Borgarráð
Ár 2017, þriðjudaginn 30. nóvember, var haldinn 5481. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru auk borgarstjóra: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Ebba Schram, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 7. og 20. nóvember 2017. R17010030
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 23. nóvember 2017. R17010032
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. nóvember 2017. R17010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 22. nóvember 2017. R17010011
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 23. nóvember 2017. R17010013
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóvember 2017. R17010015
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21. nóvember 2017. R17010023
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. nóvember 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R17100479
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17110011
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs. R17010042
Öllum styrkumsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 á tillögum að göngugötum í miðborg Reykjavíkur á aðventunni 2017. R17100353
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð beinir því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
- Kl. 9.42 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. R17090096
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets, Hólmsheiðarvegi 151. R17110147
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt. R17110149
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7 við Lyngháls. R17110148
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg. R17110150
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg. R17090016
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. nóvember 2017 í máli E-135/2017. R16120079
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 22. nóvember 2017 á tillögu um framlengingu þróunarverkefnis um alþjóðlega deild við Landakotsskóla til loka skólaársins 2017-2018. R15060234
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2017, þar sem erindisbréf starfshóps um gerð nýrrar sýningar í Aðalstræti 10 eru lögð fram til kynningar. R17070029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. nóvember 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. nóvember 2017 á tillögu um fjárveitingu vegna neyðarástands í búsetuúrræðum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillöguna, dags. 26. nóvember 2017. R16050099
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2017, um samstarf við alþjóðlegu góðgerðarsamtökin TUFF, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember 2017. R17110131
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarritara fyrir hönd verkefnisstjórnar miðborgarmála, dags. 28. nóvember 2017, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á jólaúthlutun úr miðborgarsjóði 2017. R17060197
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. nóvember 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki þátttöku Reykjavíkurborgar í norrænu samstarfsneti um snjallborgarþróun. R17110154
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. nóvember 2017:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Fossi fasteignafélagi, dags. 16. nóvember 2017.
Einnig er lögð fram trúnaðarmerkt tillaga forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) dags. 16. nóvember 2017 til stjórnar OR, endurrit fundargerðar eigendafundar OR frá 24. nóvember 2017 og umsögn fjármálaskrifstofu dags. 20. nóvember 2017, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember sl. R17110110
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:
Árið 2013 ,,seldi“ Orkuveita Reykjavíkur húsnæði sitt að Bæjarhálsi fyrir 5.100 milljónir króna sem nemur 5.467 milljónum króna að núvirði miðað við neysluverðsvísitölu. Nú, réttum fjórum árum síðar, er húsnæðið keypt aftur á 5.516 milljónir króna. Á þessu fjögurra ára tímabili hafa leigugreiðslur af húsinu numið 906 milljónum króna. Við þetta bætist áfallinn kostnaður vegna skemmda og viðgerða á vesturálmu OR-hússins sem nemur nú 470 milljónum króna. ,,Salan“ 2013 fór fram samkvæmt sérstakri ákvörðun meirihluta borgarstjórnar, þ.e. fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu ekki umræddan gjörning þar sem þeir töldu mikinn vafa leika á að um raunverulega sölu væri að ræða enda fól ,,sölusamningurinn“ jafnframt í sér leigu Orkuveitunnar á húsinu til 10-20 ára. Þar sem Orkuveitan hefur auk leigu greitt rekstrarkostnað og ábyrgð á viðhaldi hússins síðan ,,salan“ átti sér stað verður að líta svo á að umræddur sölu- og leigusamningur við Foss sé í raun lánasamningur þar sem leigugreiðslur eru ígildi vaxtagreiðslna.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson leggur fram svohljóðandi bókun:
,,Söluverð“ OR-hússins árið 2013 var langt undir endurstofnverði en heildarbyggingarkostnaður við Orkuveituhúsið nemur um 11,4 milljörðum króna á núgildandi verðlagi. Þá eru vaxtakjör á samningnum óhagstæð miðað við þau kjör sem Reykjavíkurborg og Orkuveitan njóta á lánum sínum þannig að segja má að með honum hafi Orkuveitan í raun verið að taka dýrt lán. Ljóst er að þessi viðskipti hafa verið óhagstæð fyrir Orkuveituna óháð þeim skemmdum á húsinu sem nú hafa verið leiddar í ljós. Enginn kostur virðist vera góður í þeirri stöðu sem nú er komin upp. En í ljósi þess taps sem Orkuveitan hefur orðið fyrir vegna hins furðulega fjármálagjörnings frá árinu 2013 verður þó að telja æskilegt að kannað sé til hlítar hvort það fasteignafélag, sem er nú skráður eigandi hússins og hefur haft af því tekjur undanfarin ár, eigi ekki að axla meiri ábyrgð á kostnaði vegna óhjákvæmilegra viðgerða og endurbóta á því en ráð er gert fyrir samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Því miður er ekkert annað í stöðunni en OR kaupi hina gölluðu eign aftur enda erfitt að sjá að eigandi eignarinnar beri ábyrgð á göllunum hvort sem litið sé til svokallaðs kaupsamnings og leigusamnings sem var hluti af honum eða til gallareglna fasteignakaupalaga. Í kaupsamningnum kemur fram að OR leigi fasteignirnar og hafi kauprétt af þeim og að samhliða honum geri aðilar leigusamning um hinar seldu eignir og teljist hann hluti af kaupsamningnum. Í leigusamningum kemur fram að OR sjái um allan kostnað vegna viðhalds og endurbætur á fasteignunum sem og allan rekstrarkostnað hverju nafni sem hann nefnist svo sem öll opinber gjöld, skatta og þjónustugjöld þ. á m. fasteignaskatta, lóðarleigu, brunaiðgjöld og húseigendatryggingu. Verður ekki annað ráðið en umræddur kaupsamningur hafi í raun verið lánasamningur.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Sala á húsi Orkuveitunnar var hluti af 50 milljarða björgunaraðgerðum eftir hrun og var metin hagstæðari kostur en aðrir fjármögnunarmöguleikar. Í bókun Sjálfstæðisflokksins er litið framhjá því að kaup séu hagstæðasti kosturinn við núverandi aðstæður eins og fram kemur í ítarlegri umsögn fjármálaskrifstofu um málið.
Fylgigögn
-
Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til september 2017, ásamt umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2017. Jafnframt er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu og greinargerðir fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 30. nóvember 2017. R17110099
Samþykkt.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Freyja Barkardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð stýrihóps um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg við framlagningu árshlutareiknings Reykjavíkurborgar janúar -september 2017, dags. 27. nóvember 2017.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Freyja Barkardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17110160
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðunum Furugerði 23 og Espigerði. Einnig er óskað eftir því að borgarráð samþykki að hafna forkaupsrétti í fasteignirnar.
Greinargerð fylgir erindinu. R17090252
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. nóvember 2017, um fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar í Færeyjum dagana 1.-4. desember 2017, þar sem Þórshafnarbúum verður fært jólatré frá Reykjavíkurborg. R17110169
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. nóvember 2017, um fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra til Nuuk á Grænlandi dagana 2.-4. desember 2017, þar sem íbúum Nuuk verður fært jólatré frá Reykjavíkurborg. R17110168
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2017, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 27. nóvember 2017, að viðauka við fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar vegna kaupa á íbúðum til útleigu á velferðarsviði, ásamt fylgigögnum. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2017, að viðaukum við fjárhagsætlun Reykjavíkurborgar 2017 vegna fjárfestingaráætlunar. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. nóvember 2017:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita heimild til að auka lántökur A-hluta á árinu 2017 um allt að 1.800 m.kr með skuldabréfaútgáfu til að fjármagna íbúðakaup til að leysa tímabundið bráðavanda þeirra sem ekki geta tryggt sér húsnæði án aðstoðar á meðan varanlegri lausnir verða fundnar. Jafnframt verði samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast þessari skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu. R16120032
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2017, um flutning á halla og afgangi vegna ársins 2015 hjá stofnunum skóla- og frístundasviðs:
Lagt er til að stofnanir skóla- og frístundasviðs beri ekki halla vegna ársins 2015 og að afgangur frá því ári að fjárhæð 63.574 m.kr. vegna 22 stofnana verði færður sem fjárheimildir á árinu 2018. Í samræmi við þetta leggur borgarstjóri fram tillögu að breytingum á fjárheimildum vegna ársins 2018 við síðari umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun þann 5. desember nk. R16040105
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2017, um flutning á halla og afgangi vegna ársins 2016, ásamt greinargerð og fylgiskjölum. R17080187
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram breytingartillögur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018. R17020174
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram breytingartillögur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022. R17020174
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að tafarlausar úrbætur verði gerðar í þágu heimilislauss fólks sem dvelst nú á tjaldstæðinu í Laugardal. 1. Rafmagnskerfi svæðisins verði styrkt og betrumbætt en í nýafstöðnu kuldakasti hefur það hvað eftir annað slegið út og haft mikil óþægindi í för með sér. 2. Tryggður verði greiður aðgangur tjaldstæðagesta að salernum allan sólarhringinn. 3. Athugað verði hvort unnt sé að nýta þau smáhýsi sem eru á tjaldstæðinu í þágu heimilislausra en þau eru nú lokuð. R17110178
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Vegna vaxandi vanda samþykkir borgarráð að útbúin verði aðstaða í ónotuðu húsnæði borgarinnar á Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. Leitað verði eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um verkefnið. R17110179
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að öryggisgirðing með hliði verði sett við Bláa róló (opið leiksvæði á horni Túngötu og Bræðraborgarstígs) í því skyni að auka umferðaröryggi. Leiksvæðið er vinsælt meðal barna en það skapar hættu að ekkert varnar því að börn hlaupi af svæðinu beint út á Túngötu eða Bræðraborgarstíg. Einnig er lagt til að gúmmímottur eða annað sambærilegt efni verði lagt á moldarflag í kringum leiktækin þar sem álagið er mest og gras nær ekki að vaxa. R17110180
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.
Fundi slitið klukkan 11:30
Líf Magneudóttir Hjálmar Sveinsson
Skúli Helgason