Borgarráð - Fundur nr. 5465

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 7. september, var haldinn 5465. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Hjálmar Sveinsson, Elsa Yeoman, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon. Einnig var viðstödd Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Stefán Eiríksson, Halldóra Káradóttir, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. september 2017, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Sigurður Björn Blöndal var kosinn formaður borgarráðs. Jafnframt var tilkynnt um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

     

    Lagt til að Halldór Auðar Svansson verði varaformaður borgarráðs. R14060106

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 14. og 28. ágúst 2017. R17010030

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 28. ágúst 2017. R17010005

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 28. ágúst 2017. R17010007

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 28. ágúst 2017. R17010012

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18. ágúst 2017. R17010027

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 30. ágúst 2017. R17010035

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R17090018

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17090015

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

    Samþykkt að veita Ungt fólk til áhrifa styrk að upphæð 50.000 kr. vegna gerðar skýrslu um kosningaþátttöku ungs fólks.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. ágúst 2017 á tillögu að deiliskipulagi á Fálkagötureit 1.553/1.554.2 (hluti) vegna Þrastargötu 1 og 5. R17040006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. ágúst 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna lóðar nr. 10 við Klapparstíg. R17090014

    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

     

    -             Kl. 9.06 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. ágúst 2017 á umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg. R17090017

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. ágúst 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg. R17090016

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf borgarstjóra til Vegagerðarinnar, dags. 5. september 2017,  vegna kröfu Vegagerðarinnar um greiðslu kostnaðarmunar við lagningu Sundabrautar ásamt fylgigögnum. Einnig kynnt skýrsla Mannvits um Sundabraut Botngöng, Samantekt á heimildum og fyrri hugmyndum um þverun Kleppsvíkur, dags. 31. ágúst 2017.

     

    Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Einar Ragnarsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17050189

     

    -             Kl. 9.25 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um leigusamning vegna Perlunnar, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. ágúst 2017. R17080024

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 28. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölda starfs- og stýrihópa sem hafa verið stofnaðir á núverandi kjörtímabili, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017. R17060016

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju svo breytt tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úthlutun lóða í Suður-Mjódd til Félags eldri borgara sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júní 2017 ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. ágúst 2017:

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að Félags eldri borgara verði úthlutað lóð undir fjölbýlishús í Syðri-Mjódd til viðbótar þeim tveimur lóðum sem félaginu hefur nú þegar verið úthlutað á svæðinu. Skal í þessu sambandi litið til reits norðvestanmegin á svæðinu sem merktur er C1 á deiliskipulagsuppdrætti. Mikil spurn er eftir íbúðum félagsins og ljóst að það þarf á fleiri lóðum að halda til að geta svarað henni. Margvíslegt hagræði verður af því að úthluta félaginu slíkri viðbótarlóð sem næst öðrum lóðum er félagið hefur nú þegar fengið til uppbyggingar í Mjóddinni. Ljóst er t.d. að hagkvæmt er að koma slíkri viðbótarlóð fyrir sem næst þjónustumiðstöð velferðarsviðs að Árskógum 4 sem veitir eldri borgurum mikilvæga þjónustu. R17060227

     

    Frestað.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurflugvallar, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2017. R16010041

    Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúi Pírata situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ekkert byggingargjald á lóðum til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júlí 2017. Einnig er lögð fram umsögn matsnefndar um veitingu stofnframlaga, dags. 4. september 2017. R17070033

    Tillagan er felld með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. ágúst 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að skipaður verði starfshópur til þess að undirbúa samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U- reit. Í starfshópnum skulu sitja fulltrúar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, skipulagsfulltrúa, samgöngustjóra og Strætó bs.  Starfshópnum skal gert að rýna núverandi gögn ásamt því að uppfæra og bæta við nýjum upplýsingum sem komið hafa fram á undanförnum misserum. Þá skal starfshópurinn greina áhrif borgarlínu á verkefnið og leiðakerfi Strætó, tenging borgarlínu við samgöngumiðstöð, tækifæri ferðaþjónustunnar í væntanlegri samgöngumiðstöð og margt fleira. Lagt er til að haldnar verði tvær samkeppnir. Í fyrri keppninni verði keppt um útfærslu á deiliskipulagi alls reitsins, en í seinni keppninni verði haldin hönnunarsamkeppni um samgöngumiðstöðina sjálfa og fyrirkomulag nánasta umhverfis hennar. Hér er einungis gert ráð fyrir að skipa dómnefnd fyrir skipulagssamkeppnina en ákvörðun verði tekin á síðari stigum varðandi hönnunarsamkeppni á sjálfri samgöngumiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að dómnefnd gangi endanlega frá samkeppnislýsingu sem starfshópur Reykjavíkurborgar og Strætó bs. hefur lagt drög að.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni. R13110197

    Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur tekið pólitíska ákvörðun um að aðalskiptistöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði til framtíðar að Vatnsmýrarvegi 10 án þess að faglegt mat liggi fyrir um kosti og galla ólíkra valkosta í þessu sambandi. Samgöngusérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að slík aðalskiptistöð verði staðsett svo vestarlega í borginni og rétt sé að skoða aðra staði sem séu nær þungamiðju borgarinnar með tilliti til fólksfjölda og samgangna. Sem fyrr vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fram fari fagleg greining á því hver sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar um slíka uppbyggingu og telja rétt að í slíkri skoðun verði bornir saman ólíkir staðir fyrir slíka miðstöð, t.d. Kringlan, Mjóddin, Ártún og Vatnsmýrarvegur 10.

     

    Borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

     

    Faglegt mat liggur fyrir. Sérfræðingar telja Vatnsmýrarveg ákjósanlega staðsetningu fyrir samgöngumiðstöð.

     

    Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    -             Kl. 10.38 víkur Halldór Halldórsson af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 23. ágúst 2017, þar sem lagt er til að tillögum starfshóps um gagnastefnu og fyrirkomulag gagnamála verði vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og til fjárhagsáætlunargerðar, ásamt fylgigögnum. Greinargerð fylgir tillögunni. R16110099

    Samþykkt.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Hugrún Ösp Reynisdóttir og Magnús Yngvi Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. september 2017, vegna hugmyndasamkeppni um Víkurgarð.

     

    Guðbrandur Benediktsson, Vala Björg Garðarsdóttir og Helgi Þorláksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16050188

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. ágúst 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga frá kaupum á Aðalstræti 10 af Minjavernd hf. Umsamið kaupverð er 260,5 m.kr. og skal koma af handbæru fé. Þá er lagt til að borgarráð samþykki að verja 150 m.kr. af fjárfestingalið til að setja upp sýningu um Reykjavík enda sé slík sýning markmið þessara kaupa. Jafnframt er lagt til að verja skuli 40 m.kr. af fjárfestingalið til breytinga á húsinu vegna aðgengis fyrir fatlaða og til að bæta salernisaðstöðu. Samanlögð fjárveiting af fjárfestingalið yrði því 190 m.kr. Þar af á þessu ári 55 m.kr. og rúmast það innan gildandi fjárfestingaáætlunar. R17070029

     

    Frestað.

     

    Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum líð.

     

    -             Kl. 12.22 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. september 2017, ásamt fylgigögnum:

     

    Lagt er til að frístundamiðstöðin Tjörnin og Austurbæjarskóli fái húsnæði Spennistöðvarinnar, félags- og menningarmiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur, til sameiginlegrar notkunar og að Tjörnin beri ábyrgð á rekstri húsnæðisins. Húsnæðið verði nýtt undir kennslu fyrri part dags en undir félagsmiðstöð utan þess tíma. Húsnæðið verði einnig laust til notkunar fyrir íbúa og félagasamtök til að efla menningar- og félagsstarf í miðborginni. Tjörnin ákveður nýtingu húsnæðisins utan skólatíma í samráði við húsráð Spennistöðvarinnar sem er ráðgefandi varðandi nýtingu húsnæðis og starfsemi Spennistöðvarinnar. Húsráð verði skipað fulltrúum frá Austurbæjarskóla (1), frístundamiðstöðinni Tjörnin (1), félagsmiðstöðinni 100og1 (1), ungmennum (2), nemendaráði (2), foreldrafélagi (1), íbúasamtökum (1) auk fulltrúa hinna skapandi greina (1), alls 10 manns. Ráðist verði í framkvæmdir við breytingar á húsnæði Spennistöðvarinnar, þ.e. hólfa húsnæðið niður til að auka nýtingarmöguleika þess og endurbæta lýsingu í húsnæðinu, fyrir allt að 25 m.kr. auk þess sem 5 mkr. verði varið í endurnýjun húsgagna og búnaðar. Samtals 30 m.kr. sem rúmast innan uppfærðrar fjárfestingaáætlunar. Tjörnin ráði starfsmann í 30% starfshlutfall til að sinna umsýslu og rekstri Spennistöðvarinnar utan skóla- og frístundatíma. Viðbótar rekstrarkostnaður er áætlaður 1,7 m.kr. sem bætist við fjárhagsramma Tjarnarinnar og útfært verður í viðauka um rekstur, fjármagnað af liðunum 09205, ófyrirséð.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17020159

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf forsætisnefndar, dags. 31. ágúst 2017, með drögum að samþykkt um verkefnisstjórn miðborgarmála. R17030286

    Samþykkt.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  28. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 4. september 2017, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2017. Greinargerðir fylgja tillögunum. R17020176

    Samþykkt.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 5. september, að breytingum á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. R17020176

    Samþykkt.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Arnrúnu íbúðafélagi hses. lóðarvilyrði fyrir lóðum nr. 10 og 12 við Bergþórugötu. R17090002

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að kaupa 24 íbúðir á Grensásvegi 12. Einnig er lagt fram sölutilboð, dags. 31. ágúst 2017. R17090010

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við tímabundið lóðarvilyrði GN Studios í Gufunesi. Einnig eru lögð fram lóðarvilyrði, dags. 26. maí 2016, og drög að viðauka. R15090089

    Frestað.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Skálann Eldhús ehf. um lóðarspildu að Hofsvallagötu 54 ásamt fylgigögnum. R17090011

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 23 vegna Vísindagarða Háskóla Íslands ásamt fylgigögnum. R11010186

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. september 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að byggð verði viðbygging við Varmahlíð 1 – Perluna ásamt fylgigögnum. R17060236

    Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

     

    -             Kl. 12.48 víkja Líf Magneudóttir og Pétur Ólafsson af fundinum.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili skipun starfshóps um umbætur til skemmri tíma á nánasta umhverfi Vatnsmýrarvegar 10. R13110197

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Skeljungs og Alp bílaleigu um rif á byggingu sem stendur á lóðinni við Vatnsmýrarveg 10, ásamt drögum að samkomulagi. R17070073

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf borgarstjóra til kjaradeildar, dags. 1. september 2017, þar sem óskað er eftir að gerðar verði sambærilegar breytingar á launakjörum borgarstjóra og gerðar voru á launum borgarfulltrúa í kjölfar ákvörðunar borgarstjórnar 4. apríl sl. R17090029

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 21. ágúst 2017, um samstarf vegna skipulagssamkeppni um uppbyggingu á stjórnarráðsreit. R17080108

    Samþykkt að fela borgarstjóra að tilnefna aðila í samstarfshópinn.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram bréf framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 21. ágúst 2017, um samstarf vegna framkvæmdasamkeppni um uppbyggingu á stjórnarráðsreit. R17080108

    Samþykkt að fela borgarstjóra að tilnefna aðila í samstarfshópinn.

     

    -             Kl. 12.51 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og Flugvallarvina:

     

    Óskað er eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur um það hvernig brugðist var við þeim atriðum sem fram koma í niðurstöðu Eflu verkfræðistofu í maí 2009, um skemmdir á klæðningu og gluggum vesturhúss, frumskoðun og mat, en mat Eflu var birt á heimasíðu OR 31. ágúst sl. R17060170

  42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

     

    Óskað er eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur um nákvæma sundurliðun viðhalds- og framkvæmdarkostnaðar vegna húseigna á Bæjarhálsi á árunum 2007-2014, þ.e. í hvaða viðhald eða framkvæmdir var farið nákvæmlega hvert þessara ára og á hvaða húsi og hvernig kostnaður vegna hvers verkþáttar skiptist, en upplýsingar um heildarkostnað hvers árs voru birtar á heimasíðu OR 31. ágúst sl. R17060170

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Hópur starfsfólks vinnur gott starf við ræstingar eða önnur sambærileg störf í þágu Reykjavíkurborgar og hefur fasta starfsstöð í stofnunum, t.d. á Höfðatorgi eða í Ráðhúsi. Þessu starfsfólki er þó ekki heimilt að nýta sér þjónustu mötuneytanna  á þessum stöðum þar sem það er á vegum verktaka. Lagt er til að í samvinnu við viðkomandi verktaka verði umræddu starfsfólki heimilað að nýta sér þjónustu mötuneytanna á sömu kjörum og borgarstarfsmenn njóta. R17090065

     

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 13:00

Marta Guðjónsdóttir