Borgarráð - Fundur nr. 5459

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 6. júlí, var haldinn 5459. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru Sigurður Björn Blöndal, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Björn Axelsson, Örn Sigurðsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 13. og 20. júní 2017. R17010006

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 15. júní 2017. R17010011

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 28. júní 2017. R17010012

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 26. júní 2017. R17010018

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. júlí 2017. R17010021

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 27. júní 2017. R17050116

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R17070001

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17070002

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní sl. að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk., skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella.  R15060169

     

    -             Kl. 9.05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    -             Kl. 9.08 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi vegna breyttrar landnotkunar atvinnusvæðis í Gufunesi. R11060102

    Samþykkt.

     

    -             Kl. 9.10 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júlí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna breytinga á landnotkunarskilmálum í miðborgarkjarna M1a vegna gististarfsemi í miðborginni. R11060102

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 18 við Bíldshöfða. R17070005

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júli 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-12 við Elliðabraut. R17070010

    Samþykkt með þeim fyrirvörum að gerð er krafa um a.m.k. 5% gróðurþekju á bílastæðum og 15% runna og trjáþekju á öðrum svæðum á lóð. Með aðaluppdrætti skal fylgja séruppdráttur af skipulagi lóðar. Þessum skilmálum skal bæta inn á uppdrætti áður en tillagan verður auglýst.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á lýsingu um nýtt deiliskipulag fyrir Gufunessvæðið, 1. áfanga.  R17070006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á breytingum á skilmálum deiliskipulags Njálsgötureits, reitur 1.190.3. R17040010

    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59, Sprengisandur. R17070003

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júli 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar, eining G, vegna Móavegs 2-4 og Spangarinnar 3-5. R16070010

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júlí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogabyggð – svæði 2. R16110133

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23. R17070004

    Frestað.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 23. júní 2017:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fyrstu tillögum starfshóps um íþróttaviðburði í Reykjavík verði vísað til frekari úrvinnslu og tillögugerðar starfshópsins, sbr. hjálagt bréf formanns hópsins, dags. 19. maí 2016. Þá skal vinna starfshópsins jafnframt taka mið af því að viðburðir sem ekki eru í hagnaðarskyni og viðburðir sem tengjast lýðheilsu geti fengið styrk frá Reykjavíkurborg á móti útgjöldum vegna götulokana og gjalda sem greiða þarf Reykjavíkurborg. Miðað er við að kostnaður á árinu 2017 verði 15 m.kr. sem greiðist af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205 og árið 2018 verði kostnaður 15 m.kr. sem færður verði inn í fjárhagsramma umhverfis- og skipulagssviðs, undir liðinn 3212 viðburðir. Samráð verði á milli umhverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs um hvaða verkefni teljist styrkhæf. R16030185

     

    Samþykkt.

     

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf borgarlögmanns og sviðstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 4. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samkomulagi, dags. s.d., milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Fram um flutning félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal/Grafarholt, uppbyggingu mannvirkja og rekstur þeirra og afhendingu eigna í Safamýri ásamt aukafjárveitingar til íþrótta- og tómstundasviðs vegna málsins.  R13100424

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2228/2016: Vilhjálmur Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Ragnheiður Þ. Guðmundsdóttir og Andri Þór Guðmundsson gegn Reykjavíkurborg. R16060143

    Fylgigögn

  23. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3627/2017: Berglind Arnardóttir gegn Reykjavíkurborg. R16110023

    Fylgigögn

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 26. júní 2017:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi við ReykjavíkurAkademíuna fyrir árið 2017. Upphæðin, 2.839.000 kr., greiðist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur, verkefni 09803. R17060192

     

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 3. júlí 2017:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita Stígamótum styrk að upphæð 5 m.kr., af kostnaðarstaðnum ófyrirséð, 09205, til að koma til móts við mikla aukningu í aðsókn í þjónustu samtakanna. Framlaginu er m.a. ætlað að tryggja fræðslu og þjónustu til jaðarsettra hópa.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni. R17040146

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að undirbúningur verði hafinn strax að viðbyggingu Melaskóla, sbr. 51. gr. fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2017, og minnisblað sviðstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi aðbúnað nemenda Melaskóla, dags. 19. maí 2017. R17060018

    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar við gerð fjárhags- og fjárfestingaáætlunar.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að strax verði gripið til úrbóta í húsnæðismálum Melaskóla, sbr. 52. gr. fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2017, og minnisblað sviðstjóra skóla- og frístundasviðs varðandi aðbúnað nemenda Melaskóla, dags. 19. maí 2017. R17060018

     

    Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarráðs:

     

    Lagt er til að ráðist verði í brýnar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur við Melaskóla í sumar og haust, þar með talið málun innanhúss, viðhald og bón á gólfefni og tilfærslur innanhúss samkvæmt óskum stjórnenda og starfsfólks. Þá verði skólanum boðið viðbótarhúsnæði í nágrenni skólans frá og með næsta hausti.  Umrætt húsnæði yrði tímabundin ráðstöfun þar til framtíðarlausn verður ákveðin í húsnæðismálum skólans. Þá verði mótaðar tillögur um hvernig megi bæta útiaðstöðu og leiksvæði barna í skólanum, s.s með því að nýta betur græn svæði í nærumhverfi skólans.

     

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 30. júní 2017, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna flutnings á rekstri Bílastæðasjóðs úr sérstökum sjóði yfir í rekstur aðalsjóðs og eignasjóðs. R17020176

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti og samþykki framsal byggingarréttar og falli frá forkaupsrétti vegna lóðarinnar við Lautarveg 8. R17050037

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að auglýsa til leigu fasteignina að Víðinesvegi 30. R17060188

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram erindi Faxaflóahafna hf., dags. 28. júní 2017, varðandi áskorun um bann við notkun á svartolíu og svæði þar sem útblæstri skipa eru sett takmörk. R15100028

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

     

    Þann 1. september 2016 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu í borgarráði um að áskorun yrði send á fjármálaráðherra að skattleggja ofurbónusa sem þrotabú greiði. Tillagan var sett fram vegna frétta um ofurbónusa til starfsmanna föllnu bankanna, en reglur Fjármálaeftirlitsins um bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja eiga ekki við um þrotabú og ljóst er að greiðslur sem þessar séu til þess fallnar að auka enn á ójöfnuð í jafnlitlu samfélagi og Íslandi. Ekki er um að ræða að starfsmenn þeir sem þiggja ofurbónusa séu hluthafar þrotabús eða beri á nokkurn hátt hallann af rekstri þess. Tillagan var lögð fram að nýju á fundi borgarráðs 3. nóvember 2016 og þá samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í viðræðum við ríkið um tekjuskiptingu hins opinbera. Nú berast aftur fréttir um ofurbónusa frá þrotabúi föllnu bankanna. Óskað er eftir því að lagt verði fyrir borgarráð minnisblað frá Sambandinu þar sem farið er yfir hvernig málsmeðferð þessarar tillögu hefur verið hjá Sambandinu. R16090008

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð feli innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að rannsaka aðdraganda að lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli af hálfu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með sambærilegum hætti og unnið verður af hálfu Ríkisendurskoðunar fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Unnin verði sambærileg tímalína af hálfu borgarinnar og unnin var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og athafnir Reykjavíkurborgar, ákvarðanir og stefnumörkun og rannsakað hvort allt slíkt sé ekki samkvæmt reglum, heimildum og lögum. Rannsakað verði hvort borgin hafi virt fyrirvara sem tengist samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010-2030 um uppbyggingu í Vatnsmýri þar sem tímasetning hennar er jafnframt háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. R17070032

     

    Frestað.

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir upplýsingum um hvaða breytingar verða á leigufjárhæð félagslegra þjónustuíbúða í Seljahlíð eftir að Félagsbústaðir fara að innheimta leigu þar. Íbúar í Seljahlíð búa við mikla óvissu varðandi þróun leigufjárhæðar, þjónustugjalda og hússjóðs. Í upplýsingunum verði gerð grein fyrir því hvernig húsnæðisbætur koma til lækkunar á leigu og hvort það gagnist öllum íbúum í félagslegum þjónustuíbúðum í Seljahlíð. R15050131

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á samþykkt borgarstjórnar frá 21. mars sl. þar sem samþykkt var að vísa til umhverfis- og skipulagsráðs því að hefja innleiðingu á fullkomnu umferðarmódeli fyrir höfuðborgarsvæðið og óska eftir að upplýsingar um stöðu málsins verði lagðar fram í borgarráði. Ekki hefur borið á þessu máli síðan það var samþykkt í borgarstjórn en mikilvægi þess að fullkomið umferðarmódel verði innleitt nú þegar hefur sjaldan eða aldrei verið meira vegna þess að í vinnslu eru hugmyndir um borgarlínu og umferð hefur verið að þyngjast jafnt og þétt á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur borið á sérstökum áhuga meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur að nálgast umferðarmálin í heild sinni með því að innleiða fullkomið umferðarmódel sem mæli alla samgöngumáta. R17030210

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsókn og flugvallarvina:

     

    Framsókn og flugvallarvinir gera tillögu um að ekki verði lagt á byggingarréttargjald fyrir lóðir fyrir námsmannaíbúðir, félagslegar íbúðir og til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða til að byggja leigu- og/eða búseturéttaríbúðir fyrir fólk sem er undir eigna- og tekjumörkum.

     

     Greinargerð fylgir tillögunni. R17070033

    Frestað.

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Á fundi borgarráðs 26. mars 2015 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að tekið yrði jákvætt í ósk Íþróttafélagsins Fylkis um lagningu gervigrass á keppnisvöll Fylkis gegn því að félagið gæfi eftir notkun á 1,4 hektara æfingasvæði milli Hraunbæjar og Bæjarháls sem hentar vel til þéttingar byggðar. Borgarráð samþykkti tillögu Sjálfstæðisflokksins með þeirri breytingu að erindi Fylkis yrði jafnframt vísað til gerðar hverfisskipulags. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka nú tillöguna og óska eftir upplýsingum um framvindu málsins. Nú er eru rúm tvö ár liðin frá því að umrædd tillaga var samþykkt og ætti því að vera búið að ganga frá samkomulagi við Fylki um vallarlagningu og uppbyggingu í tengslum við hana á grundvelli tillögunnar. Minnt er á tillögur Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg styrki framkvæmdir vegna áhorfendaaðstöðu Fylkis með sambærilegum hætti og gert hefur verið vegna slíkra framkvæmda hjá öðrum hverfisíþróttafélögum í borginni og er jafnframt óskað eftir upplýsingum um framvindu þess máls. R17070034

  38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Borgarráð felur borgarstjóra að sjá til þess að Reykjavíkurborg standi við fyrirheit sitt um stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í samræmi við samþykkt borgarráðs hinn 10. júlí 2008. Leigusamningur við lóðarhafa að Stjörnugróf 18 rann út í árslok 2016 og er borgarstjóra jafnframt falið að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvar, sem nú er á lóðinni, í samráði við eigendur hennar. Knattspyrnufélagið Víkingur er hverfisíþróttafélag, sem gegnir mikilvægu hlutverki í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfum. Tillaga þessi er efnislega samhljóða tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var í borgarstjórn 1. mars 2016, en að tillögu borgarstjóra var henni vísað til meðferðar borgarráðs. Þrátt fyrir að sextán mánuðir séu nú liðnir frá umræddum borgarstjórnarfundi hefur tillagan enn ekki hlotið neina meðferð í borgarráði. Nú eru níu ár liðin frá því að áðurnefnt fyrirheit var samþykkt samhljóða í borgarráði.  R16030025

     

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:28

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir