Borgarráð - Fundur nr. 5457

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 22. júní, var haldinn 5457. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Björn Axelsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Theódóra Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 12. júní 2017.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 15. júní 2017.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 15. júní 2017.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. júní 2017.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2017.

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 16. júní 2017.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag.

    Samþykkt að veita Rauða krossinum styrk að fjárhæð kr. 100.000 fyrir íþróttaiðkun hælisleitenda.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. júní 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, ásamt fylgiskjölum.

    Kl. 9.13 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum

    Kl. 9.19 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að margt hafi tekist vel í tillögum að skipulagi að lóð Kennaraháskólans en telja að vegna fjölda athugasemda íbúa þurfi að vinna betur með nánari útfærslu skipulagsins í samráði við þá. Þá er það gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir meira en 0,2 bílastæðum við stúdentaíbúðir á svæðinu sem mun hafa í för með sér að lagt verður í íbúagötur í næsta nágrenni í auknum mæli. Ennfremur er bent á að mikilvægt sé að komið verði fyrir undirgöngum eða göngubrú yfir Miklubraut þar sem nú eru gönguljós við Stakkahlíð. Þessi göngutenging er mikilvæg fyrir alla íbúa, eykur umferðaröryggi gangandi vegfaranda, bætir umferðarflæði og tengir Hlíðarnar betur saman.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. júní 2017 á breytingu á deiliskipulagi Kringlumýrarbrautar frá Miklubraut að Bústaðavegi, ásamt fylgiskjölum.

    Kl. 9.21 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir ábendingar íbúa að betra hefði verið að hafa göngu- og hjólastíginn fjær umferðargötunni til að tryggja betur öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þannig yrði stígurinn meiri hluti af hverfinu sjálfu og hluti af útivistarsvæði þess.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. júní 2017 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Kl. 9.36 víkur Björn Axelsson af fundinum.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. júní 2017, varðandi fyrirhugaða heimsókn borgarstjóra til Berlínar dagana 29. júní-1. júlí 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í kostnaði vegna EM-torgs á Ingólfstorgi í samstarfi við KSÍ, samtals 1.000.500 kr., á meðan Evrópukeppni kvenna í fótbolta stendur yfir.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júní 2017, ásamt yfirliti yfir lóðaúthlutanir og lóðavilyrði 2012-2017.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Annars vegar er lagt fram yfirlit yfir lóðarvilyrði og viljayfirlýsingar sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu um lóðaúthlutanir sem eiga að eiga sér stað í framtíðinni og hins vegar yfirlit yfir lóðarúthlutanir frá 1. janúar 2012. Eins og þar má sjá var fjöldi þeirra lóða sem úthlutað hefur verið á þessu kjörtímabili fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum eftirfarandi: 1 lóð 2014, 1 lóð 2015, 4 lóðir 2016 og 7 það sem af er árs 2017. Enn er langt í land að þessi hús verði tilbúin.Að leggja fram skjal fyrir borgarráð þar sem taldar eru upplóðaúthlutanir frá síðasta kjörtímabili 01.01.2012 og síðan væntar lóðarúthlutanir í framtíðinni, er afar villandi og til þess fallið að slá ryki í augu borgarbúa sem þurfa að horfast í augu við viðvarandi húsnæðisvanda og húsnæðiseklu í borginni.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Að gefnu tilefni er hér lagt fram yfirlit yfir lóðaúthlutanir á árunum 2012-2017 auk yfirlits lóðavilyrða og viljayfirlýsinga á árunum 2014-2017. Hver og ein úthlutun og vilyrði eru dagsett og fram kemur m.a. það hlutfall sem Félagsbústaðir eiga í uppbyggingu á hverri lóð. Einnig fylgir listi yfir fyrirhugaðar úthlutanir út frá skipulagi. Allt er nákvæmlega sundurliðað og staða hverrar lóðar skýrlega tilgreind. Þetta er gert til þess að nákvæmar tölur liggi fyrir í opinberri umræðu. Yfirlitið er tæmandi en þó skal áréttað að fjöldi lóðaúthlutana einn og sér endurspeglar ekki nákvæmlega umfang húsnæðisuppbyggingar í Reykjavík. Byggingarmagn hefur víða verið aukið á þéttingarreitum án þess að til hafi komið úthlutun nýrra lóða og þegar allt er talið er ljóst að nú standa yfir metár í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í borginni.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, samgöngustjóra og Bílastæðasjóði að vinna úthlutunarreglur og verðskrá vegna stæða undir deilibílaleigur í Reykjavík.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Haukdælabraut 46.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Döllugötu 7.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2017.

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Grænlandsvina 4 milljón króna styrk, af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi þann 18. júní sl.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. júní 2017, varðandi tillögu að nýjum samningstexta milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags hef., ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er lagt fram erindi Fluglestarinnar-þróunarfélags, dags. 13. júní 2017, þar sem óskað er eftir að félagið fái að kynna stöðu verkefnisins.

    Frestað.

    Runólfur Ágústsson, Guðmundur Guðnason og Þorsteinn R. Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Fram fer kynning á skýrslu um svifryk.

    Þorsteinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  22. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Fyrir rúmu ári hófust viðgerðir á Orkuveituhúsinu á Bæjarhálsi en ekki var vitað um umfang skemmdanna á þeim tíma, en húsið var tekið í notkun árið 2003. Framsókn og flugvallarvinir óska eftir sundurliðuðum upplýsingum um hversu miklum fjárhæðum hefur verið ráðstafað til viðgerða á húsinu Einnig er óskað eftir að borgarráði verði afhend úttektarskýrsla á ástandi hússins og stöðuskjal um framkvæmdir, að upplýst verði hvernig kostnaði er skipt á milli núverandi eiganda hússins og leigutakans, hvort að leitað hafi verið lögfræðiálits um mögulega ábyrgð hönnuðar hússins, byggingarverktaka eða annars utanaðkomandi og hver hafi þá verið niðurstaða þess álits.

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Framsókn og flugvallarvinir óska eftir að fá afhent afrit af sölusamningnum þegar hús Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi var selt, sem og núgildandi leigusamning á milli aðila.

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

    Framsókn og flugvallarvinir gera tillögu um að borgarstjóri skipi starfshóp sem hafi það verkefni að gera úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum. Úttektin skal ná yfir tímabilið 1. júní 2014 upphaf kjörtímabilsins til 1. júní 2017 og gera stöðusamantekt miðaða við 1. júní, 2014, 2015, 2016 og 2017. Hópurinn skal skila niðurstöðum sínum og tillögum að leiðum til úrbóta eigi síðar en 1. október 2017.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað.

    Fundi slitið kl. 11.08

     

    S. Björn Blöndal

     

    Heiða Björg Hilmisdóttir                                           Halldór Auðar Svansson

    Líf Magneudóttir                                                       Halldór Halldórsson

    Kjartan Magnússon                                                    Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Fundi slitið klukkan 11:08