Borgarráð - Fundur nr. 5460

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 20. júlí, var haldinn 5460. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Marta Guðjónsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 16. júní 2017. R17010004

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 30. júní 2017. R17010015

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 23. júní 2017. R17010027

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

    Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna táknmálstúlkunar á tónleikum Druslugöngunnar.

    Samþykkt að vísa styrkumsókn Hinsegin félagsmiðstöðvar til meðferðar mannréttindaskrifstofu.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við teljum að það lægi fyrir að ríkið greiddi ekki fyrir túlkaþjónustu sem þessa áður en við drögum upp veskið og greiðum styrk vegna þessa. Við teljum að sjálfsögðu mikilvægt að þeir sem þurfa á túlkaþjónustu að halda fái hana án þess að þurfa að sækja um sérstaka styrki til þess.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17070002

     

    -             Kl. 9.08 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. júlí 2017, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Drukkstofa Óðins, Flugvallavegi 3. R17020060

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júlí 2017, um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis 26.-27. ágúst nk. vegna Ægisgarðs, Eyjaslóð 5, vegna beinnar sjónvarpsútsendingar á UFC í Bandaríkjunum. R17060231

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R17070001

    Fylgigögn

  9. Lagt er til að Magnea Guðmundsdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Karls Sigurðssonar. R14060110

    Samþykkt.

  10. Lagt er til að Magnea Guðmundsdóttir taki sæti í innkauparáði í stað Diljár Ámundadóttur. R14060125

    Samþykkt.

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júlí 2017, sbr. trúnaðarmerkta samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. júlí 2017 um fegrunarviðurkenningar 2017, ásamt fylgiskjölum. Trúnaður er um efni tillögunnar þar til viðurkenningarnar verðar veittar á afmælisdegi Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst nk. R15080021

    Samþykkt.

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júlí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. júlí 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar 2-14 vegna lóðanna nr. 2 og 4 við Gylfaflöt, ásamt fylgiskjölum. R17070047

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júlí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. júlí 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Landsímareits, ásamt fylgiskjölum. R17070048

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

    Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna. Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júlí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. júlí 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu, ásamt fylgiskjölum. R17070100

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júlí 2017, varðandi bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 23. júní 2017um verkefnalýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Kópavogsganga. R11060102

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júlí 2017, varðandi bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 23. júní 2017 um verkefnalýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Stekkjarbakka. R11060102

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. júlí 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhlut sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur á 80% af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna styrks að fjárhæð 700 þúsund evrur komi til þess að Orkuveita Reykjavíkur verði gjaldþrota á samningstímanum sem er 42 mánuðir frá upphafi verkefnis. Um er að ræða styrk sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sótt um hjá stofnuninni Innovation and Networks Executive Agency (INEA) hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) vegna vísindaverkefnis sem nefnist CarbFix2. Að teknu tilliti til eignarhlutar Reykjavíkurborgar nemur ábyrgð borgarinnar tæplega 524 þúsund evrum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17070039

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júní 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn velferðarsviðs frá 17. júlí 2017. R17060171

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fagnaðarefni er að borgarráð samþykki samhljóða tillögu okkar um að gerð verði úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Fram kemur í umsögn velferðarsviðs við tillögunni að á biðlistanum séu 218 einstæðir foreldrar og 33 hjón/sambýlisfólk eða 251 barnafjölskylda og af þeim eru 118 í mikilli þörf eða 47%. Fjöldi þeirra barna sem eru á bak við þessa umsækjendur eru 372 börn. Staða einstæðra foreldra hefur greinilega versnað mikið því árið 2014 eru 67 á biðlista en nú 103 árið 2017. Heildarfjöldi á biðlista eftir félagslegu húsnæði í mikilli þörf hafa vaxið frá 546 1. júlí 2014 og í 757 1. júlí 2017.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram erindi Grundar, dags. 7. júlí 2017, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarstjórnar vegna umsóknar í framkvæmdasjóð aldraðra. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. júlí 2017, þar sem mælt er með því að borgarráð samþykki erindið. R17070091

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta janúar-maí 2017. R17010086

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjármálastjóra, dags. 18. júlí 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu að endurskoðun á viðauka 2 við reglur um fjárstýringu. Viðaukinn fjallar um fjárfestingarstefnu vegna eignasafns borgarinnar sem er í fjárvörslu hjá Íslenskum verðbréfum hf. Tillagan felur í sér að heimild til að fjárfesta laust fé tímabundið í ÍV skammtímasjóði. Hlutdeild Reykjavíkurborgar í ÍV skammtímasjóði má þó aldrei verða meiri en 5% af stærð sjóðsins.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17020173

    Samþykkt.

  22. Lagðar fram tillögur borgarstjóra að viðaukum við fjárhagsáætlun 2017, dags. 17. júlí 2017. Greinargerðir fylgja tillögunum. R17020176

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um vinnustofu á athafnasvæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi verði samþykktur, ásamt fylgiskjölum. R17070062

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð endurúthluti lóðum G og H við Hallgerðargötu með byggingarrétti fyrir 63 íbúðir auk bílageymslna til Bjargs hses., ásamt fylgiskjölum. R17030103

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð endurúthluti Móavegi 2-4 með byggingarrétti fyrir 120 íbúðir til Bjargs hses., ásamt fylgiskjölum. R16100074

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð endurúthluti Urðarbrunni 130-134 með byggingarrétti fyrir 30 íbúðir og Urðarbrunni 33-35 með byggingarrétti fyrir 23 íbúðir til Bjargs hses., ásamt fylgiskjölum. R13060014

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Norðurgrundar 3, ásamt fylgiskjölum. R17070080

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti hjálagðar kaupsamning um Vonarstræti 4, ásamt fylgiskjölum. R17060056

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt áliti á verðmötum tveggja fasteignasala sem hér liggur fyrir við sölu á Vonarstræti 4, er verðmætið fyrir byggingarrétt 130.000 krónur á fermetra. Í júlí 2014 voru seldar fasteignir á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 2a, um var að ræða 790 fm af uppgerðum/nýbyggðum fasteignum og 900 fm af byggingarmagni. Söluverðmætið var 365 millj. kr. Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina mótmæltu sölunni og töldu verðið bæði of lágt, enda grundvallað á 15 mánaða gömlum verðmötum og að tímasetningin væri röng þar sem hækkanir væru miklar og fyrirséðar á fasteignamarkaði. Miðað við þau verðmöt sem hér liggja fyrir þá er 490.000-550.000 kr. á fermetra á húsnæði sem þarf þó hér algerra endurbóta við og 130.000 kr. á byggingarrétt. Salan sumarið 2014 hefði því hljóðað upp á 117 millj. og 435 millj. eða samtals 551 milljónir. Tapið af því að fara ekki að tillögu Framsóknar og flugvallarvina um að bíða með sölu á eignunum er því ekki óvarlega áætlað tæplega 200 milljónir.

    Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

    Vinnubrögð borgarinnar við sölu á byggingarrétti til atvinnurekstrar hafa að markmiði að fá hámarksverð á hverjum tíma. Það er ranglega fullyrt í bókuninni að salan á Laugavegi 4 og 6 hafi verið byggð á verðmati. Hún var byggð á söluferli þar sem eignirnar voru auglýstar á vegum fasteignasala og var reiturinn í kjölfarið seldur hæstbjóðanda. Eins og borgarráðsfulltrúanum ætti að vera ljóst er byggingarréttur fyrir bakhús og kjallara þar sem hýsa á verslun við Laugaveg og byggingarréttur fyrir hótel á besta stað við Vonarstræti heldur ekki sambærilegt.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri sagði það sjálfur í fréttaviðtali þegar hann var spurður út í verðið að það væri grundvallað á verðmati. Borgarfulltrúi hefur lagt fram fyrirspurnir um auglýsingaferlið í tengslum við söluna. Í fyrra skiptið sem eignirnar voru seldar var það auglýst, en ekki í síðara skiptið, þegar verði var takið. Byggingarréttur fyrir verslun og þjónustu við Laugaveg verður alltaf verðmætur enda er þar hæsta leiguverð og með hæsta fasteignaverði á öllu landinu. Klór borgarstjóra til að breiða yfir pólitísk klúður við söluna og beina sjónum frá 200 millj. kr. tapi er aumt.

    Fylgigögn

  29. Fram fer kynning á stöðu mála vegna bilunar í skólphreinsistöð við Faxaskjól.

    Rósa Magnúsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Íris Þórarinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hafliði Jón Sigurðsson og Inga Dóra Hrólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið borgarfulltrúarnir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir og Jóna Björg Sætran. R17070090

    Fylgigögn

  30. Fram fer kynning á stöðu mála vegna olíumengunar í Grafarvogi og þörf á settjörn.

    Rósa Magnúsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Íris Þórarinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hafliði Jón Sigurðsson og Inga Dóra Hrólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið borgarfulltrúarnir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir og Jóna Björg Sætran. R17070109

  31. Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar borgarfulltrúa, dags. 11. júlí 2017, þar sem hann óskar eftir að fram fari stjórnsýsluúttekt vegna bilunar skólphreinsistöðvar við Faxaskjól. R17070090

    Vísað til meðferðar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi við Starhaga og stemma stigu við hraðakstri um götuna. R17070104

    Frestað.

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir og endurbætur á steinsteyptum tröppum sem tengja íbúabyggð í austanverðu Seljahverfi við Seljaskóla. Umræddar tröppur eru fyrir neðan Hnjúkasel og Kambasel og er hluti þeirra svo illa farinn að hætta getur stafað af. R17070103

    Frestað.

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir því að fjallað verði um þá olíumengun sem vart hefur orðið við í Grafarvogi og lækjum sem renna í voginn með ýtarlegri hætti á næsta fundi borgarráðs en gert var á þessum fundi. Þar verði m.a. lagðar fram upplýsingar um umfang og útbreiðslu mengunarinnar sem og tjón af völdum hennar, líklegar orsakir og hvaða aðgerða hefur verið gripið til í því skyni að uppræta hana. R17070102

    Frestað.

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Óskað er eftir heildaryfirliti á öllum styrkjum sem Reykjavíkurborg hefur veitt frá og með 1. janúar 2015. Í yfirlitinu er óskað eftir að þeir verði sundurliðaðir eftir a) árum, 2015, 2016 og það sem af er árs 2017, þ.e.a.s. til 1. ágúst 2017, b) sviðum/ráðum sem veitt hafa styrkina c) fjárhæð og d) hvort að um félag/samtök/einstakling sé að ræða. Þá óskum við eftir yfirliti yfir samstarfssamninga sem Reykjavíkurborg hefur gert sundurgreint eins og a-d hér að ofan ásamt því að sett sé fram tímabil samstarfssamningsins, hvenær hann hófst og hvenær honum lauk eða lýkur. Hvað varðar samstarfssamninga þá skal sérstaklega getið um samstarfssamninga sem voru í gangi við upphaf kjörtímabilsins frá og með 16. júní 2014. R17070101

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Óskað er eftir að tekið verði saman í heildaryfirlit þær ábendingar, tillögur, kynningar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér eða bent á í umhverfis- og skipulagsráði, eða beint til borgarráðs og borgarstjórnar og hvernig meðhöndlunin hefur verið á þeim ábendingum, tillögum og kynningum. Miðað skal við tímabilið frá 16. júní 2014, eða upphafi kjörtímabilsins. R17070105

  37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um að gerð verði þarfagreining á hugbúnaði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur þannig að sem best og skilvirkast verði að halda upplýsingum og tilkynningum  til haga svo að nýtist best sem stjórntæki. Í framhaldinu verði lagðar fram tillögur um hvernig og hagkvæmast sé að bregðast við þörfinni og það sett inn í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. R17070106

    Frestað.

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Í skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem gerð var 2013 kemur ítrekað fram að borgarstjóri sé æðsti embættismaður borgarinnar. Ein af stjórnsýslustofnunum Reykjavíkurborgar er heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Í eigendastefnu OR kemur m.a. fram að með skýrri eigendastefnu sé leitast við að skýra hlutverk og ábyrgð eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðun um mikilvæg málefni og stefnu og þannig eigi eigendastefnan að að tryggja lýðræðislega, gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun fyrirtækisins. Óskað er eftir áliti borgarlögmanns og innri endurskoðanda á því hvort að a) eigendastefna OR firri borgarstjóra að einhverju leyti ábyrgð sína á vanrækslu og því tjóni sem bilun í skolpdælistöðunni við Faxaskjól hefur valdið, b) hefur það áhrif að Veitur er dótturfélag OR og c) ber borgarstjóri ekki ábyrgð á heilbrigðisnefnd Reykjavíkur? R17070107

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    1. Af hverju voru engin sýni tekin á tímabilinu 20. júní til 5. júlí meðan skólp rann út í sjóinn vegna bilunar í neyðarlúgu skólphreinsistöðvarinnar við Faxaskjól? 2. Af hverju var ekkert tilkynnt um bilunina, var það vegna þess að þetta var ekki vaktað og engin sýni tekin á tímabilinu 20. júní til 5. júlí eða var ástæðan önnur og þá hver? 3. Af hverju er nú fyrst eins og fram kemur í minnisblaðinu að Veitur átta sig á því að legurnar sem settar voru í fyrir 3 árum voru ekki ryðfríar og voru ónýtar og tærðar í burtu? Hvernig var eftirliti og viðhaldi háttað? Hafa orðið breytingar á eftirliti og viðhaldi á síðustu 10 árum? 4. Komið hefur fram að borgarstjóri vissi ekkert um bilunina og heyrði af henni í fjölmiðlum 5. júlí sl. Af hverju vissi borgarstjóri sem æðsti embættismaður borgarinnar ekki um bilunina? 5. Voru lög um upplýsingarétt um umhverfismál brotin og upplýsingastefna borgarinnar þar með? 6. Hvernig er samvinnu borgarinnar og sóttvarnarlæknis háttað og er ekki ástæða til að bæta þau samskipti og upplýsingagjöf af hálfu borgarinnar? 7. Hvernig verður skólpfrárennsli og sótthreinsun á vatnsúrgangi háttað frá nýjum Landspítala við Hringbraut og hafa farið fram viðræður við sóttvarnarlækni um það? R17070108

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er upplýsinga um hvort vart hafi verið við að Bjarnarkló hafi stungið niður rótum á leiksvæðum og útivistarsvæðum borgarinnar og ef svo er til hvaða aðgerða hefur verið brugðist? Ljóst er að snerting við þessa tegund hvannar getur valdið verulegum skaða og bruna á húð og því mikilvægt að gera sér grein fyrir umfangi hennar á opnum svæðum. R17070110

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Ástand leikskólabygginga í borginni er víða afar slæmt og þarfnast mikils viðhalds og endurbóta. Óskað er eftir skriflegu svari um ásigkomulag þeirra og viðhaldsþörf. Þá er jafnframt óskað upplýsinga um hvernig viðhaldi og endurbótum verði forgangsraðað. R17070111

Fundi slitið klukkan 12:09

Dagur B. Eggertsson Marta Guðjónsdóttir