Borgarráð - Fundur nr. 5466

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 14. september, var haldinn 5466. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.01. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Yeoman, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Stefán Eiríksson, Ólöf Örvarsdóttir ,Pétur K. Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 11. september 2017. R17010030

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. september 2017. R17010004

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 7. september 2017. R17010014

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. september 2017. R17010015

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. september 2017. R17010026

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. september 2017. R17010023

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. ágúst 2017. R17010027

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. september 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 4. september 2017. R17050116

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R17090018

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir því að tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 20. júlí sl. um viðgerðir á tröppum við Seljaskóla verði tekin fyrir í borgarráði og afgreidd þar með skýrum hætti.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17090015

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna heimilda um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Kl. 9.09 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbæjar – Seláss vegna lóðarinnar Árbæjarblettur 62/Þykkvabær 21. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 2. ágúst 2017. R17040012

    Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 1. september 2017, um verkefnislýsingu Mosfellsbæjar, dags. í ágúst 2017, vegna breytingar á vaxtamörkum svæðisskipulags í landi Mosfellsbæjar, ásamt fylgiskjölum. R17060174

    Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar, einingu G, vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg, ásamt fylgiskjölum. R16070010

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2017, varðandi deiliskipulag í landi Esjuhofs á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R17050167

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð, ásamt fylgiskjölum. R17060146

    Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæði 2, ásamt fylgiskjölum. R16110133

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu, ásamt fylgiskjölum. R17040093

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. sepetember 2017, þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út framkvæmdir vegna framtíðaruppbyggingar í Gufunesi. Kostnaðaráætlun 2 vegna 1. áfanga er 100 m.kr. R17090090

    Samþykkt

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut, ásamt fylgiskjölum. R17090098

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. R17090096

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla, Haðarlandi 26, ásamt fylgiskjölum. 17090095

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. september 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi gjaldskrá og verklagsreglur vegna stæða undir deilibílaleigur á borgarlandi Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. 17090086

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetninga og tenginga auk rekstrar- og viðhaldsþjónustu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, ásamt fylgiskjölum. R17090088

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 8. september 2017, varðandi trúnaðarskyldu borgarfulltrúa. R17090071

    Kl. 9.40 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili kaup á íbúð nr. 511 að Mýrargötu 26, ásamt drögum að kaupsamningi. R16100348

    Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  28. Lagður fram dómur Félagsdóms frá 22. júní 2017 í máli nr. 16/2016, Alþýðusamband Íslands f.h. Eflingar stéttarfélags gegn Reykjavíkurborg. R16100335

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2017, varðandi tillögu að samkomulagi um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum. Jafnframt er lögð fram umsögn Barnavistunar, dags. 14. júní 2017, og umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 5. september 2017. R17050144

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. september 2017, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að teknar verði upp formlegar viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um aðstöðumál félagsins, lóðarmörk, uppbyggingar og viðhaldsmál í Víkinni, aðstöðumál og stærð þjónustusvæðis félagsins til framtíðar. Samhliða þessum viðræðum skal vinna þarfagreiningu fyrir Víking hvað varðar aðstöðu, þjónustu og rekstur mannvirkja. Af hálfu Reykjavíkurborgar taki fulltrúar íþrótta- og tómstundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar þátt í viðræðum. Tveir fulltrúar verði skipaðir af hálfu Víkings og einn fulltrúi komi frá ÍBR. Þegar hópurinn hefur verið skipaður skal hann byrja á því að gera tillögu að erindisbréfi og leggja fyrir borgarstjóra til samþykktar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R1707008

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að borgarráð taki upp formlegar viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um aðstöðumál félagsins o.fl. í trausti þess að farið verði í slíkar viðræður af alvöru af hálfu borgarinnar og að þær skili fljótlega niðurstöðum svo hægt sé að láta verkin tala. Enn einu sinni skal minnt á fyrirheit Reykjavíkurborgar um stækkun athafnasvæðis Víkings í samræmi við samþykkt borgarráðs 10. júlí 2008. Umrætt fyrirheit var samþykkt samhljóða í borgarráði á sínum tíma og síðan hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, borgarstjórn og íþrótta- og tómstundaráði margoft minnt á tilvist þess og hvað eftir annað flutt tillögur um að það verði efnt með formlegum hætti. Hingað til hafa borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ekki viljað samþykkja slíkar tillögur og þannig komið sér undan því að efna áðurnefnda samþykkt borgarráðs frá árinu 2008 með ómerkilegum undanbrögðum. Vonandi er að þær viðræður, sem nú er lagt til að verði farið í, séu ekki enn eitt bragð Samfylkingarinnar og samstarfsflokka hennar til að tefja löngu tímabærar úrbætur í aðstöðumálum Víkings. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja mikla áherslu á að þessar viðræður skili skjótum og góðum niðurstöðum og að á grundvelli þeirra verði Víkingi gert kleift að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfum.

      Fylgigögn

    1. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á tillögu Strætó bs. dags. 14. ágúst 2017, um að stytta leið 6 og setja nýja leið 6a, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2017. Jafnframt er lagt fram minnisblað Strætó bs., dags. 6. september 2017. R17080139

      Samþykkt að vísa minnisblaði Strætó bs. til umsagnar hverfisráðs Grafarvogs.

      Frestað.

        Jóhannes S. Rúnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

        Fylgigögn

      1. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringar á lóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. maí 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2017. R17050084

        Frestað.

        Fylgigögn

      2. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 5. september 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjármögnun umbótaáætlunar í skólamálum, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2016. R161101471

        Fylgigögn

      3. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi bensínstöð að Kirkjustétt 2-6, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017, ásamt fylgiskjölum. R15030097

        Fylgigögn

      4. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. september 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ástand leikskólabygginga og forgangsröðun viðgerða, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. R17070111

        Fylgigögn

      5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. september 2017:

        Á næsta ári eru 100 ár síðan spænska veikin lagði mörg hundruð manns að velli í Reykjavík og nágrenni. Þessi atburður reyndi mikið á og var stórt högg fyrir lítið samfélag. Lagt til að Reykjavíkurborg setji í gang hugmyndavinnu um það hvernig minnast skuli þessara tímamóta og hefji undirbúning að viðburðum, sögulegum merkingum og öðru sambærilegu í því skyni, eftir atvikum í samstarfi við aðra aðila. Nánari útfærslu verkefnisins er vísað til menningar- og ferðamálasviðs og Borgarsögusafns í samstarfi við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

        Greinargerð fylgir tillögunni. R1709002

        Samþykkt.

          Fylgigögn

        1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. september 2017, varðandi heimsókn fulltrúa borgarinnar til Barcelona þar sem Reykjavíkurborg verður heiðursgestur á borgarhátíðinni La Mercé sem fram fer 22. til 25. september 2017, ásamt fylgiskjölum. R17020181

          Fylgigögn

        2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. september 2017, ásamt fylgiskjölum:

          Lagt er til að borgarráð samþykki að veita ofbeldisvarnarnefnd 772.200 kr. fjárveitingu í samræmi við hjálagða kostnaðaráætlun, dags. 25. ágúst 2017, sem færist af kostnaðarstaðnum, ófyrirséð, 09205. Með þessari fjárveitingu getur ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir myndarlegri fundaröð er varðar ungt fólk og ofbeldi í vetur. R17060059

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. september 2017, ásamt fylgiskjölum:

          Lagt er til að borgarráð samþykki að setja í gang til reynslu framsækið lýðræðisverkefni sem snýst um að borgin bjóði upp á tilraunasvæði á vegum Reykjavíkurborgar í samræmi við meðfylgjandi tillögu sem lögð var fram á fundi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs þann 4. september sl. Kostnaður vegna þessa verkefnis er 3 m.kr. árið 2017, sem færist af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð. Frekari kostnaði vegna tillögunar er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

          Greinargerð fylgir tillögunni. R17020227

          Frestað.

          Fylgigögn

        4. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 11. september 2017, varðandi tímaáætlun vegna skuldabréfaútboða á seinni hluta árs 2017. R16120032

          Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

          Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

          Fylgigögn

        5. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur á atvinnulóðinni nr. 3 við Haukahlíð verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090084

          Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

          Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

          Fylgigögn

        6. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að auglýst verði húsnæði að Langholtsvegi 70, Sunnutorg, til leigu. Jafnframt eru lögð fram drög að auglýsingu. R17090079

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        7. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta lóð og selja byggingarrétt fyrir flutningshús á lóðinni Starhagi 1. R17090082

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        8. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti Mjólkursamsölunni ehf. vilyrði fyrir lóð á Hólmsheiði við Suðurlandsveg. R17080020

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        9. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 15-17 við Bæjarflöt verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090104

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 9-11 við Gylfaflöt verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090104

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 7a við Krókháls verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090101

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Lambhagaveg verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090103

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 8 við Lambhagaveg verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090103

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 12 við Lambhagaveg verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090102

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 5 við Norðurgrund verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090106

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 7 við Norðurgrund verði seldur með útboðsfyrirkomulagi. R17090106

          Samþykkt.

          Fylgigögn

        17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. ágúst 2017, ásamt fylgiskjölum:

          Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga frá kaupum á Aðalstræti 10 af Minjavernd hf. Umsamið kaupverð er 260,5 m.kr. og skal koma af handbæru fé. Þá er lagt til að borgarráð samþykki að verja 150 m.kr. af fjárfestingalið til að setja upp sýningu um Reykjavík enda sé slík sýning markmið þessara kaupa. Jafnframt er lagt til að verja skuli 40 m.kr. af fjárfestingalið til breytinga á húsinu vegna aðgengis fyrir fatlaða og til að bæta salernisaðstöðu. Samanlögð fjárveiting af fjárfestingalið yrði því 190 m.kr. Þar af á þessu ári 55 m.kr. og rúmast það innan gildandi fjárfestingaáætlunar. R17070029

          Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

          Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

          Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

          Ekki hafa komið fram nægileg rök fyrir því að Reykjavíkurborg leysi til sín húseignirnar að Aðalstræti 10 og setji þar upp sýningu fyrir að minnsta kosti 450 milljónir króna samtals. Forsendur verkefnisins eru að mörgu leyti óljósar sem og kostnaðaráætlun. Æskilegt er að ýtarlegri kostnaðaráætlun verði unnin fyrir verkefnið áður en bindandi afstaða verður tekin til þess. Þá skýtur skökku við að slík sýning skuli vera skipulögð áður en niðurstöður fornleifarannsóknar á Landsímareit liggja fyrir. Svo virðist sem borgarstjórnarmeirihlutinn ráðist nú í kaup á þessum húsum í miklum flýti til þess að draga athyglina frá óviðunandi vinnubrögðum sínum viðvíkjandi málefnum Víkurkirkjugarðs.

          Borgarráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

          Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári og nýlegir fornleifauppgreftir í hjarta borgarinnar sem hafa dýpkað og breytt sýn á upphaf byggðar í Reykjavík gefa tilefni til að setja á fót safn um upphaf, sögu og þróun Reykjavíkur frá landnámi til okkar dags. Með því að tengja saman Landnámssýninguna í Aðalstræti við samtengdan kjallara úr viðbyggingu Aðalstrætis 10 verður mögulegt að skapa, í hjarta borgarinnar, einstaka sögusýningu. Þessi nýja sýning mun verða nýr vettvangur til að miðla sögu og minjum sem nýlega hafa komið í ljós í miðborginni, s.s. á Alþingisreit og við Lækjargötu. Um leið mun Reykjavíkurborg eignast eitt elsta hús Reykjavíkur.

          Fylgigögn

        18. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 6. september 2017, varðandi aðgerðaáætlun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R17020227

          Samþykkt og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

          Óskar Jörgen Sandholt og Halldór Nikulás Lárusson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

          Kl. 10.51 víkja borgarstjóri og Pétur K. Ólafsson af fundinum.

          Fylgigögn

        19. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 6. september 2017, varðandi vefstefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R17020227

          Samþykkt að vísa málinu til umsagnar fagsviða.

          Óskar Jörgen Sandholt og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

          Fylgigögn

        20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

          Í júní síðastliðnum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráði þar sem meðal annars var óskað eftir því hvenær áætlað væri að viðræður hefjist um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga annars vegar og viðræður um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga og hins vegar um borgarlínu. Spurt var um samningsmarkmið borgarinnar og hvernig umhverfis- og skipulagssvið teldi að skipta ætti kostnaði. Fyrirspurninni hefur ekki verið svarað. Í ljósi þess að nú liggur fyrir að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna hönnunar- og greiningarfasa borgarlínu sem fram fer á árinu 2017 er líklegur til að tvöfaldast úr 20 milljónum króna í 40 milljónir króna miðað við uppfærðar áætlanir óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um þann viðbótarkostnað, hvernig hann skiptist á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, eða ríkisins ef við á, og á hvaða vettvangi kostnaðarskiptingin var ákveðin. R17090136

        Fundi slitið klukkan 11:13

        Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir