Borgarráð - Fundur nr. 5493

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 1. mars, var haldinn 5493. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Kristín Soffía Jónsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 19. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 23. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 20. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 25. janúar 2018.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagssviðs frá 28. febrúar 2018.

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 13. febrúar 2018.

    -    Kl. 9.15 tekur Ebba Schram sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag.

    Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk að fjárhæð kr. 800.000.- vegna útgáfu Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins. 

    Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.- vegna neytendaaðstoðar og leigjendaaðstoðar. 

    Samþykkt að veita Kristínu Friðjónsdóttur styrk að fjárhæð kr. 200.000.- vegna ævintýraleikvallar. 

    Samþykkt að veita Skáksambandi Íslands styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.- vegna minningarmóts um Bobby Fischer. 

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í október 2014 lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að ráðist yrði í aðgerðir í því skyni að tryggja greiðlega og örugga aðkomu að sjúkrahúsinu Vogi. Meðal annars yrðu gerðar endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi og að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið yrðu bætt. Malarstígur meðfram Stórhöfða yrði malbikaður og tengdur sjúkrahúsinu, sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins sem liggur frá sjúkrahúsinu niður í Foldahverfi í Grafarvogi. Borgarráð samþykkti tillöguna í desember 2014 að því undanskildu að ekki væri gert ráð fyrir malbikun umrædds malarstígs meðfram Stórhöfða að svo stöddu. Þrátt fyrir að rúm þrjú ár séu liðin frá samþykkt tillögunnar hefur henni ekki verið framfylgt þrátt fyrir að málið hafi verið margítrekað af hálfu Sjálfstæðisflokksins, t.d. með nýrri tillögu 4. maí 2017 og fyrirspurn 16. nóvember 2017. Er málið órækur vitnisburður um mjög slæma verkstjórn núverandi borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihluta. Í ódagsettri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um málið er fullyrt að áðurnefnd tillaga, sem samþykkt var í borgarráði 18. desember 2014, hafi snúið að frágangi á göngustíg við Stórhöfða að sjúkrahúsinu. Þetta er alrangt eins og öllum ætti að vera ljóst sem kynna sér efnisatriði umræddrar tillögu. Borgarráð samþykkti tillöguna eins og áður er getið að því undanskildu að ekki væri gert ráð fyrir malbikun malarstígs meðfram Stórhöfða. Skýtur því skökku við að frágangur á umræddum göngustíg virðist vera hið eina sem framkvæmt hefur verið í málinu samkvæmt áðurnefndri umsögn sviðsins.

     

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna uppbyggingar á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg. 

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar verði hækkuð um 400.000 þ.kr. á árinu 2018 vegna uppbyggingar á aðalvelli íþróttafélagsins Fylkis við Fylkisveg. Framkvæmdin verði fjármögnuð með hækkun tekna af sölu byggingaréttar. Tillagan felur í sér breytingar á rekstri og sjóðstreymi A-hluta og samstæðu.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Vísað til borgarstjórnar

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2018, ásamt drögum að samstarfssamningi:

    Lagt er til að borgarráð veiti borgarstjóra heimild til þess að staðfesta samstarfssamning Reykjavíkurborgar við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, um stuðning við loftslagsaðgerðir fyrirtækja næstu 4 árin (2018-2022). Samstarfssamningurinn felur í sér staðfestingu á þátttöku beggja aðila í kynningu til nýrra fyrirtækja, fræðslustarfi til þátttakenda og mati á árangri loftslagsyfirlýsingarinnar. Verið er að festa í sessi það samstarf sem hefur verið í gangi frá undirritun loftslagsyfirlýsingarinnar í Höfða 16. nóvember 2015.

    Samþykkt. 

    -    Kl. 9.23 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 23. febrúar 2018, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. febrúar 2018 á drögum að samningi við Skáksamband Íslands vegna Reykjavíkurskákmóts 2018-2020.

    Samþykkt. 

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarlausa framhaldsskólaáfanga fyrir grunnskólanemendur, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017, ásamt umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 26. febrúar 2018.

    Samþykkt. 

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs. Borgarráð óskar eftir því að skóla- og frístundaráði verði gerð grein fyrir framvindu málsins

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um söluverð lóða á Gufunesi, sbr. 8. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 9. janúar 2018.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um búsetu starfsfólks Reykjavíkurborgar eftir sveitarfélögum, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. febrúar 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að taka upp viðræður við Myndlistaskólann í Reykjavík um breyttan samstarfssamning.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  21. Lagt fram minnisblað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. febrúar 2018, varðandi lóðarúthlutanir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

     

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá. 22. febrúar 2018 á að vísa niðurstöðum stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 til borgarráðs.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. febrúar 2018 á að vísa niðurstöðum starfshóps um mótun stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara 2018-2022 til borgarráðs.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf velferðarsviðs, 26. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. febrúar 2018 á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

    Samþykkt. 

    Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2018, þar sem þjónustukönnun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 er lögð fram, ásamt fylgiskjölum.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Þóra Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 10.55 víkur Halldóra Káradóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kaup á niðurstöðum fyrir Reykjavíkurborg úr þjónustukönnun Gallup, sbr. 12. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018, ásamt umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. janúar 2018.

    Tillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að Reykjavíkurborg kaupi þjónustukönnun Gallup þar sem samanburður er gerður á þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Nauðsynlegt er að sjálf höfuðborgin sé með reglulega mælingu á því hvernig þjónustan við íbúana er í samanburði við önnur sveitarfélög. Meirihluti borgarstjórnar hefur ákveðið að vera með sérstaka þjónustukönnun án samanburðar við önnur sveitarfélög. Þannig forðast meirihlutinn að fá samanburð við önnur sveitarfélög enda er meirihlutinn minnugur þess að Reykjavíkurborg kom illa út úr þeim samanburði.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í samræmi við skýrslu starfshóps um þjónustukönnun meðal borgarbúa, sem lögð var fram og vísað til meðferðar hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á fundi borgarráðs þann 22. desember 2016, hefur verið ráðist í útboð á ítarlegri þjónustukönnun sem er löguð að þörfum borgarinnar. Nýjasta slík könnun er lögð fram hér á fundi borgarráðs og í henni er ekkert dregið undan. Spurningar eru sambærilegar spurningum sem fram eru lagðar í sveitarfélagakönnun Capacent/Gallup, en með þessu fyrirkomulagi gefst tækifæri til að kafa dýpra. Vandlega er farið ofan í helstu þjónustuþætti og viðhorf til þjónustu skoðuð eftir hverfum. Það eina sem finna má í könnun Capacent/Gallup en ekki í þeim þjónustukönnunum sem Reykjavíkurborg notast við er vissulega samanburður milli sveitarfélaga, en bent hefur verið á aðferðafræðilega annmarka á slíkum samanburði, auk þess hefur staða Reykjavíkurborgar í samanburði við önnur sveitarfélög þegar komið fram í fjölmiðlum. Vandséð er því hvernig það er góð nýting á fé að leggja í aukakostnað við aðgang að sveitarfélagakönnun Capacent/Gallup ofan á það sem þegar hefur verið ráðist í, þó það sé auðvitað afstaða út af fyrir sig að svo skuli gera.

     

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2018, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg þekkist boð Angel Gurría, aðalritara OECD, - efnahags- og framfarastofnunarinnar , og Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og formanns OECD Champion Mayors initiative, sem barst með bréfi dags. 29. janúar 2018, um að gerast aðili að verkefninu Champion Mayors for Inclusive Growth initiative. OECD hleypti verkefninu af stokkunum árið 2016, ásamt Bill de Blasio borgarstjóra New York borgar, en markmið þess er að berjast gegn ójöfnuði á heimsvísu og stuðla að efnahagslegum vexti samfélaga til hagsældar fyrir alla. Síðan 2016 hafa 50 borgarstjórar um allan heim gengið til liðs við verkefnið – frá  New York til Seoul og Höfðaborgar til Medillín. Aðild að verkefninu felur í sér að Reykjavíkurborg styðji þau meginsjónarmið sem aðildarborgirnar hafa sett fram og koma fyrir í þremur lykilstefnuskjölum og aðgerðaáætlunum: New York Proposal, Paris Action Plan, og Seoul Implementation Agenda. Hjálagt er boðsbréf Angel Gurría aðalritara OECD og Anne Hidalgo borgarstjóra Parísar til borgarstjórans í Reykjavík. Þá er verkefnislýsingin Champion Mayor Initiative Flyer og áðurnefnd stefnu- og áætlanaskjöl, þrjú talsins, lögð fram ásamt greinargerð alþjóðafulltrúa vegna málsins.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  28. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 23. febrúar 2018, um þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) – 9. mál. Einnig er lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2018, þar sem fram kemur að sviðið muni ekki senda umsögn um málið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag við Veðurstofu Íslands  um mælireiti í Reykjavík.

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda og aðilaskipti að veðskuldabréfi vegna lóðarinnar að Dugguvogi 4.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að framlengja leigusamning um Hólmaslóð 2 um 3 ár, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutunar og útboðsskilmála fyrir sölu byggingarréttar á lóðunum nr. 8 og 10 við Lambhagaveg.

    Samþykkt. 

    -    Kl. 11.17 víkur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. febrúar 2018, varðandi úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir 600 fermetra byggingu með 6 íbúðum á lóðinni Rökkvatjörn 3.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir Skógarveg 2.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir Úlfarsárdal og jafnframt að fram fari útboð á byggingarrétti fyrir þær lóðir sem skilmálarnir ná til.

    Frestað. 

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaup og sölu á Vatnsstíg 4, með fyrirvara um nýtt skipulag.

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning vegna vatnstanka við Varmahlíð 1.

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning vegna hluta jarðarinnar Álfsnes, ásamt húsakosti að Víðinesvegi 20.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:03

Líf Magneudóttir