Borgarráð - Fundur nr. 5470

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 12. október, var haldinn 5470. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Ebba Schram, Halldóra Káradóttir, Hallur Símonarson, Björn Axelsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 29. september 2017. R17010030

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. september 2017. R17010027

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17100004

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki skipan hverfiskjörstjórna og undirkjörstjórna vegna alþingiskosninga sem fara fram 28. október 2017 og að borgarstjóra verði falið að skipa hverfiskjörstjórnir og undirkjörstjórnir í stað þeirra sem kunna að forfallast. Jafnframt er tilkynnt um skiptingu milli Reykjavíkurkjördæma norður og suður. R17090159

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17100001

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. október 2017, með umsögn um umsókn skólafélags Menntaskólans í Reykjavík um tækifærisleyfi vegna árshátíðar að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2. Lagt er til að ekki verði veitt jákvæð umsögn um að árshátíðin fái að standa til kl. 02.00 en að tekið verði jákvætt í að veita tækifærisleyfi til kl. 01.00. R17090099

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

    Lagt er til að veita Söngfuglum styrk að upphæð 100.000 kr. vegna rekstrar kórsins 2016-2017.

    Samþykkt.

    Lagt er til að veita Jólahátíð fatlaðra styrk að upphæð 350.000 kr. vegna jólahátíðar fatlaðra 2017.

    Samþykkt.

    Lagt er til að veita Vökunni styrk að upphæð 2.000.000 kr. vegna verkefnisins Ungt fólk og alþingiskosningarnar 2017.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts, ásamt fylgigögnum. R11060102

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Æskilegt er að fjölga íbúum í Norðlingaholti í því skyni að renna stoðum undir sjálfbærni hverfisins og fjölbreytilega þjónustu. Við þá skipulagsbreytingu sem nú hefur verið samþykkt hefði þó þurft að taka meira tillit til athugasemda íbúa í hverfinu en gert var. Óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að þessar ábendingar verði hafðar að leiðarljósi við nánari útfærslu skipulagsins. Skoða þarf leiðir til þess að auka þjónustu í hverfinu og skapa grundvöll fyrir matvöruverslun. Í ljósi fjölgunar skólabarna þarf að huga betur að innviðum hverfisins, t.d. skólahúsnæði. Samhliða aukinni umferð er brýnt að bæta umferðaröryggi og umferðarskipulag í hverfinu, t.d. með því að bæta göngu- og hjólaleiðir skólabarna. Hlutfall fjölbýlis og lítilla íbúða er mjög hátt í Norðlingaholti og með þessari skipulagsbreytingu gæti þetta hlutfall aukist enn frekar og stuðlað að ákveðinni einsleitni. Auka þarf fjölbreytni í húsagerð í hverfinu, t.d. með auknu framboði 4-6 herbergja íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa til að svara þörf stækkandi fjölskyldna í hverfinu. Enginn skortur virðist hins vegar vera á minni íbúðum í hverfinu. Norðlingaholt er mikið barnahverfi og æskilegt er að sem flestum fjölskyldum verði gert kleift að vaxa og  dafna innan hverfisins og börnum gert kleift að ljúka námi í sama grunnskóla og þau hófu skólagöngu í.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. R17070010

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2017 á auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 26 við Efstaland. R17100159

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Lambhaga vegna lóða nr. 27 og 29 við Lambhagaveg. R17100160

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2017, á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar 143 og 145 við Laugaveg. R17100161

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóðarinnar nr. 10 við Lindargötu, ásamt fylgigögnum. Einnig er lagt fram bréf R21 arkitekta, dags. 21. september 2017.  R17040092

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgigögnum, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2017. R16110082

    Frestað.

    Hrafnkell Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. október 2017 í máli nr. E-3049/2016. R16090214

  17. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá 10. október 2017 í máli E-668/2016. R16020237

  18. Lagt fram bréf menningar- og ferðarmálasviðs, dags. 5. október 2017, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 11. september 2017 á verklagsreglum um úthlutun styrkja og samstarfsamninga menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2018 ásamt fylgigögnum. R17100165

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. október 2017, ásamt fylgigögnum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að bæta framlagi við fjárhagsramma

    menningar- og ferðamálasviðs um sem nemur 8,5 m.kr. og vísa til fjárhagsáætlunargerðar, til að mæta tillögum að nýjum verklagsreglum Listasafns Reykjavíkur um greiðslur til myndlistarmanna. Upphæðin tekur mið af tillögunum og þeim sýningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Upphæðin kann að vera breytileg frá ári til árs enda er hún reiknuð út frá fjölda, eðli og umfangi sýninga, starfslaunum listamanna og leiðbeinandi taxta Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100213

    Samþykkt.

    Arna Schram og Ólöf Kristín Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 2. október 2017, um tillögu ásamt greinargerð um fjármagn vegna rafvæðingar umsókna á velferðarsviði, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 21. september 2017. R17100025

    Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar og til umsagnar skrifstofu þjónustu og reksturs og fjármálaskrifstofu.

    Regína Ásvaldsdóttir, Óskar Sandholt og Þórhildur Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 2. október 2017, um tillögu ásamt greinargerð um að setja á fót velferðartæknismiðju, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 21. september 2017. R17100026

    Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar og til umsagnar skrifstofu þjónustu og reksturs og fjármálaskrifstofu.

    Regína Ásvaldsdóttir, Óskar Sandholt og Þórhildur Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 2. október 2017, um tillögu ásamt greinargerð um kaup á áskrift að rafrænu heimaþjónustukerfi, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 21. september 2017. R17100028

    Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar og til umsagnar skrifstofu þjónustu og reksturs og fjármálaskrifstofu.

    Regína Ásvaldsdóttir, Óskar Sandholt og Þórhildur Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju viðaukatillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við samþykkt borgarráðs frá 5. október 2017 á aðgerðum í starfsmannamálum til að mæta manneklu og efla mannauð í leikskólum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs um viðaukatillöguna, dags. 10. október 2017, og bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. október 2017.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

    Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi breytingartillögu við viðaukatillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarráði 5. október 2017:

    Eftirfarandi liður bætist við áður samþykktar tillögur borgarstjóra um aðgerðir í starfsmannamálum á leikskólum sem samþykktar voru í borgarráði þann 5. október sl.: Eingreiðsla til leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla, allt að kr. 27.300.000.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090049

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju viðaukatillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við samþykkt borgarráðs frá 5. október 2017 á aðgerðum í starfsmannamálum til að mæta manneklu og efla mannauð á frístundaheimilum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs um viðaukatillöguna, dags. 10. október 2017, og bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. október 2017. R17090049

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við niðurrif Toppstöðvarinnar, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. ágúst 2017. R16090153

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. september 2017:

    Lagt er til að borgarráð veiti borgarstjóra heimild til þess að staðfesta viljayfirlýsingu um eflingu minningarsjóðs Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra. Í því felst að borgarsjóður leggur fram 1,3 m.kr. árlega næstu fimm ár í sjóðinn, til móts við árlegt 500 þ.kr. framlag stofnenda sjóðsins.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R16020043

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. september 2017:

    Lagt er til að settur verði saman hópur sérfræðinga sem geri tillögur að aðgerðum til þess að auka kosningaþátttöku í næstu sveitarstjórnarkosningum. Bæði verði hugað að almennum aðgerðum og sérstaklega leitað leiða til þess að auka kosningaþátttöku ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. Rannsóknir sýna að kosningaþátttaka þessara hópa er mun verri en almennt gerist, og því brýnt að leita allra leiða til þess að auka hana. Tillögurnar verði unnar í samvinnu við Reykjavíkurráð ungmenna og fjölmenningarráð og verði lagðar fram í stjórnkerfis- og lýðræðisráði og mannréttindaráði. Leitað verði hugmynda og leiða í samvinnu við sérfróða aðila á sviði markaðs- og kynningarmála, og sjónum í því sambandi einkum beint að samfélagsmiðlum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090251

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um aðgengi að ársreikningi borgarinnar, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofunnar um tillöguna, dags. 29. ágúst 2017 og umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 11. október 2017. R17040177

    Tillagan er felld með vísan til framlagðra umsagna með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 8. október 2017, um endurskoðaða verk- og tímaáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018 og fimm ára áætlunar 2018-2022. R17020174

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. október 2017, þar sem uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar, ásamt fylgigögnum. R17030164

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. október 2017, þar sem erindisbréf starfshóps um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur er lagt fram til kynningar. R17100200

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. október 2017, þar sem erindisbréf samninganefndar um tvíhliða samning við Airbnb er lagt fram til kynningar. R17100199

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. október 2017, þar sem erindisbréf samráðs- og upplýsingavettvangs vegna rekstrarleyfisveitinga er lagt fram til kynningar. R17100197

    Fylgigögn

  34. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um eftirlit með íbúðum í skammtímaleigu, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. október 2016. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. október 2017, og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 2. ágúst 2017. R16100293

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísan til framlagðra umsagna.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi hses. vilyrði fyrir byggingarrétti á um 30 íbúðum á reit A í Bryggjuhverfi. R17100144

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Búseta húsnæðissamvinnufélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á markaðsverði á um 35 íbúðum í tveimur húsum á reit B í Bryggjuhverfi. R17100158

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi hses. vilyrði fyrir byggingarrétti á um 72 íbúðum á reit A í nýju hverfi í Úlfarsárdal. R17100150

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Búseta húsnæðissamvinnufélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á markaðsverði á um 36 íbúðum á reit C1 í nýju hverfi í Úlfarsárdal. R17100151

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að efnt verði til útboðs um sölu byggingarréttar á lóð nr. 1 við Hallgerðargötu og að Reykjavíkurborg kaupi af væntanlegum lóðarhafa 20 íbúðir í húsinu og um 650 fermetra rými fyrir ungbarnaleikskóla. R17100147

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. október 2017:

    Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að ganga frá samningi við Reiti um leigusamning vegna Hjarðarhaga 45-47. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi sem gerður hefur verið við Reiti, með fyrirvara um samþykki borgarráðs, verður árleg leiga fyrir húsnæðið kr. 16.438.000. Húsnæðið verður síðan endurleigt Dansverkstæðinu fyrir sömu upphæð að viðbættum kr. 3.000.000 árlega vegna breytingakostnaðar. Reykjavíkurborg greiðir þegar fyrir húsnæðið svo um er að ræða tilfærslu á rekstrarkostnaði. Árleg leiga Dansverkstæðisins til Reykjavíkurborgar verður því kr. 19.438.000. Jafnframt að veita heimild fyrir breytingum á húsnæðinu svo að það henti starfsemi Dansverkstæðisins fyrir allt að kr. 45.000.000. Breytingakostnaðurinn komi af fjárfestingalið og rúmast þessi kostnaðaraukning innan ramma fjárfestingaáætlunar. Þá er lagt til að Dansverkstæðinu verði veittur árlegur húsaleigustyrkur sem nemur kr. 15.000.000 og verði þeirri fjárhæð bætt við rekstrarramma menningar- og ferðamálasviðs við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið fyrir hina breyttu notkun um næstu áramót og þá byrji Dansverkstæðið að greiða leigu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100145

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Grunnstoð ehf. lóð og byggingarrétti fyrir fjölbýlishús að Nauthólsvegi 83 fyrir samtals 390 íbúðir á fjórum reitum. R17100111

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. október 2017, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki fyrir sitt leyti drög að samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um lóðir kringum Veðurstofu Íslands annars vegar og Sjómannaskólann (nú Tækniskóla Íslands) hins vegar. Af hálfu ráðuneytisins er samkomulagið gert með fyrirvara um samþykki Alþingis.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100172

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja samkomulag um Veðurstofureit með fyrirvara vegna athugasemda sem fram kunna að koma frá veðurfræðingum vegna færslu á veðurmælum og þess að aðstæður til veðurmælinga á reitnum kunni að breytast með uppbyggingu þar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með samkomulaginu er gert ráð fyrir því að settir verði upp fimm nýir staðir til veðurmælinga í borginni í þeim tilgangi að bæta enn frekar gæði veðurmælinga í Reykjavík. Auk þess er tryggt að eldri veðurmælar á Veðurstofuhæð verði til staðar í alls 24 mánuði samhliða þeim nýju til þess að tryggja samræmi mælinga.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. október 2017, ásamt drögum að viljayfirlýsingu:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu, milli Sjálfsbjargar og Reykjavíkurborgar, um að hefja sameiginlega vinnu við nýtt deiliskipulag lóðar Sjálfsbjargar við Hátún með það að markmiði að Sjálfsbjörg geti byggt þar upp þjónustu til framtíðar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17100171

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útboðsskilmála fyrir sölu á byggingarrétti fyrir Bæjarflöt 9 og Gylfaflöt 15. R17090104

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útboðsskilmála fyrir sölu á byggingarrétti fyrir Fossvogsveg 8. R17100008

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útboðsskilmála fyrir sölu á byggingarrétti fyrir Lambhagaveg 12. R17090102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  47. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Stakkahlíð hses. byggingarrétti fyrir 50 íbúða fjölbýlishúsi á reit A við Kennaraháskóla Íslands. R17100081

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  48. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Stakkahlíð hses. byggingarrétti fyrir 50 íbúða fjölbýlishús á reit B við Kennaraháskóla Íslands. R17100081

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  49. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Byggingasamvinnufélaginu Samtök aldraðra bsvf. byggingarrétti fyrir 60 íbúða fjölbýlishús á reit C við Kennaraháskóla Íslands. R17100081

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  50. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. október 2017, þar sem auglýsing um hugmyndaleit í tengslum við skipan starfshóps um ódýrar íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur er lögð fram til kynningar. R17100173

    Fylgigögn

  51. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fallið verði frá forkaupsrétti á lóð að Lambhagavegi 23. R17100148

    Samþykkt.

    -             Kl. 12.22 víkur borgarstjóri af fundinum.

    Fylgigögn

  52. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að auglýsa til sölu lóð 02 við Sléttuveg og að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa. R17100146

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  53. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð að Álftamýri nr. 14 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100133

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  54. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Berjarima nr. 10 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100135

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  55. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Furugerði nr. 7 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100139

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  56. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Grenimel nr. 49 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100123

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  57. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Háaleitisbraut nr. 49 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100131

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  58. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Hverafold nr. 25 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100136

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  59. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. október 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili kaup á íbúð að Stóragerði nr. 18 og að hún verði framleigð til velferðarsviðs. R17100140

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  60. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringar sem fyrst á götu milli Fornhaga og Neshaga sem þjónar gangandi, hjólandi og akandi umferð fyrir Hagaborg, Hagaskóla, íþróttahús Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, ásamt því að vera bifreiðastæði fyrir þessar mikilvægu stofnanir. Leitast skal við að bæta umferðaröryggi þeirra skólabarna sem eiga daglega leið um svæðið, t.d. með því að afmarka betur gönguleiðir og lagningu sérstakrar hjólaleiðar.

    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. R17100338

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið klukkan 12:32

Heiða Björg Hilmisdóttir