Borgarráð - Fundur nr. 5469

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 5. október, var haldinn 5469. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Áslaug María Friðriksdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 18. september 2017. R17010009

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. september 2017. R17010010

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 25. september 2017. R17010012

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 21. september 2017. R17010013

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. ágúst 2017. R17010025

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. september 2017. R17010023

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 21. og 26. september 2017. R17050116

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R17100004

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17100001

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

    Frestað.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. október 2017, varðandi framlagningu kjörskrár vegna alþingiskosninga 28. október 2017. R17090159

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017 á verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2017, vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Laugavegar-Skipholts (reitur 25), ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017 á lýsingu skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2017, vegna nýs deiliskipulags fyrir Heklureit, ásamt fylgiskjölum. R17060131

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 105 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum. R17100023

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda, ásamt fylgiskjölum. R17100022

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Suðurlandsbraut, ásamt fylgiskjölum. R17100021

    Samþykkt.

    - Kl. 8.45 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur, ásamt fylgiskjölum, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. september 2017. R17070003

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja skipulagið enda hefur komið fram að ekkert í því standi í vegi fyrir samgönguumbótum á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar sem borgarstjórn hefur samþykkt að skoða.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu, dags. 8. maí 2017, með breytingum, dags. 15. september 2017, að deiliskipulagi sem felur í sér uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis, ásamt fylgiskjölum. R16060021

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun ásamt Kjartani Magnússyni sem tók sæti síðar á fundinum:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að rétt sé að stækka Úlfarsárdalshverfi meira en fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga kveður á um eins og þeir hafa ítrekað flutt tillögur um. Slík stækkun getur vel átt sér stað með skipulagningu nýrrar byggðar vestur af Mímisbrunni. Þess í stað kýs meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að fjölga íbúðum inni í hverfinu með því að breyta sérbýlislóðum í fjölbýlishúsalóðir. Slíkt er gegn vilja fjölmargra núverandi íbúa, sem völdu sér búsetu þar á grundvelli núverandi deiliskipulags og hafa byggt og hannað hús sín út frá því. Ekki er samræmi milli fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og draga að skipulagslýsingu ásamt lýsingu á fyrirhuguðum deiliskipulagsbreytingum, sem fulltrúar Reykjavíkurborgar kynntu á íbúafundi í Dalskóla 3. nóvember 2016. Í fyrirliggjandi tillögu er langt gengið í því skyni að koma til móts við óskir lóðarhafa um breytingar úr sérbýli í fjölbýli. Með þessu er þrengt verulega að núverandi íbúum sem margir hverjir keyptu lóðir á háu verði á grundvelli núverandi deiliskipulags í trausti þess að farið yrði eftir því. Ljóst er að bílaumferð eykst með fjölgun íbúða en bílastæðum er hins vegar ekki fjölgað í samræmi við það. Nú þegar eru bílastæðavandamál við ákveðnar götur í Úlfarsárdal þrátt fyrir að þær séu ekki fullbyggðar. Þá er gerð athugasemd við breytingar á umferðarskipulagi, t.d. að gatnamótum Urðarbrunns og Skyggnisbrautar sé breytt úr hringtorgi í krossgatnamót og flæði umferðar og öryggi við Sögutorg á gatnamótum Úlfarsbrautar og Urðarbrunns.

    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú eru liðin rúm 2 ár síðan Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram tillöguna að skipulag Úlfarsárdals yrði endurskoðað svo hægt væri að fjölga þar íbúðum og úthluta lóðum. Þessi vinna hefur tekið alltof langan tíma og íbúðirnar eru of fáar en einungis er verið að fjölga þeim um 450. Framsókn og flugvallarvinir hafa ítrekað bent á að fjölga þurfi íbúðum í Úlfarsárdal m.a. fyrir ofan Mímisbrunn.

    - Kl. 8.55 víkur Ágústa Sveinbjörnsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrk til Knattspyrnufélagsins Víkings vegna byggingu blaðamannastúku, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 28. september 2017. R17020015

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísan til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ræstistarfsfólk geti nýtt sér þjónustu mötuneyta starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. september 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 26. september 2017. R17090065

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísan til umsagnar skrifstofu þjónustu og reksturs.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Líkt og fram kemur í umsögn skrifstofu þjónustu og reksturs hefur starfsfólki verktaka við störf í stjórnsýsluhúsum alltaf verið heimilt að nýta sér mötuneyti borgarinnar. Skrifstofan hefur sett sig í samband við verktaka til að minna á að þetta er heimilt. Tillögunni er því vísað frá þar sem hún gengur út á að breyta því sem ekki þarf að breyta.

    - Kl. 9.10 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað fengið ábendingar um að starfsfólk verktaka, sem sinnir ræstingum í Ráðhúsi og Höfðatorgi, hafi ekki aðgang að mötuneytum á þessum stöðum. Hafa þessar ábendingar verið sannreyndar með fyrirspurnum til starfsmanna þessara mötuneyta. Ljóst er því að þarna er pottur brotinn, þótt borgarstjórnarmeirihlutinn kannist ekki við það, og úr því þarf að bæta. Ánægjulegt er ef tillaga Sjálfstæðisflokksins verður til þess þótt meirihlutinn kjósi að vísa tillögunni frá til að breiða yfir það klúður, sem þetta mál óneitanlega er.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. október 2017, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtalin atriði er varða aðgerðir í starfsmannamálum til að mæta manneklu og efla mannauð á leikskólum og varða ráðstöfun fjármuna innan ramma skóla- og frístundasviðs: 1. fjármagn til heilsueflingar, kr. 5.715.000, 2. fjármagn til að mæta auknu álagi og bæta liðsanda, kr. 14.287.500, 3. undirbúningur tekinn í yfirvinnu, kr. 57.275.803, 4. fjölgun starfsmannafunda, kr. 33.078.420, 5. eingreiðsla til stjórnenda. kr. 11.960.000, 6. ímyndarvinna og kynningarstarf leikskóla í manneklu, kr. 5.000.000, 7. leita í raðir starfsmanna sem hafa látið af störfum, án kostnaðarauka, 8. viðbragðsferill vegna leikskóla í mönnunarvanda, án kostnaðarauka.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090049

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi viðaukatillögu:

    Lagt er til að eftirfarandi liður bætist við: Eingreiðsla til leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla, kr. 21.400.000.

    Frestað.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun vill borgarráð árétta að ekki kemur til greina að skerða vistunartíma barna í leikskólum hjá þeim fjölskyldum sem eru í fæðingarorlofi.

    Helgi Grímsson, Soffía Pálsdóttir og Ragnheiður E. Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. október 2017, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtalin atriði er varða aðgerðir í starfsmannamálum til að mæta manneklu og efla mannauð á frístundaheimilum og varða ráðstöfun fjármuna innan ramma skóla- og frístundasviðs: 1. fjármagn til að efla liðsheild og umbun vegna álags, kr. 3.750.000, 2. fjármagn til að styrkja fagstarfið/starfsmannakostnað, kr. 2.000.000, 3. eingreiðsla til stjórnenda. kr. 4.000.000, 4. námsleyfi fyrir starfsmenn, kr. 12.000.000.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090049

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi viðaukatillögu:

    Lagt er til að eftirfarandi liður bætist við: Eingreiðsla til starfsmanna frístundaheimila, kr. 11.000.000.

    Frestað.

    Helgi Grímsson, Soffía Pálsdóttir og Ragnheiður E. Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. september 2017:

    Lagt er til að settur verði saman hópur sérfræðinga sem geri tillögur að aðgerðum til þess að auka kosningaþátttöku í næstu sveitarstjórnarkosningum. Bæði verði hugað að almennum aðgerðum en sérstaklega leitað leiða til þess að auka kosningaþátttöku ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. Rannsóknir sýna að kosningaþátttaka þessara hópa er mun verri en almennt gerist og því brýnt að leita allra leiða til þess að auka hana. Tillögurnar verði unnar í samvinnu við Reykjavíkurráð ungmenna og fjölmenningarráð og verði lagðar fram í stjórnkerfis- og lýðræðisráði og mannréttindaráði. Leitað verði hugmynda og leiða í samvinnu við sérfróða aðila á sviði markaðs- og kynningarmála og sjónum í því sambandi einkum beint að samfélagsmiðlum. R17090251

    Frestað.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir lóð við Bústaðaveg 151, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. september 2017. R17090188

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Árland 10. R17100003

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. október 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir 15 íbúðir að Fossvogsvegi 8 verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17100008

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa gistiheimili að Sóleyjargötu 27, ásamt fylgiskjölum. R17090299

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Rofabæ 31, ásamt fylgiskjölum. R17090301

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Skipholti 46, ásamt fylgiskjölum. R17090297

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Berjarima 26, ásamt fylgiskjölum. R17090293

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Eyjabakka 11, ásamt fylgiskjölum. R17090298

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Álagranda 10, ásamt fylgiskjölum. R17090300

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Framnesvegi 27, ásamt fylgiskjölum. R17090289

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Gnoðarvogi 32, ásamt fylgiskjölum. R17090287

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Kleppsvegi 40, ásamt fylgiskjölum. R17090283

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Miðtúni 36, ásamt fylgiskjölum. R17090286

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Njálsgötu 86, ásamt fylgiskjölum. R17090290

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Seljavegi 9, ásamt fylgiskjölum. R17090288

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa íbúð að Kleppsvegi 134, ásamt fylgiskjölum. R17090285

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 5. október 2017, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs fyrir því að auglýsa stofnframlög vegna almennra íbúða til umsóknar í tengslum við auglýsingu Íbúðalánasjóðs um stofnframlög. R17100089

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvernig borgaryfirvöld standa að vinnu við útfærslu skipulagsins á Ártúnshöfða. Hvað hefur verið gert, hvaða fundir hafa verið haldnir og hvernig stendur til að fara í áframhaldandi vinnu? Hvernig hefur samskiptum við eigendur húsa á svæðinu verið háttað? R17100091

Fundi slitið klukkan 09:48

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir