarframkvæmdum, verði fyrir alvarlegum töfum af hálfu Reykjavíkurborgar. Slíkar athugasemdir verður að taka alvarlega og bæta samstarf Reykjavíkurborgar við umrædd félög sem gegna mjög mikilvægu hlutverki á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Ljóst er að húsnæðisvanda eldri borgara má að miklu leyti rekja til áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar á þessum málaflokki frá árinu 2010. Á síðasta kjörtímabili var t.d. engri lóð úthlutað í Reykjavík til byggingarfélaga eldri borgara þrátt fyrir mikla þörf og ítrekaðar umsóknir frá þessum aðilum. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Líklega hafa aldrei verið jafnmargar íbúðir í byggingu á vegum félaga sem eru að byggja yfir eldri borgara í borginni. Öll helstu byggingarfélög eldri borgara eru að byggja íbúðir. Félag eldri borgara byggir 68 íbúðir í Mjódd, Grund byggir 72 íbúðir í Mörkinni, Sjómannadagsráð-Hrafnista er að byggja um 140 íbúðir við Sléttuveg, auk um 100 hjúkrunarrýma. Mörkin er að byggja 40 íbúðir í Sóltúni og Samtök aldraðra eru að hefja byggingu 60 íbúða við Bólstaðarhlíð. Reykjavíkurborg hefur jafnframt fullan hug á því að úthluta fleiri lóðum í þessu skyni þannig að áhugasöm uppbyggingarfélög geti ráðist í ný verkefni þegar núverandi verkefnum lýkur.

     

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. febrúar 2018. R18010015

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 28. febrúar 2018. R18010011

    Fylgigögn

  14. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 8. mars 2018. R18010033

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 9. mars 2018. R18010005

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. mars 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18020218

    Fylgigögn

  18. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 300.000.- vegna starfsemi klúbbsins árið 2018. 

    Samþykkt að veita Nótunni 2018 styrk að fjárhæð kr. 400.000.- vegna uppskeruhátíðar tónlistarskóla. 

    Samþykkt að veita liði Team Reykjavíkurborg styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna þátttöku í WOW cyclothon 2018. 

    Samþykkt að veita Bridgesambandi Íslands styrk að fjárhæð kr. 100.000.- vegna þátttöku á Evrópumóti í bridge. 

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R18020219

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 7. mars 2018, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 26. febrúar 2018 á samstarfsamningi við Samband íslenskra myndlistarmanna um fjárstuðning við Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn. R17010183

    Samþykkt.

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. mars 2018, varðandi kjörstaði í borgarstjórnarkosningum 26. maí 2018, þóknanir til kjörstjórna og umboð borgarstjórnar til borgarráðs. R17040014

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  22. Fram fer kynning á úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 14. mars 2018. 

    Regína Ásvaldsdóttir, Hallur Símonarson, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir og Jenný Stefanía Jensdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R18010388

  23. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1290/2017. R17010148

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. mars 2018, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 12. mars 2018 þar sem drögum að úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, ásamt fylgigögnum, er vísað til borgarráðs. R18010402

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar skóla og frístundasviðs, dags. 6. mars 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um launakostnað í leikskólum og frístundaheimilum, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017. R17120103

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í framlagðri umsögn um fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að launakostnaður leikskóla Reykjavíkur nam 9,914 milljónum króna á árinu 2017 en hefði numið 10.092 milljónum ef starfstaðir hefðu verið fullmannaðir. Samkvæmt umsögninni var því launakostnaður leikskóla 1,8% lægri á síðasta ári en hann hefði orðið ef þeir hefðu verið fullmannaðir. 

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 26. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafstrætisvagna, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2018. R18010345

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Hver var kostnaður við bás Reykjavíkurborgar á sýningunni Verk og vit annars vegar og hver var kostnaðurinn við bjórinn sem boðið var upp á og sérmerktur Borgarlínunni? R18030088

    Lagt fram svohljóðandi svar borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata: 

    Reykjavíkurborg hefur alltaf tekið þátt í stórsýningunni Verk og vit þar sem hægt er að ná til allra helstu aðila í byggingariðnaði og tengdum greinum á einum stað. Tilgangurinn með þátttöku borgarinnar var að miðla þeim upplýsingum sem borgin hefur yfir alla þá uppbyggingu sem nú á sér stað innan borgarinnar. Þá var tækifærið einnig notað til að kynna sameiginlegt samgönguverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínuna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 12.834.000 kr. þar sem fram kemur að veitingar á básnum hafi kostað 200.000 kr. 

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 17. janúar 2018, um stefnu um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg 2018-2022, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. febrúar 2018, ásamt fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 12. mars 2018. R17020072

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að afturkalla úthlutun bílastæðalóðar að Engjateigi 7A, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. febrúar 2018. R16060065

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. mars 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að eftirtaldar lóðir og svæði eða hluti þessara lóða og svæða verði teknar frá til úthlutunar í sérstakt átaksverkefni undir íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur húsnæðis. Gert er ráð fyrir að allt að 500 íbúðum verði ráðstafað til verkefnisins í fyrsta áfanga. Um er að ræða lóðir í Úlfarsárdal, Gufunesi, Bryggjuhverfi, Elliðavogi/Ártúnshöfða og Skerjafirði og á Stýrimannaskólareit og Veðurstofureit. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er falið að gera tillögu til borgarráðs um nánari útfærslu hvers svæðis fyrir sig í samráði við umhverfis- og skipulagssvið. Jafnframt er skrifstofu eigna og atvinnuþróunar falið að vinna sérstaka úthlutunarskilmála fyrir þessar lóðir að höfðu samráði við embætti borgarlögmanns.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100200

    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Lagt er til að útbúin verði upphituð gönguleið milli félagsmiðstöðvar velferðarsviðs að Dalbraut 18-20 og fjölbýlishúsa Samtaka aldraðra að Dalbraut 14-16. Einnig verði göngutengsl bætt milli þjónustuíbúða Félagsbústaða að Dalbraut 21-27 og áðurnefndrar þjónustumiðstöðvar nr. 18-20 við sömu götu. Við Dalbraut eru um 170 íbúðir fyrir á vegum Samtaka aldraðra og Félagsbústaða auk þess sem fjölmargir eldri borgarar sækja þangað þjónustu og félagsstarf. Göngutengslum er hins vegar ábótavant, ekki síst í vetrarfærð. 

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. R18030125

Fundi slitið klukkan 11:44