Borgarráð - Fundur nr. 5491

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 15. febrúar, var haldinn 5491. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Áslaug María Friðriksdóttir, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram áfangaskýrsla starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar, dags. 24. nóvember 2017. R18010040

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 8. febrúar 2018. R18010033

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 9. febrúar 2018. R18010005

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 5. febrúar 2018. R18010037

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. febrúar 2018. R18010024

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. febrúar 2018. R18010028

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 31. janúar 2018. R18010036

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 23 mál. R18020012

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18020025

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Skrautás ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.200.000 vegna útgáfu hverfablaða Grafarvogs, Árbæjar og Grafarholts.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

  12. Lagður fram 4. liður fundargerðar stjórnar SSH frá 12. febrúar 2018 þar sem tekið er fyrir erindi frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. janúar 2018, vegna fyrirkomulags atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum 2018. R17040014

    Borgarráð tekur undir niðurstöðu stjórnar SSH varðandi fjölda kjörstaða og ítrekar að af hálfu Reykjavíkurborgar er í boði aðstaða t.d. í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

    Fylgigögn

  13. Lagður fram úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 5. febrúar 2018 þar sem synjun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðisins á rekstrarleyfi vegna Lindargötu 28 er staðfest. R16120002

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 6. desember 2017 á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut, ásamt fylgiskjölum. R17090098

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2017 á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er lagt fram bréf umboðsmanns borgarbúa, dags. 7. febrúar 2018 varðandi afgreiðslu málsins. R17060046

    Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem leggja jafnframt fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með umboðsmanni borgarbúa um að skýringar vantar á því af hverju svo lengi hefur dregist að taka málefni Borgartúns 24 til afgreiðslu í borgarráði en málið var afgreitt 6. desember 2017 í umhverfis- og skipulagsráði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á athugasemdir íbúa í nágrenninu, sérstaklega í Mánatúni 7-17 sem hafa áhyggjur af hæð fyrirhugaðs húss við Borgartún 24, skuggavarpi og fleiri hlutum. Þó fjölbýlishúsið Mánatúni 7-17 hafi ekki verið risið þegar opnar kynningar voru haldnar er eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af áhrifum nýrrar byggingar á grenndina.

    Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Grensásveg, ásamt fylgiskjölum. R18020099

    Samþykkt.

    Borgarráð tekur undir svohljóðandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs:

    Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að skipulagi og þróunaráætlun fyrir Múlana. Samkvæmt Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er áætluð aukning húsnæðis á svæðinu (M2 c,d,e) um 80 þ. fm. þar af um 300 íbúðir. Aukin eftirspurn er eftir breytingum á húsnæði á svæðinu en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir það. Mikilvægt er að ná utan um langtímaþróun og uppbyggingu á svæðinu sem miðsvæði sem jafnframt er aðlægt fyrirhugaðri borgarlínu eftir Suðurlandsbraut þar sem gert er ráð fyrir auknum þéttleika byggðar.

    Kl. 9.36 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018 á að endurauglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt, ásamt fylgiskjölum. R17110149

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 4-4A við Suðurlandsbraut, ásamt fylgiskjölum. R17100413

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018 á að endurauglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets á Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegi 151, ásamt fylgiskjölum. R17110147

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. R18020100

    Frestað.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð á KHÍ reit, ásamt fylgiskjölum. R18020097

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018 á lýsingu á skipulagsgerð vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna breyttrar afmörkunar landnotkunar fyrir samfélagsstofnanir, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 10.08 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2018 á verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna endurmats á stefnu um einstök atvinnusvæði í ljósi nýrrar stöðu og á grundvelli heildstæðrar greiningar á iðnaðar- og athafnasvæðum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppsetningu jólaskreytinga í borginni, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. janúar 2018. R18010253

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útfærslu skipulags á Ártúnshöfða, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2017. R17100091

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn:

    Óskað er eftir nánari upplýsingum um hvernig skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefur valið hagsmunaaðila á svæðinu til að hafa samráð og samskipti við.

    Fylgigögn

  27. Lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. febrúar 2018, í máli 9/2017, kæra á ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. R16060108

    Líf Magneudóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

    Harri Ormarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 10.29 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  28. Fram fer kynning samninganefndar Reykjavíkurborgar við Airbnb á ráðstefnu Amsterdamborgar um skammtímaleigu til ferðamanna og stöðu samningaviðræðna. R18010210

    Kl. 11.02 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

  29. Fram fer kynning á stefnumótun skíðasvæðanna. R18010027

    Eva Einarsdóttir, Magnús Árnason og Ómar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. febrúar 2018, þar sem lögð er fram áfangaskýrsla starfshóps um skipulags- og uppbyggingarmál á íþróttasvæði Þróttar og Ármanns á Þróttarsvæði í Laugardal, dags. 5. febrúar 2018. R16090034

    Samþykkt að vísa áfangaskýrslunni til kynningar umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og hverfisráðs Laugardals.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 29. janúar 2018, þar sem lögð eru fram ný drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og ÍBR um rekstur Skautahallarinnar frá 1. janúar 2018 til 5 ára. R17040141

    Samþykkt.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning um eignarhald og viðhald á yfirbyggingu Skautahallarinnar, ásamt fylgiskjölum. R13060091

    Samþykkt.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð taki undir ábendingar FRÍ um nauðsyn þess að hugað verði að þjóðarleikvangi í frjálsum íþróttum, verði hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu að veruleika. Mælist borgarráð því til að settur verði upp starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning. R15020197

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð veiti fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs heimild til að taka þátt í viðræðum við önnur sveitarfélög og ríkið um hvort, og þá með hvaða hætti, þau komi að uppgjöri einkarekinna leik-, grunn- og tónlistaskóla við Brú lífeyrissjóð á sérstökum framlögum í jafnvægis- og varúðarsjóð. Leiði viðræður til niðurstöðu verður hún lögð fyrir borgarráð til samþykktar. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18020118

    Samþykkt. 

     

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa til borgarstjórnar tillögu Strætó bs. um að borgarstjórn samþykki að veita Strætó bs. heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs. Fjárhæð lántöku geti numið allt að 1.000 m.kr. og hlutfall Reykjavíkurborgar verði í samræmi við eignarhluta í félaginu sem er 60,3%. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjavíkurborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar. Vísað er til erindis félagsins og umsagnar fjármálaskrifstofu varðandi rökstuðning. R16100017

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ásigkomulag Álftamýrarskóla, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember 2018. R17110138

    Fylgigögn

  37. Lagt fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 2. október 2017, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um flutning Bílastæðasjóðs á Höfðatorg, sbr. 41. lið fundargerð borgarráðs frá 31. ágúst 2017. R17080184

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 12. febrúar 2018, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um miðlæga stefnumótun. R18020089

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2018:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að efnt verði til samkeppni, einnar eða fleiri, vegna gerðar og útfærslu listaverka í fyrirhugðum almenningsrýmum í Vogabyggð. Listasafni Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagssviði verði falin framkvæmd samkeppninnar í samstarfi við SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna), skipulagsarkitekta Vogabyggðar og starfshóps um uppbyggingu í Vogabyggð. Skipuð verði sérstök dómnefnd sem velur eitt eða fleiri listaverk til útfærslu og verði þar farið eftir samkeppnisreglum SÍM. Niðurstaða samkeppninnar skal liggja fyrir í lok árs 2018. R18020104

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita 3 m.kr. fjárframlag vegna vorráðstefnu European Cities Marketing (ECM) sem haldin er í Reykjavík dagana 21.-24. febrúar 2018.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18020095

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  41. agt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að samþykkt verði að fela umhverfis- og skipulagssviði að skoða möguleika á að bæta við byggingarreitum undir færanlegt húsnæði fyrir dagforeldra í öllum hverfum, ásamt fylgiskjölum. R180103695

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Snorrabraut 54. R18010101

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti meðfylgjandi drög að samkomulagi um framkvæmdir og jarðvinnu á Kennaraháskólareit. R18020094

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir fjölbýlishús að Hallgerðargötu nr. 1. R17100147

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  45. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um búsetu starfsfólks Reykjavíkur eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík eru um 8000 starfsmenn og áhugavert er að hafa upplýsingar um hversu stór hópur fólks sækir vinnu sína úr öðrum sveitarfélögum og hvaða sveitarfélögum. R18020136

Fundi slitið klukkan 12:15

Líf Magneudóttir