Borgarráð - Fundur nr. 5487

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 18. janúar, var haldinn 5487. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.06. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Halldór Auðar Svansson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Börkur Gunnarsson, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Örn Sigurðsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 11. janúar 2018. R18010033

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. janúar 2018. R18010005

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 8. janúar 2018. R18010037

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5. janúar 2018 R18010028

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R18010087

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18010127

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R18010041

    Samþykkt að veita Main Course ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna hátíðarinnar Food and Fun 2018.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2017, um breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í janúar 2018, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á verklýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040, ásamt fylgiskjölum. R17080085

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 11. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 26 við Efstaland, ásamt fylgiskjölum. R17100159

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018 á tillögu um tilnefningu fulltrúa ráðsins í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2018 og auglýsingu styrkjanna, ásamt fylgiskjölum. R18010088

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2018, varðandi malbiksframkvæmdir sem unnar voru á árinu 2017, ásamt fylgiskjölum. R17010177

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir við skóla, menningarmiðstöð, íþróttamannvirki og sundlaug í Úlfarsárdal, ásamt fylgiskjölum. R18010208

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 9.43 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

    Kl. 9.56 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Börkur Gunnarsson víkur sæti.

    Fylgigögn

  16. Fram fer kynning á jarðvegsmengun í grunnvatni í Reykjavík. R18010217

    Árný Sigurðardóttir og Óskar Ísfeld Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  17. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 15. janúar 2018, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tvo fyrirliggjandi samninga við landeigendur um land undir Brautarholtsstíg. Jafnframt að borgarráð samþykki að óska umsagnar Skipulagsstofnunar um mögulegt eignarnám á landi undir göngustíg meðfram Brautarholtsvegi, ásamt fylgiskjölum. R16040181

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram að nýju erindi innri endurskoðunar um áhættustýringu og greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði innri endurskoðunar, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. desember 2017. Einnig er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um erindið dags. 15. janúar sl. R17120126

    Borgarráð tekur undir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 11. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samninga við Samtökin 78. R18010176

    Samþykkt.

    Svandís Anna Sigurðardóttir og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 21. desember 2017, varðandi kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar, ásamt lista yfir kynjahlutfall í desember 2017. R17120163

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 12. janúar 2018, þar sem lagður er fram til samþykktar samningur við Samtök um danshús vegna rekstrar Dansverkstæðis til þriggja ára, ásamt fylgiskjölum. R17100145

    Samþykkt.

    Arna Schram og Signý Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 15. janúar 2018, varðandi tillögur matsnefndar um veitingu stofnframlaga, ásamt fylgiskjölum. R17100089

    Samþykkt.

    Grétar Þór Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samstarfssamning milli Reykjavíkurborgar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um rekstur Fab Lab Reykjavík. R18010197

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti að íbúð að Vesturgötu 7, ásamt fylgiskjölum. R18010201

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. janúar 2018, með yfirliti yfir lóðaúthlutanir (íbúðarhúsnæði) borgarráðs árið 2017. R17060020

    Fylgigögn

  26. Lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. janúar 2018, um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukna þjónustu við strætisvagnafarþega á Hlemmi, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017. R17120101

    Samþykkt að vísa tillögunni og umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til umfjöllunar og meðferðar hjá stjórn Strætó.

    Kl. 11.31 víkur Hrólfur Jónsson af fundinum.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 18. desember 2018, varðandi gjaldskrá fyrir slökkvilið, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 15. janúar 2018. R13010184

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verklag vegna hálkuvarna, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. desember 2017. R17120167

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. desember 2018, móttekið 9. janúar 2018, varðandi tillögu borgarstjórnar um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. maí 2015. R15050119

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf Söngskóla Sigurðar Demetz, dags. 25. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð taki afstöðu til beiðni um aukningu kennslumagns sem greitt er fyrir að hálfu Reykjavíkurborgar fyrir nemendur á grunnstigi í söngnámi skólaárið 2017-2018. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skóla- og frístundasviðs, dags. 16. janúar 2018, og fjármálaskrifstofu, dags. 17. janúar 2018. R17100459

    Borgarráð telur ekki tilefni til að endurskoða samþykkta fjárhagsáætlun og verða við erindinu með vísan til þess sem fram kemur í framlögðum umsögnum skóla- og frístundasviðs og fjármálaskrifstofu.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. janúar 2018, varðandi fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra til Amsterdam dagana 25. til 26. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum. R18010210

    Fylgigögn

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. janúar 2018:

    Stjórn OR hefur nú til umfjöllunar framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar fyrirtækisins. Óskað hefur verið eftir afstöðu Reykjavíkurborgar til þess að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annist innri endurskoðun allra eininga innan samstæðu OR. Lagt er til að borgarráð veiti stjórn OR jákvæða umsögn um slíkt fyrirkomulag innri endurskoðunar samstæðu OR.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17110136

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. janúar 2018:

    Lagt er til að samþykkt verði að fela sviðsstjórum að innleiða kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð hver á sínu sviði vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlunar 2019-2023.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18010206

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra, dags. 15. janúar 2018:

    Lagt er til að samþykkt verði að fara ekki í skuldabréfaútboð á fyrri hluta ársins 2018.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18010204

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að gripið verði til úrbóta í því skyni að styrkja göngutengsl yfir Bústaðaveg og tryggja öruggar gönguleiðir ekki síst í þágu barna og unglinga sem fara daglega yfir götuna vegna skólagöngu og íþróttaæfinga. R18010252

    Frestað.

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

    Óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið var að uppsetningu jólaskreytinga í borginni um liðin jól, m.a. umfang þeirra og hvernig þær skiptust eftir hverfum borgarinnar. R18010253

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir greinargerð um ásigkomulag Álftamýrarskóla (Háaleitisskóla) þar sem m.a. komi fram hvaða viðgerðir séu framundan á húsnæði skólans og hvenær þær muni fara fram. R17110138

  38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að borgarráð fái álit borgarlögmanns á því hvort staðsetning bensínstöðvar við Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti samræmist reglum ríkisins og Reykjavíkurborgar um bensínstöðvar, t.d. reglum Brunamálastofnunar um brunavarnir bensínstöðva. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa frá árinu 2012 óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Furðu sætir að slíkt álit skuli ekki enn liggja fyrir sem segir ákveðna sögu um vinnubrögð núverandi borgarstjórnarmeirihluta og áhugaleysi hans á málinu. Í úttekt sem verkfræðistofan EFLA gerði á umræddri bensínstöð árið 2017 í kjölfar fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kemur fram að aðstæður þar séu ekki í samræmi við reglur um brunavarnir á bensínstöðvum. R15030097

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:50

Líf Magneudóttir Dagur B. Eggertsson