Borgarráð - Fundur nr. 5494

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 8. mars, var haldinn 5494. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:07. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. febrúar 2018. R18010010

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 26. febrúar 2018. R18010013

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. febrúar 2018. R18010015

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. febrúar 2018. R18010009

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skilja kvartanir íbúa enda fela breytingar á þessum leiðum í sér verulega þjónustuskerðingu við Staðarhverfi þar sem horfið hefur verið frá fimmtán mínútna tíðni á leið 6 og tekin upp þrjátíu mínútna tíðni. Lagt er til að tíðni á leið 6 verði aukin þannig að vagninn aki á tíu mínútna fresti á annatímum.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 10. apríl 2017 R17010022

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. janúar 2018. R18010023

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. febrúar 2018. R18010028

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. janúar 2018. R18010026

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. mars 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Brynju Pétursdóttur styrk að fjárhæð 250.000.- vegna Streetdans einvígis 2018.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18020218

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R18020219

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018 á kynningu á lýsingu vegna deiliskipulags fyrir Austurheiðar, útivistarsvæði. R18030024

    Samþykkt.

    Kl. 9:15 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. mars 2018 á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2018, vegna bréfs Skipulagsstofnunar, dags. 6. desember 2017, með athugasemdum vegna deiliskipulagsbreytingar á Alliance reit. R17060027

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustareits. R18030025

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.181.0, Óðinstorg. R18030026

    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur.

    Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun ásamt Mörtu Guðjónsdóttur:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að betur væri að fresta breytingum á skipulagi við Óðinstorg og úttekt unnin á bílastæðamálum í borginni. Með tillögunni er samþykkt að bílastæðum fækki um 12 talsins. Bílastæðamál íbúa í miðborginni þarf að skoða á heildrænan hátt. Flestir íbúar hafa nú þegar greitt fyrir götustæði og eiga rétt á að þau stæði séu í boði við heimili þeirra. Einnig er ekki annað ásættanlegt en að tekið verði tillit til þess að svæðið er mikið ferðamannasvæði. Sanngjarnt og eðlilegt er því að áður en ákvarðanir eru teknar liggi fyrir hvort fækkun götustæða við heimili sé farin að nálgast þessi mörk og þess gætt að ekki sé gengið á rétt íbúanna.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Upphaflega var Óðinstorg sannkallað markaðstorg þar sem ýmiskonar ferskmeti var selt milliliðalaust. Óðinstorg hefur á undanförnum árum verið vettvangur mannlífs, menningar og ótal viðburða. Hér er verið að samþykkja að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að festa þessa breytingu í sessi árið um kring. Tillagan er byggð á niðurstöðu hönnunarsamkeppni frá árinu 2015 þar sem ítarlegt samráð átti sér stað við íbúa og nærumhverfi torgsins í þeim tilgangi að tryggja að Óðinstorg verði enn á ný iðandi af mannlífi líkt og upphaflegur tilagangur torgsins var.

    Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Til stendur að fara í framkvæmdir á Óðinstorgi og fyrir liggur að breyta skipulaginu á svæðinu í samræmi við niðurstöðu hönnunarsamkeppni frá árinu 2015. Tillagan felur í sér að fella niður lóðina 8A við Týsgötu sem verður þá hluti af torginu og mörk skipulags stækka í átt að Óðinstorginu. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér þrengingu gatna og að núverandi bílastæði á torginu leggjast af. Óðinstorg hefur verið eitt af þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem torg í biðstöðu sem felur í sér að almenningur, hópar og hagsmunaaðilar geta sótt um að taka svæði í fóstur yfir sumartímann og finna skemmtilegar lausnir á sínu svæði og kanna möguleika þeirra með tilraunum. Ekki liggja fyrir niðurstöður um þær tilraunir eða kostnaðarmat við breytingar á torginu eða rök fyrir því hvernig framkvæmdum við torg í biðstöðu er forgangsraðað. Mörg önnur torg eru í mikilli niðurníðslu og mun brýnni þörf fyrir endurbætur. Auk þess er athygli umsækjenda um torg í biðstöðu vakin á því að fyrir sumarið 2018 verði meiri áhersla á verkefni utan miðborgarinnar. Í ljósi þess vekur það furðu að verið sé að keyra í gegn, rétt fyrir kosningar, deiliskipulagsbreytingu við Óðinstorgið sem staðsett er í miðborginni. Þetta háttalag skilur eftir fleiri spurningar heldur en svör.

    Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Dagur B. Eggertsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018 á skiptingu á lóðinni nr. 27 við Reykjavíkurveg í tvær lóðir. R18030023

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. R18020100
    Samþykkt. 
     

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. mars 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. R17100354
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Margt gott er í fyrirliggjandi tillögu til dæmis hvað varðar umferð gangandi og hjólandi, yfir Sæbraut og að göngustíg við Sólfarið og notkun lóðanna milli Sæbrautar og Skúlagötu. Mótmæli íbúa eru þó gríðarlega hávær hvað varðar 8 hæða nýbyggingu sem er hluti tillögunnar á horni Skúlagötu og Frakkastígs og betur þarf að huga að samráði við þá. Ekki er mikið svigrúm á horninu og að baki þess stendur hús Tónmenntaskólans í Reykjavík sem opnar inn á gömlu byggðina fyrir ofan Skuggann. Ástæða er til að skoða betur hvernig nýta má lóðina.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2018 á tillögum að götuheitum á lóðinni Austurbakka 2 við austurbakka Reykjavíkurhafnar. R18030027

    Samþykkt að vísa tillögum um heiti gatna sem liggja innan lóðarinnar til umsagnar lóðarhafa.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. mars 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum 2018 samkvæmt kostnaðaráætlun 2, samtals 750 m.kr. R18030030
    Samþykkt. 

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. mars 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna gönguleiða, frágangs og ræktunar fyrir árið 2018 samkvæmt kostnaðaráætlun 2, samtals 50 m.kr. R18030035

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram skýrsla Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. í mars 2018, um samgöngukerfi hjólreiða um höfuðborgarsvæðið. R18010128

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð fagnar þeim tillögum sem fram koma í skýrslu starfshóps SSH um hjólreiðar og vísar þeim til umhverfis- og skipulagsráðs til útfærslu og eftirfylgni á þeim vettvangi. 

    Kristinn Jón Eysteinsson og Þorsteinn Rúnar Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf stýrihóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins,dags. 5. mars 2018, ásamt tillögum stýrihópsins um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. R18010128

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata, Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð fagnar þeim tillögum sem fram koma í skýrslu sameiginlegs stýrihóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar og vísar þeim til umhverfis- og skipulagsráðs til útfærslu og eftirfylgni á þeim vettvangi. Jafnframt beinir borgarráð þeirri áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis að gert verði ráð fyrir nauðsynlegum framkvæmdum í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins í fjármálaáætlun og samgönguáætlun ríkisins.

    Hrafnkell Á. Proppé og Þorsteinn Rúnar Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11:15 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2018, þar sem áhættumat starfshóps á vegum Kópavogsbæjar vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllum og fyrirhugaðri starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum er lögð fram. R18020223

    Steingrímur Hauksson, Birgir Hlynur Sigurðsson, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Rúnar Dýrmundur Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2018, við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útfærslu skipulags á Ártúnshöfða, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2017 og 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. febrúar 2018. R17100091

    Fylgigögn

  27. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagningu battavalla, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017 og 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. Einnig lagðar fram umsagnir skóla- og frístundasviðs, dags. 3. janúar 2018, og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018. R17120076

    Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2019.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. febrúar sl., sbr. samþykkt borgarstjórnar á tillögu fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, Eydísar Helgu Viðarsdóttur og Kristínar Láru Torfadóttur, um viðbragðsáætlun við kynferðislegu ofbeldi og áreitni í skóla- og frístundastarfi, sbr. 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 27. febrúar 2018. R18020255

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars. 2018, þar sem uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar. R18020215

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. mars 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráðs samþykki að úthluta lóð ásamt byggingarrétti fyrir 72 íbúðir að Árskógum 5-7. R16080065
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili gerð samnings um greiðslur fyrir rekstur og viðhald bílastæða í Mjódd, ásamt fylgigögnum. R18020156

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að gerðir verði lóðarleigusamningar við fasteignaeigendur í Mjóddinni þar sem ekki eru til staðar samningar, ásamt fylgigögnum. R18020155
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð 1.-1. við Kleppsmýrarveg í Vogabyggð. R18020230

    Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði Mörtu Guðjónsdóttur borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem leggur fram svohljóðandi bókun:

    Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks getur ekki samþykkt lóðaúthlutun við Kleppsmýrarveg þar sem byggð á þessu svæði útilokar einn kost fyrir legu Sundabrautar.

    Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á reit A í Úlfarsárdal sem liggur við Skyggnisbraut 25-27 og 29-31, Gæfutjörn 20-24 og 26-28, og Silfratjörn 2-4. R17100150

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. mars 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á Reit C1 í Úlfarsárdal, sem liggur við Skyggnisbraut 21-23, Gæfutjörn 18 og Silfratjörn 1-3. R17100151

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir Úlfarsárdal og jafnframt að fram fari útboð á byggingarrétti fyrir þær lóðir sem skilmálarnir ná til, ásamt fylgigögnum. R18020090

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2018, þar sem úthlutunaráætlun íbúðarhúsnæðis 2018 er lögð fram til kynningar. R18030046

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2018, þar sem úthlutunaráætlun atvinnuhúsnæðis 2018 er lögð fram til kynningar. R18030047

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að hafin verði hugmyndavinna á því hvernig bæta megi úr skíðaaðstöðu í Skálafelli. Tilgangurinn væri jafnframt að kanna hvaða tækifæri eru til uppbyggingar á svæðinu til dæmis þjónustu við skíðafólk með tilheyrandi aðstöðu. Þá er svæðið ekki eins viðkvæmt og Bláfjallasvæðið hvað viðkemur vatnsvernd. Undirbúningur slíkrar vinnu þarf að vera unnin í samráði við hagsmunaaðila og meðal annars íþróttafélaga sem haldið hafa úti starfsemi á svæðinu undanfarin ár. R18030063

    Frestað.

    Kl. 12:12 víkja Dagur B. Eggertsson, Halldór Auðar Svansson og Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum.

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Hversu margar félagslegar leiguíbúðir hafa verið byggðar á kjörtímabilinu og eru fullkláraðar? R18030064

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Hversu mörgum atvinnulóðum hefur verið úthlutað á kjörtímabilinu? R18030065

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Lagt er til að gerð verði úttekt af óháðum aðilum á ferðaþjónustu fatlaðra í ljósi þeirra alvarlegu atvika sem komið hafa upp að undanförnu. R18030066

    Frestað.

  43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Óskað er upplýsinga um hversu margar stoppistöðvar strætó í borginni eru við götu, sem stöðvar þá umferð sem er fyrir aftan vagnana. Jafnframt er óskað upplýsinga um hversu margar stoppistöðvar eru í borginni með útskotum? R18030067

  44. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Á fundi borgarráðs 25. janúar sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram eftirfarandi fyrirspurnir sem enn hefur ekki verið svarað og eru þær því ítrekaðar og óskað svara við þeim sem fyrst. 1. Hvenær er fyrirhugað að innheimta inniviðagjald, hversu hátt verður það og hefur lögmæti þess verið kannað? 2. Hvenær má búast við að rafstrætisvagnar sem pantaðir hafa verið frá Kína komi, hversu margir verða þeir og hvað munu þeir kosta? Það verður að teljast einkennilegt að fyrirspurninni um rafvagnana frá Kína hafi ekki verið svarað í ljósi þess að staðhæft er að borgarstjóri hafi látið svo ummælt í fjölmiðlum að þeir væru á leiðinni til landsins. R18030068

Fundi slitið klukkan 12:20

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir