Borgarráð - Fundur nr. 5471

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 19. október, var haldinn 5471. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir,  Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er til að Líf Magneudóttir gegni störfum formanns borgarráðs á fundinum í fjarveru formanns og varaformanns borgarráðs með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.  R17010001

    Samþykkt.

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 16. október 2017. R17010032

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. október 2017. R17010004

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. október 2017. R17010011

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 16. október 2017. R17010036

    Borgarráð tekur undir svohljóðandi bókun ofbeldisvarnarnefndar, sbr. 3. gr. fundargerðarinnar:

    Ofbeldisvarnarnefnd fagnar þeirri vitundarvakningu sem á sér stað þessa dagana gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Hún sýnir mikilvægi þess að halda áfram að vekja athygli á þessum málum m.a. með ráðstefnum, samfélagsumræðu og vinnu að kerfislegum úrbótum.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. september 2017. R17010025

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. september 2017. R17010027

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R17100004

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17100001

    -             Kl. 9.06 taka borgarstjóri, Pétur Ólafsson og Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sd. á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og deiliskipulagi fyrir efnavinnslusvæði í Álfsnesvík. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sd. á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir miðsvæði M2c-M2g – Suðurlandsbraut. R11060102

    Samþykkt.

     

    -             Kl. 9.15 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 11. október 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. R16060072

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandagarð. R17060027

    Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Umrædd deiliskipulagsbreyting felur í sér stóraukið byggingarmagn á Allianz-reit og ný byggingarsvæði. Byggingarmagn ofanjarðar meira en tvöfaldast, fer úr 3.300 í 6.700 fermetra, sem er mjög mikið miðað við heildaryfirbragð nærliggjandi byggðar. Fleiri og hærri byggingar valda því að útsýni úr hverfinu skerðist til vesturs og skuggavarp eykst. Slíkt orkar tvímælis í hverfi eins og gamla Vesturbænum sem hefur í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina og sjávarútveginn. Þá er skilgreining á landnotkun aðalskipulags víkkuð út hvað snertir hótelrekstur og verður reiturinn aðallega nýttur í því skyni. Slíkt stingur í stúf við fyrri markmið um að uppbygging á svæðinu eigi að styrkja íbúabyggð þar. Þá eru bílastæði fjarlægð af yfirborði þrátt fyrir mikinn og vaxandi bílastæðaskort í hverfinu. Samkvæmt umferðargreiningu mun aukning umferðar af skipulögðum en óbyggðum reitum við Vesturbugt, Austurhöfn og í grennd við Allianz reitinn leiða af sér rúmlega 13 þúsund bílferðir á sólarhring. Hætta er á miklum umferðartöfum á Mýrargötu og nálægum gatnamótum ef svo mikil umferð bætist við án mótvægisaðgerða. Þá mun breytingin þrengja mjög að hinu friðlýsta Allianz húsi og draga úr vægi þess í hverfinu en útlit er fyrir að það verði innikróað af hótelum.

     

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Bókun Sjálfstæðisflokksins er afar villandi enda er skautað fram hjá því að byggingarmagnið á svæðinu hefur þvert á móti verið minnkað umtalsvert frá því skipulagi sem var í gildi þegar Reykjavíkurborg keypti reitinn.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. R17100354

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar. R17040112

    Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn um Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Umrædd tillaga felur í sér margvíslegar breytingar á deiliskipulagi Syðri-Mjóddar sem sumar eru til bóta en aðrar ekki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja allar þær breytingar á íþróttasvæði ÍR sem eru fallnar til þess að efla starf félagsins í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Breiðholti. Hins vegar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst eindregið gegn þeirri ákvörðun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að ráðstafa, án útboðs, 24 þúsund fermetra lóð á svæðinu til bílaumboðs. Gerðar eru athugasemdir við slíka skerðingu á íþrótta- og útivistarsvæði sem fremur ætti að taka frá í þágu framtíðarhagsmuna ÍR. Þá er mikilvægt að komið verði til móts við þarfir eldri borgara í ljósi þess að púttvöllur þeirra er á framtíðarbyggingarreit þjónustumiðstöðvar við Árskóga.

    Fylgigögn

  17. agt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017 á tillögu um göngugötur í miðborg Reykjavíkur dagana 1. til 5. nóvember nk. R17100353

    Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Lagt er til að lokanir á Laugavegi, Bankastræti, Pósthússtræti og Skólavörðustíg á þeim tíma sem Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir, verði aðeins eftir lokanir verslana og þjónustu, þ.e.a.s eftir klukkan 18 á virkum dögum og eftir kl. 16 á laugardeginum. Miðbær Reykjavíkur verður að finna takt í því vera bæði menningarborg sem og borg verslunar og viðskipta.

    Breytingatillagan er felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs er samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborg Reykjavíkur á sumrin frá árinu 2011. Samkvæmt könnun Capacent hefur ánægja með göngugötur á sumrin aukist ár frá ári. Á árinu 2015 var framtíðarfyrirkomulag sumargatna samþykkt en einnig samþykkt að opna göngugöturnar við sérstök tilefni eins og Airwaves og Hönnunarmars. Þess vegna ætti fyrirkomulagið í kringum Airwaves ekki að koma neinum á óvart. Rétt er að halda því til haga að erfitt getur reynst að loka götunum fyrir bílum eftir að verslanir loka kl. 18 á fimmtudeginum og föstudeginum og kl. 16 á laugardeginum vegna þess að þá er búið að leggja bílum um allan Laugaveg og Skólavörðustíg og flókið að fá alla sem lagt hafa í bílastæði til að fjarlægja ökutæki sín fyrir kl. 18. Kannanir sýna að sífellt fleiri styðja göngugötur og um leið að þær auki verslun og fjárfestingu til muna.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgigögnum, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2017. R16110082

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Svokölluð borgarlína er enn á hugmyndastigi og ekki liggur fyrir hvort um almenningsvagnakerfi eins og nú er í notkun á sérakreinum verður að ræða eða hvort einhverjar aðrar dýrari lausnir verða teknar í notkun, til dæmis sporbundnar samgöngur. Þá liggur ekki fyrir kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga, né hvort að hægt verður að fjármagna verkefnið samkvæmt hugmyndum um innviðagjöld. Mjög mikil óvissa tengist verkefninu og eins þeirri þróun sem mun verða á samgöngum almennt í samfélaginu með tilkomu deilibíla og sjálfkeyrandi bíla. Ljóst er að nauðsynlegt er að gæta þess að offjárfesta ekki í lausnum sem koma til með að vera úreltar þegar þær verða teknar í notkun.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aðeins er verið að samþykkja breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna lagningar borgarlínu. Öll gögn málsins draga fram þá staðreynd að borgarlína sé besta leiðin til að draga úr tafatíma í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Allar bæjarstjórnir í nágrenni Reykjavíkur eru einhuga um málið og vekur það furðu að flokksfélagar þeirra í Reykjavík, þar sem mikil hefð er fyrir notkun almenningssamgangna og mikilvægi þeirra, skuli ekki vera með á málinu. Afkastamikið almenningssamgöngukerfi eða svokallað „Mass Transit System“ mun alltaf þurfa að vera til, alveg óháð framtíð bílasamgangna. Borgir um allan heim eru að setja fjármagn í afkastamiklar hágæða almenningssamgöngur og það mun höfuðborgarsvæðið líka gera í samvinnu við ríkið

    -             Kl. 10.06 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. október 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 11. október 2017 á reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar, ásamt fylgigögnum. R17100361

    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er fagnaðarefni að núna liggi fyrir rammi eða reglur fyrir það öfluga frístundastarf sem fer fram í borginni. Lengi hafa verið til staðar reglur um leik- og grunnskólastarf í Reykjavík og því tími kominn á slíkar reglur sem skerpa á hlutverki frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

    Helgi Grímsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. október 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 11. október 2017 á reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar, ásamt fylgigögnum. R17100360

    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er fagnaðarefni að núna liggi fyrir rammi eða reglur fyrir það öfluga frístundastarf sem fer fram í borginni. Lengi hafa verið til staðar reglur um leik- og grunnskólastarf í Reykjavík og því tími kominn á slíkar reglur sem skerpa á hlutverki frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

    Helgi Grímsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. október 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að hafnar verði þríhliða viðræður ríkis, KSÍ og Reykjavíkurborgar um framtíð Laugardalsvallar á grundvelli þess undirbúnings sem farið hefur fram um uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs. Stefnt skal að því að þær leiði til sameiginlegrar niðurstöðu um framtíðar útfærslu mannvirkisins, fjármögnun og kostnað, eignarhald og rekstrarform Laugardalsvallar, sem og framtíðaraðstöðu fyrir þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum. Samhliða viðræðunum verði hugað að breyttu deiliskipulagi svæðisins undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs, að höfðu eðlilegu samráði við hagsmunaaðila og íbúa hverfisins.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R15020197

    Frestað.

    Pétur Marteinsson og Guðni Bergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, dags. 18. október 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 320 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 5,565%, í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVKN 35 1. R16120032

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  23. Fram fer kynning á launakönnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. R13020063

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka góða kynningu en telja það óásættanleg vinnubrögð að gögn um dagskrárliðinn voru ekki send út fyrir fundinn né var málið á útsendri dagskrá fundarins. Góðar fréttir eru að árangur hafi náðst við að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun. Hins vegar er stingandi að sjá að hvað óunna yfirvinnu varðar þá fái konur aðeins 81% af því sem karlar fá, 62% af yfirvinnu karla, aðeins 69% af öðrum launum svo sem hlunnindum alls konar og 90% af heildarlaunum.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fagnað er niðurstöðum könnunar Gallup sem gerð var á vegum stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar sem kynbundinn launamunur starfsfólks borgarinnar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er að minnka úr 4,1% í 1,3 %  á milli kannanna, sem er innan skekkjumarka. Um 40% starfsfólks borgarinnar er í starfsmannafélaginu og áhrifin því víðtæk. Á sama tíma blasir við að launamunur er að aukast upp í 13% meðal starfsmanna ríkisins og sjálfseignarstofnana, metið samkvæmt sömu aðferðum.  Þessi góði  árangur borgarinnar er m.a. afrakstur aðgerðaáætlunar borgarinnar gegn kynbundnum launamun, notkunar á kynhlutlausu starfsmatskerfi við launasetningu  og vegna  mikillar og jákvæðrar viðhorfsbreytingar sem greinilega er orðin staðreynd. Niðurstöðurnar eru hvatning til að halda áfram á sömu braut. Borgarráð vill fagna þessum góða árangri og notar tækifærið og þakkar öllu starfsfólki og stjórnendum, ásamt samstarfsaðilum okkar í verkalýðshreyfingunni sem að þessu hafa komið, kærlega fyrir árangurinn.

    Garðar Hilmarsson, Jakobína Þórðardóttir, Ragnhildur Ísaksdóttir og Tómas Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -             Kl. 11.50 víkur Helga Björg Ragnarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. október 2017, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða ferð borgarstjóra á City Lab ráðstefnuna í París í Frakklandi dagana 21. til 24. október 2017, ásamt fylgigögnum. R17020181

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. október 2017, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að fullkanna og útfæra möguleika á að nýta umframvatn frá virkjunum og/eða borholum Orkuveitu Reykjavíkur, annars vegar við Gufunes og hins vegar við Skarfaklett. Fulltrúar íþrótta- og tómstundasviðs, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssviðs og Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum eigi fulltrúa í hópnum. Fulltrúi íþrótta- og tómstundasviðs verði formaður.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100357

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. október 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að gera Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, að heiðursborgara Reykjavíkur. Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Þorgerði fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu tónlistaruppeldis reykvískra ungmenna.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100355

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Arahólum 6 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100335

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Barmahlíð 5 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100327

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Grandavegi 4 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100332

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Laufrima 14c og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100333

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Naustabryggju 33 íbúð 01-06 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100329

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Naustabryggju 33 íbúð 02-06 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100329

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Njálsgötu 59 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100330

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Þórðarsveig 30 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100331

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

     

    Í gildi er samningur Reykjavíkurborgar við ákveðið fyrirtæki um rekstur upplýsingamiðlunar, sölu og bókunarstarfsemi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Í samningnum er meðal annars fjallað um óhæði og hlutleysi og kveðið á um að tryggja beri jafna meðferð þeirra fyrirtækja sem óska eftir þjónustu Upplýsingamiðstöðvarinnar. Óskað er eftir áliti um hvort að umrætt fyrirtæki hafi heimild samkvæmt samningnum til að hætta viðskiptum við aðila á þeim forsendum að þeir séu einnig með þjónustusamninga við önnur bókunar- og sölufyrirtæki. R17100394

Fundi slitið klukkan 12:15

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Hjálmar Sveinsson