Borgarráð
Ár 2018, fimmtudaginn 1. febrúar, var haldinn 5489. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.04. Viðstödd voru: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Halldórsson, Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:, Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 16. janúar 2018. R18010031
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 25. janúar 2018. R18010033
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 17. janúar 2018. R18010035
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. janúar 2018. R18010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 25. janúar 2018. R18010014
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. janúar 2018. R18010016
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. og 22. desember 2017. R17010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. janúar 2018. R18010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. janúar 2018. R18010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. janúar 2018. R18010022
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 23. janúar 2018. R18010386
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R18010087
- Kl. 09.06 taka borgarstjóri og Pétur K. Ólafsson sæti á fundinum.
- Kl. 09.08 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 09.09 tekur Guðfinna J. Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18010127
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2018, með áætluðum tímasetningum varðandi undirbúning og afgreiðslu ársreiknings vegna ársins 2017. R17010090
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta fyrir janúar-nóvember 2017. R17010086
- Kl. 09.16 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
- Kl. 09.17 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.
-
Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2018, vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2019-2023. R18010348
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð felur sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar. Jafnframt er sviðum og fagráðum falið að gera áætlun um greiningu allra helstu þjónustuþátta sviðsins skv. aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Að öðru leyti er vísað í framlagða tíma- og verkáætlun og ábyrgðaraðilum falið að fylgja eftir framkvæmd hennar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. janúar 2018, ásamt fylgigögnum:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki tillögu Strætó bs. um að veita Strætó bs. heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs. Fjárhæð lántöku geti numið allt að 1.000 m.kr. og hlutfall Reykjavíkurborgar verði að hámarki 603 m.kr. Jafnframt er óskað eftir því að borgarstjórn heimili borgarráði að ganga frá veðsetningu útsvarstekna að því gefnu að lánskjör til Strætó bs. verði á ásættanlegum kjörum. Jafnframt er lagt til að borgarstjórn samþykki eftirfarandi vegna lántökunnar: Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja, f.h. Reykjavíkurborgar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar. Vísað til fyrirliggjandi erindis Strætó bs. og umsagnar fjármálaskrifstofu varðandi rökstuðning. R16100017
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 09.20 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiluskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Áland. R18010360
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018 á breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla. R17090095
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15 við Urðarstíg. R18010357
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðanna nr. 21-27 (oddatölur) við Frakkastíg og nr. 2-20 (sléttar tölur) við Bergþórugötu. R18010359
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018, varðandi endurgerð Tryggvagötu frá Lækjargötu að Pósthússtræti ásamt Bæjartorgi. R18010362
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við boltagerði á grunnskólalóðum 2018. Áætlaður kostnaður er 50 m.kr. R18010383
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar í desember sl. að haldið yrði áfram lagningu sparkvalla með gervigrasi við grunnskóla í borginni eftir fjögurra ára hlé. Tillagan kvað á um að 90 milljónum króna yrði varið til verkefnisins á árinu 2018 og að stefnt skyldi að því að slíkir vellir yrðu komnir við alla borgarrekna grunnskóla eigi síðar en árið 2020. Ánægjulegt er að tillaga Sjálfstæðisflokksins hafi orðið til þess að hefja á lagningu sparkvalla með gervigrasi við reykvíska grunnskóla á ný eftir of langt hlé. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er hins vegar aðeins gert ráð fyrir lagningu boltagerðis við einn skóla í ár, þ.e. Grandaskóla, auk þess sem hefja á undirbúning vegna boltagerðis við Húsaskóla. Hins vegar þyrfti að leggja þrjá velli á ári næstu þrjú árin til að ná því markmiði að slíkur völlur yrði kominn við alla borgarrekna grunnskóla árið 2020 og telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins brýnt að það verði gert.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og ýmsar lagfæringar á lóðum við leik- og grunnskóla. Áætlaður kostnaður er 425 m.kr. R18010384
Samþykkt.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við frágang frjálsíþróttavallar og byggingu þjónustuhúss á svæði ÍR í Suður-Mjódd. Áætlaður kostnaður er 400 m.kr. R14020065
Samþykkt.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að óska eftir tilboðum í uppsetningu, rekstur og viðhald á a.m.k. 210 strætóskýlum í borginni. R18010385
Samþykkt
Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 09.38 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á frummati á þróunarmöguleikum um að setja Miklubraut í stokk. R17010239
Þorsteinn R. Hermannsson og Edda Ívarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í borgarstjórn árið 2015 að hafinn yrði undirbúningur að samgöngubótum á Miklubraut og Hringbraut með gerð stokks til að bæta umferðarflæði, fækka slysum, draga úr mengun og bæta aðstæður íbúa í nágrenninu. Tillögunni var vísað til borgarráðs en fyrst nú er lagt fram frummat á þróunarmöguleikum vegna umræddrar stokkalausnar. Er það vonum seinna en lýsandi fyrir seinagang og áhugaleysi núverandi borgarstjórnarmeirihluta í samgöngumálum. Hugmyndir um stokkalausn á Miklubraut hafa áður verið til skoðunar í borgarkerfinu enda voru þær um áratugaskeið hluti af aðalskipulagi borgarinnar. Það orkar því tvímælis að kalla fyrirliggjandi skýrslu frummat en hún staðfestir þó það sem áður hefur verið sýnt fram á, að ákjósanlegt sé að setja meginstraum umferðar á Miklubraut í stokk frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Slíkt myndi bæta samgöngur allra ferðamáta og skapa góðar aðstæður fyrir almenningssamgöngur, gangandi, hjólandi og bílaumferð. Slíkur stokkur mun einnig draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á loftgæði og hljóðvist þar sem þau eru mest í borginni. Ekki síst mun slíkur stokkur hafa jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa í Hlíðum og Norðurmýri með minnkandi svifryksmengun, loftmengun og umferðarhávaða. Umferðarstokkurinn mun auk þess greiða fyrir mislægum öryggislausnum á tveimur stöðum á umræddum kafla, þ.e. við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Lönguhlíðar.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Gert er ráð fyrir mögulegri stokkalausn á Miklubraut í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30 sem samþykkt var af 12 af 15 borgarfulltrúum árið 2014.
- Kl. 10.05 víkur Halldór Halldórsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. janúar 2018, um hraða uppbyggingar á þéttingarsvæðum og í úthverfum. R18010105
- Kl. 10.08 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
- Kl. 10.15 víkur Pétur K. Ólafsson af fundinum.
- Kl. 10.21 víkur borgarstjóri af fundinum.
- Kl. 10.22 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. janúar 2018, varðandi bréf til Annika Olsen, borgarstjóra í Tórshavn, með boði um að borgin verði heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2018. R18010267
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 24. janúar 2018, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 22. janúar 2018 á samstarfssamningum við Tónleikafélag Íslands vegna Myrkra músíkdaga, Blúshátíð í Reykjavík og Jazzhátíð í Reykjavík, fyrir árin 2018-2020. R18010369
Samþykkt.
Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 29. janúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. október 2017.
Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17100394
- Kl. 10.48 taka borgarstjóri og Pétur K. Ólafsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag Reykjavíkurborgar við Hallgrímskirkju og fasteignir ríkissjóðs um tilfærslu bílastæða og gjaldskyldu bílastæða á hluta lóðar Tækniskólans. R18010367
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. janúar 2018, þar sem erindisbréf starfshóps um knatthús á Hlíðarenda er lagt fram til kynningar. R18010381
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 26. janúar 2018, þar sem erindisbréf starfshóps um endurskoðun gjaldskrár upplýsingatæknideildar er lagt fram til kynningar. R18010361
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundsviðs, dags. 29. janúar 2018, um samantekt á aðgerðum sem miða að því að manna störf á skóla- og frístundasviði. Einnig lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra um málið, dags. 22. janúar 2018.
Helgi Grímsson og Ragnheiður Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17090049
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að leigja dagforeldrum húsnæði gæsluvallar við Arnarbakka og Bergþórugötu 20, ásamt fylgigögnum. Einnig lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs um málið, dags. 30. janúar 2018. R18010365
Samþykkt.
Helgi Grímsson og Ragnheiður Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. janúar 2018:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg auki framboð á leiguhúsnæði sem stendur nýliðum í hópi dagforeldra til boða auk þess að niðurgreiða kostnað vegna námskeiðs sem haldið er fyrir verðandi dagforeldra og stuðli þannig að nýliðun í hópi dagforeldra í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18010365
Samþykkt.
- Kl. 11.30 víkur Óli Jón Hertervig af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. janúar 2018, sbr. vísun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 29. janúar 2018 á tillögum í skýrslu starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018 til borgarráðs, ásamt fylgigögnum. R17110191
Frestað.
Joanna Marcinkowska, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Tómas Ingi Adolfsson og Unnur Margrét Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni barnaverndar Reykjavíkur.
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R18010388
Fundi slitið klukkan 12:56
Hjálmar Sveinsson Líf Magneudóttir