Borgarráð
Ár 2017, fimmtudaginn 17. ágúst, var haldinn 5462. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Halldóra Káradóttir, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. júní 2017. R17010014
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. ágúst 2017. R17010015
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 14. ágúst 2017.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 9. ágúst 2017. R17010019
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R17080004
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17080003
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að hafna öllum styrkumsóknum.
- Kl. 9.06 taka borgarstjóri, Ólöf Örvarsdóttir og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Samþykkt að taka kosningu í menningar- og ferðamálaráð á dagskrá. Lagt er til að Trausti Harðarson taki sæti Magnúsar Arnar Sigurðssonar í ráðinu. R14060109
Samþykkt.
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. ágúst 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. ágúst 2017 á tillögu um aukið framlag til leikskólans Öskju, ásamt fylgigögnum. R17080035
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.12 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.15 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. ágúst 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. ágúst 2017, á tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um fjölgun nemenda í skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar. R17080036
Samþykkt.
Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Fagna ber þeirri aukningu sem nú hefur verið samþykkt varðandi leyfi til að fjölga nemendum í skólahljómsveitum í grunnskólum borgarinnar. Í ljós kemur að biðlistar eftir þátttöku í skólahljómsveitum eru hlutfallslega lengri í Breiðholtshverfi en öðrum hverfum borgarinnar. Vitað er að í Breiðholti eru einnig lengri biðlistar eftir greiningum ýmiss sértæks vanda en í flestum öðrum borgarhlutum. Auk þess er einnig stór hluti nemenda með annað fyrsta móðurmál en íslensku. Æskilegt er að finna leiðir til að setja hlutfallslega meira fjármagn til að starfa skólahljómsveitar í Breiðholti til að koma þannig til móts við aðstæður skólasamfélags Breiðholts.
- Kl. 9.18 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna hjólastígs í Elliðaárdal. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna hjólastígs. R17040193
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 9.27 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvort bjarnarkló finnist á leik- og útivistarsvæðum sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. R17070110
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað fyrir frístund á skertum skóladögum fyrir fötluð ungmenni sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. R17030294
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölgun lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2016 ásamt fram umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. júlí 2017. R16080088
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um þarfagreiningu heilbrigðisnefndar sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017 ásamt umsögn skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 8. ágúst 2017. R17070106
Samþykkt.
Vísað til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina varðandi framsalstakmarkanir við endurnýjun lóðarleigusamninga sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júní 2017, ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. R17060226
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina með vísan til þess sem fram kemur í framlagðri umsögn að endurskoðaðir úthlutunar- og útboðsskilmálar lóða eru í vinnslu og verða lagðir fyrir borgarráð í lok þessa mánaðar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Með því að fella tillöguna um að SEA og borgarlögmaður komi fram með tillögur og útfærslur um framsalstakmarkanir við endurnýjun eða gerð nýrra lóðarleigusamninga með vísan til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um að verið sé að vinna útboðsskilmála á nýjum lóðum í Úlfarssárdal, þá er staðfestur lítill skilingur meirihlutans í borgrráði á áhrifaþáttum á hækkandi fasteignaverð í Reykjavík. Staðan er sú að lóðarframsal sem ítrekað á sér stað á nýúthlutuðum lóðum sérstaklega innan þéttingarreita borgarinnar er stór þáttur í hækkandi fasteignaverði í borginni. Framsókn og flugvallarvinir hafa allt frá árinu 2014 bent á þörf á því að koma á framsalstakmörkunum til að koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti með lóðir. Það er óábyrg stjórnsýsla að fella tillöguna eins og staðan er í dag og koma a.m.k. ekki fram með breytingatillögu, enda hljóðar tillagan upp á að SEA og borgarlögmaður komi fram með tillögur og útfærslur í þessum efnum. Vilji er allt sem þarf.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Eins og umsögn SEA ber með sér eru til aðrar og betri leiðir að þeim markmiðum sem tillagan fjallar um. Sú vinna er í gangi og er því tillagan eðlilega felld.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið umferðaröryggi við Starhaga, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. ágúst 2017. R17070104
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um takmörkun á innkaupum á vörum sem innihalda plastagnir sbr. 7. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 4. október 2016. Einnig er lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarstjóra, dags. 11. ágúst 2017, ásamt drögum að erindisbréfi:
Lagt er til að hjálögð drög að erindisbréfi stýrihóps um aðgerðir gegn umbúðasóun í Reykjavík verði samþykkt og að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í stýrihópinn. R16100051
Samþykkt.
Tilnefningum í stýrihóp um aðgerðir gegn umbúðasóun í Reykjavík er frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svör heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. ágúst 2017, og Veitna, dags. 9. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um sýnistöku við Faxaskjól 20. júní til 5. júlí, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. R17070108
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 14. ágúst 2017, um erindi miðbæjarfélagsins, dags. 13. mars 2017, vegna niðurstöðu umboðsmanns í máli nr. 8678/2015 varðandi lokun gatna í miðbænum. R15040215
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. ágúst 2017, um fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Álaborgar og Árósa í Danmörku dagana 22. til 26. ágúst 2017 ásamt fylgigögnum. R17020181
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. ágúst 2017, um fyrirhugaða ferð forseta borgarstjórnar til Hull 31. ágúst til 3. september 2017. R17080034
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. ágúst 2017:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að þjónustusamningi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Kostnaður skv. samningum fyrir árið 2017 er 2.750.000 kr. sem færist á kostnaðarstað 09510 – ýmsar samningsbundnar greiðslur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17080030
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að auglýsa eftir samstarfsaðila um þróun Toppstöðvarinnar við Elliðaárdal ásamt fylgigögnum. Einnig er óskað eftir því að borgarráð samþykki breytingu á samningi við Landsvirkjun þar sem ákvæði um að húsið verði rifið er fellt út. R16090153
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að þær 250 milljónir kr. sem gert er ráð fyrir að verja til viðgerða á Toppstöðinni ættu að fara til annarra og brýnni verkefna hjá Reykjavíkurborg. Ef samstarfsaðilar fást ekki að Toppstöðinni er ekki hægt að verja fjárútlát til viðhalds húss sem er án verkefna nema um húsafriðun sé að ræða sem ætti þá að vera studd af Húsafriðunarsjóði. Nærtækt dæmi um þörf fyrir aukið fjármagn til viðhalds eru grunnskólar og leikskólar þar sem mikil viðhaldsþörf húsnæðis og lóða er til staðar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir upplýsingum um hvort að Félagsbústaðir hafi eftirlit með einhverjum hætti með því hvort að íbúðir í þeirra eigu séu framleigðar út til ferðamanna eins og t.d. á Airbnb eða öðrum sambærilegum síðum. Sé svarið jákvætt þá er óskað eftir upplýsingum um hvernig því eftirliti sé háttað, hver hafi verið niðurstaða þess og hverjar afleiðingar það séu fyrir leigutaka verði hann uppvís að framleigu. R17080076
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Kjartans Magnússonar:
Undirritaður óskar eftir því að fá fullan aðgang að öllum gögnum varðandi ráðningu borgarlögmanns. R17080023
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir greinargerð með upplýsingum um grjótvegg, sem settur hefur verið upp við Miklubraut meðfram Klambratúni. Spurt er: Hver er tilgangurinn með grjótveggnum? Stenst grjótveggurinn evrópska umferðaröryggisstaðla? Hver er kostnaðurinn við vegginn? R17080078
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir óskuðu eftir upplýsingum um launakjör borgarstjóra á fundi borgarráðs þann. 6. apríl sl. eftir að borgarstjórn aftengdi laun sín við launaákvarðanir kjararáðs. Fyrirspurnin var ítrekuð í maí og nú aftur um miðjan ágúst, þegar hálft ár er frá því að aðrir borgarfulltrúar aftengdu laun sín kjararáðsákvörðunum og enn hafa engin svör fengist. R16110090
Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi svar:
Laun borgarstjóra hafa ekki tekið neinum hækkunum eftir niðurstöðu kjararáðs og eru óbreytt að krónutölu. Beðið var niðurstöðu varðandi launakjör borgarfulltrúa og er tillögu þar sem gætt er samræmis við þá niðurstöðu að vænta innan tíðar.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hver kostnaður við niðurrif Toppstöðvarinnar getur orðið ef áhugasamir samstarfsaðilar fást ekki að húsinu. R16090153
Fundi slitið klukkan 10:27
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir