Borgarráð
Ár 2017, fimmtudaginn 29. júní, var haldinn 5458. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Halldóra Káradóttir, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Björn Axelsson, Örn Sigurðsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Sandra Dröfn Gylfadóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. júní 2017, um kosningu fulltrúa í borgarráð til eins árs sem fram fór á fundi borgarstjórnar þann 20. júní sl. R17060175
Fylgigögn
-
Lagt til að Sigurður Björn Blöndal verði kosinn formaður borgarráðs.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lagt er til að Halldór Auðar Svansson verði kosinn varaformaður borgarráðs.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Áslaug María Friðriksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins. R17060175
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. júní 2017. R17010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. júní 2017. R17010009
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. júní 2017. R17010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. júní 2017. R17010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. júní 2017 R17010019
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. maí 2017. R17010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. júní 2017. R17010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 22. júní og fundargerð sameiginlegs fundar velferðarráðs með stjórn Félagsbústaða hf. frá 15. júní 2017. R17010028
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R17050185
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að veita Háskóla Íslands styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna Svipbrigða sársaukans (The many faces of pain).
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar, ásamt fylgiskjölum. R17040112
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut, ásamt fylgiskjölum. R17060191
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2017 á lýsingu skipulagsfulltrúa frá 17. maí 2017 um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði, ásamt fylgiskjölum. R17060174
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. júní 2017 á breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. R17030118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð á Kirkjusandi, ásamt fylgiskjölum. R17060200
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 09.47 víkur Örn Sigurðsson af fundinum.
- Kl. 09.57 víkur Björn Axelsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á eftirfylgniúttekt innri endurskoðunar á rekstri, stjórnarháttum og hlutverki Félagsbústaða hf. R17050151
Auðun Freyr Ingason og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 21. júní 2017, varðandi tillögur starfshóps um örugga miðborg. R17010308
Borgarráð staðfestir tillögur starfshópsins.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Frístundastefnu í Reykjavík. R14120116
Skúli Helgason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ómar Einarsson, Soffía Pálsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2017, varðandi lækkun leikskjólagjalda, ásamt fylgiskjölum. R17040159
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 21. júní 2017 á tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi rekstrarframlag til Félagsstofnunar stúdenta vegna Mánagarðs, ásamt fylgiskjölum. R17040076
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 21. júní 2017 á tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar og áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi framlag til Waldorfskólans Sólstafa, ásamt fylgiskjölum. R16060080
Samþykkt með sex atkvæðum. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. júní 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. júní 2017 á tillögu velferðarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata um að afnema sumarlokanir á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs, ásamt fylgiskjölum. R17050171
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. júní 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. júní 2017 á tillögum að úthlutun þvert á hverfi úr forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017, ásamt fylgiskjölum. R16050239
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun á fyrirkomulagi eignarhalds á íbúðarlóðum, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. júní 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 26. júní 2017. R17060122
Tillaga felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita alls 30,7 m.kr., af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205, í bráðaviðgerðir á útilistaverkum í eigu Reykjavíkurborgar. Verkin sem ráðast á í viðgerðir á eru í umsjá Listasafns Reykjavíkur og hefur forvörður á vegum safnsins lagt mat á ástand verkanna. Áætlaður kostnaður vegna sérfræðivinnu og bráðaviðgerða í ár nemur tæpum 15,7 m.kr. Þá skal næstu þrjú árin veita 5 m.kr. árlega, alls 15 m.kr. til áframhaldandi viðgerða sem vísar til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018 og fimm ára áætlunar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17060178
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Stelpur rokka!, dags. 15. mars 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun þjónustusamnings við Reykjavíkurborg til þriggja ára, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. júní 2017. R17050138
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júní 2017, varðandi fyrirhugaða heimsókn borgarstjóra til Barcelona dagana 17. til 19. júlí 2017. R17020181
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. júní 2017:
Lagt er til að borgarráð veiti Institut de Cultura de Barcelona framlag sem nemur 45.000 evrum (5.351.289 ISK m.v. gengi dagsins), af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205, vegna þátttöku Reykjavíkurborgar í borgarhátíðinni La Mercè sem haldin verður 21.-24. september 2017. Upphæðin er alfarið eyrnamerkt framlagi íslenskra listamanna á hátíðinni.
Samþykkt. R17010257
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2017, varðandi tillögu að samkomulagi um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum. Jafnframt er lögð fram umsögn Barnavistunar, dags. 14. júní 2017.
Frestað. R17050144
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. júní 2017, varðandi tillögu að nýjum samningstexta milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf., ásamt fylgiskjölum. R16110082
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2017, varðandi endurnýjun á þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 19. júní 2017. R17060185
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 28. júní 2017, um fjárhagsramma fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Greinargerð fylgir tillögunni. R17020174
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 26. júní 2017, þar sem lagðar eru fram forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 og forsendur fimm ára áætlunar 2018-2022 sem eru skv. þjóðhagsspá Hagstofu frá 31. maí sl. R17020174
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur matsnefndar um veitingu stofnframlaga vegna uppbyggingar á leiguhúsnæði í Reykjavík, dags. 26. júní 2017, ásamt fylgiskjölum. R17060105
Samþykkt.
Grétar Þór Jóhannsson og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 27. júní 2017, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 26. júní 2017 á samstarfssamningi um rekstur Iðnó, dags. 22. júní 2017, ásamt fylgiskjölum. R17060169
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. júní 2017, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um Vonarstræti 3, Iðnó, við Gómsætt ehf. verði samþykktur, ásamt fylgiskjölum. R17060169
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. júní 2017, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á nýjum lóðarhafa að lóðinni nr. 19 við Bæjarflöt, ásamt fylgiskjölum. R17060179
Samþykkt.
- Kl. 12.03 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallavinir gera tillögu um að SEA og borgarlögmaður útfæri og leggi fyrir borgarráð tillögur og hugmyndir um hvernig hægt er að setja framsalstakmarkanir/-kvaðir í nýja lóðarleigusamninga, við endurnýjun lóðarleigusamninga eða breytingar þegar gildandi lóðarskilmálum er breytt, eða nýir lóðarsamningar gerðir vegna sameininga lóða eða breytinga á lóðarmörkum, þannig að óheimilt sé að framselja lóðir nema að ákveðnu byggingarstigi sé náð, t.d. fokheldi. Tillögur og hugmyndir skulu liggja fyrir eigi síðar en í lok ágúst 2017.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17060226
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að Félagi eldri borgara verði úthlutað lóð undir fjölbýlishús í Syðri-Mjódd til viðbótar þeim tveimur lóðum sem félaginu hefur nú þegar verið úthlutað á svæðinu. Mikil spurn er eftir íbúðum félagsins og ljóst að það þarf á fleiri lóðum að halda til að geta svarað henni. Margvíslegt hagræði verður af því að úthluta félaginu slíkri viðbótarlóð sem næst öðrum lóðum er félagið hefur nú þegar fengið til uppbyggingar í Mjóddinni. Ljóst er t.d. að hagkvæmt er að koma slíkri viðbótarlóð fyrir sem næst þjónustumiðstöð velferðarsviðs að Árskógum 4 sem veitir eldri borgurum mikilvæga þjónustu. R17060227
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvort legið hafi fyrir að umtalsverður kostnaður fylgdi þeirri ákvörðun að þiggja boð Barcelonaborgar um að Reykjavíkurborg yrði heiðursgestur á borgarhátíðinni La Mercè. R17060228
- Kl. 12.10 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 12:11
Líf Magneudóttir