Borgarráð - Fundur nr. 5492

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 22. febrúar, var haldinn 5492. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:12. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:



  1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 14. febrúar 2018. R18010014

     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. febrúar 2018. R18010016

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13. febrúar 2018. R18010027

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Fjölbrautaskólanum í Breiðholti styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna veggmyndar á húsgafl á Vesturbergi 70-74.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R18020012

    Kl. 9.16 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að fella út Kópavogsgöng, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018 á breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 143 og 145 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum. R17100161

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. febrúar 2018, þar sem gert er grein fyrir leiðréttingu á bréfi sviðsins til borgarráðs, dags. 5. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. febrúar 2018 og sbr. 12. lið fundargerð borgarráðs frá 8. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á tillögu um að menningar- og sundkort verði gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa Reykvíkinga og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu, ásamt fylgiskjölum. R18020033

    Samþykkt. 

     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Meðfylgjandi er skýrsla starfshóps um framtíðarskipan þjónustu vegna menningarmála í tengslum við þéttingu byggðar í Vogabyggð og Elliðavogi sem borgarstjóri skipaði með erindisbréfi þann 6. október 2016. Með hliðsjón af því sem fram kemur í skýrslunni er lagt til að borgarráð samþykki mánaðar samráðsferli hagsmunaaðila og í framhaldi af því verði unnar endanlegar tillögur. R15100254

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 19. febrúar 2018, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 12. febrúar 2018 á samstarfssamningum við Caput, Stórsveit Reykjavíkur, Kammersveit Reykjavíkur og Nordic Affect, ásamt fylgiskjölum. R18020161

    Samþykkt.

    Signý Pálsdóttir tekur sæti í fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. febrúar 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. febrúar 2018 á tillögu um endurskipulagningu reksturs tungumálavers skóla- og frístundasviðs, ásamt fylgiskjölum. R18020157

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Dagbjört Ásbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 16. janúar 2018 um vetrarþjónustu við einkarekna skóla, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. janúar 2018 og umsögn fjármálaskrifstofu frá 18. febrúar 2018. R18010180

    Tillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. febrúar 2018, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 12. febrúar 2018 á drögum að tillögu vegna verklags í Hverfið mitt, ásamt fylgiskjölum. R18010097

    Samþykkt. Jafnframt er samþykkt að kostnaður við breytingar á verklaginu fari fram innan fjárhagsramma verkefnisins Hverfið mitt.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um að endurgreiðsluhlutfall sjóðsins verði 70% á árinu 2018. R16030056

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2018 þannig að 0,58% ábyrgðargjald verði lagt á lán sem tekin hafa verið vegna samkeppnisrekstrar fyrirtækisins og 0,91% á lán vegna sérleyfisrekstrar. R18020154

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Hjálögð drög að stefnu um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg 2018-2022 eru lögð fram til samþykktar. Starfshópur um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg var skipaður í lok mars 2017 og var ætlað að leggja grunn að stefnu um notkun upplýsingatækni í rekstri og þjónustu Reykjavíkurborgar (upplýsingatæknistefnu) til næstu fjögurra ára. R17020072

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt að vísa stefnunni til umsagnar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. 

    Hugrún Ösp Reynisdóttir og Óskar Jörgen Sandholt taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10.45 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

     

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. febrúar 2018, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs s.d. um að vísa ársskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016-2017 og áfangaskýrslu 2016, dags. 29. júní 2016, til borgarráðs. R18010392

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2018, þar sem lagt er fram til kynningar grænt bókhald Reykjavíkurborgar 2015 og 2016 í samræmi við tillögur starfshóps sem samþykktar voru í borgarráði 2016. R16010120

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Hrönn Hafsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð veiti fjármálastjóra heimild til að greiða upp eftirstöðvar eigendaláns borgarsjóðs hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að fjárhæð 200.179.211 kr., samhliða greiðslu á afborgun lánsins þann 1.3.2018.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18020162

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, f.h. matsnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 16. febrúar 2018, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki beiðni Bjargs íbúðarfélags um flutning stofnframlags frá Nauthólsvegi yfir á verkefni vegna byggingar fjölbýlishúsnæðis fyrir tekju- og eignalága á reit C á skipulagssvæði að Bæjarhálsi. 17060105

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:15

Líf Magneudóttir Skúli Helgason