Borgarráð - Fundur nr. 5456

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 5456. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 8. júní 2017.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 9. júní 2017.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. maí 2017.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. júní 2017.

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. í dag.

    Samþykkt að veita íbúasamtökum Kjalarness styrk að fjárhæð kr. 200.000.- vegna útgáfu fréttablaðsins Kjalnesings.

    Samþykkt að veita Breiðholt festival styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna hátíðarinnar sem fram fór 11. júní sl.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Kl. 9.13 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017 á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, stefnu um íbúðabyggð, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hja við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er ekki sammála því að felldar séu niður heimildir um byggingu íbúða við Köllunarklett og situr því hjá.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fagna þessari mikilvægu aðalskipulagsbreytingu þar sem verið er að bæta 1000 íbúðum við þann fjölda íbúða sem er að fara í uppbyggingu í Reykjavík. Mikið af þessum íbúðum verða byggðar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni auk almennra leigu- og eignaíbúða. Breytingin á aðalskipulaginu byggir á nýju mati um árlega fjölgun íbúða í húsnæðisáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn en fjölgun íbúða mun eiga sér stað í Borgartúni, á KHÍ reit, í Suður-Mjódd, við Sléttuveg, á Hlíðarenda, Vísindagörðum, við Suðurgötu og Spöng.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017 á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna lóðar nr. 4-6 við Lóuhóla, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017 á verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Kl. 9.23 víkur Haraldur Sigurðsson af fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 106 við Hverfisgötu, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, þar sem skýrsla ALTA um græna netið og tengingar á milli opinna svæða í Reykjavík er lögð fram til kynningar, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2017.

    Björn Ingi Edvardsson, Herborg Árnadóttir og Árni Geirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. júní 2017, varðandi framvinduskýrslu starfshóps vegna uppbyggingar skóla, íþróttamannvirkja, menningarmiðstöðvar og sundlaugar í Úlfarsárdal, dags. í júní 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili framkvæmdir vegna gatna- og umhverfislýsingar 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 9.55 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum

    Kl. 10.19 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  16. Fram fer kynning á aukinni samvinnu Sorpu bs. og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

    Björn H. Halldórsson, Snædís Helgadóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  17. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kynningu á tækifærum og lausnum við þjónustumælingar, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017, ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 10. maí 2017.

    Frestað.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram skýrsla starfshóps um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík, dags. í júní 2017, ásamt fylgigögnum. Jafnframt er lagt fram bréf starfshópsins til borgarstjóra, dags. 13. júní 2017.

    Vísað til kynningar hjá menningar- og ferðamálaráði og umhverfis- og skipulagsráði.

    Áshildur Bragadóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Ívar Örn Ívarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. júní 2017, þar sem lagt er til að meðfylgjandi sýn og stefna um gistiþjónustu í Reykjavík verði samþykkt. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðaruppbyggingu gististarfsemi í Reykjavík, dags. í júní 2017.

    Vísað til kynningar hjá menningar- og ferðamálaráði og umhverfis- og skipulagsráði.

    Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 7. júní 2017 á tillögu um stofnun alþjóðadeildar í Landakotsskóla, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Vinsti grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 7. júní 2017 á tillögu um viðmið um hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem greitt er framlag vegna, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Vinsti grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. júní 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 7. júní 2017 á drögum að samstarfssamningi við samtökin Móðurmál, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 2.620 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu 2,74% í skuldabréfaflokk RVK53 1. Einnig er lagt til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 800 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 5,20% í skuldabréfaflokk RVKN35 1.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignagjalda vegna hækkandi fasteignamats, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2017.

    Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  25. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta janúar-mars 2017.

  26. Lagðar fram tillögur borgarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna skóla- og frístundasviðs o.fl., dags. 16. júní 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. maí 2017, varðandi tillögur að reglugerðarbreytingum vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ásamt umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 13. júní 2017.

    Umsögn fjármálastjóra samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að heimila sölu á Reykjavíkurpassa samhliða aðgangsmiða á Landsmót hestamanna 2017.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Gissurargötu 1.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 44.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. júní 2017:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að útbúa úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir væntanlegar íbúðarhúsalóðir í Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi og Vigdísarlundi. Jafnframt er óskað eftir að skrifstofunni verði falið að gera tillögu um lóðir sem teknar verði frá vegna úthlutunar til almennra leigufélaga sem geta sótt um stofnstyrki.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga til samninga við eigendur aðliggjandi jarða að landspildu úr landi Tindastaða um kaupa á landspildunni á grundvelli verðmats fasteignasala. Greinargerð fylgir erindinu.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti meðfylgjandi samning milli Austurbakka ehf. og Reykjavíkurborgar um uppgjör vegna tafa sem Austurbakki ehf. hefur orðið fyrir vegna hjáleiðar Geirsgötu.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fella úr gildi kvöð í sérskilmálum um úthlutun lóða til félaga og samtaka eldri borgara fyrir íbúðir Reykvíkinga 67 ára og eldri.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. júní 217:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita Knattspyrnufélaginu Víkingi styrk að upphæð 60 m.kr. til að gera við kjallara í húsnæði félagsins í Mörk eftir vatnstjón sem varð á húsnæðinu í vor. Jafnframt er lagt til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að endurskoða fjárfestingaáætlun í tengslum við endurgerð grasæfingasvæðis og tennisvalla félagsins.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirliggjandi tillögu sem felur m.a. í sér óhjákvæmilegar viðgerðir og endurbætur vegna leka í kjallara íþróttahúss Knattspyrnufélagsins Víkings. Jafnframt óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að sem fyrst verði staðið við það fyrirheit sem borgarráð gaf Víkingi um stækkun athafnasvæðis félagsins á aldarafmæli þess árið 2009. Í þessum mánuði verða átta ár liðin frá því að umrætt fyrirheit var samþykkt samhljóða í borgarráði og sætir furðu að enn hafi ekki verið gengið formlega frá því.

    Fylgigögn

  36. Lögð fram lausnarbeiðni Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns, dags. 13. júní 2017.

    Samþykkt.

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð vill þakka Kristbjörgu Stephensen borgarlögmanni fyrir einstaklega vel unnin störf í þágu Reykjavíkurborgar og borgarbúa og óskar henni velfarnaðar í mikilvægum störfum á vettvangi Landsréttar.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að fyrirkomulag eignarhalds á íbúðarlóðum hjá Reykjavíkurborg verði endurskoðað. Kannaðir verði kostir og gallar þess að leigulóðum íbúðarhúsnæðis verði afsalað til eigenda þess húsnæðis sem á lóðunum stendur.

    Frestað.

    1. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina:

      Um árabil var starfræktur íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Rangárseli 16-20 í góðri sátt við íbúa hverfisins. Á árunum 2015-16 urðu breytingar á samsetningu íbúahópsins sem valdið hafa áhyggjum og jafnvel ótta meðal íbúa í hverfinu. Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um málið, dags. 4. apríl sl., kemur fram að um sé að ræða tímabundna lausn meðan unnið sé að framtíðaruppbyggingu styrktrar búsetu annars staðar í borginni. Í svarinu er einnig fullyrt að sátt hafi náðst um málið við íbúa í nágrenni Rangársels. Þá segir að styrkta búsetan í Rangárseli verði með þeim hætti að fyllsta öryggis verði gætt í þjónustu og stuðningi við tvo íbúa þar og að ekki sé gert ráð fyrir að umhverfinu geti staðið ógn af þeim. Óskað er eftir upplýsingum um hvort velferðarsvið sjái ástæðu til að endurskoða þetta mat sitt í ljósi atburðar sem varð í Rangárseli í vikunni samkvæmt fréttum þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að fjarlægja mann þar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær áætlað sé að áðurnefndri framtíðaruppbyggingu styrktrar búsetu í borginni ljúki og sú aðstaða leysi hina tímabundnu lausn í Rangárseli af hólmi.

    Fundi slitið klukkan 12:45