Borgarráð
Ár 2017, þriðjudaginn 21. desember, var haldinn 5484. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.12. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir, Ebba Schram, Hrólfur Jónsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 2. nóvember og 5. desember 2017. R17010005
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 21. og 28. nóvember 2017. R17010006
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 27. nóvember 2017. R17010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 14. desember 2017. R17010010
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 15. desember 2017. R17010015
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. nóvember og 7. desember 2017. R17010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 15. desember 2017. R17010023
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6. desember 2017. R17010027
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R17120013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Hraunbæ – Bæjarháls, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraunbæ – Bæjarháls við Tunguháls, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. R17100473
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2017, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1, ásamt fylgiskjölum. R17120130
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2017, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2, ásamt fylgiskjölum. R17120130
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2017, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 3, ásamt fylgiskjölum. R17120130
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á endurskoðuðum deiliskipulags- og skýringaruppdráttum vegna Elliðabrautar 4-6, 8-10 og 12 sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2017, vegna athugasemda í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 15. nóvember 2017, við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. R17070010
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á umsókn um uppsetningu eldsneytisafgreiðslu við Fiskislóð 15-21, ásamt fylgiskjölum. R17120129
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á umsókn varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð, ásamt fylgiskjölum. R17120132
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að möguleikar svæðisins séu miklu meiri en deiliskipulagið frá 2015 ber með sér, enda hafi þar ekki verið horft til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Skipulagið ætti að taka upp og endurskoða sem fyrst enda gríðarlega mikilvægt svæði fyrir alla borgina.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er alveg rétt að Örfiriseyjarsvæðið er mjög mikilvægt. Það hefur fengið að þróast án heimilda til stórtækrar uppbyggingar og lóðasameininga. Það fyrirkomulag hefur skapað svigrúm fyrir fjölbreytta og blómlega flóru fyrirtækja. Við þéttingu byggðar þarf að forgangsraða svæðum. Þótt það sé mjög líklegt að Örfirisey muni í framtíðinni þróast í átt að miðsvæði telur meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs ekki tímabært að hleypa þeirri þróun af stað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2107, á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, svæði 5 og 6, ásamt fylgiskjölum. R16100183
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda, ásamt fylgiskjölum. R17010312
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu, ásamt fylgiskjölum. R17120134
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R17120133
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á endurskoðuðum deiliskipulags- og skýringaruppdráttum vegna Lindargötu 10, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2017, vegna athugasemda í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 15. nóvember 2017, við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. R17040092
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á kynningu á tillögu að rammaskipulagi fyrir Skeifuna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu, ásamt fylgiskjölum. R17120131
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4, ásamt fylgiskjölum. R17120148
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2017 á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut, ásamt fylgiskjölum. R17090098
Frestað.
Kl. 10.13 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á endurskoðuðum deiliskipulags- og skýringaruppdráttum vegna Suður-Mjóddar, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2017, vegna athugasemda í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 23. nóvember 2017, við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. R17040112
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falin áframhaldandi vinna við hönnun og endurgerð skólalóðar Húsaskóla auk þess að kanna hvort að flýta megi gerð battavallar við skólann.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16110062
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum árum ítrekað flutt tillögur um að endurbætur verði gerðar á lóð Húsaskóla og að þar verði lagður upphitaður og upplýstur gervigrasvöllur (battavöllur). Hingað til hafa þær tillögur verið svæfðar af meirihluta borgarstjórnar og er því fagnaðarefni að málið skuli nú sett á dagskrá að nýju. Nýsamþykkt tillaga hefði þó mátt vera mun ákveðnari varðandi umrædda framkvæmd. Jafnframt er minnt á tillögu Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í tengslum við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018 um sérstaka fjárveitingu svo unnt verði að ráðast í átak í lagningu battavalla við grunnskóla Reykjavíkur en slíkur völlur hefur ekki verið lagður í borginni frá árinu 2013.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögur að aðgerðum til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Tillögurnar eru settar fram í formi aðgerða og felast einkum í kortlagningu og greiningum, mælingum og upplýsingagjöf. Sumar tengjast verklegum framkvæmdum eða undirbúningi þeirra. Aðrar tengjast því að skerpa á stefnu eða skipulagsskilmálum í skipulagsáætlunum borgarinnar. Mikilvægt er að líta á aðgerðirnar sem þverfaglegt verkefni og síbreytilegt samstarf. Aðgerðunum verður fylgt eftir af stýrihópi um loftslagsmál.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15080093
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. desember 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. desember 2017 á tillögu ráðsins varðandi framlag til Waldorfleikskólans Sólstafa, ásamt fylgiskjölum. R16060080
Samþykkt.
Helgi Grímsson og Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 18. desember 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að gefa út lóðarleigusamning um lóðina Friggjarbrunn 39-41 til handa Landsbankanum með öllum sömu skilyrðum og giltu gegn fyrri lóðarhöfum. R17080129
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu E-2227/2016: Hallur Kristvinsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Ragnheiður Þ. Guðmundsdóttir og Andri Þór Guðmundsson gegn Þreki ehf., Úti og inni sf., Ara Má Lúðvíkssyni, Baldri Ólafi Svavarssyni, Reykjavíkurborg og Jóni Þór Þorvaldssyni. R16060144
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað innri endurskoðunar, dags. 14. desember 2017, um áhættustýringu og greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg. R17120126
Vísað til umsagnar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tímabundna fjölgun funda öldungaráðs í ljósi þess fjölda mála sem á borð ráðsins koma. Áætlaður kostnaður vegna fjölgunar funda öldungaráðs er meðfylgjandi og mun greiðast af kostnaðarstaðnum ófyrirséð, 09205 yfir á kostnaðarstað 01271. R17010035
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tímabundna fjölgun funda ofbeldisvarnarnefndar í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem orðið hefur í samfélaginu vegna samfélagsmiðlabyltingarinnar #metoo og #ískuggavaldsins en á fundi borgarstjórnar þann 5. desember sl. var samþykkt samhljóða að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar. Áætlaður kostnaður vegna fjölgunar funda ofbeldisvarnarnefndar er meðfylgjandi og mun greiðast af kostnaðarstaðnum ófyrirséð, 09205 yfir á kostnaðarstað 01271. R17010036
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og ICSRA (Icelandic Centre for Social Research and Analysis) vegna verkefnisins Planet Youth. R17120058
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. desember 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um innleiðingu stefnu um frístundaþjónustu til 2025 eru lögð fram til kynningar. Hlutverk hópsins er að móta kostnaðargreinda og ábyrgðarskipta innleiðingaráætlun fyrir stefnu um frístundaþjónustu til 2025 með tímasettum áföngum. Lögð verði áhersla á forgangstillögur stýrihóps um frístundastefnu og sérstöðu hverfa Reykjavíkurborgar. R17120071
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að erindisbréfi stýrihóps um 2. áfanga tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í stýrihópinn. Greinargerð fylgir erindinu. R14050127
Samþykkt að tilnefna Magnús Má Guðmundsson, Líf Magneudóttur og Halldór Halldórsson til setu í starfshópnum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarritara, dags. 18. desember 2017, þar sem lagðar eru fram til kynningar uppfærðar reglur um Tjarnarsal Ráðhúss, ásamt gjaldskrá sem tekur gildi 2018. R17080063
Fylgigögn
-
Lagt fram svar, dags. 20. desember 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna borgarlínu, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. september 2017. R17090136
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. maí 2016. R16060082
Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2017.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2017, um þingsályktunartillögu um fjármálastefnu 2018-2022, þingskjal 2, mál nr. 2. R17090119
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2017, sbr. 7. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. desember 2017, þar sem samþykkt var að greiða kr. 15.025.158.187 til Brúar lífeyrissjóðs vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. R16100017
Samþykkt að heimila fjármálastjóra Reykjavíkurborgar að undirrita samkomulag við Brú í samræmi við samþykkt borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2017, um fjárlagafrumvarp 2018, þingskjal 1, mál nr. 1. R17090119
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð við Lambhagaveg 12, ásamt fylgiskjölum. R17090102
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Sorpu bs. lóð á Álfsnesi, ásamt fylgiskjölum. R17080106
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki hjálagða viljayfirlýsingu um uppbyggingu í Kringlunni, ásamt fylgiskjölum. R16040094
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Sjómannadagsráði lóð við Sléttuveg 25-27, ásamt fylgiskjölum. R17120108
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samningsdrög milli Vísindagarða Háskóla Íslands og Eignasjóðs Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurborgar um þrjár lóðir (svokallaða randbyggð) við Hringbraut. Með staðfestingu borgarráðs á samningnum er lóðunum þar með úthlutað til Vísindagarða Háskóla Íslands gegn greiðslu fyrir byggingarrétt að upphæð 50.000 krónur á fermetra. Greitt er fyrir byggingarréttinn með skuldabréfi eins og gert er grein fyrir í samkomulaginu. Byggir verðið á verðmötum sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar lét gera vegna lóðanna og samningaviðræðum við Vísindagarða um lóðirnar. Bera Vísindagarðar Háskóla Íslands fasteignagjöld af lóðunum frá samþykkt þessari.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17100264
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi kaupsamning milli Reykjavíkurborgar og GN Studios ehf. um kaup á fasteign, ásamt lóðarréttindum og byggingarrétti á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum.
Frestað. R17120121
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur á skiptistöðinni í Mjódd í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega. Meðal annars hafa þeir lagt til að almenningssalerni skiptistöðvarinnar verði opnuð farþegum að nýju en þau hafa verið lokuð árum saman. Á fundi borgarráðs 23. nóvember var upplýst að umrædd salerni yrðu opnuð nokkrum dögum síðar eða um mánaðamótin nóvember-desember. Salernin hafa hins vegar ekki enn verið opnuð og er því ljóst að borgarráð fékk rangar upplýsingar um þetta atriði. Spurt er hverju þetta sæti og hvenær megi búast við því að umrædd salerni verði opnuð almenningi eins og ítrekað hefur verið lofað. R17110089
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í ljósi fjölmargra ábendinga um ófullnægjandi hálkuvarnir, sem borist hafa úr efri byggðum Reykjavíkur að undanförnu, óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir greinargerð um verklag og fyrirkomulag þessara mála hjá borginni. Þar komi m.a. hvernig staðið sé að hálkuvörnum gatna, gangstétta og göngu- og hjólreiðastíga og hvaða leiðir séu færar til úrbóta að þessu leyti í Breiðholti, Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti, Norðlingaholti, Grafarvogi og Grafarholti-Úlfarsárdal. R17120167
Fundi slitið klukkan 11:53
Líf Magneudóttir