Borgarráð - Fundur nr. 5478

Borgarráð

Ár 2017, þriðjudaginn 9. nóvember, var haldinn 5478. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir ferlinefndar fatlaðs fólks frá 30. október og 6. nóvember 2017. R17010032

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 30. október 2017. R17010007

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 30. október 2017. R17010012

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. nóvember 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R17100479

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17110011

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. R17110044

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017 á breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Árvellir á Kjalarnesi. R17110038

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. mars 2018 á umsögn skipulagsfulltrúa við bréf Skipulagsstofnunar vegna birtingar deiliskipulags í B-deild stjórnartíðinda vegna reits 1.174.0 – Landsbankareits. R15070069
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits, vegna lóðanna nr. 23 við Bergþórugötu og 48A við Njálsgötu. R17040010

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. R17070100

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017 á tillögum um næstu skref vegna aksturs með ferðamenn um miðborgina. R17110039

    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg óski eftir því að taka þátt í verkefninu Reinventing Cities á vegum C40 og leggi fram þrjár lóðir þar sem kallað verði eftir framúrskarandi uppbyggingarverkefnum, bæði frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála. Upplýsingar um lóðirnar/svæðin eru meðfylgjandi en þær eru við Frakkstíg/Skúlagötu, á Ártúnshöfða og við Lágmúla 2/Suðurlandsbraut.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R17020198

     

    -             Kl. 9.35 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 6. nóvember 2017, varðandi umsagnir og athugasemdir sem borist hafa vegna tónleika í Laugardal 15.-19. júní sl., ásamt fylgigögnum. R15080084

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu velferðarráðs, dags. 26. október 2017, um hækkun þjálfunarstyrkja nema hjá Fjölsmiðjunni. Kostnað vegna þessarar tillögu skal færa af kostnaðarliðnum ófyrirséð, 09205.

     

    Samþykkt. R17060185

     

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 6. nóvember 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg eru lögð fram til kynningar. R17110013

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2017, um skipan stýrihóps um mótun stefnu um hjólabrettaiðkun í Reykjavík, ásamt drögum að erindisbréfi. R17090046

    Samþykkt með þeirri breytingu að Áslaug Friðriksdóttir tekur sæti í hópnum í stað Kjartans Magnússonar.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um nýjar ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett eru lögð fram til kynningar. R17100357

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2017, varðandi fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra á loftslagsráðstefnu í Bonn dagana 12.-14. nóvember 2017. R17020181

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2017, varðandi fyrirhugaða ferð forseta borgarstjórnar á ársþing Eurocities í Ljubljana, Slóveníu, dagana 15.-17. nóvember 2017. R17010053

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Bólstaðarhlíð 6, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110035

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Fífuseli 35, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110033

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 302 að Kóngsbakka 14, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110036

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 302 að Marteinslaug 10, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100483

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 206 að Skipholti 70, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110037

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 205 að Skipholti 70, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110040

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 402 að Suðurhólum 8, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110034

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 302 að Tunguseli 7, skv. meðfylgjandi kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17110032

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki endurúthlutun og breytingu á skilmálum og gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar að Sæmundargötu 23, sbr. fyrri samþykkt borgarráðs í 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. september 2017. R11010186

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Jafnframt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlega deiliskipulagsvinnu í samstarfi við félagið. Reykjavíkurborg mun kosta vinnu við gerð deiliskipulagsins sem síðan verður hluti af uppbyggingarkostnaði þegar þar að kemur.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R16110079

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í deiliskipulagsvinnu á svæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Frostaskjól á grunni tillagna sem félagið hefur lagt fram, svo unnt sé að ráðast í uppbyggingu íþróttamannvirkja þar. KR glímir nú þegar við mikinn aðstöðuvanda og er því frekari uppbygging íþróttamannvirkja í Vesturbænum löngu tímabær. Sjálfsagt er að skoða hugmyndir um byggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á svæðinu svo fremi að tryggt sé að þær fari vel í umhverfinu og hafi ekki neikvæð áhrif á framtíðarmöguleika KR til að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta- og æskulýðsmála. Rétt er að hafa í huga að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í Vesturbænum á næstu árum sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um a.m.k. 5.500 manns eða 33%. Slík fjölgun mun stórauka kröfur til KR og er því mikilvægt að borgaryfirvöld tryggi félaginu nægilegt athafnarými til framtíðar. Jafnframt þarf að ræða hvort eðlilegt sé að hverfisíþróttafélag eins og KR þurfi að ganga á takmarkað athafnasvæði sitt og ráðstafa hluta þess undir þétta byggð til að fjármagna eðlilega uppbyggingu íþróttamannvirkja.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á aðstöðu klúbbsins í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Jafnframt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlega deiliskipulagsvinnu byggða á fyrirliggjandi hugmyndum um að búa til nýjar lóðir í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R16050120

    Fylgigögn

  32. Lögð fram skýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2016.

     

    Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Rannveig Þórisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17010233

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu stýrihóps sem heldur utan um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Stýrihópurinn leggur til að í næsta áfanga tilraunaverkefnisins verði starfsstöðum fjölgað og þeim gefinn kostur á að sækja um þátttöku. Starfsstaðirnir þurfa að leggja fram rökstuðning fyrir þátttöku og hvernig þeir geti útfært styttinguna á viðkomandi starfsstað með fækkun vinnustunda niður í allt að 37 klukkustundir á viku án þess að skerða beina þjónustu. Lagt er til að tilraunatímabilið hefjist 11. febrúar 2018 og standi fram til 31. ágúst 2019. Þeir starfsstaðir sem hafa áhuga á því að taka þátt en telja sig þurfa lengri undirbúningstíma gefst kostur á innkomu í verkefnið 1. apríl 2018. Þeir starfsstaðir sem taka þátt í verkefninu í dag fá framlengingu til 11. febrúar 2018 en áframhaldandi þátttaka mun miðast við 37 klukkustunda vinnuviku.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R14050127

     

    Magnús Már Guðmundsson, Ragnhildur Ísaksdóttir og Harpa Hrund Berndsen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    -             Kl. 11.53 víkur Ebba Schram af fundinum.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 7. nóvember 2017, um uppfærðar lykiltölur fjárhagsáætlunar 2018 fyrir samstæðu og A-hluta Reykjavíkurborgar. R17020174

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2017:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki heimild til fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði nr. 14017 á fjármálaþjónustu vegna milli- og löginnheimtu.

     

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R17060103

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember:

     

    Lagt er til að að stofnaður verði nýr flokkur skuldabréfa, RVK 32 1. Skuldabréfin eru verðtryggð með jöfnum greiðslum (annuitet) á sex mánaða fresti og með lokagjalddaga 21. október 2032. Bréfin bera fasta vexti sem verða ákveðnir i söluferlinu. Þá er lagt til að borgarráð veiti fjármálastjóra Reykjavíkurborgar heimild til að ganga til samninga við fjármálafyrirtæki til að sinna ráðgjöf og vinnu við stofnun flokksins.

     

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. R17110030

  37. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 6. nóvember 2017, yfir samanburð á upphaflegri fjárhagsáætlun og útkomuspá fyrir árið 2017, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2017. R16010183

    Fylgigögn

  38. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 8. nóvember 2017, um uppfærða þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. R17020174

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:03

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir