Borgarráð
Ár 2017, þriðjudaginn 16. nóvember, var haldinn 5479. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram, Óli Jón Hertervig, Hallur Símonarson, Björn Axelsson, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt til að Elsa Hrafnhildur Yeoman taki að sér stjórn fundarins í fjarveru formanns og varaformanns borgarráðs með vísan til heimildar í 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R17010001
Samþykkt.
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. nóvember 2017. R17010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 25. september 2017. R17010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 19. september 2017. R17010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 25. október 2017. R17010010
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 27. október og 10. nóvember 2017. R17010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. nóvember 2017. R17010014
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. október 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R17100479
Kl. 9.18 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum og tekur jafnframt við stjórn hans.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17110011
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017, varðandi mat á reynslu og tillögur um næstu skref vegna aksturs með ferðamenn um miðborgina. R17110039
Samþykkt.
Þorsteinn Hermannsson og Edda Ívarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Borgartúni 34-36. R17030119
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðar nr. 1 við Fálkabakka. R17110068
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Árið 2014 samþykkti borgarráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að bifreiðastæðið við leikskólann Fálkaborg yrði lagfært og stækkað, lýsing aukin og innakstur að því bættur frá Fálkabakka. Það er fagnaðarefni að nú skuli loks hilla undir að tillögu þessari verði framfylgt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska þó eftir því að á auglýsingatíma tillögunnar verði skoðað hvort unnt sé að bæta við fleiri bílastæðum en tillagan gerir ráð fyrir. En samkvæmt tillögunni verður fjöldi bílastæða óbreyttur en bætt við fjórum svokölluðum sleppistæðum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. nóvember 2017 á kynningu á lýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi á kolli Úlfarsfells. R17110067
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. nóvember 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. R17070048
Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja enn og aftur til að fulltrúi þess hóps fræðimanna, sem telur að menningarlegt stórslys muni hljótast af því að byggja stórhýsi í Víkurkirkjugarði, fái að kynna sjónarmið sín fyrir borgarráði. Óskað er eftir því að slík kynning fari fram áður en fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga varðandi lóðina verður tekin til afgreiðslu.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Á fundi borgarráðs 7. september sl. var fulltrúa úr hópi þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirhugaða uppbyggingu á Landsímareit boðið til að að viðra sín sjónarmið. Er ekki fallist á það að ástæða sé til þess að endurtaka slíka kynningu fyrir borgarráð. Einnig er bent á að athugasemdir aðilanna liggja fyrir í gögnum málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Á umræddum fundi borgarráðs, 7. september, fékk fulltrúi þeirra fræðimanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaða hóteluppbyggingu í Víkurkirkjugarði ekki sama tækifæri og fulltrúar öndverðra sjónarmiða. Á þessum fundi felldu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna tillögu um að úr því yrði bætt. Við hörmum þá afstöðu sem fram kemur í þeirri afgreiðslu enda er hún ekki í þágu þess að borgarráðsfulltrúar geti tekið upplýsta afstöðu í málinu.
- Kl. 11.00 víkur Björn Axelsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina varðandi framkvæmdir á Landsímareit, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. nóvember 2017. R17070048
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á tillögu Strætó bs. um að stytta leið 6 og búa til nýja leið 6a. R17080139
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt skref í bættum almenningssamgöngum fyrir íbúa Grafarvogs að auka tíðni á leið 6 þannig að Strætó gangi á 10 mínútna fresti á annatíma. Leiðin er stytt að Egilshöll og þar verður útbúin endastöð, og ný leið tekur við þaðan frá sem mun keyra sömu leið og leið 6 áður innan Reykjavíkur en á 30 mínútna tíðni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að tíðni á leið 6 verði aukin þannig að vagninn aki á tíu mínútna fresti á annatímum. Þeir geta þó ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem hún felur einnig í sér mikla þjónustuskerðingu við Staðahverfi þar sem horfið verður frá fimmtán mínútna tíðni á leið 6 og tekin upp þrjátíu mínútna tíðni.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 10. nóvember 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ábyrgð borgarstjóra á Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum og heilbrigðisnefnd. R17070107
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018 eru lögð fram til kynningar. R17090251
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu eru lögð fram til kynningar. R17110062
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingu á kvöðum sem fylgdu úthlutun lóðar og sölu byggingaréttar fyrir reit C við Kennaraháskóla Íslands til Samtaka aldraðra bsvf. sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. október 2017. R17100081
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvaða lagaheimildir liggja til grundvallar deiliskipulagi, sem kveður á um að grafinn verði kjallari í austurhluta Víkurkirkjugarðs og stór hótelbygging reist þar ofan á. Í álitinu verði eftirfarandi spurningum m.a. svarað: Samræmast fyrirætlanir um stórtæka uppbyggingu í kirkjugarðinum lögum um kirkjugarða? Í lögum nr. 36 frá 1993, sbr. eldri lög, er skýrt kveðið á um að niðurlagðir kirkjugarðar séu friðhelgir. Þar segir einnig að löglegur safnaðarfundur geti að tilteknum tíma liðnum frá niðurlagningu fengið garðinn í hendur sveitarfélagi ,,sem almenningsgarð með tilteknum skilyrðum.“ Þá segir í sömu lagaheimild að heimilt sé að slétta niðurlagðan kirkjugarð, sem löngu er hætt að jarða í, ef kirkjugarðaráð og ráðuneyti samþykkja. Ekki megi þó nota niðurlagðan kirkjugarð til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts og ekki megi gera þar jarðrask né gera þar nein mannvirki. Ráðuneytið getur með samþykki kirkjugarðaráðs veitt undanþágu frá banni þessu. Ströng skilyrði gilda um tilfærslu og flutning samkvæmt lögunum og brot á þeim varðar refsingu. Hafa skipulagsyfirvöld kannað hver sé réttmætur eigandi kirkjugarðsins og hvort væntanlegur byggingaraðili hafi heimild til að byggja hótel á landi garðsins? Sóknarnefnd Dómkirkjunnar telur að Víkurgarður sé í umsjá hennar fyrir hönd kirkjunnar. Sóknarnefndin telur að henni sé heimilt að lögum að heimila Reykjavíkurborg að skipuleggja garðinn sem almenningsgarð en önnur ráðstöfun sé ekki heimil. R17070048
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka tillögu sína frá 4. maí sl. um endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. myndast djúpar holur í honum. Jafnframt var lagt til að göngu og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið verði bætt. Stígur meðfram Stórhöfða verði tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn og tengist þar stígakerfi Foldahverfis. Meira en hálft ár er nú liðið frá því umrædd tillaga var lögð fram og er því óviðunandi að hún hafi ekki enn verið tekin til afgreiðslu. Þá er rétt að geta þess að sambærileg tillaga Sjálfstæðisflokksins um málið var samþykkt í borgarráði 18. desember 2014 og er einnig óviðunandi að henni skuli enn ekki hafa verið framfylgt. Óskað er eftir því að málið verði tekið til afgreiðslu sem fyrst svo framkvæmdir í þágu bætts aðgengis að sjúkrahúsinu Vogi geti farið fram á næsta ári. R17050020
Fundi slitið klukkan 12:00
Heiða Björg Hilmisdóttir