Borgarráð - Fundur nr. 5468

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 28. september, var haldinn 5468. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Birgir Björn Sigurjónsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 25. september 2017. R17010032

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. september 2017. R17010011

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 29. ágúst og 19. september 2017. R17010006

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. september 2017. R17010015

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 12. september 2017. R17050116

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. september 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17090015

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17090018

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir því að tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 1. mars 2017 og 6. júlí 2017 um málefni Víkings séu bornar með formlegum hætti upp í borgarráði en ekki vísað umyrðalaust til afgreiðslu embættismanna. Með umræddum tillögum er lagt til að Reykjavíkurborg standi við fyrirheit sitt frá árinu 2008 um stækkun athafnasvæðis Víkings. Það er löngu kominn tími til að borgin reki af sér slyðruorð í þessu máli með því að standa við umrætt fyrirheit. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur tafið málið árum saman og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. september 2017, vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október nk. með tillögu að kjörstöðum í Reykjavíkurkjördæmum, þóknunum til kjörstjórna, umboð til borgarráðs og fleira. R17090159

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 18 við Bíldshöfða, ásamt fylgiskjölum. R17070005

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum. R15080097

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur, ásamt fylgiskjölum. R17070003

    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. september 2017 á tillögu á nýju deiliskipulagi Vogabyggðar, svæði 1, fyrir Gelgjutanga, dags. 11. maí 2017, ásamt fylgiskjölum. R17050139

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 26. september 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um forfallakennslu, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017. R17060014

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á steinsteyptum tröppum við Seljaskóla, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. september 2017. R17070103

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs til skoðunar við gerð viðhaldsáætlunar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Æskilegt hefði verið að samþykkja fyrirliggjandi tillögu Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á steinsteyptum tröppum við Seljaskóla í stað þess að vísa henni til meðferðar í borgarkerfinu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja þó málsmeðferðina í trausti þess að ráðist verði í þessa brýnu framkvæmd sem fyrst og munu fylgjast með framvindu málsins.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf Fjölnis, ódags., varðandi aðstöðu við knattspyrnuvöll Fjölnis í Grafarvogi. R17090229

    Vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

    - Kl. 9.39 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til borgarstjóra, dags. 11. september 2017, varðandi skipun í starfshóp vegna viðræðna um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ásamt verkefnaáætlun. R17010040

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrk til Knattspyrnufélagsins Víkings vegna byggingu blaðamannastúku, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. ágúst 2017. R17020015

    Frestað.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. september 2017, varðandi fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra á ráðstefnuna DiverCITY 3 sem fram fer í til Wroclaw í Póllandi dagana 2. til 4. október 2017. R17020181

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 22. september 2017, þar sem lagðar eru til eftirtaldar styrkveitingar úr Miðborgarsjóði fyrir árið 2017:

    Íbúasamtök Miðborgar, þrjú verkefni, kr. 1.000.000

    Slökun í Borg, kr. 1.000.000

    Vefur hverfablaðs Miðborgar og Hlíða, kr. 500.000

    Myndbönd um arkitektúr í miðborginni, kr. 2.000.000

    Samtök um bíllausan lífsstíl, kr. 400.000

    Konur í kaupmennsku, rannsókn, kr. 500.000

    Miðborgin okkar, kr. 15.000.000

    Skítamix, tilraunaverkefni, kr. 500.000

    Hljómhrif, kr. 1.000.000

    Borgarhúsgögn, kr. 1.000.000

    Endurheimt verslunar- og þjónusturýmis á jarðhæð, rannsókn, kr. 1.000.000

    Rætur Reykjavíkur, kr. 1.000.000. R17060197

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. september 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að stofnaður verði sérstakur hverfissjóður sem hefur það að markmiði að efla samstöðu og samvinnu íbúa í hverfum Reykjavíkurborgar, stuðla að fegrun hverfa, auknu öryggi og auðgun mannlífs með fjölbreyttum hætti. Sjóðurinn styrki einkum íbúa, hverfisbundin félagasamtök og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum/viðburðum með framangreind markmið. Lagt er til að úthlutun í einstaka hverfum verði í höndum hverfisráða samkvæmt nánari útfærslu í úthlutunarreglum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090078

    Samþykkt.

    Vísað til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem er falin frekari útfærsla tillögunnar.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. september 2017:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg taki Workplace samskiptamiðilinn formlega í notkun fyrir starfsmenn borgarinnar. Markmiðið er að auka og efla þverfaglega samvinnu og samstarf og skapa betri möguleika til upplýsingamiðlunar og samskipta milli starfsfólk. Verkefnið verði til reynslu í eitt ár og verði notagildi þess metið á tímabilinu og tillögur unnar um framhaldið að því loknu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090237

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 28. september 2017, um fjárlagafrumvarp 2017. R17090119

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. september 2017:

    Lagt er til að borgarráð veiti fjármálastjóra heimild til að ganga til samninga við fjármálastofnun um lánalínu að fjárhæð 3.000 m.kr. til tveggja ára.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R16120032

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  25. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjör A-hluta fyrir janúar-júlí 2017. R17010086

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. september 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt samkomulag fyrir sitt leyti milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar annarsvegar og hinsvegar ASÍ vegna tilgreindra aðildarfélaga vegna lífeyrismála.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17090239

    Samþykkt

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir lóð við Bústaðaveg 151. R17090188

    Frestað.

    Fylgigögn

  28. Kynnt dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem haldin verður 5. og 6. október nk. R17010045

Fundi slitið klukkan 10:43

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir