Borgarráð - Fundur nr. 5472

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 26. október, var haldinn 5472. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 17. október 2017. R17010034

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 17. október 2017. R17010005

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 17. október 2017. R17010006

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 17. október 2017. R17010008

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 16. október 2017. R17010009

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. október 2017. R17010014

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 10. október 2017. R17050116

    Kl. 9.08 tekur Hallur Símonarson sæti á fundinum.

    Kl. 9.14 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R17100004

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir erindi nemenda Húsaskóla um að gerðar verði úrbætur á lóð skólans. Á undanförnum árum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram tillögur um að úrbætur verði gerðar á lóð Húsaskóla og að þar verði lagður sparkvöllur með gervigrasi (battavöllur), síðast 27. janúar sl. Hér með eru þessar tillögur ítrekaðar enda er löngu kominn tími til að láta verkin tala í þessu máli.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17100001

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. október 2017, varðandi breytingar á kjörskrárskrárstofni vegna alþingiskosninga 28. október 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. R17090159

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017 á breytingu á skipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún ásamt fylgiskjölum. R17050190

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017 á auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 4-4A við Suðurlandsbraut, ásamt fylgiskjölum. R17100413

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Eikjuvog, ásamt fylgiskjölum. R17100414

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017 á breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6, ásamt fylgiskjölum. R17020041

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2107, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október á tillögum nafnanefndar frá 9. október á torga- og götunöfnum, ásamt fylgiskjölum. R17100417

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október á breytingum á reglum fyrir greiðslu hljóðvistarstyrkja, ásamt fylgiskjölum. R17100419

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs s.d. um tilraunaverkefni um útlán á rafmagnsreiðhjólum í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. R15040074

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til svohljóðandi bókunar fulltrúa sinna í umhverfis- og skipulagsráði:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að tilraunir með rafhjól séu allrar athygli verðar en sitja hjá þar sem betur hefði verið að auglýsa eftir samstarfsaðila um verkefnið.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu tveggja tillagna er varða aðstöðu íþróttafélagsins Fylkis, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júlí 2017. R17070034

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. október 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um afdrif tillögu um úrbætur á gangstéttum við biðstöðvar, sbr. 64. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. febrúar 2017. R17020210

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 18. október 2017, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. október 2017 um viðræður ríkis, KSÍ og Reykjavíkurborgar um framtíð Laugardalsvallar. R15020197

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2018 verði 14,52%.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100408

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2017:

    Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2018 verði sem hér segir: 1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,18%. 2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%. 3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%, að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%). 4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði. 5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100409

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2018 verði eftirfarandi: Viðmiðunartekjur: I. Réttur til 100% lækkunar, einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 kr., samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 kr. II. réttur til 80% lækkunar, einstaklingur með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 kr., samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 kr. III. Réttur til 50% lækkunar, einstaklingur með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 kr., samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 kr. Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins og þær eru á hverjum tíma.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100409

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2018 verði eftirfarandi: Greiðendur fasteignagjalda skulu gera skil á fasteignagjöldum ársins 2018 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 3. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 2. júní, 2. júlí, 4. ágúst, 1. september og 2. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 3. febrúar. Lagt er til að gjalddagar krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 3. nóvember, 3. desember og 2. janúar. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 6. nóvember 2018.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100409

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu vegna breytinga á tímaáætlun vegna kynningar á frumvarpi Reykjavíkurborgar að fjárhagsáætlun 2018-2022. R17020174

    Fylgigögn

  26. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta fyrir janúar-ágúst 2017. R17010086

  27. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 23. október 2017, þar sem lagður er fram til upplýsinga samanburður á sköttum og gjaldskrám sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu miðað við janúar 2017. R17020174

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbygginga á aðalvelli íþróttafélagsins Fylkis við Fylkisveg. R17070081

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að sem fyrst verði gengið frá samkomulagi við íþróttafélagið Fylki um lagningu gervigrass á keppnisvöll Fylkis gegn því að félagið gefi eftir notkun á 1,4 hektara æfingasvæði milli Hraunbæjar og Bæjarháls sem hentar vel til þéttingar byggðar. Minnt er á tillögur Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg styrki framkvæmdir vegna áhorfendaaðstöðu Fylkis með sambærilegum hætti og gert hefur verið vegna slíkra framkvæmda hjá öðrum hverfisíþróttafélögum í borginni.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð nr. 0103 að Skyggnisbraut nr. 2. R17100405

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð nr. 0201 að Skyggnisbraut nr. 2. R17100406

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð nr. 0101 að Skyggnisbraut nr. 2. R17100407

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:03

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir