Borgarráð - Fundur nr. 5476

Borgarráð

Ár 2017, þriðjudaginn 31. október, var haldinn 5476. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.04. Viðstödd voru auk borgarstjóra: S. Björn Blöndal, Líf Magneudóttir, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir, Ólafur Sindri Helgason, Erik Bjarnason, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018, ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagt fram bréf fjármálaskrifstofu vegna trúnaðar á gögnum, dags. 31. október 2017. R17020174

     

    Vísað til borgarstjórnar.

     

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2017.

  2. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022, ásamt greinargerð. R17020174

    Vísað til borgarstjórnar.

     

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2017.

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. október 2017:

    Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2018.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17020174

    Vísað til borgarstjórnar.

     

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2017.

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. október 2017:

     

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2018 að fjárhæð allt að 5.714 m.kr. vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2018. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu. R17020174

     

    Vísað til borgarstjórnar.

  5. Fram fara kynningar vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Kynntar eru fjárhagsáætlanir Sorpu, Strætó, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Faxaflóahafna, Íþrótta- og sýningarhallarinnar, Malbikunarstöðvarinnar Höfða og starfs- og fjárhagsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

     

    Kl. 14.45 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

     

    Björn H. Halldórsson, Guðrún Eva Jóhannsdóttir, Jóhannes Rúnarsson, Jón Viðar Matthíasson, Gísli Gíslason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sveinn Hannesson, Birgir Bárðarson, Halldór Torfason, Margrét Björnsdóttir og Sigurður Páll Óskarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti með upphaflegri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017, samanborið við útkomuspá ársins. R16010183

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið efnt til kynningarfundar vegna fyrirhugaðrar framtíðaruppbyggingar á þróunarreit Þ5 í Skerjafirði. Auglýst hefur verið að ræðumenn á fundinum verði borgarstjóri ásamt tveimur öðrum embættismönnum borgarinnar og arkitekt vinningstillögu í lokaðri hugmyndaleit um svæðið. Samkvæmt dagskrá er ekki gert ráð fyrir því að á eftir erindunum verði umræður með þátttöku íbúa. Lagt er til að úr því verði bætt og íbúum gert kleift að koma með fyrirspurnir og tjá skoðun sína í umræðum á fundinum. R17110002

     

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:03

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir