Borgarráð
Ár 2017, fimmtudaginn 8. júní, var haldinn 5455. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. maí 2017. R17010006
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 18. apríl og 9. og 30. maí 2017. R17010005
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 3. apríl og 8. maí 2017. R17010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. maí 2017. R17010012
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 5. og 29. maí 2017. R17010015
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 2. júní 2017. R17010022
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17050185
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17060002
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138, ásamt fylgigögnum. R16110116
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandagarð, Allianzreit. R17060027
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. R17060028
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, þar sem skýrsla um græna netið og tengingar á milli opinna svæða í Reykjavík er lögð fram til kynningar. R17060026
Frestað.
- Kl. 9.27 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 30. maí 2017, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti sínum vegna fiskiskipsins Ásbjörn RE-50. R15060006
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 30. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hvernig koma eigi til móts við þá íbúa Seljahlíðar sem ekki fá húsaleigubætur sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. R15050131
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að strax verði gripið til úrbóta í húsnæðismálum Melaskóla sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6 júní 2017, um tillöguna og minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2017, varðandi aðbúnað nemenda Melaskóla. R17060018
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um biðaðstöðu í skiptistöðinni í Mjódd sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. mars 2017 ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um tillöguna, dags. 29. maí 2017. R17030023
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til rökstuðnings í meðfylgjandi umsögn.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verðmat við ráðstöfun lóðar á Gelgjutanga sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. apríl 2017. R13100391
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verðmat við ráðstöfun lóðar á Gelgjutanga sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 6 apríl 2017, ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017. R13100391
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til rökstuðnings í meðfylgjandi umsögn.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kynningu á tækifærum og lausnum við þjónustumælingar sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017 ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna, dags. 10. maí 2017. R17030299
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Skúla Helgasonar. R14060127
Samþykkt.
-
Lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. maí 2017, um bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun Hlemms fyrir farþegum strætó sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl ásamt greinargerð um framvindu vinnu við Hlemm mathöll. R17030087
Fylgigögn
-
Lagður fram ársreikningur lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2016.
Gerður Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17040003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag milli Íslandsbanka hf. og Reykjavíkurborgar um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara undir lóðum á Kirkjusandsreit. R13020066
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. maí 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. maí 2017 á tillögu að hækkun leiguverðs Félagsbústaða um 5% frá 1. júlí 2017 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillöguna, dags. 7. júní 2017. R16120017
Samþykkt með þeirri breytingu að hækkunin taki gildi 1. ágúst nk.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. maí 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. maí 2017 á tillögum á breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt greinargerð og fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillögurnar, dags. 6. júní 2017. R16100329
Samþykkt.
Regína Ásvaldsdóttir, Auðun Freyr Ingvarsson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Einar Bjarki Gunnarsson og Agnes Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 6. júní 2017, þar sem ársskýrsla ferlinefndar fatlaðs fólks fyrir árið 2016 er lögð fram til kynningar. R14070101
Magnús Már Guðmundsson og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga til samninga við eigendur Háls og Morastaða, aðliggjandi jarða að landspildu úr landi Tindstaða, um kaup á landspildunni á grundvelli verðmats fasteignasala. R16050201
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. júní 2017, ásamt fylgigögnum:
Meðfylgjandi er viljayfirlýsing um þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins. Efni hennar er í góðu samræmi við erindi til félags- og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, dags. 30. júlí 2013 og samrit sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, annars vegar og hins vegar erindi sent Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra og samrit sent Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, dags 7. mars 2017. Lagt er til að borgarráð staðfesti viljayfirlýsinguna og að Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, og Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, verði falið að vera fulltrúar borgarinnar sem fá það hlutverk að fylgja henni eftir, sbr. ákvæði hennar um að tveir fulltrúar hvors aðila um sig hafi það hlutverk með höndum. R17030062
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að nú þegar verði hafin vinna við að undirbúa lækkun fasteignaskatta hjá Reykjavíkurborg vegna hækkunar fasteignamats langt umfram eðlilega verðlagsþróun. Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5%. Miða skal við að Reykjavíkurborg leggi lægri skattprósentu en nú er í gildi á nýtt og hærra fasteignamat til að draga úr skattbyrði borgarbúa. R17060064
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í lagfæringar á göngubrúnni yfir Elliðaár í Víðidal, neðan Breiðholtsbrautar. Brúin er illa farin og ráðast þarf í lagfæringar og viðhald á brúnni sem fyrst í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Æskilegt að þannig verði gengið frá brúnni að hún verði fær fötluðum sem og fólki með barnavagna. R17060065
Frestað.
Fundi slitið klukkan 12:20
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir