Borgarráð - Fundur nr. 5482

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 7. desember, var haldinn 5482. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, þar sem tilkynnt er að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. R17060175

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 24. maí 2017. R17010032

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. nóvember 2017. R17010012

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. og 20. október 2017. R17010025

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20. október og 29. nóvember 2017. R17010022

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17120013

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17120011

     

    -             Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    -             Kl. 9.08 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.

    -             Kl. 9.13 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á breytingu á deiliskipulagi fyrir staðgreinareit 1.1174.2 vegna lóðar nr. 18 við Barónsstíg. R17110151

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er skýr stefna borgarinnar að beina gististarfsemi í miðborginni úr íbúabyggð og í skilgreindar aðalgötur, til að af þeim skapist sem minnst ónæði. Ekki er þó jafn ljóst að hversu miklu marki slík starfsemi á að vera heimil við aðalgötur. Umhverfis- og skipulagsráð er hvatt til að marka þar skýra og gagnsæja stefnu byggða á almennum viðmiðum, þar sem horft er til verndunar íbúabyggðar í miðborginni. Í breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði, sem nú er í auglýsingu, er gert ráð fyrir þrengingu á aðalgötuheimildum varðandi gististaði sem og breytingu á skilgreiningu aðalgatna m.a. til að gera ljóst að í hverfis- eða deiliskipulagi sé hægt að setja takmarkanir á starfsemi eftir því sem þurfa þykir. Þetta eru skref rétta átt en það þarf jafnframt að nýta tækifærið til að skýra hvernig beita eigi þessum heimildum. Til lengri tíma litið er síðan mikilvægt að gera aðalskipulag í heild sinni gagnsærra og notendavænna, í samræmi við upplýsingastefnu borgarinnar og þjónustustefnu.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. janúar 2015, um niðurstöður vinnuhóps um endurskoðun á samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík. R17120016

    Samþykkt með þeirri breytingu að umsóknarfrestur skal renna út 15. febrúar ár hvert í stað 15. janúar.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á starfi endurskoðunarnefndar.

     

    Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17010030

  12. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun innkaupareglna, sbr. 5. lið fundargerð borgarstjórnar frá 4. október 2017, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 26. október 2017. R17100072

    Samþykkt að vísa tillögunni til nánari skoðunar í vinnu við endurskoðun innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Borgarráð óskar jafnframt eftir því að innkauparáð hefji endurskoðun reglnanna sem fyrst með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. desember 2017, ásamt drögum að erindisbréfi:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að erindisbréfi stýrihóps um mótun eigendastefnu Félagsbústaða. R17110172

     

    Frestað.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 22. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um gerð heildarskipulags Laugardals. R17110135

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.

     

    -             Kl. 10.00 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf Sorpu bs., dags. 23. nóvember 2017, um viðræður við Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., um mögulega sameiningu við Sorpu bs. R17060097

     

    Björn H. Halldórsson og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. desember 2017, um fyrirhugaða þátttöku borgarstjóra í leiðtogafundi One Planet Summit í París þann 12. desember 2017. R17020181

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. desember 2017, um starfshóp um uppbyggingu á lóð við Landspítala, ásamt drögum að erindisbréfi. R17120017

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 7. desember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 1.440 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 2,58% í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1. R16120032

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 1 við Hallgerðargötu. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð staðfesti kaup á 20 íbúðum og 650 fermetra leikskóla. R17100147

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 1 við Hlésgötu. R17110173

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar ser óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa raðhús að Hraunbæ 53 skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að það verði framlengt til velferðarsviðs. R17110031

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning um viðbótarhúsnæði í Fólkvangi, ásamt fylgigögnum. R17120006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir lóð fyrir gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka á svæði Þ73, með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. R16090164

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram að nýju bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. janúar 2017, varðandi erindi Hraunavina og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um Suðvesturlínur. R17010133

     

    Árný Sigurðardóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:25

Líf Magneudóttir