No translated content text
Borgarráð
Ár 2017, þriðjudaginn 2. nóvember, var haldinn 5477. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. október 2017. R17010030
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 19. október 2017. R17010013
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 13. og 27. október 2017. R17010015
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. október 2017. R17010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27. október 2017. R17010023
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. október 2017. R17010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 24. október 2017. R17050116
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R17100479
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17090015 R17110011
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ – Bæjarháls við Tunguháls. R17100473
Samþykkt.
- Kl. 8.13 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um ritun umræðna á fundum borgarstjórnar sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. desember 2016. Einnig eru lagðar fram umsagnir fjármálaskrifstofu, dags. 4. ágúst 2017, forsætisnefndar, dags. 11. október 2017, og skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. október 2017. R16120003
Tillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, leggja fram svohljóðandi bókun í lok fundarins:
Æskilegt er að auka gagnsæi um störf Borgarstjórnar Reykjavíkur enda stuðlar það að aukinni ábyrgð borgarfulltrúa og auðveldar fjölmiðlum og almenningi að afla sér upplýsinga um störf þessarar mikilvægu stjórnvaldsstofnunar. Það styður við góða stjórnsýslu að skrá ekki einungis ákvarðanir einstakra málaflokka heldur að tryggja að umræður um þá séu sem aðgengilegastar almenningi. Oft rís ágreiningur um hvernig beri að túlka einstakar ákvarðanir og samþykktir og geta þá umræður í viðkomandi máli reynst mikilvæg skýringargögn. Áratugum saman voru umræður í borgarstjórn skráðar og með tölvuleit var auðvelt að finna þær og rekja feril einstakra mála þótt nákvæmar dagsetningar lægju ekki fyrir. Alvanalegt er að ákveðin mál koma hvað eftir annað til umræðu á borgarstjórnarfundum og geta jafnvel verið til umræðu árum saman. Með því að hætta ritun umræðna í borgarstjórn hefur slík leit verið gerð nánast ómöguleg enda augljóst að hún getur tekið óratíma ef hlusta þarf á marga fundi. Aðgangur að þessum gögnum hefur því verið þrengdur mjög frá því sem áður var án þess að tekin hafi verið um það viðhlítandi ákvörðun. Andstaða fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gegn fyrirliggjandi tillögu sýnir að yfirlýsingar þessara flokka um aukið gagnsæi í stjórnsýslu eru innantómar og merkingarlausar.
Borgarráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Í fyrirliggjandi umsögn fjármálaskrifstofu um tillöguna kemur fram að mat á kostnaði við að taka upp ritun á öllum ræðum í borgarstjórn hleypur á 5 milljónum í stofnkostnað og um 6,7 milljónir í rekstrarkostnað á ársgrundvelli. Í umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar er frekar mælt með því að forgangsraða með því að gera stórátak í því að auðvelda leit í upptökum á ræðum borgarstjórnar sem nú þegar eru aðgengilegar á vef borgarinnar og hafa verið allt kjörtímabilið. Eins eru fundargögn borgarstjórnar aðgengileg og tekið hefur verið upp nýtt fundakerfi sem gerir fundargögn ráða og nefnda borgarinnar aðgengileg. Auðvelt er síðan að fletta málum upp í fundargerðum. Það er því alrangt að aðgengi að gögnum um ákvarðanir borgarstjórnar hafi verið þrengt og dylgjum um að yfirlýsingar um aukið gagnsæi séu merkingarlausar er hafnað. Markmiðum tillögunnar má hreinlega ná fram með öðrum og hagkvæmari hætti, með því að gera fólki enn auðveldara að leita innan upptaka á ræðum í borgarstjórn. Eins má horfa til þess að gera ferli mála rekjanlegri í tölvukerfum borgarinnar, líkt og kveðið er á um í upplýsingastefnu.
Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, leggja fram svohljóðandi bókun:
Rétt er að minna á að beinar myndútsendingar úr borgarstjórn voru teknar upp eftir tillöguflutning Sjálfstæðisflokksins þar að lútandi. Um fimm ár eru liðin frá því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrst tillögu um að gögn allra nefnda og ráða yrðu settar á vefinn ásamt fundargerðum. Enn er aðeins hægt að nálgast fundargögn örfárra nefnda og ráða á netinu og er Reykjavíkurborg orðin eftirbátur margra annarra sveitarfélaga að þessu leyti. Þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögur um aukið gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar var það aldrei ætlun þeirra að dregið yrði úr gagnsæi á móti annars staðar, t.d. með því að þrengja aðgang almennings að áðurnefndum skýringargögnum eins og hefur verið gert. Ótrúlegt er að stjórnmálaflokkar, sem staðið hafa fyrir gífurlegum kostnaðarhækkunum í stjórnsýslu borgarinnar setji kostnað fyrir sig þegar fram kemur tillaga um að auka gagnsæi í borgarstjórn með þessum hætti. Ljóst er að það stórátak vegna leitar í hljóðupptökum sem meirihlutinn boðar mun kosta sitt enda engan veginn hægt að ráða það af gögnum málsins hversu langt það verkefni er komið. Ekki er hægt að fallast á þá fullyrðingu meirihlutans að auðvelt sé að fletta upp í fundargerðum nefnda og ráða borgarinnar. Það leitarkerfi sem borgin setti upp fyrir nokkrum árum er mjög ónotendavænt og leit þar miklum annmörkum háð.
Borgarráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Sú fullyrðing að kostnaður við stjórn borgarinnar hafi aukist er röng. Á kjörtímabilinu hefur verið hagrætt í miðlægri stjórnsýslu með góðum árangri, líkt og sjá má í fjárhagsáætlunum, ársreikningum og opnum fjármálum borgarinnar. Ákall um gagnsæi er hjóm eitt þegar ekki er hægt að nýta það gagnsæi sem fyrir er til þess að fara rétt með staðreyndir.
- Kl. 8.27 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringar á skólalóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. maí 2017. R17050084
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. október 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um viðbrögð við ábendingum Heilbrigðiseftirlitsins, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. R17070105
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30 október 2017, þar sem erindisbréf starfshóps um framtíðaruppbyggingu Knattspyrnufélagsins Víkings er lagt fram til kynningar ásamt fylgigögnum. R17100470
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á samkomulagi um riftun þjónustusamnings við Reykjavík International School, dags. 12. október 2017, ásamt fylgigögnum. R16120099
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð 201 að Laufengi 4, ásamt kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100467
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Stífluseli 14, ásamt kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100440
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð 107 að Ferjuvaði 13-15, ásamt kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100466
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð að Flétturima 10, ásamt kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100441
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð 302 að Kristnibraut 27, ásamt kauptilboði, og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100468
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 31. október 2017, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017 vegna breytinga á útsvarstekjum og stofnframlögum, ásamt greinargerðum. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 31. október 2017, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017 m.a. vegna Bandalags íslenskra skáta og tónlistarskóla ásamt greinargerðum. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 8.56 taka Halldóra Káradóttir, Erik Bjarnason og Ólafur Sindri Helgason sæti á fundinum.
- Kl. 9.05 tekur Hallur Símonarson sæti á fundinum.
- Kl. 9.10 víkur Ebba Schram af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018 og fimm ára áætlun 2018-2022.
- Kl. 12.00 víkur Halldór Halldórsson af fundinum.
Guðlaug Sigurðardóttir, Óskar Sandholt, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hreinn Hreinsson, Anna Kristinsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Skúli Helgason, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Kristján Gunnarsson, Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson, Bjarni Freyr Bjarnason, Auðun Freyr Ingvarsson, Kristín Guðmundsdóttir, Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Andrés Andreasen, Arna Schram og Huld Ingimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17020174
-
Lögð fram greinargerð fjármálaskrifstofu með frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og fimm ára áætlun 2018-2022, mótt. 1. nóvember 2017. R17020174
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 13.04 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.
- Kl. 13.09 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
-
Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðiflokksins, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
6. júlí sl. afgreiddi borgarráð tvær tillögur sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu 1. júní um húsnæðismál Melaskóla. Annars vegar var lagt til að undirbúningur yrði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla enda væri ljóst að húsnæðisþörf skólans yrði ekki leyst til framtíðar án viðbyggingar. Borgarráð samþykkti að vísa tillögunni til meðferðar við gerð fjárhags- og fjárfestingaáætlunar borgarinnar. Hin tillagan, sem var samþykkt, kvað á um að skólanum yrði boðið viðbótarhúsnæði í nágrenni skólans frá og með haustinu. Umrætt húsnæði yrði tímabundin ráðstöfun þar til framtíðarlausn verður ákveðin í húsnæðismálum skólans. Einnig yrði ráðist í brýnar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur í skólanum í sumar og haust, þar með talin málun innanhúss, viðhald, bón á gólfefni og tilfærslur innanhúss samkvæmt óskum stjórnenda og starfsfólks. Þá yrðu mótaðar tillögur um hvernig bæta mætti útiaðstöðu og leiksvæði barna í skólanum, t.d. með því að nýta betur græn svæði í nærumhverfi skólans. Um leið og þessar tillögur eru áréttaðar er óskað eftir upplýsingum sem fyrst um hvað hefur gert til að framfylgja þeim, t.d. varðandi áðurnefnt viðbótarhúsnæði sem skólinn er í brýnni þörf fyrir. Óskað er eftir því að foreldrafélag og skólaráð Melaskóla fái einnig umræddar upplýsingar sem fyrst en undanfarnar vikur hafa þessir aðilar árangurslaust óskað eftir þeim innan úr borgarkerfinu. R17060018
Fundi slitið klukkan 13:43